Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 27
Námskeið
fyrir
kórstjóra
EMBÆTTI söngmálastjóra -
barnakórar við kirkjur, mun
sjá um námskeið fyrir kór-
stjóra, nú 6. árið í röð og sem
fyrr verður megináhersla lögð
á vinnu með bömum.
Aðalleiðbeinandi verður
Helen Kemp frá Bandaríkjun-
um.
Helstu námskeiðsþættir
verða kórstjórn og vinna að
góðum kórhljómi, einnig verða
daglegir einkatímar í raddbeit-
ingu hjá íslenskum kennurum.
Auður Bjarnadóttir dansari
og leikstjóri mun leiðbeina um
hreyfingar með söng (s.s. í
gospel- og söngleikjalögum) og
grunnatriði í vinnu söng- og
helgileikja.
Auk þess verður fræðsla um
þætti í helgihaldi, nýja sálma-
bókin kynnt og kynnt verða
kórlög og útsetningar. Frítíma
verður m.a. varið til óbyggða-
ferðar og kvöldvöku þátttak-
enda.
Upplýsingar og skráning hjá
Margréti Bóasdóttur í Skál-
holti.
Tónleikaröðin
Bláa kirkjan
Þorsteinn
Gauti leikur
á píanó
ÞORSTEINN Gauti Sigurðs-
son, sem leikur á píanó tónlist
eftir Chopin, Gershwin,
Debussy og Rachmaninoff,
verður næsti flytjandi í tón-
leikaröðinni Bláa kirkjan í
kirkjunni á Seyðisfirði mið-
vikudagskvöldið 12. ágúst, kl.
20.30.
Þorsteinn Gauti lauk einleik-
araprófi frá Tónlistarskólanum
í Reykjavík. Framhaldsnám
stundaði hann við Juilliard
Sehool of Music í New York og
í Róm á Italiu.
Þorsteinn Gauti hefur komið
fram á tónleikum hér á landi
og erlendis. Einnig hefur hann
komið fram sem einleikari með
hljómsveitum á Norðurlöndun-
um og oft með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands.
Aðgangseyrir er 500 kr.
Okeypis fyrir 6 ára og yngri.
Tónleikaröðin „Bláa kirkjan
sumartónleikar" er öll mið-
vikudagskvöld í sumar kl.
20.30.
Fylgstu með nýjustu
fréttum á fréttavef
Morgunblaðsins
www.mbl l.is
Dul hafsins
BÆKUR
Smásögur
NÆTURREGN
Sögur og þættir eftir Grétar
Kristjónsson. 96 bls. Útg. Sonnettu-
útgáfan. Prentun: Oddi hf.
Reykjavík, 1998.
GRÉTAR Kristjónsson sækir
söguefni til hversdagslífsins með
náttúruna að bakgrunni og þjóð-
trúna sem ívaf auk þess
sem hagnýt lífspeld er
ofarlega á blaði. Sögur
og þættir stendur á tit-
ilsíðu. Orðin lýsa eink-
ar vel því sem á eftir
fer. Höfundur hefur
formið á valdi sínu en
fer eigi að siður frjáls-
lega með það þegar
henta þykir. Stundum
víkur hann í raun af
vegi skáldskaparins til
að veraleikinn sjálfur
fái notið sín. Raunveru-
leikanánd af því taginu
má hafa hvort tveggja,
kosti og galla. Sem
dæmi má taka fyrstu
og að mínum dómi bestu söguna.
Haukarnir heitir hún. Hugkvæmni
höfundar nýtur sín óvíða betur. Sá
háttur hans að skoða lífsbaráttuna í
skuggsjá þjóðtrúarinnar takmarkar
ekki raunveraleikagildi sögunnar.
Sýnt er fram á hvemig dul hafsins,
þangað sem björgin er sótt, mótar
skapgerð einstaklinganna og sam-
kennd fólksins. Einstök atvik verða
fyrirboði þess sem á eftir kemur og
bera söguna »að endimörkum sem
enginn þekkir og enginn skilur«,
svo vitnað sé til næstu_ sögu sem
nefnist Ast einyrkjans. Áhrifameiri
hefðu Haukarnir þó orðið sem
skáldverk ef sagan hefði endað
nokkru fyrr. Síðustu línurnar, sem
eru eins konar fræðilegur viðauki,
eru í raun óþarfar.
í fyrmefndri Ást einyi-kjans er
velt upp kostum tveim: Áð vera al-
gerlega frjáls og óháður og sjálfs
sín ráðandi í einu og öllu eða tengj-
ast annarri persónu og gefa öðrum
þar með hlutdeild í frelsi sínu. Auð-
vitað verður hver og einn að heyja
sína lífsbaráttu sjálfur. En erfiði í
skaúti náttúrunnar skerðir ekki
frelsi manns eins og samskiptin í
þéttbýlinu sem allt eins geta skilið
eftir minningar »um brostnar vonir
og svikin loforð«. Þarna er í reynd
verið að fjalla um stóru spursmálin í
lífinu: Að halda eða sleppa!
