Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 2

Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 2
I 2 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Húsnæðisstofnun lögð niður 50 starfsmönn- um tilkynnt um starfslok STARFSFÓLKI Húsnæðisstofnun- ar var í gær tilkynnt um starfslok hjá stofnuninni frá og með 1. janúar 1999, þar sem stofnunin verður lögð niður frá og með þeim tíma. Um er að ræða 50 manns. Ibúðalánasjóður mun taka við starfsemi Húsnæðisstofnunar og segir Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- unai- ekki víst hvort og þá hve mikill hluti starfsfólksins verði endurráð- inn hjá íbúðalánasjóði. „Það er al- gerlega óvíst hve margir verða end- urráðnir, og einnig hve margir munu gefa kost á því,“ segir Sigurður. Nefnd á vegum félagsmálaráðu- neytisins sér um undirbúning stofn- unar sjóðsins og hún mun taka ákvörðun um hvort starfsmennirnir verði endurráðnir. Sigurður sagðist ekki vita til þess að starfsmenn hefðu ráðið sig annars staðar, en nefndin mun tilkynna um ráðningar í síðasta lagi í október eftir þvi sem hann best vissi. Starfsfólkinu hefur verið kunnugt um starfslokin frá því að lagafrum- varp um starfslok stofnunarinnar tók gildi snemma á þessu ári. Sjálfur mun Sigurður láta af störfum um áramótin svo og Hilmar Þórisson, aðstoðarframkvæmdastjóri stofnun- Tólf togarar stefna í Smuguna Ekki gert ráð fyrir varðskipi FJÖLDI íslenskra togara er nú á leið í Smuguna eftir að fréttir bárust af góðum afla þar í síðustu viku. I gær voru fjögur íslensk skip við veiðar í Smugunni: Freri RE, Snorri Sturluson RE, Haraldur Kristjáns- son HF og Þerney RE. Átta skip til viðbótar voru svo á leiðinni í Smug- una í gær, en það eru: Mánaberg ÓF, Gnúpur GK, Sléttanes ÍS, Akui'- eyrin EÁ, Baldvin Þorsteinsson EA, Björgvin EA, Barði NK og Víðir EA. Búast má við því að þau hefji veiðar í dag eða á morgun. Þrátt fyrir trega veiði nú, sögðust þeir skipstjórnar- og útgerðarmenn, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, vera þó nokkuð bjartsýnir á batn- andi horfur. Gera má ráð fyrir að hátt í 300 ís- lenskir sjómenn verði við störf í Smugunni þegar öll tólf skipin, sem nú stefna þangað, verða komin á miðin. Að sögn Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, er ekki reikn- að með því að íslenskt varðskip verði sent í Smuguna að þessu sinni, frek- ar en á síðasta ári. ■ Litil veiði/21 Nýr vegur opnaður í Mosfellsbæ UMFERÐ var hleypt á nýja veginn í Mosfellsbæ um helgina. Talsvert mikil vinna er þó enn eftir við að tengja hið nýja um- ferðarmannvirki við götur í Mosfellsbæ. Stefnt er að því að ljúka endanlega öllum vegteng- ingum og frágangi fyrir 1. október. Sá hluti Vesturlands- vegar sem tekinn var í notkun um helgina Iiggur sunnan við gamla veginn og íjær miðbæj- arkjarna Mosfellsbæjar. Með tilkomu hans dregur verulega úr slysahættu Morgunblaðið/Arnaldur Þmgmenn frá Taívanheim- sækja Island TÓMAS Ingi Olrich, formaður ut- anríkismálanefndar, og Össur Skarphéðinsson, varaformaður nefndarinnar, áttu í gær fund með sendinefnd þingmanna frá Taívan, sem dvelst hér í eina viku. Össur sagði að þingmennimir hefðu sagt að tilgangurinn með heimsókn sinni til Islands væri að efla tengsl við íslenska þingmenn með það fyrir augum að bæta síðan 1.200 metra biðröð myndaðist við Hvalfíarðargöngin á sunnudag Von er á 1.800 veglykl- um innan skamms UMFERÐ um Hvalfjarðargöngin hefur verið mikil frá opnun þeirra fyrir mánuði. Á álagstímum, svo sem á föstudags- og sunnudagseft- irmiðdögum, myndast langar