Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 36

Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11.ÁGÚST1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Um vísindi Það er ekki nóg að halda því fram að veröld vísindanna sé sú veröld sem við lifum í, að hin vísindalega þekking sé sú þekking sem við getum reitt okkur á, að vísindin séu skynsamleg og allt ann- að sé kukl og kredda. > IEvrópu miðalda var kristin kirkja handhafi sannleikans eða að minnsta kosti þess sem talið var sannleikur. Og það var ekki aðeins vegna þess að hún var mesta valdastofnun þess tíma heldur einnig vegna þess að menn trúðu að orð hennar væru grundvölluð á eðli hlutanna og væru staðfest í því hvernig heimurinn birtist þeim. Allt mátti rekja aftur til skaparans, orðs guðs, og vald kirkjunnar manna byggðist á því að þeir höfðu orð guðs á sínu færi, þeir VIÐHORF Eftir Þrftst Helgason höfðu innsýn í heiminn eins og hann var. í Evrópu nútímans er það ekki lengur kirkjan sem er handhafi sannleikans heldur eru það vísindin. Traust almennings á kirkjunni tók að dvína þegar með siðaskiptunum, tjöldin féllu og valdaleikir klerkanna opin- beruðust. Um leið tók vísindun- um að vaxa fiskur um hrygg. Menn tóku smátt og smátt að uppgötva lögmál sem þörfnuð- ust engrar staðfestingar í heil- agri ritningu. Á sautjándu og átjándu öld voru menn famir að líta svo á að skynsemin væri fær um að finna sannleikann um heiminn. Fljótlega var þó gerð krafa um að skynsemin byggði ályktanir sínar á reynslunni og þá ekki persónulegri, huglægii reynslu, eins og trúin grundvall- aðist á, heldur á almennri, hlut- lægri reynslu. Reynsluvísindin urðu til og voru allra, allir áttu að geta reynt það sem vísindin sögðu enda fengust þau ein- göngu við að lýsa hinum svokall- aða raunheimi á hlutlægan og rökrænan hátt. Brátt varð það almennt viðurkennt að raunvís- indamenn fengust við „stað- reyndir" en öll önnur þekk- ingaröflun var á sviði hins per- sónulega og huglæga. Þróun raunvísindanna varð mjög hröð en jafnframt varð mönnum fallvelti þeirra fljót- lega ljóst. Hinn raunvísindalegi sannleikur gat átt sér skamm- an líftíma því að þekkingin hlóðst upp og nýjar kenningar ruddu þeim eldri úr vegi. Brátt komu líka svör úr öðrum áttum vegna þess að hinn huglægi persónulegi heimur virtist stundum stangast á við hinn hlutlæga vísindalega heim. Með tilkomu tilfinningastefn- unar á átjándu og nítjándu öld hlaut hið huglæga aukinn sess í vitsmunalífi mannsins og tekið var að andæfa raunvísindunum og sannleika þeirra kröftug- lega. Spurningar um áreiðan- leika þeirra urðu háværar: Eiga vísindin svör við öllu? Eiga þau svör við einhverju? Ei-u vísindin kannski trúar- brögð? Eru þau ef til vill bara goðsögn? Svo virtist sem menn stæðu í sömu sporunum og á veldistíma kirkjunnar; vísindin voru orðin eins konar trúar- brögð. Sömuleiðis vöknuðu ýmsar spurningar um gildi og rétt- mæti raunvísinda og hafa þær orðið æ algengari á þessari öld. Vísindin eru kannski megin- uppspretta þekkingar en þau skapa okkur um leið fleiri og meiri vandamál en flest annað. Vísindin hafa því orðið að stór- um siðferðislegum vanda og menn spyrja: Hvers virði era framfarirnar? Að baki allra svara við þessari spurningu liggja svo flókin valdatengsl að þau