Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 26

Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frumraun ungrar söngkonu Berglind Björgúlfsdóttir TðNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar EINSÖNGUR Berglind Björgúlfsdóttir þreytti frumraun sína og flutti ásamt Stein- unni Birnu Ragnarsdóttur erlend og íslensk söngverk. Sunnudaginn 9. ágúst. Ung söngkona, Berglind Björg- úlfsdóttir, hélt sína fyrstu tónleika sl. sunnudag, en hún lauk skóla- námi í Bandaríkjunun 1994 og hef- ur síðan sótt tíma til Blanche The- bom, frægrar Metropolitan-söng- konu, er fyrir mörgum áratugum söng hér á vegum Tónlistarfélags- ins með þeim glæsibrag að þeim er á hlýddu líður seint úr minni. Efnisskrá Berglindar var að því leyti til óvenjuleg, að íyrst á efnis- skránni voru aríur eftir Gluck, Pergolesi og Vivaldi, Mozart, Ciléa og Puccini, allt erfið söngverk, en á seinni hluta söng- skrár voru eingöngu íslensk sönglög. Það mátti merkja óstyrk í fyretu viðfangsefnunum, sem voru þó flutt af þokka, en það voru 0 del mio dolca ardor eftir Gluck og Se tu m’ami eftir Pergolesi, sérlega fagrar tónsmíðar. Porgi amor eftir Mozart og stóraríurnar Lo son L’umile ancella eftir Cilea og sérstaklega Un bei di vedremo úr Madama Butterfly eftir Puccini eru allt erf- ið viðfangsefni, þar sem bæði reynir á mikil raddgæði og sterka leikræna túlkun, en hvorugt þess- ara atriða hefur Berglind enn sem komið er á valdi sínu sem skyldi. Islensku lögin voru flutt af þokka, sérstaklega Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson, Vísur Vatnsenda-Rósu eftir undirritað- an og Sumarást eftir Leif Þórar- insson, sem undirritaður hefur ekki heyrt áður og því líklega um frumflutning lagsins að ræða. Þetta er falleg og lagræn tónsmíð sem Berglind söng vel og sama má segja um íslensku lögin Kossavís- ur og I dag skein sól eftir Pál Is- ólfsson, Hjá fljótinu eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Búðarvísur eft- ir Emil Thoroddsen. Þótt Berglind eigi enn eftir að vinna betur raddmótunina var túlkun hennar oft sérlega innilega mótuð og bestu lög hennar voru tvö fyrstu viðfangsefnin, eftir Gluck og Pergolesi, og helftin af íslensku lögunum. Þarna er verk að vinna varðandi raddmótun og textaframburð en í heild voru við- fangsefnin of hægt flutt, sem einnig gerir tónmótun erfiða. Steinunn Birna lék öll viðfangs- efnin af nærfærni og var tónmót- un hennar oft sérlega falleg. I lagi Eyþórs, til að nefna dæmi, þar sem bassalínan myndar kontra- punktískt samspil á móti laginu, var leikur Steinunnar einkar fal- lega mótaður. Jón Ásgeirsson Endur- menntun- arnám- skeið MHÍ I SIÐARI hluta þessa mánaðar hefjast á ný endurmenntunarnám- skeið á vegum fræðsludeildar Myndlista- og handíðaskóla Islands. Námskeiðin eru haldin í húsnæði skólans í Skipholti 1 og í Laugarnesi á kyöldin og um helgar. Á haustönn 1998 er áætlað að halda námskeið í eftirtöldum grein- um; módelteikningu, steinhöggi, flókagerð, grafík-framhaldsnám- skeið, hugmyndafræði og skissu- gerð, myndbandsgerð, efnisfræði plastefna, umvherfislist, tölvunotk- un í myndlist, ljósmyndun og menn- ingu, textílþrykktækni, bókagerð, eldsmíði, freskugerð, teiknimynda- gerð, sögu kvenna í listum, mynd- breytingum í tölvu, steinþrykki og offset-litografíu, samtímalistasögu og ljósmyndun. Upplýsingarit um námskeiðin liggja frammi hjá fræðsludeild og á skrifstofu Myndlista- og handíða- skóla Islands, Skipholti 1. Námskeið í módelteikningu fyrir byrjendur og lengra komna hefst fímmtudaginn 18. ágúst, kennari er Lísa Guðjónsdóttir myndlistarmað- ur. Námskeiðið er 20 kennslustundir og kennt verður á þriðudögum og fimmtudögum til 27. ágúst frá kl. 18-22. Námskeið í steinhöggi hefst 24. ágúst í Laugarnesi, kennari er Ein- ar Már Guðvarðarson myndhöggv- ari. Á námskeiðinu