Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.08.1998, Qupperneq 33
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 33 ÍMuripmM&liií STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTIÐ SINFÓNÍUNNAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands er eitt af flagg- skipum íslenskrar menningar þrátt fyrir ungan ald- ur, um það verður vart deilt. A aðeins tæpum fimmtíu árum hefur hún náð að ávinna sér virðingu, bæði innan lands og erlendis. Miklir sigrar hafa unnist allt frá því að menn byrjuðu nánast með tvær hendur tómar þar til nú að alþjóðleg viðurkenning hefur fengist. Hljómsveitin stendur hins vegar á tímamótum eins og fram kom í við- tali í Lesbók Morgunblaðsins sl. laugardag við Hlíf Sig- urjónsdóttur, formann starfsmannafélags hljómsveitar- innar, og við verðum að svara aðkallandi spurningum um starfsumhverfi hlj ómsveitarinnar. Mikilvægt er að tryggja vöxt og viðgang Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Þegar rætt er um framtíð hljóm- sveitarinnar ber að hafa í huga að hún er hrygglengjan í íslensku tónlistarlífi. Ljóst má vera að ef hún liðast í sundur þá mun lítið standa eftir; tónlistarmennirnir sem fylla hljómsveitina myndu vafalaust hverfa úr landi en þeir taka ekki aðeins þátt í stórum hluta tónleikahalds hér á landi heldur gegna þeir einnig lykilhlutverki í tón- listaruppeldi þjóðarinnar, þeir eru í senn kennarar unga fólksins og fyrirmyndir. Af samanburði sem birtur var í síðustu Lesbók á rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar íslands og ann- arra sambærilegra hljómsveita á Norðurlöndum að dæma má gera ráð fyrir að hún muni þurfa aukin fjár- framlög til að geta haldið sama dampi og hingað til. Þar er ekki aðeins glímt við aukinn launakostnað heldur og aukna markaðs- og kynningarstarfsemi í sífellt meiri samkeppni um frístundir almennings. Auk þess eru allir sammála um að framtíð hljómsveitarinnar, vöxtur henn- ar og viðgangur, verði ekki tryggð nema með bættri að- stöðu í nýju tónlistarhúsi. Astæða er til að minna sérstaklega á þau tímamót sem Sinfóníuhljómsveit Islands stendur á nú og ítreka mikil- vægi þess að bráðum fimmtíu ára uppbyggingarstarfi þeirra sem að henni hafa komið verði fylgt eftir af krafti. HAVAÐIER HEILSUSPILLANDI HÁVAÐI og hljóðmengun er vaxandi vandamál víða um heim, eins og fram kom í umfjöllun Morgun- blaðsins í fyrradag. Umhverfisstofnun Evrópu telur að um 113 milljónir Evrópubúa verði fyrir ónæði af völdum hávaða sem mælist yfir 65 desibil, sem orsakað getur há- an blóðþrýsting. Þar af verða um 10 milljónir fyrir há- vaða, sem mælist yfir 75 desibil, en hávaði af þeirri gráðu getur aukið hjartslátt, valdið mikilli streitu og skert heyrn. Hljóðmengun af þessu tagi stafar einkum frá umferð, atvinnurekstri, veitinga- og samkomuhúsum, verzlunum og hátölurum á almannafæri. Hér á landi hefur hljóðmengun vaxið ár frá ári, eink- um frá umferð. I októbermánuði sl. var lögð fram tillaga til þingsályktunar um víðtæka úttekt á hávaða og hljóð- mengun. I greinargerð segir m.a.: „Talið er að allt að 1.700 íbúðir í Reykjavík séu þannig staðsettar að hávaði við húsvegg [frá umferð] sé óleyfilegur og dæmi eru um svo mikinn hávaða í íbúðarhúsnæði að heilu fjölskyld- urnar sofa ekki á nóttunni nema með því að taka svefn- töflur... Samkvæmt upplýsingum frá Hollustuvernd rík- isins hefur aldrei verið gerð'heildarúttekt á hávaða á ís- landi, en talið er víst að hérlendis búi margir við hávaða sem er langt yfir viðmiðunarmörkum.