Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 31

Morgunblaðið - 11.08.1998, Side 31
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 31 AÐSENDAR GREINAR Mesta ævintýri Islands - á að eyðileggja það? Á ÍSLANDI hefur ævintýri verið að gerast undanfarið. Ævintýrið hófst þegar Kári Stefánsson kom til landsins. Hann stofnsetti fyrirtækið Islenska erfðagreiningu. Hann fékk mikið fjármagn erlendis frá til vís- indarannsókna. Á þriðja hundrað hámenntaðra manna, þar af yfir þrjátíu með dokt- orsgráðu og margir með meistara- gráðu úr Líffræðiskor Háskóla Is- lands, hafa fengið vinnu hjá Kára. Þeir fá betri laun í byrjun en nokkr- ir aðrir vísindamenn í landinu. Þau nálgast laun vísindamanna með sömu reynslu og menntun í Banda- ríkjunum. Kári ætlar að gera stóra hluti. Hann er að leita að meingenum á Is- landi. Erlend stóríyrirtæki styðja hann dyggilega. Fjármagn sem hann fékk til rannsókna fyrir nokkru var mælt í verðmætum loðnuvertíða. Vísindin geta fært íslandi ómæld- an auð. Þau leyfa mönnum - í fyrsta skipti - að verða hámenntaðir er- lendis og koma heim til Islands í vel borgaða vísindavinnu. Annað eins hefur aldrei gerst á Islandi. En nú skyggir fyrir sólu á ævin- týralandinu Islandi. Ævintýrið er í hættu. Það var of stórt. Það skyggði á of marga. Menn voru ekki spurðir. Menn fengu ekki að segja nei. Menn söfnuðu undirskriftum gegn Kára. Merk félög samþykktu ályktanir gegn Kára. Vísindamenn á Islandi hafa fjallað um Kára í nafni læknavísinda, í nafni siðfræðireglna, í nafni per- sónuverndar, á neikvæðan hátt, á niðrandi hátt, á ærumeiðandi hátt, í innlendum dagblöðum, í erlendum fréttaritum, í erlendum vísindarit- um, í útvarpi og í sjónvarpi. Kári hefur sett fram hugmyndir um miðlægan gagnagrunn um heilsufar, ættir og erfðamengi Is- lendinga fyirir íslenskt heilbrigðis- kei-fi, gegn því að fá afnotarétt af grunninum í tólf ár, með fullri vernd á persónueinkennum, í samvinnu við aðrar visindastofnanir, með aðgengi fyrir aðra samkvæmt ákveðnum reglum, en án beinnar samkeppni við Islenska erfðagreiningu. Gagnagrunnurinn gerir kleift að leita að meingenum, rannsaka virkni heilbrigðisaðgerða, endurmeta framkvæmd heilbrigðiskerfisins, endurmeta kostnaðarþörf kerfisins og meta gildi nýrrar þekkingar fyrir heilbrigðiskerfið. Af hverju er ráðist að Kára? Hann er varasamur, segja menn. Hann var erfiður fyrir þrjátíu árum. Hann var óútreiknanlegur fyrir tutt- ugu árum. Hann byggir skýjaborgir. Það er ekki hægt að treysta því sem hann segir. Hann ætlar að setja upp gagnagrunn. Hann ætlar að selja erfðaefni íslendinga fyrir slikk. Hver sem er getur brotist inn í gagnagrunninn. Enginn veit í raun hvað hann ætlar sér. Allir vita að hann kemur ótrúlega miklu í verk. En menn vilja bara ekki leyfa honum það. Spurningar sem koma í hugann eru margar, þeirra á meðal þær sem fara hér á eftir. Skiptir það engu máli fyrir ísland að Kári fái að starfa hér á landi í friði? Skiptir okkur engu máli hvort við fáum unga og hámenntaða Islend- inga heim til starfa að námi loknu? Við skulum varna því að Níðhöggur og aðrir ormar, segir Stefán Aðalsteinsson, eyðileggi mesta --------------7----------- ævintýri Islands. Skiptir okkur það engu máli hvort við getum virkjað besta mannauð okkar í þágu lands og