Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 23
ERLENT
Mestu flóð
í manna
minnum
Peking. Reuters.
HAFT var eftir kínverskum emb-
ættismönnum í gær að flóðin í
Jangtse-fljóti í sumar væru mun
meiri en flóðin árið 1954, sem þóttu
þau mestu í manna minnum. Banda-
ríkjastjórn hét í gær að veita Kín-
verjum neyðaraðstoð vegna flóð-
anna.
Líf 240 milljóna manna hefur
raskast með einhverjum hætti
vegna flóðanna nú, miðað við tæp-
lega 19 milljónir árið 1954, sam-
kvæmt tölum frá innanríkisráðu-
neyti Kína. Nær 22 milljónir hekt-
ara ræktarlands eru nú undir vatni,
en það er áh'ka mikið og samanlagt
flatarmál Englands og Irlands. Árið
1954 fór þrisvar sinnum minna
landsvæði í kaf. Reyndar fórust
mun fleiri af völdum vatnavaxtanna
fyrir 44 árum, 33 þúsund manns, en
talið er að flóðin í sumar hafi þegar
orðið yfir 2 þúsund manns að fjör-
tjóni.
250 þúsund dollarar
í neyðaraðstoð
James Sasser, sendiherra Banda-
ríkjanna í Kína, tilkynnti í gær að
Bandaríkjastjórn hygðist veita 250
þúsund dollara til neyðaraðstoðar
vegna flóðanna í Kína. Féð verður
afhent Rauða krossinum og verður
því meðal annars varið til hreinsun-
ar neysluvatns. Tvær flutningavélar
eru væntanlegar til borgarinnar
Changsha í vikunni með tjöld,
ábreiður og di-ykkjarvatn.
Zhu Rongji, forsætisráðherra
Kína, heimsótti á sunnudag flóða-
svæðin í Hubei-héraði, og lýsti hann
ástandinu sem „mjög alvarlegu".
Um helgina sprengdu björgunar-
menn upp vamargarða við Jangtse-
fljót og beindu vatninu á öragg
svæði í því skyni að reyna að forða
héraðshöfuðborginni Wuhan frá
flóðbylgjunni, en þar búa um 9
milljónir manna.
I borginni Jiujiang, sem stendur
neðar við fljótið og hefur orðið afar
illa úti, reyndu hermenn í gær að
loka 60 metra skarði sem flóðið hjó í
varnargarð. Þeir sökktu meðat ann-
ars 8 skipum, sem voru þyngd með
grjóti, hrísgrjónum og sojabaunum,
til að reyna að hefta vatnsflauminn.
Ástandið versnar í Suður-Kóreu
Gífurleg rigning aftraði í gær
björgunarstarfi í Suður-Kóreu. Þar
hafa að minnsta kosti 234 látist af
völdum flóðanna í sumar og tæplega
hundrað manns er saknað. Yfirvöld
óttast að enn fleiri muni láta lífið,
þar sem spáð er miklu regni næstu
daga. Veðurfræðingar telja mikla
hættu á aurskriðum og hvetja íbúa í
norðurhluta landsins til að vera á
varðbergi.
Reuters
Allt á floti
MEIRA en þrjú hundruð
hafa farist í flóðum í Bangla-
desh undanfarna daga og er
talið að um milljón manns sé
nú heimilislaus. Rigningar
eru í rénun en sérfræðingar
segja að margir mánuðir
muni líða áður en vötn sem
myndast hafa af völdum
flóðanna þorna upp. Flóð-
vötn þessi hafa reynst svo
djúp og umfangsmikil að
stórir sem smáir hafa átt
erfitt með að komast leiðar
sinnar. Neyðin kennir hins
vegar naktri konu að spinna
og notaði þessi maður höfuð
sitt í gær þegar hann fór um
götur Dliaka ásamt gæludýri
sínu.
Talebanar
að ná yfir-
höndinni
Islamahad, Teheran, Kabúl. Reuters.
