Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
PJÖLDI fólks lagði leið sína að Hveravöllum til að vera við afhjúpun
minnisvarðans.
Minnisvarði um Fjalla-Eyvind
og Höllu afhjúpaður
Fangar
frelsisins
MINNISVARÐI um Fjalla-Eyvind
og Höllu var afhjúpaður á Hvera-
völlum á sunnudaginn.
Að sögn stjórnarmeðlima í
Fjalla-Eyvindarfélaginu, sem
stóð fyrir gerð minnisvarðans,
tókst athöfnin vel. Talið er að
gestir hafí verið um eitt þúsund.
Þeir segja hátíðlega stemmningn
hafa ríkt við afhjúpunina en
prestur vígði minnisvarðann og
ávörp voru flutt. títilegumanna-
stemmning hafí svo ríkt þegar
fólk stóð úti í rigningunni og
snæddi grillað lambakjöt sem
boðið var upp á.
Minnisvarðinn ber nafnið
Fangar frelsis og er hann eftir
Magnús Tómasson. Þorfinnur
Snorrason, afkomandi Fjalla-Ey-
vindar, afhjúpaði minnisvarðann.
Hann segir það líklega nýtilkom-
ið að afkomendur Eyvindar geti
hreykt sér af ætterninu. Hann
segir móður sína hafa sagt sögur
af Fjalla-Eyvindi og Höllu og
hann þannig kynnst þessum for-
föður si'num og séð hann í
nokkrum Ijóma.
Þorfínnur er fulltrúi afkom-
enda í stjórn Fjalla-Eyvindarfé-
lagsins, en formaður félagsins er
Morgunblaðið/Bjami Harðarson
MINNISVARÐINN um Fjalla-Eyvind og Höllu. Við hann standa Magnús Tómasson, sem gerði minnis-
varðann, og Þorfínnur Snorrason, afkomandi Eyvindar.
Guðni Ágústsson þingmaður.
Þorfínnur segir áhuga fólks á
sögu Eyvindar og Höllu að aukast
og menn séu alltaf að átta sig bet-
ur á því hverskonar afrek það
hafí veríð að lifa uppi á hálend-
inu, en meðan þau bjuggu þar var
árferði sérstaklega erfítt. Menn
dáist nú af hugrekki þeirra og
því hvernig þau buðu náttúruöfl-
unum og ofríki yfirvalda birg-
inn.
Fyrirlestur Jóhanns Axelssonar prófessors í lífeðlisfræði við Háskóla fslands
LÍKURNAR á því að einstaklingar
fái skammdegisþunglyndi minnka
um 30% á hverjum tíu árum. Þetta
gildir jafnt um bæði kynin en þó eru
líkur kvenna á því að fá alvarlegri
sjúkdómsmynd vetrarþunglyndis
rösklega þrisvar sinnum meiri en
karla. Þetta kom fram í fyrirlestri
Jóhanns Axelssonar, prófessors í líf-
eðlisfræði við læknadeild Háskóla
Islands, á fundi í Vináttufélagi Is-
lands og Kanada fyrir skömmu.
Jóhann fjallaði í fyrirlestri sínum
um rannsóknir sínar og geðlækn-
anna Andrésar Magnússonar og
Jóns G. Stefánssonar á algengi
skammdegisþunglyndis hér á landi,
meðal Vestur-íslendinga í Kanada
og nú síðast Kanadamanna, sem
ekki eru af íslensku bergi brotnir.
Niðurstöður þeirra hafa vakið
mikla athygli, eins og greint hefur
verið frá hér í blaðinu. Fyrstu
rannsóknir Andrésar og Jóns
sýndu að algengi skammdegisþung-
lyndis er minna hér á landi en
mælst hafði tuttugu breiddargráð-
um sunnar á hnettinum. Þessar
rannsóknarniðurstöður skjóta
styrkum stoðum undir þá tilgátu að
erfðavísar ráði mjög miklu um al-
gengi þessara árstíðabundnu geð-
sveiflna. Eldri rannsóknir Banda-
ríkjamannsins Rosenthals og sam-
starfsmanna hans, sem fyrstir.
manna skilgreindu þennan sjúk-
dóm, höfðu leitt í ljós að tíðni
skammdegisþunglyndis fór vaxandi
eftir því sem norðar dró, sem leiddi
til þeirrar tilgátu að minnkandi
framboð dagsbirtu væri meginor-
sök sjúkdómsins.
Allt frá því að Andrés og Jón
birtu fyrstu niðurstöður rannsókna
sinna 1998 og tilgátu um möguleg-
an þátt erfðavísa í þessum sjúk-
dómi hafa Jóhann og félagar hans
stundað rannsóknir á orsökum
sjúkdómsins, meðal annars á ís-
lenska þjóðarbrotinu í Vesturheimi
og nú til samanburðar á
Kanadamönnum sem
höfðu ekkert íslenskt
blóð í æðum en bjuggu á
sama landsvæði. Leiddu
þessar rannsóknir í ljós
að tíðni skammdegis-
þunglyndis reyndist
vera helmingi meiri hjá
þeim sem ekki voru af
íslenskum ættum sam-
anborið við óblandaða
afkomendur íslensku
landnemanna.