“ Staðreynd er að hljóðmengun yfir ákveðnum mörkum getur verið heilsuspillandi, valdið skemmd á heyrn, auk truflunar á friðhelgi heimila og andlegrar vanlíðunar þeirra er fyrir verða. Það er meir en tímabært, eins og lagt er til í umræddri þingsályktunartillögu, að gerð verði úttekt á hljóðmengun hér á landi, einkum í þétt- býli, svo unnt verði að leggja grunn að úrbótum. Mikil- vægt er að af hálfu hins opinbera, bæði ríkis og sveitar- félaga, sé unnið skipulega og markvisst gegn óþörfum og truflandi hávaða „til verndar heilsu manna og til að tryggja rétt einstaklingsins til ómengaðs umhverfis". Þúsundir manna búa sig undir Reykjavíkurmaraþonið síðar í mánuðinum Reykjavíkur maraþon ► 1» Maraþon: tvdrhringir (rautt) Háifmaraþon: cinn hringur (rautt) ► 10 KM: (blátt) ► 7 KM: (grarn!) ► , 3 KM: (fjöiubiátt) S' DiyKkjamOOvar 10 KM 20 KM Morgunblaðið/Ai’naldur „ÞOTT við tökum okkur ekki mjög alvarlega bið ég fólk um að grilla ekki kvöldið fyrir keppni því þungar kvöld- máltíðir eru ekki hollar rétt fyrir hlaup,“ segir Erla Gunnarsdóttir í Skokkliópi Grafarvogs. Maraþon- dag'urinn Morgunblaðið/Jim Smart „SEGJA má að íþróttin og félagsstarfið séu orðin að félagslegu festi í lífi okkar,“ segir Ólafur Þorsteinsson, liðsstjóri Vesturbæinganna. Alþjóðlega Reykjavíkurmaraþonið fer fram sunnudaginn 23. ágúst, þar sem keppt verð- ur í fímm vegalengdum. Þúsundir manna og kvenna hafa undirbúið sig í lengri eða skemmri tíma fyrir hlaupið, gjarnan í skokk- hópum undir stjórn þjálfara. Örlygur Steinn Sigurjónsson bregður upp mynd af nokkrum þeirra og vinnubrögðunum sem tíðkuð eru í þessari vinsælu almenningsíþrótt. 15 KM HLAUPALEIÐIR í Reykjavíkurmaraþoni. Á innfelldu myndinni er línurit yfir hæð yfir sjávarmáli. HITAÐ upp í Grafarvoginum fyrir stóra daginn. RÆST verður í þremur lengstu vegalengdunum kl. 10 á sunnudaginn í Lækjar- götu; maraþoni, hálfmara- þoni og 10 km keppni. Klukkan 12.30 hefst síðan skemmtiskokkið með 3 km og 7 km hlaupi. Þetta er í fimmtánda sinn sem Reykjavíkurmaraþon er þreytt, en þátttakendum hefur fjölgað tífalt frá upphafi. Sumarið 1984 kepptu um 250 manns í maraþoni, hálfmaraþoni og 7 km hlaupi og síð- ustu ár hefur fjöldi þátttakenda verið nálægt fjórum þúsundum. Skýring- una má finna í þeirri staðreynd að áhugi á almenningsíþróttum hefur stóraukist síðustu ár og bætt hefur verið við millivegalengdum og þaðan af styttri vegalengdum til að mæta þörf hlaupara á mismunandi getu- stigi. Frjálsíþróttasamband Islands og Reykjavíkurborg eru ábyrgðaraðilar Reykjavíkurmaraþons og verndari hlaupsins er borgarstjórinn í Reykja- vík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Knútur Oskarsson er fonnaður Reykjavíkurmaraþons og segir hann að aðstandendur Reykjavíkurmara- þons séu fullir eftirvæntingar vegna þeirrar nýbreytni að tvískipta ræsing- unni. „Við búumst við aukningu í skemmtiskokkinu og erum undir það búin að taka á móti um og yfir fjögur þúsund keppendum og við vonum að þessi nýbreytni komi ekki niður á stemmningunni meðal áhorfenda,“ segir hann. „Ég kalla Reykjavíkur- maraþonið hiklaust fjölskylduhlaup vegna þess að kjörið er fyrir foreldra, afa og ömmur að fara með börnum sínum eða barnabörnum hæfilega vegalengd." Knútur segir að flestir samstarfsaðilar hafi haldið tryggð við Reykjavíkurmaraþon, ekki síst vegna þess hversu farsæl starfsemi hlaups- ins hefur verið. Engin teljandi óhöpp hafi orðið sem