Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 21
ÚR VERINU
Fjöldi íslenskra togara á leið í Smuguna
Lítil
veiði
síðustu
daga
Bjartsýni ríkir um
batnandi veiði
FJÖLDI íslenskra togara er nú á
leið í Smuguna eftir að fréttir bár-
ust af góðum afla þar í síðustu viku
en þrjú íslensk skip fengu þá góða
veiði í einn sólarhring en veiðin datt
niður á ný og hefur verið mjög treg
síðan. Þeir skipstjórnar- og útgerð-
armenn sem Morgunblaðið hefur
rætt við segjast þó vera nokkuð
bjartsýnir á batnandi veiði.
I gær voru fjögur íslensk skip við
veiðar í Smugunni; Freri RE,
Snorri Sturluson RE, Haraldux;
Kristjánsson HF og Þerney RE. í
gærmorgun voru hins vegar átta
skip á leiðinni þangað; Mánaberg
ÓF, Gnúpur GK, Sléttanes ÍS,
Akureyrin EA, Baldvin Þorsteins-
son EÁ, Björgvin EA, Barði NK og
Víðir EA og má búast við að flest
hefji þau veiðar í dag eða á morgun.
Þetta hefur verið mikið
lotterí síðustu árin
Þemey RE hefur síðustu vikur
verið á makrílveiðum í Síldarsmug-
unni en hóf veiðar í Smugunni á
Fjöldi skipa gefur
von um fisk
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
VEL heppnað hal í Smugunni.
föstudag. Að sögn Þórðar Magnús-
sonar skipstjóra var kropp fyrsta
sólarhringinn en lítil veiði eftir það.
„Við ákváðum að skella okkur í
Smuguna enda fór maður að iða í
skinninu eftir að fréttir af afla bár-
ust. Makríllinn verður að bíða betri
tíma. Veiðin hér er mjög treg í
augnablikinu, enda hefur verið leið-
indaveður síðustu daga. Hvort það
skiptir máli er erfitt að segja til um.
Þó að hitastig sjávar sé þokkalegt
og hér virðist vera nokkuð af æti
hefur þetta verið mikið lotterí síð-
ustu árin og maður þorir ekkert að
segja um framhaldið."
Þórður sagði ís-
lensku skipin vera að
veiðum nokkru austar
en áður, en Freri RE
hóf veiðar í suðvest-
urhorni Smugunnar
þegar hann kom
fyrstur á svæðið í síð-
ustu viku. Þórður
sagði að þar hefði
enginn fiskur verið en
hins vegar væri fjöldi
erlendra skipa á veið-
um víða á svæðinu.
„Eg hef aldrei séð
jafnmörg skip að
veiðum í Smugunni
og hér í kring. Það
eru skip hér um allt
og því virðist vera
nokkuð af fiski í ná-
grenni Smugunnar.
Það gefur manni von
um að fiskurinn gangi
hér inn. Eins og er er
vægast sagt lítið um
að vera en vonandi
rætist úr þessu því
það eru mörg skip á
leiðinni hingað norður eftir og það
er dýrt að senda þau hingað,“ sagði
Þórður.
Ekki ráðgert að senda
varðskip í Smuguna
Gera má ráð fyrir að hátt í 300 ís-
lenskir sjómenn verði við störf í
Smugunni þegar öll tólf skipin
verða komin á veiðar. Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra,
sagði í samtali við Verið í gær að
ekki hefði komið til tals að senda
varðskip í Smuguna að þessu sinni
og væri ekki reiknað með að svo
yrði í ár, frekar en á síðasta ári.
LAUS DVALARRYMI A
HEILSUSTOFNUN NLFÍ
Að gefnu tilefni skal því komið á
framfæri, að um þessar mundir eru
nokkur laus dvalarrými á Heilsu-
stofnun NLFÍ í Hveragerði. Beiðnir þurfa að
berast frá læknum. Nánari upplýsingar gefur
innlagnaritari í síma 483 0300.
Stórgóð mjólk
fyrir litlar hendur g
alveg stórgóð
Þau vítamín og næringarefni sem mjólkin hefur að geyma
gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi.
Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili.
Stórkostlegt verð - með ábyrgð
r a iii i i y
m n pergo 4 gerðir, 7mm. Verð kr. 1.995 pr.m2f stgr.
O r i g i n a I
151IIIPERGÖ 11 gerðir, 8mm. Verð kr. 2.995 pr.m2f stgr.
^fj?OfnasmiDjan
Háteigsvegi 7,sími 511 1100, netfang www.ofn.is
w/
«900''