Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 18

Morgunblaðið - 25.07.1998, Side 18
18 LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan velur sér nýjan leiðtoga Obuchis bíða erfið verk- efni í efnahagsmálum Vart er hægt að segja að fregnum af sigri Keizo Obuchis, utanríkisráðherra Japans, í leiðtogakjöri Frjálslynda lýðræðisflokks- ins í fyrrinótt hafí verið fagnað af miklum ákafa, segir Davíð Logi Sigurðsson. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort kjör Obuchis muni leiða til klofnings í stjórnarflokknum. Reuters UNGIR kjósendur fylgjast með beinni sjónvarpsútsendingu frá kjöri Keizos Obuchis í embætti leiðtoga Fijálslynda lýðræðisflokksins (LDP). SIGUR Obuchis er talinn tákna sigur hefðbundinna og íhaldssamra viðhorfa í Frjálslynda lýðræðisflokknum (LDP), sem fer með stjómartaumana í Japan, og er nokkur vonbrigði fyrir ungliðahreyfingu flokksins og aðra þá sem töldu róttækra breytinga þörf í ljósi gífurlegrar efhahagskreppu í landinu og hraklegrar útkomu LDP í kosningum til efri deildar japanska þingsins fyrir tæpum tveimur vikum. Jafnframt eru þeir ósáttir sem töldu þörf á nýju andliti í forystusveit flokksins enda á Obuchi langan feril að baki í stjómmálum Japans og þyk- ir minna helst til of mikið á Ryutaro Hashimoto, sem sagði af sér for- mennsku í flokknum, og þar með for- sætisráðherraembættinu, í síðustu viku. Sigur Obuchis vai- ekki óvæntur en það kom fréttaskýrendum nokkuð í opna skjöldu hversu afgerandi hann var, Obuchi fékk 225 atkvæði af 411 strax í fyrstu umferð og kom því ekki til þess að kjósa þyrfti aftur. Seiroku Kajiyama, gamall refur í japönskum stjómmálum, hlaut 102 atkvæði og Junichiro Koizumi, heilbrigðisráð- herra, aðeins 84 en sá síðamefndi naut stuðnings margra ungliða í flokknum. Nokkuð ömggt þykir að Obuchi taki senn við forsætisráð- herraembættinu því neðri deild jap- anska þingsins, þar sem LDP hefur enn ömggan meirihluta, er mun valdameiri stofnun en efri deild þess og getur tekið fram fyrir hendur þing- manna efri deildarinnar, skyldu þeir hafna tilnefningu Obuchis. Tilnefning Obuchis í forsætisráð- herraembættið er hins vegar ekki áhyggjuefni heldur frekar þau erfiðu vandamái sem bíða úrlausnar. Auk innbyrðis deilna í LDP verður Obuchi nefnilega að hafa í huga kosningar til neðri deildar þingsins sem eiga að fara fram í síðasta lagi um haustið 2000. Til að ekki fari á sömu leið þar og í nýliðnum kosningum þarf Obuchi aldeilis að iáta verkin tala því ef marka má skoðanakannanir hefur LDP aldrei notið eins lítils stuðnings meðal kjósenda. Þessi vandræði tengjast vitaskuld THORKILD Simonsen innanríkis- ráðherra hefur nú torveldað dönskum bæjar- og sveitafélögum að selja eignir sínar til að afla fjár í sjóði sína. Frá og með næstu viku verður að binda afrakstur slíkrar sölu á reikn- ing, þannig að hann verður ekki til frjálsrar ráðstöfunar. Eins og við mátti búast fær tilskipunin blendnar móttökur, en að mati ráðherra getur hann gefíð slíka tilskipun án þess að hún fari fyrir þingið. Samkvæmt nýju reglunum verður nú að binda fé, sem fæst af eigna- því megin verkefni sem nú bíður Obuehis, að reyna að stemma stigu við gífurlegum efhahagsvanda í Japan og auka tiltrú bæði almennings og er- lendra markaða á japönskum efna- hag. Atvinnuleysi er nú 4.1% í Japan og hefur aldrei verið meira, gjaldþrot fyrirtækja eru nú algengaii en undan- farin fímmtíu ár og japanskir bankar eiga útistandandi ýmis lán sem talið er að þeim muni reynast erfítt að inn- heimta. „Herra venjulegur" í baráttunni um leiðtogastöðu LDP var Obuchi gjaman kallaður „herra venjulegur“ og var ekki nóg með að ýmsir teldu hann að mestu sneyddan persónutöfrum heldur var hann einnig