þjálfað starfsfólk hafi ekki getað bnigðist við á hverjum tíma og stöðugleiki hafi ríkt fram til þessa í stjórn og starfsliði. „Ég held líka að hlaupið hafi staðið undir þeim væntingum, sem gerðar hafa verið til þjónustu við hlauparana meðal ann- ars. Markmiðið að hlaupa í 30 mínútur Skokkhópur Grafarvogs var stofn- aður árið 1993 og hefur frá upphafi verið undir stjórn Erlu Gunnarsóttur, íþróttakennara í Hamraskóla. Hópur- inn samanstendur af fólki á aldrinum 25 ára til 45 ára og æfir jafnt sumar sem vetur, þrisvar í viku þar sem hlaupið er tvisvar sinnum og þrekið æft einu sinni. Þol hlauparanna er mismikið en allir hefja æfinguna sam- an á upphitun með tónlist. Þeir sem engan hafa grunninn og ætla sér að hefja æfíngar eiga þess kost að styðj- ast við áætlun sem byggist upp á göngu og hlaupi til skiptis. „Smátt og smátt eykst hlaupatíminn og gangan minnkar og í tíundu viku er markmið- ið að hlaupa í 30 mínútur," segir Erla. „Það er mikill áfangi og þar með er kominn grunnur sem fólk getur síðan byggt á.“ Erla segir að Grafarvogur- inn henti afar vel fyiár skokkara því göngustígakerfið sé gott og tengingar góðar inn í Fossvogsdal og Elliðaár- dal. „Eftir upphitun segi ég fólki hvaða leiðir það á að hlaupa en við er- um mjög vel sett hvað snertir hlaupa- leiðir hér í Grafarvoginum,“ segir Erla. Hlaupið sjálft á hverri æfingu tekur um 40 mínútur þannig að þótt ekki fari allir sömu leið koma allir til baka á sama tíma. Þá stjórnar Erla teygjum, styrkjandi æfingum og slök- un. Mörg hjón eru í Skokkhópi Graf- arvogs og segir Erla það vera eina ástæðu þess að hún hafi ekki skipt hópnum í enn smærri getuhópa þar sem félagslega hlið hlaupaæfinganna er mikilvæg. „I hópnum hafa myndast sterk félagsleg tengsl og hér hafa nýir meðlimir getað kynnst hressu lffs- glöðu fólki með svipuð áhugamál. Langflestir úr Skokkhópi Grafar- vogs ætla að hlaupa mOlivegalengdir á sjálfan maraþondaginn og enginn ætlar sér að þreyta 42 km maraþon, enda er markmiðið ekki að hlaupa sem lengst, heldur að njóta æfing- anna sjálfra og finna til vellíðanar daglega. „Þótt við tökum okkur ekki mjög alvarlega bið ég fólk um að grilla ekki kvöldið íyrir keppni því þungar kvöldmáltíðir eru ekki hollar rétt fyrir hlaup,“ segir Erla. „Að morgni maraþondagsins er ráðlegt að borða léttan morgunverð, ristað brauð eða kornflögur og láta tvo til þrjá tíma líða frá morgunverði til hlaups. Þeir sem ætla að hlaupa hálft maraþon neyta kolvetnaiákrar fæðu daginn fyrir keppni og vökva sig vel. Einnig er mikilvægt að neyta kol- vetnaríkrar fæðu eftir hlaupið." Erla segist leggja áherslu á að hlaupararnir smyrji tær með vaselíni og að þeir klæðist ekki splunkunýjum skóm í keppninni. „Aðra núningsstaði eins og nára og geirvörtur þarf líka að smyrja og klæðnaðurinn þarf að vera í samræmi við veður. Best er að vera í léttum fötum og ef menn vilja vera í síðum hlaupabuxum þurfa þær að vera þröngar," segir Erla. Breyttur lífsstíll Erla hefur á liðnum árum orðið vitni að því hvernig breyttur lífsstíll fólks, sem hefur æfingar í skokkhópn- um, stuðlar að aukinni vellíðan. Þar kemur til hin félagslega eining, aukið þol, meira sjálfstraust og færri kíló- grömm. „Fólk fer t.d. meira í sund en það gerði, hvílir bílinn og gengur eða hjólar og það sem er ekki síst merki- legt er að lífsstíllinn hefur áhrif á börn fólksins,“ segir Erla, en hún kennir jafnframt íþróttir við Hamra- skóla. „Þannig að áhrifin eru víðtæk- ari en margur