Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Foreldrar Góður skóli setur nemendur í öndvegi. Aslaug Brynjólfsdóttir hefur gert rannsókn á foreldrasam- starfí í grunnskólum. Hún sagði Gunnari Hersveini að skóli gæti varla talist góður ef samstarfíð við foreldra væri lélegt. Betri árangur og líðan nemenda er mælanlegt ef foreldrar eru áhugasamir um skólamál. Vilj a nána samvinnu við skólana • Flestir eru hlynntir heimanámi en vilja ekki að það sé upptalning • Foreldrar kvarta undan snöggri af- greiðslu í foreldraviðtölum kennara KENNARINN er fagmað- urinn. Hann er sérfræð- ingurinn og býr yfir þekkingu á kennslufræði faggreina. En foreldrar? Geta þeir kennt? Rugla þeir ekki bara börnin ef þeir fara að skipta sér af skóla- náminu? Nei. Hversu illa sem íhaldssömum skólamönnum er við afskipti for- eldra af skólastarfinu sýna bókstaf- lega allar rannsóknir betri árangur nemenda og líðan fylgist foreldrar þeirra með náminu. En hvemig á samstarf heimila og skóla að vera? Hvernig eiga for- eldrar að bera sig að og hvað eiga kennarar að gera? Ef til vill er ekki úr vegi að leita svara við þessum spurningum áður en næsta skólaár hefst. Hér verður rýnt í meistara- prófsverkefni Áslaugar Brynjólfs- dóttur í uppeldis- og kennslufræði við Kennaraháskóla Islands, og rætt við hana en hún er umboðs- maður foreldra og skóla í Reykja- vík. Það sjónarmið að barnafræðsla sé alfarið á hendi kennara er á undanhaldi og margir taka nú und- ir þá skoðun að samstarf við for- eldra sé grunnurinn að góðu skóla- starfi. Aftur á móti er mönnum ekki alveg ljóst hvemig samstarfið á að vera og kannaði Áslaug m.a. viðhorf foreldra til að komast að því. „Foreldrar og kennarar em í raun samherjar um menntun barn- anna og það þarf að vinna að leið- um til að gera þeim kleift að vera það,“ segir Áslaug. „I Danmörku er t.d. litið svo á að foreldrasam- starf snúist um femt: 1) Hvert ein- stakt barn, 2) hvern einstakan bekk, 3) foreldra og kennslu, 4) verksvið skólastjómunar. Svipaðar áherslur hafa einnig verið lagðar hér á landi hjá landssamtökunum „Heimili og skóli“.“ „Farðu að læra!“ Viðmót foreldra til skóla og náms skiptir miklu máli og í ljós hefur komið að viðhorf bama til skólans er iðulega líkt viðhorfum foreldra. Hlutverk foreldra í námi bama er ekki aðeins að skipa: „Farðu að læra,“ eða spyrja: „Ertu búinn að læra?“ „Þeir þurfa að sýna áhuga á náminu og spyrja barnið hvað það sé að læra,“ segir Áslaug og vitnar í rannsókn sem sýnir að ef foreldrar fylgist reglulega með hvað er að gerast í skóla barns síns, spyrjist fyrir um námsáætlanir ár- gangsins og ræði námið framund- an, skili það betri námsárangri heldur en þegar foreldrar eru af- skiptalausir. Vissulega kemur það ekki á óvart en verkefnið hlýtur að vera að láta þetta eiga sér stað á sem flestum heimilum og til að svo verði þurfa bæði kennarar og for- eldrar að leggja sig fram. Heimanám handa börnum og foreldrum þeirra Rannsókn Áslaugar sýnir að for- eldrar vilja hafa meira samstarf við skólana, þeir vilja betra upplýs- ingastreymi og að þeir séu spurðir um bamið einfaldlega vegna þess að þeir þekkja börnin best. Það er því ævinlega kostur ef kennaii þekkir foreldra bamsins og heimil- isaðstæður þess. „Foreldrar treysta kennurunum og vilja alls ekki taka af þeim ráð- in,“ segir Áslaug. „Þeir vilja að þeir séu spurðir um hvað gæti hentað barninu. I rannsókn minni kom í ljós að flestir eru hlynntir heimanámi en þeir vilja ekki að það sé endurtekning á því sem gert er í skólanum, heldur að verkefnin kalli á samvinnu barnsins og foreldra til að finna lausnir á þeim.