þjóðar? Eigum við Islendingar að láta það gerast að menn setji fótinn fyrir Kára og eyðileggi starf hans? Eigum við, ég og þú, að leyfa úr- tölumönnum og öfundarmönnum að komast upp með það að eyðileggja þetta einstæðasta ævintýri í sögu Is- lands? Þjóðin hefur svarað fyrir sig í skoðanakönnun. Hún styður Kára. Þjóðin - einstaklingar sem þekkja ættir, þekkja sjúkdóma og vita hvað af þeim er ættlægt, er ekki hrædd við skort á persónuvernd. Þjóðin treystir vísindamönnum í starfi. En hvað getum við gert? Við er- um mörg sem viljum að ævintýrið fái að 'verða að veruleika á íslandi - að bestu menntamenn erlendis frá fái verð- mæt verkefni heima - að Háskóli íslands veiti meistara- og doktors- gráður og mennti dug- lega Islendinga til góðra starfa - og góðra launa - á Islandi. En hvert eigum við að leita til að ná eyrum manna? Getum við leitað í smiðju til Snorra St- urlusonar, á vit ævin- týra um hin heiðnu goð? Helgistaður goðanna var að aski Yggdrasils. Hann var allra trjáa mestur og bestur. Limar hans dreifðust um heim allan. Þrjár rætur trésins héldu því uppi og dreifðust afarbreitt. Ein stóð yfir Niflheimi. Undir henni var Hverg- elmir. Þar nagaði Níðhöggur neðan rótina. Önnur rót stóð með hríny þursum. Þar var Mímisbrunnur. í honum var speki og mannvit fólgið. Þriðja rótin stóð á himni, yfir hinum heilaga Urðarbrunni. Þar áttu goðin dómstað sinn. Nornir við Urðar- brunn jusu dag hvern vatni yfir askinn svo að limar hans hvorki trén- uðu né fúnuðu. Askur- inn stóð sígrænn yfir Urðarbrunni. En askurinn var ekki alls staðar svo vel var- inn. Askur Yggdrasils drýgir erfiði meiraenmennviti; hjörtur bítur ofan, en á hliðu funar, skerðir Níðhöggur neðan. „En svo margir orm- ar eru í Hvergelmi með Níðhögg, að engi tunga má telja,“ segir Snorri. Við skulum ganga í lið með norn- unum við Urðarbrunn sem vökva lim asks Yggdrasils dag hvern. Við skulum stuðla að því að ævin- týrið okkar verði lifandi veruleiki. Við skulum varna því að Níðhögg- ur og aðrir ormar eyðileggi mesta ævintýri íslands. Þá mun askur Yggdrasils áfram standa sígi-ænn. Þá er von til að vel farnist landi og þjóð. Höfundur er búfræðingur. Nýr og glæsilegur haust- og vetrarlisti Fæst í öllum helstu bókaverslunum Sími 565 3900 -------- Fax 565 2015 Stefán Aðalsteinsson MAMMA Allt sem þig vantar ÞUMALÍNAs. 5512136 Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Odýr náttfatnaður. íkki bata i * ** IxUtfjOýH Fákafeni 9 sími 5682866 MÖRKiNNI 3 • SÍMI 588 0640 SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, sfmi 482 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. fsafjörður: Bilagarður ehf.,Grærtagarði, sími 456 30 95. Keflavfk: BG bilakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Setfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. $SUZUKI ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI SÍÐUSTU EINTÖKIN AF BALENO SEDAN OG WAGON 4X4 SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Vökva/veltistýri • Rafmagn í rúðum og speglum 2 loftpúðar • Aflmikil 16 ventla vél • Dagljósabúnaður Styrktarbitar í hurðum • Samlitaðir stuðarar Hæðarstillanleg kippibelti • Upphituð framsæti BALENO SEDAN EXCLUSIVE 1.265.000 kr. BALENO WAGON 4X4 EXCLUSIVE 1.595.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.