heldur," bætir hún við. Að loknum maraþondegi leigir hóp- urinn síðan sal úti í bæ, pantar sér mat og þar skiptast menn á reynslu- sögum eftir daginn, en það er lítið dæmi um félagslífið sem stundað er í skokkhópnum. Erla segir að hópurinn skemmti sér mikið saman og sé sá hátturinn hafður á að hlaup og skemmtun séu tengd saman. „Við höldum árshátíð í vetrarlok og á haustin hlaupum við úr Grafarvogin- um upp í Mosfellsbæ og fórum í sund og síðan á veitingahús og látum sækja okkur á rútu. Við höfum hlaupið upp í sumarbústaði við Hafravatn og ýmis- legt fleira. Kjörorðið er allir fyrir einn og einn fyrir alla.“ Erla segir að lokum að hver og einn verði að finna sér vegalengd við hæfi og mikilvægt sé að ætla sér ekki um of því þá sé stutt í meiðslin. „Það er mikill áfangi að hlaupa í Reykjavíkur- maraþoni, en aðalmarkmið okkar er að láta okkur líða vel.“ Nokkur sextugs- afmæli yfirstaðin I Skokkhópi Seltjarnarness er að jafnaði á fjórða tug áhugasamra hlaupara, sem mæta á æfingar þrisvar í viku undir stjórn Þórhöllu Andrésdóttur sjúkraþjálfara. Hún segir hópinn vera mjög fjölbreyttan og nokkur sextugsafmæli eru þegar yfirstaðin. „Flestir eru á aldrinum 40 til 60 ára en þeir yngstu hálfþrítugir. Við leggjum áherslu á fjölbreytta þjálfun og æfum tröppuhlaup, spretti, styrktaræfingar, teygjur og slökun," segir Þórhalla. Hún segir að margir hafi komið inn í hópinn í lélegu formi, en hafi ákveðið að koma sér í form og náð góðum árangri. Lykillinn að góð- um árangri felst ekki síst í því að stunda æfingarnar í hópi fólks sem deilir sameiginlegum markmiðum og umfram allt að byrja hægt. „Við stundum gott félagslíf með hlaupaæf- ingunum. Hópur frá okkur gekk „Laugaveginn" milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur í sumar og yfir veturinn fáum við fyrirlesara til að halda erindi tengt viðfangsefnum okkar. Svo hittumst við yfir kakói og rúnstykki, höldum árshátíðir og ýms- ar uppákomur," segir Þórhalla. „Mér finnst aðdáunarvert að sjá í hversu góðu formi fullorðið fólk getur verið með hæfilegum æfingum og hlaupa- æfingar eru síður en svo bundnar við fólk á þrítugs- eða fertugsaldri." Að þessu sinni hlaupa langflestir í Skokk- hópi Seltjarnarness hálft maraþon og nokkrir hlaupa 10 km. Þeir sem hlaupa hálft maraþon hlaupa vega- lengdina ekki oftar en þrisvar sinnum yfir sumarið í þeim tilgangi að koma óþreyttir til leiks hinn 23. ágúst. Um meiðsli segir Þórhalla að þau fylgi gjarnan miklum hug, en minni þjálfun. I upphafi hneigist fólk til að ofmeta getu sína og þá er mikilvægt að aðstoða það við að halda aftur af sér. „Það koma stundum fram álags- meiðsli í hnjám og fólk getur átt á hættu að togna, en það hefur verið lítið um það hjá okkur, sem betur fer.“ Þórhalla gefur að síðustu innsýn í fyi’sta daginn hjá dæmigerðum kyi-r- setumanni til tuttugu ára, sem hefur bætt á sig einu kflógrammi fyrir hvert ár í stólnum sínum, en ákveður að snúa við blaðinu og lækka blóðþrýstinginn, losna við bumbuna og létta sína lund. „Ég myndi athuga púlsinn hjá honum og ráðleggja honum að fara mjög rólega af stað, ganga til að byrja með og fylgjast með púlsinum eftir gönguna og almennri líðan hans. Síðan mætti hefja hlaup i bland við gönguna og færa sig rólega upp á skaftið. Á fyrstu vikunum er mesta hættan á því að fólk gefist upp og þess vegna er mikilvægt að stunda æfingarnar í hópi. Margir í hópnum okkar hafa náð mjög góðum árangri eftir að hafa byrjað á þessum byrjun- arreit og samkennd hópsins hefur haft þar mikið að segja.