raðir við annan hvom enda þeirra. Á sunnudaginn myndaðist 1.200 metra löng biðröð norðanmegin ganganna og þurftu vegfarendur að bíða i hálftíma eftir að komast að gjaldskýlinu. Er það nánast sá tími sem fólk sparar sér við að fara undirgöngin. Gísli Gíslason stjómarformaður Spalar hf. segir að fyrirtækið hafi á álagstímum kallað út auka- mannskap til afgreiðslu auk þess sem þrjár akreinar af fjórum hafi verið nýttar í þá átt sem umferðin liggur. „Það var nú svo sem vitað að á álagspunktum gætu myndast hnút- ar en almennt finnst okkur að um- ferðin hafi gengið jafnvel betur en við áttum von á. Til að mæta þessu álagi höfum við kallað út aukafólk og reynt að nýta þijár akreinar í eina áttina og eina í hina. Um versl- unarmannahelgina gekk umferð nokkuð greiðlega með þessum hætti. Þetta em þau ráð sem við höfum til að taka á móti þeirri um- ferð sem myndast þegar álags- punktamir era, en hitt er annað mál að ef umferðin verður það mik- il að einhver bið verður þá ráðum við auðvitað h'tið við það. Göngin era jafn ný fyrir okkur og vegfar- endur og við eram að skoða hvemig umferðin dreifist og hvar álags- punktamir era. Menn þurfa að fara í gegnum þetta ferh með sameigin- legri þolinmæði," segir Gísh. Umferðin ekki meiri en reiknað var með Að sögn Gísla era um 1.200-1.300 veglyklar komnir í umferð og von er á 1.800 veglyklum til viðbótar í lok ágúst. „f september ætti fyrir- komulagið að vera komið í það horf sem það verður til framtíðar." Hann segir að umferðarþunginn í göngunum væri ekld meiri en fyr- irtækið hefði átt von á. Göngin hefðu verið tekin í notkun á anna- sömum tíma og í kjölfarið hafi fylgt mestu ferðahelgar ársins. Að sögn Gísla annast Landssím- inn lagningu á búnaði fyrir GSM- farsímakerfið. „Við gerðum samn- ing við Landssímann um að kerfið yrði tilbúið um leið og göngin, en því miður er Landssíminn ekki til- búinn með sinn búnað og okkur þykir það miður. En ég á von á því að GSM-kerfið verði tilbúið innan skamms tíma.“ tengslin við ríkisstjórn íslands. „Þeir greindu okkur frá lýðræðis- þróuninni á Taívan, sem hófst fyrir fáum áram. Við spurðum þá um við- horf hinna ýmsu flokka, sem eiga sæti á taívanska þinginu, til Kína og samskiptanna við kínversk stjórn- völd og hvernig þeir telja að þetta muni þróast í framtíðinni. Þetta voru fróðlegar umræður og gagn- legt að fá að heyra frá fyrstu hendi viðhorf þeirra til þessa. Mér finnst að þegar þingmenn frá Taívan koma til Islands og vilja kynna sér íslenska lýðræðisþróun sé fráleitt annað en að taka vel og virðulega á móti þeim hvað svo sem einhver önnur ríki segja um það,“ sagði Össur Skarphéðinsson. Island hefur ekld viðurkennt Taívan sem sjálfstætt ríki og hefur ekki tekið upp stjórnmálasamband við landið. í fyrra kom varaforseti Taívans hingað til lands og ræddi við íslenska ráðamenn. Kínversk stjómvöld mótmæltu heimsókninni mjög kröftuglega og olli heimsóknin tímabundnum erfiðleikum í sam- skiptum íslands og Kína. ------------------- Heilbrigðisráðuneytið Upplýsinga- fulltrúi ráðinn HELGI Már Arthúrsson, frétta- maður hjá Ríkissjónvarpinu, hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi heil- brigðis- og tryggingaráðuneytisins. Hann hóf störf hjá ráðuneytinu í gær. Sérblöð í dag >••••••••••••••••••••••< frmaatiiM* '2*4* s: Heimilk FASTEM.IMIR; A ÞRIÐJUDÖGUM ,••••••••••••••••••••••••••••• ; Markahrókurinn Steingrím- : ur heimsóttur til Eyja/B8 • : Framarar skoruðu fjögur : mörk gegn Þrótti R./B3 milljón á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.