Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Þrjár konur vígðar til prestsstarfa
ÞRJÁR konur voru vígðar til
prests á sunnudag. Þær eru Bára
Friðriksdóttir, sem vígðist til
Vestmannaeyjaprestakalls, Guð-
björg Jóhannesdóttir, sem vígðist
til Sauðárkróksprestakalls, og
Lára G. Oddsdóttir, sem vígðist
Hnífstungumál á
Egilsstöðum
Gert að
sæta geð-
rannsókn
MAÐUR sem stakk annan
mann mörgum stungum með
vasahníf á Egilsstöðum sl. laug-
ardag var í gær úrskurðaður í
gæsluvarðhald til 14. ágúst nk.
og gert að sæta geðrannsókn.
Árásin var gerð utanhúss.
Tveir menn lentu í átökum og
tók sá er úrskurðaður var í
gæsluvarðhald upp hníf og
stakk andstæðinginn mörgum
stungum víða í líkamann. Þriðji
maðurinn blandaði sér síðan í
málið og gekk í skrokk á þeim
sem hnífnum beitti.
Maðurinn sem varð fyrir
stungunum var fluttur á
sjúkrahús á Norðfirði og mun
hann ekki vera í lífshættu.
Árásarmaðurinn var skoðaður
af lækni eftir barsmíð þriðja að-
ilans og mun vera talsvert mar-
inn. Hann er í vörslu lögregl-
unnar á Egilsstöðum.
til Valþjófsstaðarprestakalls, og
standa þær við hlið biskups Is-
lands, hr. Karls Sigurbjörnsson-
ar, á myndinni. Fyrir aftan þær
eru sr. Hjálmar Jónsson, sem
lýsti vígslu, sr. Ðalla Þórðardótt-
ir vígsluvottur, sr. Jónína Elísa-
bet Þorsteinsdóttir vxgsluvottur,
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
vígsluvottur, sr. Hjalti Guð-
mundsson, sem þjónaði fyrir alt-
ari, og dr. Gunnar Kristjánsson
vígsluvottur. Athöfnin fór fram í
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Eldsvoði í fískvinnsluhúsi í Sandgerði
Tjónið líkleg'a
10-15 milljónir
TALIÐ er að tjón af völdum elds-
voða í saltfiskverkuninni Gullsteini
í Strandgötu 22 í Sandgerði nemi
yfir tíu milljónum króna. Það voru
sjófarendur sem tilkynntu til lög-
reglunnar í Keflavík að hús stæði í
Ijósum logum um kl. tvö í fyrrinótt.
Þegar Slökkviliðið í Sandgerði
kom á vettvang skíðlogaði í húsinu.
Um er að ræða tvær byggingar og
það var norðurhúsið sem stóð í
björtu báli þegar að var komið. Þar
var til húsa saltfiskverkun. Húsin
eru hlaðin og steypt, byggð fyrir
um 20 árum. Slökkviliðið í Keflavík
vann einnig að slökkvistarfinu.
Eldurinn komst einnig með þak-
inu yfir í syðra húsið þar sem eru
geymslur. Þar voru m.a. þrír bflar.
Slökkviliðið náði tveimur þeiiTa út
en lakkskemmdir urðu á öllum bfl-
unum. Mikil mildi var að eldur
komst ekki í gaskúta sem þar voru
geymdir.
Nokkurt magn af saltfiski var í
fiskverkunarhúsinu, plastkör og
tæki til saltfiskframleiðslu. Þak
hússins var fallið þegar slökkvilið
kom að. Allt er talið ónýtt þar inn-
an dyra.
Rúnar Sveinsson slökkviliðsmað-
ur í Sandgerði segir að starfið hafi
aðallega miðað að því að hefta út-
breiðslu eldsins en í nálægu húsi
var veiðarfærageymsla. Hann seg-
ir að grunur leiki á að upptök elds-
ins megi rekja til hleðslutækis fyrir
lyftara. Rúnar segir að tjónið nemi
líklega 10-15 milljónum kr. Þá
stöðvist rekstui'inn í húsinu. Illa
gekk að gera eigendum fiskverk-
unarhússins viðvart um eldsvoðann
þar sem þeir eru í sumarfríi. í gær-
morgun voru tveir starfsmenn
mættir til vinnu og var þeim
brugðið or þeir sáu að húsið var
brunnið til kaldra kola.
^STÓRútsalan er Kafín!
Gardínuefní fyrír eldKúsíð og fjölKreytt úrval
- annarra efna á 190 kr. m.
15-50% afsláttur af allrí vefnaðarvöru.
Úrval gluggatjaldaefna með míklum afslættí.
Ögué-búðirnar
Alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar
Gróskumikið
og öflugt starf
hér á landi
Kajit Habanananda
ALLS eru 1.450.000
félagsmenn í
Lionshreyfingunni
í um 185 þjóðlöndum. Þar
af eru um 2.500 Lions-
menn á íslandi.
Kajit Habanananda
sem er frá Taílandi er ný-
kjörinn alþjóðaforseti
Lionshreyfingarinnar.
Hann er annar Aslubúinn
í áttatíu ára sögu hreyf-
ingarinnar sem kjörinn
er alþjóðaforseti. Kajit
heimsótti íslensku Lions-
hreyfinguna um síðustu
helgi.