verður fjallað um sögu steinhöggs og margþætt efnis- tök við að höggva í stein. Kennd verður notkun rafmagns- og hand- verkfæra, steintegundir skoðaðar og pjakkað í efni. Námskeiðið er 24 kennslustundir og lýkur 30. ágúst. Fyrsta flokks afþreyingar- músík TÖJVLIST Skállioltskirkja SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir Arne, Hacquart, Roman og Telemann. Bachsveitin í Skál- holti (Jaap Schröder, Rut Ingólfs- dóttir, Lilja Hjaltadóttir, Svava Bernharðsdóttir, fiðlur; Sarah Buckley, víóla; Sigurður Halldórs- son, selló; Gunnlaugur Stefánsson, bassi; Guðrún Óskarsdóttir, semb- all; Peter Tompkins og Gunnar Þorgeirsson, barokkóbó) undir for- ystu Jaaps Schröders. Skálholts- kirkju, laugardaginn 8. ágúst kl. 15. SÍÐASTA tónleikahelgi sum- arsins í Skálholti hófst á laugar- daginn var með áhugavekjandi erindi Kára Bjarnasonar hand- ritafræðings kl. 14 um rann- sóknir á vegum Coliegium Musicum á íslenzkum söngarfi, þ.e. skráningu á áður lítt eða óþekktum nótnahandritum í vörzlu Landsbókasafns frá því fyrir 1800, sem aðstandendur vonast til að verði lokið árið 2000. Varð það undirrituðum umhugsunarefni um hvort kom- ið sé nú að þeim tímamótum að þetta dvergríki í norðri verði loks að gera upp við sig hvort það eigi að rísa undir ábyrgð á eigin menningarfortíð utan hins hefðbundna bókmenntasviðs og fara að sinna tónlistarsögu landsmanna af alvöru. I því sambandi má minna á, að enn mun engin opinber vísindastofn- un til í landinu sem sérstaklega er ætlað að halda utan um ís- lenzkan tónlistararf. Skömmu síðar hófust fyrri tónleikar dagsins með flutningu Bachsveitarinnar í Skálholti á fjórum mið- og síðbarokktón- verkum, Forleik að Comus eftir Bretann Thomas Arne (1710-1778), Sónötu eftir niður- lenzka tónskáldið Carolus Hacquart (1649-1730), Sinfóníu XX í e-moll eftir hinn sænska Johann Helmieh Roman og Svítu í B-dúr eftir Georg Philipp Telemann (1681-1767). Áð sönnu fjölbreytt og vönduð forntónlistardagskrá, og ekki nóg með það, heldur mátti leiða af líkum, að hér væri flest, ef ekki allt, frumflutt á íslandi. Hvergi kom það þó fram af tón- leikaskrá, sem eyddi ekki auka- teknu orði um þessi fákunnu verk, hvorki hér né á seinni tón- leikum dagsins, og tilgreindi ekki einu sinni smíðaár þeirra. Forleikur Thomasar Arne að Comus (Milton) var hressileg tónlist, fersk og tær, með Mann- heim-skotnum „rakettum" í largo-innganginum, orkumikilli fúgu í mið- allegróinu og líðandi angurværð í hægum lokaþætti, sem undirstrikaðist smekklega af hóflegri klukkudýnamík Schröders. Setti nettur þarokk- óbóblástur Peters Tompkins og Gunnars Þorgeirssonar hér sem í Telemann-lokaatriðinu skemmtilegan hátíðarblæ á flutninginn, og var eftirtektar- vert hvað hljómur hinna „frum- stæðu“ tvíblöðunga, sem minnti meira á englasöng trétrompeta endurreisnar („Zink“ eða „Cornet") en nútímaóbó, bland- aðist vel barokkhljómi fámennu strengjasveitarinnar, enda jafn- vægið undragott. Aðeins brá fyrir votti af inntónunarlegu yf- irskoti óbóanna í Telemann, en í heild varla orð á gerandi. Stíllinn í fimmþættri Sónötu (hér = „hljómsveitarverk", and- stætt kantötu) Carolusar Hacquarts var eldri, enda tón- skáldið, sem fæddist í Brugge en starfaði mest í Haag, 60 ár- um fyrr á ferð en Arne eða af kynslóð Buxtehudes og Pachel- bels. Hefði vissulega verið for- vitnilegt að fá meira að vita um þennan fáheyrða höfund, því verkið var sérlega hljómfagurt. Sömuleiðis hefði ekki verið til ama að frétta hversu löngu Sin- fónía XX í e-moll eftir J.H. Roman væri samin á undan eða eftir þekktasta verki hans, „Drottningholmsmusiquen" fyr- ir brúðkaup sænska ríkisarfans og Lovísu Úlríku (systur Frið- riks mikla Prússakonungs). En hvað sem því leið var verkið ekki síður skemmtilegt áheyrn- ar í ferskum og lifandi flutningi Bachsveitarinnar og