Morgunblaðið - 11.08.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
37
Smásaga 1. Verðlaun - Gómsætur grillmatur - Háir hrokinn þér?
AiÉr Laxness ■
kemur a óvart
Nýr still • Lífsmymlusaga • Skakkí turninn í Pím * Bæfldsnisting ssm Harfir
kóngsfdfki • Grænmetl&ræeiit i g»r#st©#wiflí • Krossgáfur » tímrrapsy&a
AÐSENDAR GREINAR
ROYAL & SUNALLIANCE
Hinn I5. júní I998 tilkynnti breska fjármálaráðuneytið Vá-
tryggingaeftirlitinu samkvæmt I I. (4.) grein þriðju tilskip-
unar um líftryggingar, væntanlega flutninga samkvæmt við-
eigandi breskum lögum á langtíma vátryggingaviðskiptum í
Bretlandi (i) Sun Alliance and London Assurance
Company Limited og Bradford Insurance Company
Limited til Royal Life Insurance Limited og (ii) Royal Life
(Unit Linked Assurances) Limited, Royal Life (Unit Linked
Pension Funds) Limited, Sun Alliance Linked Life Ins-
urance Limited og Sun Alliance Pensions Limited til Royal
Heritage Life Assurance Limited. [Viðkomandi handhöfum
vátryggingaskírteina verða sendar nánari upplýsingar og
tillögurnar verða teknar til athugunar í High Court of
Justice dómstólnum í Lundon, Englandi, í vikunni 26.
október-2. nóvember I998 með tilliti til þess að þær
komi til framkvæmda í desemberlok I998 eða þar um bil].
Viðkomandi handhafar vátryggingaskírteina, sem óska eftir
að gera athugasemdir á þessu stigi málsins, ættu að skrifa
Vátryggingaeftirlitinu á Suðurlandsbraut 6, IS-I08
Reykjavík (b.t. E. Lárussonar) og tryggja að hverskon-
ar athugasemdir berist innan eins mánaðar frá dagsetningu
auglýsingar þessarar.
I I. ágúst I998
Royal & Sunaliiance
London, Englandi
www.mbl.is/ffasteignir
Y angaveltur um
löggæsluaðferðir
ÁRIÐ 1991 var New
York borg talin ein
mesta glæpaborg í
heiminum. Á því ári
voru framin í borginni
2.300 morð, eða 6 morð
á dag að meðaltali.
Aðrir glæpir, svo sem
líkamsmeiðingar, rán,
innbrot og þjófnaðir,
voru svo tíðir að flestir
borgarbúar gerðu
hreinlega ráð fyrir að
verða þolendur slíkra
mála og lifðu í stöðug-
um ótta. Á þessum
tíma voru fyrirmæli til
lögreglunnar að vera í
bílum sínum og skipta
sér ekki af öðru en stærri afbrotum
sem þeir kæmu að, eða verkefnum
eftir beinum fyrirmælum.
Það var um þetta leiti sem Giuli-
ani borgarstjóri New York og ný-
skipaður lögreglustjóri, William
Bratton, hrundu af stað löggæsluað-
ferð sem gengur undir nafninu Zero
tolerance, sem mætti þýða sem Núll
umburðarlyndi. ZT aðferðin byggist
í stuttu máli á því að líða engin lög-
brot. Lögð er áhersla á að umbera
ekki smæstu lögbrot og þegar ein-
staklingur er staðinn lögbroti eru
hugsanleg önnur afbrot höfð í huga
þegar afskipti eru höfð af viðkom-
andi. Lögreglan hóf því að beina
störfum sínum að lögbrotum eins og
betli, drykkju á götum úti, ósæmi-
legri hegðun, vændi, veggjakroti,
brotnu hemlaljósi á bflum og þegar
farið var gangandi yfir götu á röng-
um stað eða tíma. Markmiðið var að
endurreisa virðingu almennings
fyrir löghlýðni.
Undraverður árangur New York
lögreglunnar hefur vakið heimsat-
hygli og mörg lönd hafa tekið upp
svipaðar löggæsluaðferðir. í dag
eru 137 borgir í USA með hærri af-
brotatíðni en New York. Áætlað er
að í íyrsta skiptið síðan 1967 verði
morð í New York innan við 600 og
önnur afbrot hafa dregist saman um
nærfellt helming.
Aðrar áherslur í löggæslumálum
hafa tímabundið notið
vinsælda hjá lögregl-
unni. Má þar nefna t.d.
