Morgunblaðið - 25.07.1998, Blaðsíða 2
2 LÁUGARDAGUR 25. JÍJLÍ 1998
morgunb'ladíð
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Kringlumýrarbraut
lokaðist um hríð
KRIN GLUMÝRARBR AUT
sunnan Bústaðavegar lokaðist
að hluta til í gær þegar aftaní-
vagn á dráttarvél lagðist á
hliðina. Ekki er vitað um nán-
ari tildrög óhappsins en engar
skemmdir urðu aðrar en á
vagninum sjálfum. Var lög-
reglan kölluð til að stjórna
umferð en beina þurfti henni
upp á nærliggjandi umferðar-
eyjar. Kalla þurfti til kranabíl
til að ná vagninum á réttan
kjöl.
Bygging póstmiðstöðvar fyrir íslandspóst
Tilboð langt undir
kostnaðaráætlunum
LÆGSTA tilboð í byggingu 5.700
fermetra póstmiðstöðvar fyrir Is-
landspóst er rúmlega fjórðungi
lægra en kostnaðaráætlun og
lægsta tilboð í gasaflstöð íyrir
Landsvirkjun var 69% af kostnað-
aráætlun.
Einar Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Islandspósts, segir
að um fjórtán aðilar hafi gert tilboð
í byggingu póstmiðstöðvarinnai-
sem á að vera tilbúin til notkunar
haustið 1999 í Jörfa, á lóð við hlið
Tækniskólans. Kostnaðaráætlun
var rúmar 490 milljónir kr. en
lægsta tilboð var um 380 milljónir
króna. Nokkur önnur tilboð undir
400 milljónum kr. bárust.
Einar segir að frétt í Morgun-
blaðinu nýlega, þar sem haft var
eftir verkefnisstjóra Fram-
kvæmdasýslu ríkisins að tilboð í
verk fyrir opinbera aðila vænj að
jafnaði 20-50% yfir kostnaðaráætl-
unum, hafi komið sér verulega á
óvart.
Sjáum ekki þensluáhrifin
„Það eru fagmenn sem hafa unn-
ið alla hönnun og áætlanir fyrir
okkur og ég hef enga ástæðu til að
efast um að kostnaðaráætlunin sé
rétt. Lægsta tilboðið sem við fáum
er innan við 80% af kostnaðaráætl-
un. Við erum ekki sérfræðingar í
byggingariðnaði en okkar mat er
það að við sjáum ekki þessi stóru
þensluáhrif í verktakaiðnaðinum.
Þó gæti það skýrt málið að fyrir-,
huguð póstmiðstöð er mjög þægi-
leg í byggingu og byggingartíminn
er frekar langur, eða rúmt eitt ár.
Það getur verið að menn sjái sér
hag í því að hefja svo stórt verk í
haust,“ sagði Einar.
Ráðgert er að ganga frá samn-
ingum í næstu eða þamæstu viku
og framkvæmdir eiga að hefjast í
lok ágúst eða byrjun september.
Tilboð í byggingu
gasstöðvar
Landsvirkjun hefur opnað tilboð
í byggingu húss yfir gasstöð á móts
við Islenska álfélagið. Lægsta til-
boðið var 110 milljónir kr. en
kostnaðaráætlun var 170 milljónir
króna. Þorsteinn Hilmarsson, upp-
lýsingafulltrúi Landsvirkjunar,
segir að tilboðin hafi ekki verið
skoðuð neitt sérstaklega ennþá en
ráðgert er að taka afstöðu til
þeirra á næstu vikum.
Islandsmótið í hestaíþróttum hófst á Æðarodda á Akranesi í gær
Sigurður og Prins efstir
í fimmgangi eftir fyrri dag
ÍSLANDSMÓTIÐ í hestaíþróttum
sem haldið er á Æðarodda á Akra-
nesi hófst í gær í blíðskaparveðri.
Meginhluta forkeppninnar var lok-
ið í gær en keppt var á tveimur
völlum. Hans F. Kjerúlf náði
hæstu einkunn í tölti á Laufa frá
Kolluleiru með 8,20, Sigurbjöm
Bái’ðarson kom næstur á Oddi frá
Blönduósi með 7,80. í fimmgangi,
opnum flokki, er Sigurður Sigurð-
arson efstur á Prins frá Hörgshóli
með 6,97 og félagi hans í Herði,
Elías Þórhallsson, kemur næstur á
Vála með 6,63 og Vignir Siggeirs-
son þar á eftir á Gammi frá Hreið-
urborg.
í slaktaumatölti er Elsa Magnús-
dóttir efst á Demanti frá Bólstað
með 6,63, Sævar Haraldsson kemur
næstur á Sikli frá Hofi með 6,13 og
Dagur Benónýsson þriðji á Galsa
frá Bæ með 5,73.