verða ekki skýrð í stuttu máli. Oft er umhverfislegum sjónarmiðum stillt upp gegn efnahagslegum í þessu sam- hengi en ekki er allt sem sýnist í þeim efnum, eins og bent hef- ur verið á. Iðulega er því um miklar einfaldanir að ræða þeg- ar fjallað er um hina siðferðis- legu hlið vísindanna og þær spurningar sem vakna um tengsl vísinda og valds. Og þótt engin endanleg svör hafi fund- ist við þessum spurningum hef- ur tilhneigingin verið sú að finna réttlætingu á því að vís- indin fái að halda áfram að þró- ast óheft. Breski heimspekingurinn Roger Trigg hefur bent á í bók sinni Rationality & Science (Ox- ford/Cambridge 1993) að nauð- synlegt sé íyrir vísindin að finna sér réttlætingu vegna þess að af fyrmefndum ástæðum sé ekki lengur hægt að ganga að al- mennu samkomulagi um hlut- verk og mikilvægi vísindanna sem vísu. „Vísindin njóta ekki lengur almennrar virðingar og ekki verður undan því skorast að taka einokun þeirra á þekk- ingunni til rækilegrar endur- skoðunar,“ segir Trigg en bætir við að það sé ekki nóg fyrir vís- indin að finna sér aftur farveg að hjörtum almennings heldur verði þau að grundvalla tilveru- rétt sinn á traustum framspeki- legum rökum. Trigg á við að vísindin geti ekki eingöngu verið til vísind- anna vegna. Það er ekki nóg að halda því fram að veröld vísind- anna sé sú veröld sem við lifum í, að hin vísindalega þekking sé sú þekking sem við getum reitt okkur á, að vísindin séu skyn- samleg og allt annað sé kukl og kredda. Ef vísindin vilja halda stöðu sinni og mikilvægi verða þau að sannfæra okkur um að þetta sé svona, að þau geti lýst veröldinni betur en aðrar að- ferðir, að þau séu áreiðanleg, að þau séu skynsamleg. Auk sið- ferðislegrar réttlætingar þarfn- ast vísindin því þekkingarfræði- legi'ar réttlætingar. Eins og kirkjan á miðöldum þurfa vís- indin nú að sannfæra okkur um að orð þeirra séu grundvölluð á eðli hlutanna. Vafalaust verður ekki sporn- að við vísindalegum framförum og sennilega eru flestir sam- mála um að engin ástæða sé til þess heldur. Það er hins vegar augljóst að vísindamenn sem aðrir þurfa að vera tilbúnir til að horfast í augu við þær efa- semdir sem vaknað hafa um gildi framfaranna. Menn þurfa að geta svarað spurningunni: Hvers vegna vísindi? Hver á sjúkdóms- greiningarsýni? SUM vefjasýni kunna að vera eftirsótt i arð- vænlegar líftæknirann- sóknir og era því mögu- leg söluvara. Spurning- in er hver, ef einhver, má ráðstafa sýnunum? Mín tilraun til svars fer hér á eftir, en fæðingin var ekki auðveld og það þurfti að snúa baminu a.m.k. einu sinni. Sýni sem einstaklingur leyfir að tekið sé úr honum í sjúkdómsgreiningar- skyni og leggur i hend- ur heilbrigðisstarfs- manns sem bundinn er lagareglum og siðaregl- um. Grundvöllurinn er, að sjúkling- urinn treystir starfsmanninum fyrir því að sýni sé varðveitt og með- höndlað þannig, að það ljúki grein- ingarhlutverkinu fyrir hann per- sónulega. Eftir að sýni hefur verið geymt i nauðsynlegan og hefðbund- inn tíma fær sjúklingurinn ekki af- gang sýnisins til baka heldur eyðir heilþrigðisstarfsmaðurinn þvi. Þangað til hefur sjúklingurinn að sjálfsögðu rétt á að fá afgang sýnis- ins. AJmennt er gengið út frá því að sjúklingur samþykki að ónýttan hluta sýnis megi nota til vísindaat- hugunar, með