Erfðavísar ráða
miklu um algengi
sjúkdómsins
í fyrirlestri sínum greindi Jó-
hann frá nýjum niðurstöðum úr
rannsóknunum sem hann kynnti
nýlega á alþjóðlegri ráðstefnu sér-
fræðinga í Flórída. í lok fyrirlestr-
arins sagði Jóhann: „En það sem
fyrst og fremst varðar okkur Is-
lendinga, það sem gefur djarfri til-
gátu sess meðal svokallaðra vís-
indalegra staðreynda... er að ef þú
býrð í Winnipeg, ert á aldrinum
18-74 ára og annaðhvort karl eða
kona en hefur ekki íslenskt blóð í
æðum, þá eru 3,3 sinnum meiri lík-
ur á að þú sért með alvarlegt vetr-
arþunglyndi en kunningi þinn sem
er óblandaður afkomandi íslensku
landnemanna í Vesturheimi. Og
gildir þá einu þótt
hann sé á sama aldri
af sama kyni og búi í
sömu götu í sömu
borg.“
Þessar niðurstöður
skjóta styrkum stoð-
um undir þá tilgátu að
erfðavísar ráði miklu
um tjáningu sjúk-
dómsins og að fýsilegt
sé að leita þeirra hjá
fámennri og erfða-
fræðilega einsleitri
þjóð sem býr yfir ein-
stakri ættfræðiþekk-
ingu og enn sem kom-
ið er við góða heil-
brigðisþjónustu.“
10% að meðaltali talin þjást af
vetrarþunglyndi
Ljóst er að þessar rannsóknar-
niðurstöður eru afar þýðingarmikl-
ar vegna meðferðar sjúklinga sem
þjást af skammdegisþunglyndi og
möguleika á lækningu, enda benda
rannsóknir til að tíðni sjúkdómsins
í ýmsum löndum sé mikil. Fram
hefur komið í frétt Morgunblaðsins
að tíðni vetrardrunga á Bodö-svæð-
inu í Noregi hafí mælst 27%. Sé
hins vegar reiknað meðaltal þeirrar
tíðni sem mælst hefur í öllum þeim
rannsóknum sem við þekkjum til er
hún um 10%. Þetta þýðir að að í
Bandaríkjunum einum þjáist 28
milljónir manna af þessum sjúk-
dómi, að því er fram kom í samtali
Morgunblaðsins við Jóhann.
Rúm fyrir fleiri en Islenska
erfðagreiningu
Jóhann kveðst ekki draga í efa að
skortur á dagsbirtu og ýmsir aðrir
umhverfisþættir hafi áhrif á sjúk-
dóminn og komið hafí í Ijós að
milda má einkenni sjúkdómsins
með birtumeðferð sem hefur skilað
mjög góðum árangri í meðferð
sjúklinga.
„Þetta er ekki bara læknisfræði-
legt vandamál, heldur er þetta líka
félagslegt vandamál. Meðal ein-
kenna sjúkdómsins eru depurð,
fyrtni eða bráðlyndi, kvíði og
áhyggjur, skert framtakssemi,
syfja að degi til, lengri nætursvefn,
ofát og aukin líkamsþyngd. Sjúk-
dómurinn bitnar því ekki eingöngu
á sjúklingnum sjálfum heldur
einnig á aðstandendum hans og
kemur niður á starfi sjúklingsins.
Þetta er því mjög dýrt vandamál.
Því er ekki að leyna að erlendir að-
ilar hafa sýnt mjög mikinn áhuga á
samstarfi við okkur í þeirri viðleitni
að skilja þátt erfða í tíðni sjúk-
dómsins," segir Jóhann.
Rannsóknum þessum er haldið
áfram af fullum krafti hér á Islandi
og nú með aðstoð ibúa á tveimur
veðursvæðum hérlendis, á Vest-
fjörðum og á Suðvesturlandi. Er
ástæða þess sú að þessir íbúar búa
við ólíkt framboð á birtu, að sögn
Jóhanns. „Þetta er tilraun til að
meta hlutfallslegt vægi umhverfis-
þátta annars vegar og erfða hins
vegar i tjáningu sjúkdómsins. I
framhaldinu reynum við svo að
mæla ýmsar lífefna- og lífeðlis-
fræðibreytingar sem verða, auk
geðbreytinga í skammdeginu. Tak-
ist að afhjúpa þau orsakaferli sem
leiða til sjúkdómsins gjörbreytast
meðferðarmöguleikarnir,“ segir Jó-
hann.
I framhaldi af þessu var Jóhann
spurður álits á umdeildum gagna-
grunni á heilbrigðissviði og starf-
semi íslenskrar erfðagreiningar.
Hann leggur áherslu á að aðstæð-
ur hér á landi séu einstakar til
rannsókna á vægi erfða og um-
hverfisþátta í þróun hinna ýmsu
sjúkdóma.
„íslensk erfðagreining og for-
ystumenn hennar eru ekki fyrstir
til að reyna að nýta þessa mögu-
leika, en þó held ég að ég geti við-
urkennt að Kári Stefánsson hafi
velt þungum steini úr annars
braut. Ég hef einnig séð í Morgun-
blaðinu að annað fyrirtæki er í
burðarliðnum sem hyggst stunda
erfðarannsóknir. Ég fagna þvi. Ég
er sannfærður um að Kári Stefáns-
son er sama sinnis og ég er viss um
að það er rúm fyrir fleiri á þessu
sviði. Það sem ég hef fyrst og
fremst áhyggjur af er að þessir
möguleikar verði ekki nýttir því
það væri ófyrirgefanleg glópska að
nýta þá ekki. Ég er tilbúinn að
vinna með hverjum þeim sem af
drengskap og heiðarleika vill vinna
að því að leita að erfðavísum sem
áhrif hafa á vetrarþunglyndi og
hafa vísindalega og fjárhagslega
burði til að ljúka verkefninu," segir
Jóhann.
Líkur á vetrarþung-
lyndi minnka um 30%
á hverjum 10 árum
Jóhann Axelsson