Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
AKSJÓN
Þriðjudagur 11. ágúst
20.30Þ-Sumariandið Þáttur
fyrir ferðafólk á Akureyri og
Ákureyringa í ferðahug.
21.00^-Fundur er settur
Fundur í bæjarstjórn Akureyrar.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Bíllinn vakti
athygli
SÍTROÉNBRAGGI Þjóðverjanna
Heidrun Strunk og Reenhard Klu-
ge vakti óskipta athygli vegfar-
enda sem leið áttu um bflastæðið
við Skipagötu á Akureyri. Komu
menn í hópum til að berja bflinn
augum enda var hann nokkuð frá-
brugðinn þeim bifreiðum sem alla
jafna aka um götur bæjarins.
Björn Stefánsson hefur drepið 60
tófur í Eyjafírði í sumar
STJÓRN Útvegsmannafélags
Norðurlands beinir því til íslenskra
stjómvalda að sérstaklega verði
hugað að hlutdeild Islands í heild-
arveiði á Flæmingjagrunni. Island
er eina ríkið sem stjórnar veiðum á
svæðinu með aflamarki en önnur
ríki styðjast við sóknardagakerfi.
Töluleg gögn um þróun veiðanna
á þessu ári hafa ekki verið birt en
stjóm ÚN bendir á að í ljósi fregna
af batnandi aflabrögðum liggi fyrir
að þau ríki sem stunda veiðar eftir
sóknardagakerfi auki hlutdeild
sína í heildarveiðinni á kostnað ís-
lensku skipanna sem bundin eru
ákveðnu aflamarki.
Stjóm Útvegsmannafélags
Norðurlands skorar á stjómvöld að
kanna sérstaklega hvort afli á tog-
tíma á Flæmingjagrunni hefur
aukist frá 1997-1998 og upplýsing-
ar um það liggi fyrir á ársfundi
NAFO sem haldinn verður í Liss-
abon 14.-18. september nk. í kjöl-
farið verði gerðar nauðsynlegar
breytingar á aflamarki íslensku
skipanna, með það að markmiði að
hlutfall íslands í heildarveiðinni
haldist óbreytt.
Hætta á að hlutdeild
lækki enn frekar
Hlutur íslendinga í heildarveið-
inni á Flæmingjagrunni minnkaði
milli áranna 1996 og 1997 úr
44,8% í 27,8% eða um 17 pró-
sentustig. Ef afli á togtíma hefur
vaxið á þessu ári er mikil hætta á
að hlutdeild íslands minnki enn
frekar. Stjórn ÚN vill því að strax
verði brugðist við og þess gætt
við ákvörðun heildarkvóta Islend-
inga að hlutdeild Islands minnki
ekki vegna þeirrar veiðistýringar
sem aðrar þjóðir viðhafa á svæð-
inu, þrátt fyi*ir mótmæli Islend-
inga.
Tófan kemur
hingað frá
Vestíjörðum
BJÖRN Stefánsson, refaskytta á
Akureyri, hefur skotið 60 tófur,
bæði fullorðin dýr og hvolpa, í
Eyjafirði í sumar og hann sagðist í
samtali við Morgunblaðið aldrei
hafa orðið var við jafn mikið af ref
og nú. Hann hefur þó ekki orðið
var við dýrbít á því svæði sem
hann fer um. í fyrrasumar skaut
Björn helmingi færri dýr eða um
30. ^
„Eg er handviss um að tófan er
farin að koma hingað norður í
Eyjafjörðinn frá Vestfjörðum, þar
sem hún hefur verið friðuð síðustu
ár. Tófunni hefur fjölgað mikið þar
og þær eru ekki allar á sama stað.