“ Foreldrar telja samkvæmt rann- sókn Áslaugar að þeir séu of lítið hvattir til að hjálpa börnunum með námið. Einnig að þeir fái of lítinn tíma til að ræða við kennara í svokölluðum foreldraviðtölum. Þeir þurfa að bíða í biðröð til að heyra 10 mínútna vitnisburð kennara um hvert bam. Þeir telja einnig að of seint sé gripið inn í ef vandamál eru á ferðinni. Gagnkvæmt upplýs- iningastreymið virðist því minna en æskilegt væri. Þess má geta að þá daga sem foreldraviðtöl em er börnunum gefið frí í skólunum og foreldrar beðnir um að mæta í vinnutíma sín- um. Fjölþættur ávinningur samstarfs Fjölmargar rannsóknir á sam- starfi foreldra og skóla sýna feiki- lega góðan ávinning þess. I skólum þar sem foreldrar em virkir þátt- takendur í skólastarfi hafa rann- sóknir leitt í ljós að nemendur skila betri námsárangri, að foreldrar öðlast betri skilning á málefnum skólanna, að kennarar verði starfs- glaðari, að andrúmsloftið í bekkjum batni, mögu- leikar þeirra bama, sem búa við einhverskonar vandamál, aukist, fjarvistir nem- enda úr skóla minnki, brottfalls- hlutfall lækki og viðhorf og sjálfs- mat nemenda verði jákvæðara. Þetta gerist ekki nema skólinn sé sniðinn í þágu nemenda og for- eldra. Góður skóli setur nemendur í öndvegi, að mati Áslaugar, líkt og verslun viðskiptavinina. Það er því eitt af verkefnunum að kennarar hljóti þálfun í samstarfi við for- eldra. Rugla foreldrar börnin f heimanámi? Morgunblaðið/Amaldur NIÐURSTÖÐUR rannsóknarinnar sýna að foreldrar hafa ekki þau áhrif sem þeir vilja. „Þeir vilja aukin áhrif á skólastarf barna sinna á mörgum og mismunandi sviðum," segir Áslaug. „Foreldrar eru jákvæðir í garð kennara og þeir vilja vera með og að vitneskja þeirra um börnin eigi greiða leið til skólans,“ segir Ás- laug. „Þeir þekkja börnin og geta stuðlað að því að kennarar láti þau fá verkefni við hæfi og í samræmi við áhugamál þeirra. Þannig er einmitt hægt að fyrirbyggja vanda- mál sem skapast oft bæði hjá börn- um sem eru fljót og bömum sem eru sein. Foreldrum má nefnilega líkja við aukakennara. Námskrá skólans er formleg og námskrá heimilanna dulin en þær skarast." Ráð handa foreldrum í ritgerð Áslaugar er m.a. vitnað til rannsókna J.L. Epsteins en hún bendir á eftirfarandi þætti sem sé mikilvægt fyrir foreldra að hafa í huga: 1. Spyrja sig: Hvemig get ég best tekið þátt í menntun bamsins míns? 2. Lesa fyrir böm, hafa margskonar lestrarefni á boðstól- um handa þeim og fara með þau á bókasafn. 3. Hvetja bamið til að sækja skólann og bi-ýna fyrir því að fjarvistir séu óheimilar. 4. Hafa stjóm á því hvenær og hve lengi bamið horfir á sjónvarp. 5. Sjá til þess að barnið hafi frið til að sinna heimaverkefnum sínum og veita því hjálp við heimavinnuna eða líta eftir að hún sé unnin daglega. 6. Örva börn til þátttöku í ýmiskonar tómstunda- og fræðandi störfum í lengri skólafríum. 7. Hvetja bömin til að leggja að sér við námið. 8. Hjálpa nemendum til að velja við- eigandi námsgreinar, þegar slíkt er í boði. 9. Foreldrar missi ekki áhugann á foreldrasamstarfi þótt bömin séu komin á unglingastigið. 10. Vera ætíð í góðu sambandi við kennara bamsins. 