Styttri og einfaldari er Brimlend-
ing en þar er með ágætum lýst
fangbrögðum kynslóðanna við ægi
eins og hann getur orðið erfiðastur
viðureignar.
Miðnætursól er heiti á stuttum
þætti; hugtæk ástarsaga með sléttu
yfirborði en alvarlegum undir-
straumi. Sagan byggist ekki upp á
neinni spennu né átökum eins og
títt er í slíkum sögum. Og þvert
gegn tíðarandanum sýnir höfundur
fram á að ástarsaga geti endað vel!
I Flöskuskeytinu hverfur höfund-
ur um stund frá amstri hversdags-
leikans en gefur skáldfáknum laus-
ari tauminn. Tilviljun sú, sem leiðir
til að kynni takast með kennaranum
og ríku frúnni í næsta húsi, getur
hugsanlega átt hliðstæðu nærri út-
jaðri veruleikans en ber fremur að
skoðast sem dæmi-
saga, að ætla má.
I Gamli álúti maður-
inn er því lýst hver
áhrif það hefur í litlu
þorpi þegar virtur
borgari hættir skyndi-
lega að rækja sitt
venjubundna hlutverk
en tekur þess í stað
upp annarlega lífs-
hætti. Sagan minnir á
að mannleg samskipti
eru flókin og fylgja
ekki endilega skyn-
samlegri formúlu.
Svipuðu máli gegnir
um næstu sögu, Þegar
Mangi Gests fór að
gráta, en þar er stillt upp mótsögn-
unum í lífinu eins og þær geta orðið
skarpastar. Aðalsöguhetjan er
kraftakarl og hamhleypa til vinnu
en getur eigi að síður verið með
ódæmum veikgeðja og tilfinninga-
næmur. Söguefnið er óvanalegt en
engan veginn ótrúlegt.
Frost og misjafnir menn er frá-
söguþáttur sagður í enduiTninn-
ingastíl. Brugðið er fyrir sjónir
svipmyndum úr sjávarþorpi þar
sem daglega lífið einkennist af erfiði
og stríðri ásókn eftir skjótum upp-
gripum. I þvílíku umhverfi verður
maður að treysta á sjálfan sig og
eigin mátt, og svo á fjölskyldu sína
að sjálfsögðu. En skipti við aðvíf-
andi lukkuriddara kunna að reynast
varhugaverð. Allt getur efni þáttar-
ins talist vel frásagnarvert. En
spurning er hvort höfundur hefði
ekki þurft að vinna meira úr þvi,
sleppa aukaatriðum en beina kast-
ljósinu því betur að kjarna málsins.
Svipað má segja um síðasta þátt-
inn sem er bæði fróðlegur og
skemmtilegur en geldur þess að
hann er í raun settur saman af
tveim laustengdum sögum. Fyrri
hlutinn líkist venjulegum endur-
minningaþætti en síðari hlutinn er
eins og hver önnur smásaga. Og
reyndar ágæt sem slík.
Skáldskapur Grétars Kristjóns-
sonar er ekki alfullkominn. En
þetta eru góðar sögur, ekki sérlega
margræðar en minnisstæðar í ein-
faldleik sínum, byggðar á hlutlægri
íhugun, heiðarlegri afstöðu til um-
hverfisins og glöggum skilningi á
lífsins aðskiljanlegustu tilbrigðum.
Erlendur Jónsson
Grétar
Kristjónsson
Hvalaskoðunaferð og gisting á Hótel Húsavík ib
helgína 14. tit 15. ágúst og. 28 til 29. ágúst '
• innifalin gisting í tveggja manna
herbergi og hvalaskoðunarferð.
• Möguleiki á ævintýraferð í Flatey og
auka gistinótt á Hótel Húsavík á aðeins
4.900, pr. mann.
• Pantið tímanlega í síma 464 1220
A undan timanum
i 100 ár.
fyrir
steinsteypu.
Léttír
medfærilegir
viðhaldslitlir.
Ávallt fyrirliggjandi. /
Góð varahlutaþjónusta.
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Armúla 29. sim, 553 8640
FYRIRLI66JIIIDI: GÖLFSLÍPIVÉLRR - RIPPER ÞJÖPPUR DJELUR
- STEYPUSR6IR - RRJERIVÉUR - SI6RRDLÖD - Vöitfuð framleiðsla.
Fallegur sófí sem sómír
...breytíst með
eínu handtakí í...
vandaðan svefnsófa
með ínnbyggðrí
springdýnu.
væntir
Amerísku svefnsófamir em frábær lausn þegar
sameina þarf fallegan sófa og gott rúm.
mrgmr gemð$r9 mmMM
mrmáiéí&i^mto^gMíSía*
Weméftm.
Raðgreiðslur í
allt að 36 mánuði V,SA CK)
ð velkomin húsgagnahölun