Davíð Matthíasson er efstur í
tölti ungmenna á Prata frá Stóra
Hofi með 6,93, Ásta D. Bjamadóttir
er önnur á Eldi frá Hóli með 6,63
og Guðmar Þ. Pétursson á Háfeta
frá Þingnesi þriðji með 6,43.
I fimmgangi unglinga hefur Dan-
íel I. Smárason forystu á Vestfjörð
frá Hvestu með 5,97, Viðar Ingólfs-
son er annar á Freyþór frá Garða-
bæ með 5,83 og Sigurður S. Pálsson
þriðji á Toppu frá Lækjamóti með
5,70.
í tölti unglinga er efstur Sigurð-
ur S. Pálsson á Huga frá Mosfells-
bæ með 6,57, Þórdís E. Gunnars-
dóttir kemur næst á Stimi frá Kví-
arhóli með 6,50 og Daníel I. Smára-
son er þriðji á Seiði frá Sigmundar-
stöðum með 6,40.
I tölti barna stendur efstur Sig-
urþór Sigurðsson á Erli frá Leifs-
stöðum með 6,13, Freyja Amble
kemur næst á Muggi frá Stangar-
holti með 5,93 og Gunnhildur Gunn-
arsdóttir er þriðja á Skugga frá
Skeljabrekku með 5,90.
B-úrslit hefjast í dag klukkan
fjórtán að lokinni forkeppni í fjór-
gangi, opnum flokki, en mótinu lýk-
ur um kvöldmatarleytið á morgun.
Morgunblaðið/RAX
Sýknudómur um ökuleyfíssviptingu
Sýslumaður mælir með
áfrýjun til Hæstaréttar
Happdrætti Háskóians
Yann 15
milljónir á
trompmiða
REYKVÍKINGUR á sjötugsaldri
fékk 15.640.000 króna happdrættis-
vinning á trompmiða þegar dregið
var í Heita pottinum hjá Happ-
drætti Háskóla íslands í gær.
Aðalvinningurinn kom á miða núm-
er 20787 og skipti vinningshafinn
alls 28.152.000 krónum með fjórum
öðrum aðilum með sama miðanúm-
er. Fékk hver hinna vinningshaf-
anna í sinn hlut 3.128.000 krónur.
Allir miðamir voru seldir í
Reykjavík.
Fannst
látinn
MAÐUR fannst látinn í Meðal-
fellsvatni í Kjós um kvöldmatar-
leytið í gær.
Lögreglu barst tilkynning síð-
degis í gær um að maður, sem
hafði farið út á vatnið á kajak,
hefði ekki skilað sér og að ekki
sæist til hans á vatninu. Bátur-
inn fannst mannlaus á botni
vatnsins og var kallað til allt til-
tækt lið til að leita með strönd-
inni, hjálparsveitarmenn, kafar-
ar, lögregla, lögreglubátur auk
íbúa og fólks úr nærliggjandi
sumarhúsum. Þyrla var einnig
kölluð til og fannst maðurinn þá
fljótlega.
SÝSLUMAÐURINN á ísafirði
hefur ritað ríkissaksóknara bréf
þar sem hann mælir með að áfrýj-
að verði dómi Héraðsdóms Vest-
fjarða þar sem ökumaður var sýkn-
aður af kröfu ákæruvalds um svipt-
ingu ökuréttar.
Bréfið fór frá Ólafi Helga Kjart-
anssyni sýslumanni síðdegis í gær.
Sagðist hann í samtali við Morgun-
blaðið mæla þar með því að málinu
verði áfrýjað og færa fyrir því ýmis
rök.
Niðurstaða Héraðsdóms var sú
að umræddur ökumaður, sem
mældur var á 67 km hraða þar sem
aka má á 35 km hraða við Hnífsdal,
skyldi hljóta 12 þúsund króna sekt
og var sakarkostnaður greiddur úr
ríkissjóði. Ekki var orðið við kröfu
um mánaðarlanga sviptingu öku-
leyfis. Lögreglan hafði boðið sátt-
argjörð sem hljóðaði upp á ökuleyf-
issviptingu í mánuð og 20 þúsund
króna sekt. Því hafnaði ökumaður-
inn og því var málið lagt í dóm.
Hágöngumiðlun
Fáninn
tekinn
LÖGREGLAN á Hvolsvelli tók
niður íslenska fánann í gær sem
komið hafði verið fyrir við
Fögruhveri á bökkum Köldu-
kvíslar í mótmælaskyni við Há-
göngumiðlunarlón.
Að sögn lögreglunnar var far-
ið á bát frá stiflunni að hvera-
svæðinu og átti vatnið eftir um
30 sentímetra að fánanum þegar
hann var tekinn niður ásamt
fánastöng. Það var Ingólfur
Waage varðstjóri lögreglunnar á
Hvolsvelli sem fjarlægði fánann.
ÁLAUGARDÖGUM
Verður Vala Flosadóttir íslands-
meistari í fyrsta sinn? / B2
Hornamaðurinn Valgarð Thorodd-
sen til liðs við Eyjamenn / B1