11. Vera tilbúin að taka þátt í sjálfboðastarfi í skól- anum sé eftir því leitað. 12. Taka þátt í tilraunum sem lúta að bættu skólastarfi og taka þátt í ýmsum nefndarstörfum, sem verða til þess að bæta og endurskipuleggja skólastarfið. Epstein er einnig með ráðlegg- ingar handa kennurum og vinnu- veitendum. Áslaug segir líka frá hugmyndum um hvemig leggja megi meiri áherslur á foreldrasam- starf í kennaramenntuninni. Kennarar í heimsókn hjá foreldrum og nemendum Áslaug segir að betra samband milli foreldra og skóla geti til dæm- is unnið á svokölluðu agaleysi í skólunum, því það haldist í hendur við agaleysi á heimilum. „Skólar ættu að leggja meiri áherslu á að fá foreldra í lið með sér til að sigrast á agavandamálum," segir hún og nefnir tilraun sem gerð hefur verið í Svíþjóð. „Hún byggist á óvenju- lega nánu sambandi við heimilið. Þar fer umsjónarkennari í heim- sókn á heimili nemenda áður en þeir byrja í 8. bekk eða í upphafi unglingastigsins. Tilraunin hefur verið gerð í nokkur ár og breiðst út víða í Svíþjóð.“ Kennarinn fer í heimsókn til for- eldra og nemenda síðustu vikuna í ágúst og er heimsóknunum deilt á kvöldin. Þar er m.a. rætt um náms- lega stöðu nemandans, hinn félagslega þátt og áhugamál hans, svo og um mikilvægi góðs sam- starfs heimilisins og skólans og drepið á námsefnið sem þeir kalla „Að alast upp saman“ (Vaxa tilsammans). Kennarar í Svíþjóð segja að þessar heimsóknir hafi reynst mjög árangursríkar og að þeir hafi kynnst nemendunum og foreldrum betur en eftir 3 ára dvöl í skólanum áður fyrr. „I þessari rannsókn er líka sérstök dagskrá í skólunum með foreldrum," segir Áslaug, „ég held að rétta viðhorfið sé að það eigi ekki að sleppa foreldrum við samstarf. Það þarf að fræða for- eldra um að samstarf við þá sé lyk- ilatriði í námsárangri og vellíðan barna þeirra í skóla. Eg tel að skóli geti varla talist góður ef samstarfið við foreldra er lélegt.“ Hvenær er tími til samstarfs? Áslaug lagði í rannsókn sinni bæði fyrir spumingarlista og tók viðtöl við foreldra til þess að skoða nánar ákveðnar áherslur. Hér má nefna að m.a. kom fram að foreldr- ar telja að ekki sé nægilega vel tekið á málum í sambandi við nem- endur sem eiga í erfiðleikum og trufla mikið í kennslustundum og eyðileggja fyrir hinum. Hér vantar úrræði en heillavænlegt samband foreldra og skóla gæti greitt úr þessu. „Við þekkjum börnin okkar best,“ sagði viðmælandi við mig,“ segir Áslaug, en niðurstöður rann- sóknarinnar sýni að foreldrar hafi ekki þau áhrif sem þeir vilji á skólastarf á íslandi. „Þeir vilja aukin áhrif á skólastarf barna sinna á mörgum og mismunandi sviðum.“ Hún leggur í lokin fram nokkrar tillögur í verkefni sínu sem hún vonar að geti hjálpað til við að leysa úr læðingi það afl sem felst í áhuga for- eldra til að skólastarfið verði skilvirkara og ár- angursríkara. Ein þeirra hljómar svo: „Draga þarf úr þeim hindrunum, sem koma í veg fyrir samstarf. í þeim efnum þurfa skólayfirvöld í fyrsta lagi að ætla kennurum meiri tíma til samstarfs innan vinnutíma þeirra. í öðru lagi þarf vinnumarkaðurinn að heimila foreldrum að vissu marki að sinna samstarfi heimila og skóla á vinnu- tíma þeirra. I þriðja lagi þarf að efla kennaramenntun hvað varðar tengsl skóla og samfélags og jafn- framt á sviði foreldrasamstarfs." Hvernig er gott samstarf foreldra og kennara?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.