SAMEINUÐU þjóðunum fluttu í
gær níu Irani á brott frá Bamiyan-
héraði í Afganistan að beiðni
iranski-a stjórnvalda sem jafnframt
fóru fram á aðstoð við að tryggja
lausn ellefu íranskra diplómata og
eins blaðamanns sem þau segja heri
Talebana í Afganistan hafa hneppt í
varðhald þegar þeir náðu borginni
Mazar-i-Sharif í norðurhluta lands-
ins á sitt vald um helgina. Mazar var
áður helsta vígi stjóraarandstöðunn-
ar í landinu sem á nú mjög undir
högg að sækja eftir slæma ósigra að
undanförnu.
Talsmenn Talebana neita því að
þeir hafi diplómatana í haldi en segja
að þrjátíu og fimm íranskir flutninga-
bílstjói-ar hafi verið handteknir. Er
þeim gefið að sök að hafa veitt herj-
um stjórnarandstöðuhreyfingarinnar
Wahdat liðsinni. Fullvissuðu tals-
menn Talebana írana hins vegar um
það í gær að öryggi þeirra yrði tryggt
og að málið yrði leyst á farsælan hátt.
Mazar er helsta borg norður-
Afganistans en þar hefur stjórnarand-
staðan ráðið ríkjum. Talebanar hafa
hins vegar unnið góða sigra á undan-
fömum vikum og tilkynntu í gær að
senn yrðu innleiddir sömu stjómar-
hættir í Norður-Afganistan og við-
hafðir eru annars staðar í landinu en
Talebanar, sem eru Súnní-múslimar,
aðhyllast íslamska bókstafstrú og
stjóma í samræmi við það.
Mazar er einungis sextíu kíló-
metra frá landamærum Úzbekistans
og höfðu stjóravöld í Sovétlýðveldinu
fyirverandi í gær miklar áhyggjur af
sókn Talebana því hún er talin geta
hrakið fjölda flóttamanna þangað.
Eru íbúar Mazar enda vanir frjáls-
lyndari stjórnarháttum en þeim sem
Talebanar boða.
B I L A R
Hyundai Accent GSi '95, 1500
ss., 3 d. Silfurgrár. Ekinn 29 þús.
km. Verð kr. 860.000.
Range Rover Vouge '88, 3500,
ss., 5 d. Ljósblár. Ekinn 145 þús.
km. Verð kr. 1.105.000.
AÐRIR BILAR
Á STAÐNUM
Ford Taurus GL '94, 3000, ss.,
5 d. Hvítur. Ekinn 142 þús. km.
Verð kr. 1.280.000.
Audi 100 2,8 E '91, 2800, 5 g„ 4
d. Dökkgrár. Ekinn 165 þús. km.
Topplúga. Verð kr. 1.590.000.
Hyundai Sonata V6 '94, 3000,
ss„ 4 d. Bronz. Ekinn 96 þús
km. Verð kr. 1.270.000.
Hyundai Coupé '97, 1600, 5 g„
2 d. Vínrauður. Ekinn 24 þús.
km. Verð kr. 1.330.000.
Ford Probe GT '90, 2200,
Turbo, 5 g„ 2 d. Rauður. Ekinn
114 þús. km. Verð kr. 990.000.
Subaru Justy GL II '91, 1200,
ss„ 5 d. Hvítur. Ekinn 91 þús.
km. Verð kr. 490.000.
Renault Clio RN '97, 1200, 5 g„
5 d. Vínrauður. Ekinn 33 þús.
km. Verð kr. 990.000 BílaleiguPÍII
Tilboð kr. 870.000.
Toyota Carina II '91, 1600, ss„
4 d. Ljósblár. Ekinn 91 þús. km.
Verð kr. 690.000.
Skoda Felicia LX '95, 1300,
5 g„ 5 d. Hvítur. Ekinn 37 þús.
km. Verð kr. 490.000.
BMW 518i '87, 1800, 5 g„ 4 d.
Hvítur. Ekinn 122 þús. km.
Verð kr. 390.000.
Bílalán til allt að
60 mánaða.
Visa Euro raðgreiðslur
til allt að 36 mánaða.
(D
Suóurlandsbraut 12
575 1200 . Beinn sími: 575 1230