„sýnilegri lögreglu"
þar sem áhersla er lögð
á að fjölga lögreglu-
mönnum sem eru sýni-
legri á götum úti og þá
helst gangandi.
„Grenndarlöggæsla"
þar sem lögreglumenn
eru tengdir betur
ákveðnu svæði og lögð
er áhersla á góð tengsl
við íbúa svæðisins sem
í sumum tilvikum hafa
myndað eftirlitshópa.
„AJmannatengsl“ þar
sem lögreglan fer í
skóla og stofnanir til að brýna lög-
hlýðni fyrir almenningi og þá sér-
staklega varðandi fíkniefnavandann.
Löggæslumál eru og þm-fa að
Allir geta verið sam-
mála um, segir Bjarn-
þdr Aðalsteinsson, að
almenn löghlýðni sé
undirstaða réttarríkis.
vera í sífelldri endurskoðun. Nú ný-
verið hefur innanríkisráðherra
Breta, Jack Straw, snúið baki við
„Núll umburðarlyndi" og rannsókn-
ir hafa leitt í ljós að flestar hinna
aðferðanna hafa ekki skilað nægi-
legum árangri miðað við tilkostnað.
Heldur Straw því fram að til langs
tíma litið muni ástandið í New York
fara aftur versnandi. Bendir hann
m.a. á að þeir sem komast á saka-
skrá vegna minniháttar afbrota eigi
í erfiðleikum með að fá vinnu, sem
aftur geti leitt til þess að viðkom-
andi leggi fyrir sig afbrot. Þá verði
of margir „venjulegir borgarar" fyr-
ir óþægilegum afskiptum vegna
smámunasemi sem aðferðinni fylgir
og verði því andsnúnir lögreglunni.
I nýrri löggæsluáætlun Breta er
gert ráð fyrir að lögreglan dragi
Bjarnþór
Aðalsteinsson
raunhæfa markmiðalínu í afbrota-
tölfræðinni til fækkunar lögbrotum.
I stað þess að fjölga lögreglumönn-
um á götum úti af handahófi, verður
sérþjálfuðum lögreglusveitum beint
á lögbrot og svæði þar sem afbrot
eru fleiri en fyrirfram ákveðin
markmiðalína hverju sinni segir til
um. Síbrotamenn verða lagðir í ein-
elti, ef svo má að orði komast, og
áhersla lögð á skjóta dómsmeðferð
þeirra. Þá er lögð áhersla á hjálp og
aðstoð til handa þolenda afbrota.
Sérstakiá herferð er hrundið af stað
til hjálpar eiturlyfjasjúklingum við
að losna undan fíkn. Fjármagn til
raunhæfra afbrotavarna aukið, svo
fátt eitt sé nefnt. Af framansögðu
sést að löggæslumál eru víða að
taka verulegum breytingum.
Áhersla er lögð á aukinn árangur
miðað við tilkostnað umfram allt.
Menn greinir á um leiðir en sjaldn-
ar um markmið.
Allir geta verið sammála um að
almenn löghlýðni sé undirstaða
réttarríkis. Þegar leikreglur samfé-
lagsins verða flóknari og flóknari
með degi hverjum er afar áríðandi
að lög, reglur og önnur fyrirmæli
séu skýr, sanngjöm og tiltölulega
lítið umdeild. A íslandi eigum við
því láni að fagna að afbrotatíðni er
með því minnsta sem þekkist í
heiminum og skoðanakannanir hafa
sýnt að almenningur í landinu ber
mikið traust til lögreglunnar og
virðir störf hennar. Að halda þess-
ari stöðu er að mínu mati verðugt
markmið. Óþarfa smámunasemi,
óbilgimi og skilningsleysi á aðstæð-
um fólks mun einungis hafa öfug
áhrif. Hins vegar þarf réttlætis,
ákveðni og samræmis að gæta í
störfum lögreglu og dómsvalds.
Vel menntaðir, sjálfstæðir og um-
fram allt duglegir lögreglumenn
sem hafa skýr markmið að stefna að
eru beittasta vopnið gegn
hverskyns lögbrotum.
Höfundur er lögreglufulltrúi.
WasíMlla
Auglýsendur
Pantanatími auglýsinga er fyrir
kl. 16.00 á þriðjudögum.
AUGLÝSINGADEILD
Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is
J
.//