slagaði hátt í fyrirmynd Romans og hugsan- legan lærimeistara, Hándel, að hugviti, sérstaklega þó hinn bráðhrífandi allegro-lokaþáttur. Síðust á skrá var Svíta Tel- emanns í B-dúr úr hinum mikla Tafelmusik-bálki hans, „dinner- tónlist" allrar dinnertónlistar; með afbrigðum heillandi dæmi um afþreyingarmúsík eins og hún gerist bezt. Telemann var fagmaður fram í fingurgóma og fátt framandi, hvort heldur í kirkju, óperu, höll eða koti, og auk þess vel að sér um flest sem gerðist í listum víðast hvar um álfuna í sinni samtíð. Hann var jafnframt áhugasamur um tón- listararf alþýðu, löngu áður en slíkt komst í tízku upp frá Herder og Grimm-bræðrum, og fjölbreytni hans átti sér lítil tak- mörk, eins og t.d. má sjá af Landafræði-svítu hans og „Gulliver“-svítu, aðeins tveim árum eftir að saga Swifts kom út. Hin 8-þætta B-dúr-svíta er beinn undanfari dívertímentós klassíska skeiðsins, og kenndi þar margra grasa sem vænta mátti, allt frá hofferðugum frönskum forleik og síðar menú- ett í gantasöm pastoral smala- áköll (,,Bergerie“), fjöragan pósthornablástur og andríka konsertanta-fúgu, svo stiklað sé á stóru. Tilurðartími svítunnar virtist frá öndverðum 4. áratug 18. aldar, og hvort sem tilviljun réð því eða ekki var beiting Tel- emanns á rytmískum þögnum í hinum dansandi Allegresse- þætti sláandi lík meðferð Bachs í sópran-aríunni „Nur ein Wink von deinen Hánden“ úr Jóla- óratóríunni frá 1734. Ohætt er að segja að Bach- sveitin í Skálholti hafi hér farið á kostum undir handleiðslu Ja- aps Schröders með snarpri og hrífandi spilamennsku, þar sem gegnmúsíkölsk smekkvísi gerði mikið til að eyða því óorði sem bókstafstrúuðustu flytjendur síðustu áratuga hafa komið á „upphaflegan" flutningsmáta. Ríkarður Ö. Pálsson Hamfarir framamanns KVIKMYJVDIR llcgnbogjiin SENSELESS ★★ Leikstjóri; Penelope Spheeris. Hand- ritshöfundur: Greg Erb og Craig Mazin. Aðalhlutverk: Marlon Wayans, James Spade, Tamara Taylor, Matt- hew Lillard og Pip Torn. Dimension Films. 1998. DARRYL greyið fær að reyna að það er ekki auðvelt að vera svertingi úr fátækrahverfi ef stefnan er á frama í viðskiptaheim- inum, og sérstaklega ekki ef mað- ur þarf að keppa við bankastjóra- son um góða stöðu. Hann reyndir þó hvað hann getur, tekur að sér hundruð verkefna sem eru illa borguð, en þannig getur hann borgað skólagjöldin. Dag einn dettur hann í lukkupottinn því hann tekur að sér að vera tilrauna- dýr íyrir lyf sem örvar skynfærin. Það er mjög vel borgað, en afleið- ingarnar eftir því... Þetta er pottþétt hugmynd fyrir gamanmynd, hún virkar vel, en það hefði mátt vinna betur úr öll- um þeim tækifæram sem hún gef- ur. Marlon Wayans heldur uppi myndinni með fettum sínum og grettum og á stundum alveg óborganlega takta. En það er líka allt sem myndin byggist á. I mynd- inni „Wolf“ með Jack Nicholson örvuðust skynfæri hans þegar hann var að breytast í úlf. Það var notað til að gera mörg fyndin at- riði þótt ekki væri um grínmynd að ræða. Maður hefði því mátt halda að grínistar myndu nota tækifærið út í ystu æsar og gera betur. En handritshöfundar virð- ast ekki hafa hugmyndaflug til þess. Húmorinn byggist meira á dónaskap, eins og rasskláða og annarri göfugri neðanmittisstarf- semi, það er ágætt en ekki nóg. Tim nálapúði er vinur Darryls og hann er mjög skemmtileg og frumleg persóna og Matthew Lill- ard kemur honum vel til skila. Aðrar persónur era býsna dæmi- gerðar og sagan reyndar öll en það er ekki svo alvarlegt, eiginlega svolítið fyndið í sjálfu sér. Grínið felst líka of mikið í hugsunarhætti ameríski-a háskólanema, og er því eiginlega of fjarlæg íslenskum unglingum og er það galli. Það má samt alltaf hlæja að Marlon Wayans og þeir sem fara í vondu skapi í bíó ættu að vera glaðari þegar þeir koma út. Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.