persónuleynd og inn- an ramma siðferðislegrar og lög- legrar vísindastarfsemi. Heilbrigð- isstarfsmaðurinn ber ábyrgð á því að reglna sé gætt. Nú afhendir heilbrigðisstarfs- maðurinn, t.d. meinatæknirinn eða skurðlæknirinn, allt sýnið eða hluta þess til annars viðurkennds læknis- fræðilegs gi-einingar- eða vísindaað- ila. Þá flyst ábyrgðin yfir á þann fagaðila sem þiggur sýnið og hann tekur á sig m.a. kostnað af varð- veislu sýnisins. Eftir að sýnið er fullgreint og hefur lokið venjulegum geymslutíma má varðveisluaðilinn, skv. því sem ég tel að felist i órituðum samn- ingi sjúklings og lækn- is, nýta sýnið til vís- indaathugana i sam- ræmi við siðareglur og lög. Mikilvægt er að sjúklingurinn hefur yf- irleitt ekki við afhend- ingu sýnisins gert til- kall til fjárhagslegs ávinnings eða að af- ganginum sé skilað aft- ur. Varðveisluaðilinn (stofnunin, félagið, einkarannsóknastofan) á þess vegna þau hugs- anlegu fjárhagslegu verðmæti sem fólgin eru í sýninu. Hann er áfram bund- inn þeim skyldum gagnvart sjúk- Fjármögnun stórra sameindaerfðafræði- rannsókna, segir Björn Logi Björnsson, er ofviða íslenskum vísinda- og heil- brigðisstofnunum. lingnum og samfélaginu, að hann gangi úr skugga um eftir fremsta megni, að sýnið verði aðeins notað á faglega ábyrgan hátt. Því miður er veröldin þannig, að jafnvel langþráð lækning fæst ógjaman án þess að hafa viðkomu í gangverki rekstrar og fjármála. Stór einkafyrirtæki stýra nú kostnaðar- stigi líftæknirannsókna. Fjármögn- un stórra sameindaerfðafræðirann- sókna er ofviða íslenskum vísinda- og heilbrigðisstofnunum, þannig að einkafjármögnun er í flestum tilvik- um skilyrði. Umsjónai-menn fjárfest- ingarsjóða vita, að mörg nýtæknifyr- ii-tæki, sem í upphafi lofa góðu, sýna seint eða aldrei hagnað. I hverju nýju líftæknifjarmögnunardæmi er því gerð krafa um margfalda ávöxt- un. Vegna m.a. þessa útgjaldaliðar er „kostnaðarverð" sýnameðferðar óskilgreinanlegt hugtak. Önnur at- hyglisverð afleiðing þessarar nauð- synlegu fjáimögnunaraðferðar er, að fjárfestar verða að sjá samning um tiygg aðföng vefjasýna. Nú er sú stund rannin upp, að vefjabankar hafa öðlast virkara hlut- verk. Þeir, sem varðveita sýnin, bera þær skyldur að gera þau aðgengileg vísindamönnum (innan einkafyrir- tækja og utan) sem hafa möguleika á að uppgötva eðli og meðferð sjúk- dóma (innanlands og utan). Vegna ofangreindrar tækni- og viðskipta- þróunar á sér stað verðmyndun á sýnunum. Við getum aðeins valið um það, hvort greiðslur í formi peninga, vamings eða þjónustu eigi sér stað undir borðið eða yfir það. Verðgildi sýnanna er breytilegt og ekki á færi nefndar að ákveða. Sé verðið bundið í reglur gerist annað tveggja, að var- an selst ekki eða duldar umfram- greiðslur eiga sér stað. En vegna upprana sýnanna i órituðum samn- ingi sjúklings og heilbrigðisstarfs- manns getur ríkið ekki gert tilkall til ráðstöfunarréttar eða tekna af við- skiptum vefjasýna að Undanteknum venjulegum sköttum. Öraggt er, að mestallir fjármunh-, sem myndu hafna hjá þeim aðilum sem hafa e.t.v. aðstöðu til að selja gömul vefja- sýni, myndu nýtast þjóðinni allri með framfórum i heilbrigðisþjónustu og heilbrigðismenntun. Eitthvað fer sjálfsagt til spillis, en um það er ekki hægt að fást. Og öfund