“ Æft í öllum veðrum Enn einn skokkhópurinn er starf- ræktur í Vesturbænum og talsmaður hans er Olafur Þorsteinsson. Hann segh’ að hópurinn hafi haft að leiðar- ljósi að hlaupa í heilsubótarskyni síð- ustu 14 árin. I hópnum eru karlar og konur frá 25 ára til sextugs. „Einn hlauparinn okkar er fæddur árið 1939 og er starfsmaður Flugmálastjómar. Við reglubundna læknisskoðun hefur hann reynst koma betur út en yngri menn en hann.“ Hópurinn æfir þrisvar í viku allt árið um kring hvernig sem viðrar og segir Ólafur að það sé gi-undvallaratriði að menn geti gengið að æfingunum vísum og þurfi ekki að velta fyrir sér hvort æfing falli niður vegna veðurs. „Síðan má ekki gleyma því að þessir nýju göngu- stígar meðfram ströndinni, sem við höfum kosið að kalla „Sólrúnarstræti“ og „Markúsarbraut" eru mestu sam- göngubætur í Reykjavík í 50 ár,“ seg- ir Ólafur. Flestir úr Vesturbæjarhópnum, á fjórða tug hlaupara, ætla að leggja til atlögu við hálft maraþon, en Ólafur segir að ár hvert sé miðað við það tak- mark að hlaupa þá vegalengd á 1 klst. og 45 mín. „Við miðum undirbúning- inn við að klára hlaupið með stæl og sveiflu, en veðrið á keppnisdaginn sjálfan getur ráðið einhverju um nokkrar mínútur til eða frá. Áð lok- inni venjulegri æfingu föram við í heita pottinn í Vesturbæjarlauginni og leysum lífsgátuna." Síðasti hálfi mánuðurinn fyrir keppnina sjálfa hlaupa Vesturbæingarnir 13 til 15 km einu sinni í hvorri viku og 7 km þess á milli. Það sem upp á vantar til að klára 21 km segir Ólafur að þeir fari á reynslunni. „Við höfum aldrei hlaupið 21 km á æfingum, en á keppnisstað treystum við á góða stemningu og samheldni hópsins. Reyndar er eng- inn annars bróðir í keppni en við töl- um okkur saman í upphafi og hvetjum hvert annað.“ Það þarf ekki að koma á óvart að félagslíf skokkaranna í Vesturbænum blómstrar, enda virðist það vera ómissandi þáttur í starfi skipulagðra skokkhópa. „Við höldum tvær öflugar árshátíðir að vori og hausti með miklu menningarlegu yfirbragði undir ör- uggri veislustjórn Vilhjálms Bjarna- sonar og segja má að íþróttin og fé- lagsstarfið séu orðin að félagslegu festi í lífi okkar,“ segir Ólafur að lok- um. Vefsíða hlaupsins er http// ww.mmedia.is/hlaup KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og Lamberto Dini, utanríkisráðherra Italíu, fagna undirritun stofnsáttmála alþjóðlegs saka- máladómstóls í Róm í síðasta mánuði. Lögín þagna ekki lengur Stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls er sögulegt skref, segir Kofí Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að sem flest ríki undirriti stofnsáttmálann á næstu árum. LAUGARDAGURINN 18. júlí var svo sannanlega sögulegur dagur. Það var mér mikill heiður þann dag, í Campidoglio í Róm, að afhenda ítölsku ríkisstjórninni stofnsáttmála Alþjóða sakamáladómstólsins. TVeimur árþúsundum fyrr lýsti einn frægasti Rómverji allra tíma, Markús Túlíus Cicero, því yfir, í þessari sömu borg, að „andspænis vopnum þagna lögin“. Þau orð Cicero hafa að mestu leyti átt við allt fram á okkar daga. í framtíðinni ættu þau hins vegar síð- ur að eiga við en í fortíðinni. Þegar valdamiklir menn hafa framið glæpi gegn mannkyninu fram til þessa hafa þeir getað gert það í þeirri vissu að svo lengi sem þeir héldu völdum gæti enginn jarðneskur dómstóll sótt þá til saka. Og jafnvel er þeir voru dæmdir, líkt og sumir af verstu glæpamönnunum voru sem betur fer