sakaður um að vanta algerlega frumlegar og djarfar hugmyndir til að takast á við vanda Japans. Obuchi tók gagnrýni þessari með jafnaðargeði og lofaði kjósendum því að hann væri þrátt fyrir allt maður sem ekki hikaði við að taka til hendinni þegar nauðsyn krefði. Obuchi er 61 gamali og hefur setið á japanska þinginu sleitulaust frá því hann náði kjöri einungis 26 ára gamali í kjördæmi í norðurhluta Tókýó sem faðir hans hafði áður setið á þingi fyr- ir. Á sínum yngri árum ferðaðist Obuchi mikið og á námsárunum heim- sótti hann t.d. 37 lönd. Árið 1962 lauk hann gráðu í enskum bókmenntum frá Waseda-háskólanum í Tókýó og Qallaði lokaritgerð hans um bækur George Orwells. Obuchi átti sér velgjörðarmann í Noboru Takeshita, fyrrverandi for- sætisráðherra og framámanns í LDP, gegndi fyrst starfi undirráðherra árið 1979 og var síðan aðstoðarmaður Ta- keshitas í stjómartíð hans 1987-1989. Hafa andstæðingar Obuchis kallað hann strengjabrúðu Takeshitas og einnig hafa verið uppi efasemdir um heiisufar Obuchis sem þjáist af þjarta- kvilla og notast við gangráð. Árið 1993 völdu flokkseigendur LDP Obuchi til að gegna starfi fram- kvæmdastjóra flokksins sem hefur yf- irumsjón með sjóðum og kosninga- baráttu flokksins. Obuchi varð um sölu. Þeir sem styðja söluna halda því fram að hún sé samt sem áður fysileg, þar sem vextirnir séu eftir sem áður seljanda til frjálsra afnota. Það muni einnig koma bæjarfélögum til góða að þurfa ekki að reka eign- imar, heldur nýta þær aðeins sem leigjendur. Eignasalan er deilumál, sem klýfur stóra flokka eins og Jafnaðarmanna- flokkinn og Venstre. Þó jafnaðar- mannaráðherra gangi hér gegn söl- unni hafa ýmsir bæjar- og sveitastjór- ar flokksins lýst stuðningi við fyrir- svipað leyti ieiðtogi stærstu flokks- deildar LDP-flokksin og í fyrra gerði Hashimoto Obuchi síðan að utanríkis- ráðherra þótt hann hefði enga sér- þekkingu á utanríkismálum. Hann þótti hins vegar og þykir enn afar fær í að miðla málum og slyngur samn- ingamaður. Nokkrir fréttaskýrendur töldu jafn- vel í gær að ágæt framganga Obuchis sem utanríkisráðherra hefði tryggt honum leiðtogastöðuna í LDP. Þiða í samskiptum Japans við bæði Kína og Rússland var t.d. meðal fárra afreka sem Hashimoto gat stært sig af í ný- liðnum þingkosningum og víst þykir að Obuchi átti drjúgan þátt í að koma þeim á. Obuchi þykir hlédrægur í um- gengni og var haft eftir einum stjóm- málamanni í gær að Obuchi væri „ekki frábær leiðtogi en góður í að hlusta á aðra og aðlagast aðstæðum, sem gæti vel verið jákvætt hvað stefnumyndun varðar." Jafhvel stuðn- ingsmenn hans viðurkenna hins vegar að Obuchi virðist heldur daufgerður út á við. Hann hefur hins vegar þrnft að há sína hildi á sviði stjómmálanna í gegnum tíðina og má því ætla að frami hans nú gefi til kynna að Obuchi sýni ekki alltaf af sér linkind. komulagið. Þó það sé helst Venstre- maðurinn Peter Bilxtofte þingmaður og bæjarstjóri í Famm, sem kenndur er við fyrirkomulagið hefur það tíðkast víða. En einnig í Venstre er májið umdeilt. Á það hefur verið bent í fréttum danska útvarpsins að það hefur um árabil þekkst í Svíþjóð að bæjarfélög seldu eignir sínar og leigðu sig síðan inn í þær. Þó einkavæðing sænskra bæjarfélaga hafi lengi verið hitamál, virðist þessi hluti einkavæðingarinn- ar ekki hafa vafist fyrir Svíum. Á sigurstundu í fyrrinótt fór Obuchi fram á það við flokksmenn LDP að þeir sýni samstöðu á ögurstundu og að imgliðar létu ekki verða af hótun- um sínum um að kljúfa flokkinn. Koizumi, sem atti kappi við Obuchi um leiðtogastöðuna, tók í sama streng í gær og sagðist skilja tilfinningar ungu mannanna í flokknum en að betra sé að þeir nái umbótum sínum fram innan LDP fi-emur en segja skil- ið við flokkinn. Sjálfur kvaðst Obuchi sannfærður um að ekki kæmi til klofnings. Réttur maður á réttum stað? Á fréttamannafundi sagði hann sitt höfuðmarkmið nú vera að bæta efna- hág Japans, „gegna þeirri stöðu á al- þjóðavettvangi sem búist er við af okkur og jafnframt auka tiltrú jap- ansks almennings á framtíð sinni.