leiðir bara til ills. Höfundur er rannsóknalæknir er- lendis. Björn Logi Björnsson Sjónarspilið um g'agnagrunninn SJÓNARSPILIÐ um gagnagrunninn heldur áfram. Undanfarna daga höfum við fylgzt með samspili Sivjar Friðleifsdóttur og Kára Stefánssonar í fjölmiðl- um. Siv talar frá Kaup- mannahöfn og er yfir sig ánægð með fram- varpið. Var hún ekki ánægð með það í vor líka? Og Kári svarar að bragði: Eg er sammála Siv. Þannig gengur dælan, sem PR-menn IE knýja. Bæði fagna Kári og Siv endurskoð- un heilbrigðisráðuneyt- isins á gagnagrunnsfrumvarpinu í sumar og telja að það muni fara greiða leið um þingið í haust. Fyrir 20. október væntanlega? Siv á fast- lega von á að fáir muni neita að láta upplýsingar um sig í gagnagrunn- inn. Ekki myndi ég treysta því óliti þingmannsins. Kári Stefánsson klifar á því að gagnagrunnsfrumvarpið sé frum- varp heilbrigðisráðherra en heldur uppteknum hætti að kynna og mæla fyrir frumvarpinu í fjölmiðl- um. Hvar er eiginlega Ingibjörg Pálmadóttir? Auðvitað sjá allir í gegnum þetta hlægilega sjónar- spil. Öllum má vera ljóst að frum- varpið er runnið undan rifjum Kára Stefánssonar, Davíðs Odds- sonar og vina hans. Kári kynnti sjálfur einstökum þingmönn- um frumvarpið í sölum Alþingis áður en það var lagt fram. Auðvit- að man þjóðin enn, þótt liðnir séu nokkrir mánuðir, eftir tilburð- um Kára og Davíðs við að þvinga frumvarpið gegnum þingið í vor. En það eigum við þó sennilega Ingibjörgu Pálmadóttur að þakka að afgreiðslu frum- varpsins var frestað í vor. Raunar þykist ég þess fullviss að Ingi- björg Pálmadóttir skynji þá miklu andstöðu sem er við gagnagrunns- frumvarpið meðal lækna. Án þeirra verður enginn gagnagrunn- ur. Hver vill láta þjóðnýta sig? Ekki læknar. Og láta síðan ráðstafa sér í sömu andrá í einkavinavæðingu aldarinnar? Von er að mörgum finnist allt þetta mál líkara draumi en veraleika. Svo er ekki. Hér er einskis svif- izt. Ég held því fram að ekkert mál á síðustu árum hafi sýnt okkur jafn vel glennu bananalýðveldis og þetta margnefnda gagnagrunns- frumvarp. Það er hins vegar kald- hæðnislegt að fram að þessu var það forstjóri Islenzkrar erfðagrein- Jóhann Tómasson ingar sem hafði áhyggjur af ban- analýðveldinu Island/ og ekki ég (sbr. grein hans í Úlfljóti, blaði laganema, í ágúst 1997). En síðan þá hefur hann gert samning við auðrisann La Roche og hafði þá Davíð Oddson sér til halds og trausts í Perlunni. Það er þó ekki þvæla. Og enn hefur Davíð reynzt honum betri en enginn í gagna- grunnsmálinu. Meira að segja Vig- dís Finnbogadóttir ber ábyrgð á Kára Stefánssyni. Raunar er ég þess full- viss að Ingibjörg Pálmadóttir skynji þá miklu andstöðu sem er við gagnagrunnsfrum- varpið meðal lækna, segir Jóhann Tómas- son. An þeirra verður enginn gagnagrunnur. Ég get að vísu ekki mælt mig við forstjóra Islenzkrar erfðagreining- ar í heiðarleika enda hefur hann sem kunnugt er þar um uppáskrift 20 prófessora, yfirlækna og sér- fræðilækna. Sjálfur hefur hann svo bætt um betur og sagzt eiga flekklausan feril í námi og starfi. Er nema von að slíkum manni leyf- ist að bregða öðrum um annarlegar hvatir ef þeir gagnrýna hann. Ég mun nú gera það samt á meðan Morgunblaðið er svo vinsamlegt að Ijá mér pláss. Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.