árið 1945, gátu þeir haldið því fram að það hafi verið vegna þess að aðrir reyndust valdameiri og gátu því sett sig í sæti dómara. Dómsúrskurðum, sem ætlað var að standa vörð um rétt hinna valda- litlu og hjálparvana, var hægt að vísa á bug sem réttlæti „sigur- vegaranna“. Slíkar ásakanir er einnig hægt að setja fram, hversu óréttlátar sem þær kunna að vera, þegar dómstólar eru settir á laggirnar í einstökum málum, líkt og dómstól- arnir í Haag og Árusha, til að fást við glæpi er framdir voru í tiltekn- um styrjöldum eða af tilteknum ríkisstjórnum. Vissulega er slíkt fyrirkomulag skárra en ekkert, en sumir gætu túlkað það á þann veg að sömu glæpir, framdir af öðrum, eða þá á annarri stundu eða öðrum stað, myndu ekki kalla á refsingu. Vegna þeirrar miklu vinnu er innt var af hendi á Rómarráðstefnunni, verður nú loks komið á varanlegum dómstóli er mun dæma þá er sakaðir eru um þjóðarmorð eða aðra sam- bærilega glæpi, óháð því hvenær þeir voru framdir. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Við gleymum því aldrei að samtök okkar voru stofnuð sem liður í baráttunni gegn ríkisstjórnum er höfðu gerst sekar um fjöldamorð af óhugnan- legri stærðargráðu. Því miður höf- um við nýlega orðið að takast á við nýja glæpi sama eðlis, í Rúanda og Bosníu, þótt þeir hafi ekki verið af sömu stærðargráðu. Það var ekki auðvelt að sam- þykkja stofnsáttmálann. Hugmynd- in að dómstól af þessu tagi hefur verið á dagskrá Sameinuðu þjóð- anna allt frá árinu 1948 er Allsherj- arþingið tók ákvörðun um að halda skrefi lengra en réttarhöldin í Niirn- berg og Tókýó og fór fram á það við Alþjóðlegu laganefndina að kanna möguleikann á stofnun varanlegs dómstóls. Kalda stríðið kom í veg fyrir frek- ari framfarir á þessu sviði líkt og svo mörgum öðrum. Jafnvel að kalda stríðinu loknu þurfti að leysa fjöl- mörg lagaleg og pólitísk vandamál. Allt fram á síðasta dag ráðstefnunn- ar varð að grípa til erfiðra málamiðl- ana og jafnvel þrátt fyrir það náðist ekki samhljóða samkomulag. Mörg okkar hefðu kosið dómstól er hefði umfangsmeiri völd. Og mörg okkar hefðu kosið að njóta stuðnings allra valdamikilla ríkja frá upphafi. Ég er hins vegar sannfærð- ur um að þegar fram líða stundir muni þeir, sem nú hafa uppi efa- semdir, sannfærast um gildi þessa nýja tækis alþjóðalaganna. Á meðan skulum við ekki gera lít- ið úr þeim árangri sem náðst hefur. Fyrir einungis örfáum árum hefði enginn talið þetta vera mögulegt. Á vegum dómstólsins, sem nú stendur til að stofna, verður starf- andi sjálfstæður saksóknari, er ekki mun lúta valdi neins ríkis, óháð því hversu valdamikið það er. Dómstóll- inn mun standa vörð um hagsmuni fórnarlamba og alþjóðasamfélagsins í heild. Á þessu ári, er við höldum upp á hálfrar aldar afmæli Mann- réttindasáttmálans, höfum við tekið sögulegt ski-ef í átt að almennum mannréttindum og stjórn er lýtur lögum. Þetta er gjöf þeirrar vonar til kynslóða framtíðarinnar að þær muni sleppa við þá hrikalegu glæpi er fyrri kynslóðir hafa orðið að þola.' Stofnsáttmálinn er nú opinn til undimtunar og hafa nokkur ríki þegar undirritað hann. Hann verður opinn allt fram til 31. desember árið 2000. Það er von mín að þá muni mikill meirihluti aðildarríkja SÞ hafa staðfest sáttmálann, þannig að vald dómstólsins verði óumdeilt og lögsaga hans sem víðust. Megi hann þjóna mannkyninu vel um ókomin ár. Höfundur er frnmkvæmdusljóri Sameinuðu þjóðanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.