„Það eru margir félag-
ar í Lionshreyfingunni á
íslandi miðað við höfða-
tölu og starfsemin er
mjög öflug. Hver deild í
hreyfmgunni velur sér
verkefni í sínu samfélagi án
íhlutunar alþjóðasamtakanna og
þau geta verið af ýmsum toga.
Mér fannst mjög gaman að
koma hingað til lands og sjá
hversu gróskumikið og fjöl-
breytt starf er innt af hendi
meðal Lionsmanna, ekki síst það
starf sem unnist hefur fyrir veik
börn.“
ísland er fyrsta landið utan
Asíu sem Kajit Habanananda
heimsækir sem alþjóðaforseti en
hann hyggst sækja heim um 85
lönd þetta ár sem hann gegnir
embætti alþjóðaforseta.
-1 hverju er starf þitt sem al-
þjóðaforseti fólgið?
„Ég mun verja miklum tíma á
skrifstofu alþjóðaforsetans sem
er fyrir utan Chicago í Banda-
ríkjunum og framfylgja ýmsum
verkefnum sem hafa verið sett
af stað fyrir minn tíma sem al-
þjóðaforseti.
Lionsmenn hafa undanfarin ár
sinnt alþjóðlegu verkefni sem
ber nafnið Sjónvemd. Takmark
þess er að koma í veg fyrir
ónauðsynlega blindu í heiminum.
Við höfum þegar staðið fyrir
milljón augnaðgerðum víða um
heim þar sem fátækt er mikil og
í kjölfarið boðið fólki linsur eða
gleraugu þegar það hefur átt
við. Okkur hefur tekist að safna
46 milljón dollurum til þessa
verkefnis og enn höfum við ekki
eytt þeim fjármunum. Við höfum
hins vegar gefið loforð um að
nota söfnunarféð í þágu þessa
málefnis svo verkefnið heldur
áfram næstu árin.“
- Eru önnur verkefni af þess-
ari stærðargráðu á dagskrá?
„Nei svona viðamikil verkefni
mega ekki vera á dagskrá of oft
og við leyfum nokkrum tíma að
líða milli slíkra alheimsverkefna.
Allir Lionsmenn gefa
vinnu sína og þegar
alheimsverkefni eins
og Sjónvemd eru á
dagskrá bætist sú
vinna við aðra sjálf-
boðavinnu sem félagsmenn eru
að sinna í sínu samfélagi."
- Hvað er það sem dregur
fólkí hreyfínguna?
„Ég held að fyrst og fremst sé
það af knýjandi þörf til að gefa
aðeins af sér til þeirra sem
minna mega sín og einnig til að
minnka bilið milli þeirra sem
mikið eiga og lítið. Að vera hluti
af sterkri hreyfingu sem starfar
að líknarmálum er mjög gefandi
því meiru verður áorkað þegar
margir vinna saman en þegar
hver og einn vinnur í sínu
horni.“
►Kajit Habanananda er fædd-
ur í Bangkok árið 1937. Hann
nam stjórnunarfræði við Ball
State háskólann í Indiana.
Kajit á ráðgjafarfyrirtæki í
Taflandi á sviði fjarskipta-
tækni þar sem liann starfaði
lengstum sem alþjóðlegur ráð-
gjafi með gervihnattaíjarskipti
sem sérgrein. Auk þess á hann
ýmis önnur fyrirtæki á sviði
eignaumsýslu.
Kajit er hættur störfum í
heimalandi sínu og sinnir nú
einvörðungu starfi sem al-
þjóðaforseti Lionshreyfingar-
innar.
Eiginkona Kajits heitir Panida
Habanananda og þau eiga þrjú
uppkomin börn.
Kajit segir að þeir sem gerist
félagar í Lions eignist marga
vini innan hreyfingarinnar, bæði
í sínu nánasta umhverfi en líka
víða um heim.
- Er langt síðan konur fengu
að vera félagsmenn?
„Það eru tíu ár síðan Lioness-
ur urðu fullgildir félagar í Lions
en fram að því höfðu þær starfað
í klúbbum samhliða Lionsklúbb-
unum en án fullrar aðildar. Kon-
ur ganga nú til liðs við hreyfing-
una í auknum mæli og eru þær
nú 124.000 talsins. Þær eru bæði
í blönduðum klúbbum en líka í
klúbbum þar sem eingöngu eru
konur.
Það hefur verið mikill akkur í
að fá konur til liðs við okkur.
Þær eru mjög örlátar á tíma
sinn og ósérhlífnar í allri vinnu.
Ég er ekki frá því að það sé líka
orðið skemmtilegra en áður með
þær innanborðs.“
-Er einhver sérstakur boð-
skapur sem þú leggur
áherslu á þetta ár
sem þú ert alþjóðafor-
seti hreyfíngarinnar?
„Það er fyrst og
fremst eitt orð sem er
efst í huga mér og það er „harm-
ony“ eða samhljómur. Án hans
næst enginn árangur í starfi
okkar og það er sama hvaða svið
verið er að tala um.
Þá er fjölskyldan afar mikil-
væg og þau gildi sem hún endur-
speglar og mér finnst mikilvægt
að koma þeim boðskap áleiðis. I
heimsóknum mínum til félags-
manna mun ég leggja áherslu á
jákvæð viðhorf til lífsins og fólks
almennt og ég mun minna félaga
mína á að heimurinn er alltaf að
minnka með gríðarlegum fram-
förum í fjarskiptatækni."
Án jafnvægis
næst ekki
árangur