“ Stjórnmálaskýrandinn Shigenori Okazaki sagðist í gær hins vegar ekki reikna með mikium breytingum frá þeirri stefnu sem Hashimoto fylgdi enda nyti Obuchi stuðnings sömu manna í LDP og studdu Hashimoto. Richard Jerram, virtur hagfræð- ingur og sérfróður um málefni Japans, sagðist hins vegar þrátt fyrir allt telja Obuchi rétta manninn í starf- ið. „Ég tel menn einum of gjama á að útmála Obuchi sem skúrk, eða leiksopp annarra manna, því stað- reyndin er sú að hann hefur einmitt rétta boðskapinn fram að færa og hann á sér öflugan stuðningshóp sem mun hjálpa honum til að hrinda nauð- synlegum aðgerðum í framkvæmd." Er þess nú beðið að sjá hverjir munu sitja í ráðuneyti Obuchis en sennilega yrðu aðilar á fj ármálamörkuðum ekki ósáttir við tilnefningu Seirokus Kaji- yamas, keppinauts Obuchis um leið- togaembættið, en hann setti fram rót- tækar tillögur í efnahagsmálum. Og þótt japanska jenið félii strax í verði í kjölfar sigurs Obuchis tók það fljótlega við sér á nýjan leik og náði fyrri stöðu. Þvi bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því að sjá hvort Obuchi takist að endurlífga næst um- svifamesta efnahag í heiminum og leiða Asíuríkið út úr verstu efnahag- sógöngum sem yfir það hafa dunið um árabil. Varað við fleiri flóð- bylgjum FREKARI jarðskjálftar í ná- grenni Papúa Nýju-Gíneu hafa vakið ótta manna og sögðu skjálftafræðingar í gær að um 50% líkur væru á fleiri flóð- bylgjum, en ein slík gekk yfir landið um síðustu helgi og olli dauða þúsunda manna. Opin- ber tala yfir fjölda látinna er nú 1.300 en um 6.000 er enn saknað og er óttast að þeir hafi einnig farist. „Paparazzo“ látinn LJÓSMYNDARINN Tazio Secchiaroli, sem var kvik- myndaleikstjóranum Federico Fellini fyrir- mynd að per- sónunni „Paparazzo" í kvikmyndinni La Dolce Vita, lést í gær, 73 ára að aldri. Orð- ið paparazzi festi sig fljótt í sessi sem alþjóðlegt heiti yfir ágenga tískuljósmyndara og er skemmst að minnast umræð- unnar um þá í kringum dauða lafði Díönu af Wales í fyrra. Indónesía kallar her- menn heim STJÓRN Indónesíu tilkynnti í gær að hún hygðist kalla fjölda hermanna heim frá Austur- Tímor en frelsissveitir Austur- Tímor berjast enn fyrir sjálf- stæði frá Indónesíu. Talið er að um eitt þúsund af þeim fimm þúsund hermönnum sem nú eru staddir í Austur-Tímor verði kallaðir heim. IRA viðriðið morð LÖGREGLAN á N-írlandi staðfesti endanlega í gær að hún teldi víst að Irski lýðveld- isherinn (IRA) hefði verið við- riðinn morðið á Andrew Kear- ney, sem myrtur var í síðustu viku. Eykur þetta enn þrýsting á að forystumönnum Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA, verði gert erfitt fyrir að taka sæti sín í n-írskri ríkisstjóm ef ekki kemur fyrst til afvopnun IRA. Skæð hungursneyð í Súdan TALIÐ er að allt að fimmtíu manns deyi nú daglega úr hungri í suðurhluta Afríkurík- isins Súdan en hungursneyðin er verst í héraðinu Bahr el- Ghazal, að sögn þarlendra stj ómarerindreka. Berlusconi enn ákærður ÍTALSKI auðkýfingurinn Silvio Berlusconi sagðist í gær reiðu- búinn til að mæta fyrir rétt á Spáni og svara til saka fyrir skattsvik en hann var ákærður í Madrid í gær. Berlusconi, sem áður var forsætisráðherra Ital- íu, var fyrr í þessum mánuði sakfelldur í þriðja sinn í heima- landi sínu fyrfr spillingu. Eignaútsala danskra sveitarfélaga torvelduð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.