Tófan hefur ekkert fyrir því að
hlaupa á milli landshluta og t.d.
voru fimm greni innan við Illuga-
staði í Fnjóskadal í sumar, þar
sem hafa verið í mesta lagi eitt til
tvö greni.“
Alls staðar refur
Björn sagðist hafa náð að
hreinsa alveg þrjú greni í Hörgár-
dalnum í fyrrasumar og drepið
þar tvö önnur dýr að auki. „Eg
átti því ekki von á að mikið yrði að
gera í Hörgárdalnum í sumar en
annað kom á daginn og það var á
þeim öllum í vor og komið eitt
greni til viðbótar.“
Björn náði að vinna öll grenin
fjögur í sumar og það verður því
fróðlegt að sjá hvort þeim á eftir
að fjölga enn frekar næsta sumar.
„Það er alls staðar refur, á Gler-
árdalnum, í Hlíðarfjalli, Þela-
mörk, Súlumýrum og Garðsár-
dal.“
Veiðitímabilið hjá Birni stóð yf-
ir frá 10. júní til 1. ágúst og var í
lengra lagi vegna þess hversu
veðrið var leiðinlegt. Víða eru
greiddar 7.000 krónur fyrir full-
orðinn ref og 1.600 krónur fyrir
hvolpinn, sem skiptist á milli ríkis
og sveitarfélaga. Björn sagði að
það væri allt of lágt verð. Hann
sagði ekki lengur borgað tíma-
kaup við veiðarnar og menn væru
því ekki að hanga í einn til tvo
sólarhringa eftir nokkrum hvolp-
um.
Skilja hvolpana eftir
„Með þessu fyrirkomulagi er
hreinlega verið að hvetja menn til
að skilja hvolpana eftir. Sum
sveitarfélög borga þó mun meira
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
BJÖRN Stefánsson refaskytta með riffilinn sem hann notar við veiðarnar og hluta af bráðinni.
og maður hefur heyrt tölur eins
og 14-18 þúsund krónur fyrir full-
orðið dýr og 10 þúsund krónur
fyrir hvolpinn. Á þessu svæði er
samvinna milli sveitarfélaganna
og þau greiða 14 þúsund krónur
fyrir fullorðið dýr og 10 þúsund
krónur fyrir hvolpinn, sagði
Björn, sem sagði nauðsynlegt að
sveitarfélögin í landinu hefðu
meira samstarf í baráttunni við
refinn.
Ályktun stjórnar ÚN um veiðar
á Flæmingjagrunni
Hugað verði að
hlutdeild Islands
- leikur á www.mbl.is
3 SKIPTIR MÁLI
mm,r rnæsm** xumbuu. mw&. mm im. mr mm aua _
smmm imww® œsiJKB «hw*æís® •5««s smm
* |jtWMifc>a>7i?-.aFr? nrri **£ JÍSSS asoassasj® JQL'r
Léttur leikur á mbl.is
A næstunni verður spennumyndin Godzilla frumsýnd. Af þvi tilefni standa
Morgunblaðið á Netinu og Stjörnubio fyrir skemmtilegum spurningaleik þar sem þu
getur unnið mióa á myndina, Godzilla-bol, -húfu. -risablýant eða -geisladisk með
tonlistinni úr myndinni frá Spor, Musík og myndum.
Taktu þatt í skemmtilegum leik og hver veit nema þú vinnirl
www.mbl.is
Söngvaka
í Minja-
safnskirkj-
unni
SÖNGVAKA verður í Minja-
safnskirkjunni á Akureyri í
kvöld þriðjudaginn 11. ágúst.
Dagskráin hefst kl. 21.00 og
stendur í um klukkustund.
Á söngvökum eru flutt sýn-
ishom úr íslenskri tónlistar-
sögu svo sem rímur, tvíundar-
söngur, sálmar og eldri og
yngri sönglög. Flytjendur eru
Sigríður Iva Þórarinsdóttir og
Þórarinn Eldjám. Miðaverð
er kr. 700.
Söngvökur era haldnar í
Minjasafnskirkjunni öll
þriðjudags- og fimmtudags-
kvöld í júlí og ágúst.