Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ «5*42 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐFINNUR GÍSLASON, Sæborg, Glerárhverfi, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 10. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Helga Hallgrímsdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ELÍN VILHJÁLMSDÓTTIR, Háholti 8, Garðabæ, lést á heimili sínu laugardaginn 8. ágúst. Halldór Sigurðsson, Vilhjálmur Ingi Halldórsson, Svava Halldórsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR MARÍUSSON, Árgötu 8, Húsavík, sem lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga aðfaranótt sunnudagsins 9. ágúst, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur bróðir minn, HÖRÐURJÓNSSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður til heimilis á Unnarbraut 24, Seltjarnanesi, er látinn. Fyrir hönd ættingja, Nanna Ágústsdóttir. + Eiginmaður minn, JÓN GUÐMUNDSSON frá Ytri Ánastöðum, Garðavegi 19, Hvammstanga, lést á Vífilsstaðaspítala laugardaginn 8. ágúst. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Elísabet Eggertsdóttir. + Móðir mín, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Múlastöðum, lést á Dvalarheimilinu Borgarnesi föstudaginn 7. á<gúst. Magnús Sigurjónsson, Ingibjörg Viggósdóttir, Jón Bergvinsson, Viggó Arnar Jónsson, Bergvin Jónsson. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, HALLDÓRU REYKDAL. Börn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. ÓLÖF HELGA GUNNARSDÓTTIR + ÓIöf Helga Gunnarsdóttir húsmóðir fæddist í Akurgerði í Garði 23. júlí 1924. Hún lést á Landspftalan- um 25. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Gunnar Jónsson sjó- maður, f. 12. ágúst 1886, d. 1. desember 1975, og Guðrún Jónsdóttir sauma- kona, f. 6. nóvember 1895, d. 1. ágúst 1971. Systkini Helgu voru sjö. Helga átti með unnusta sínum Jóni Olafssyni bílstjóra, f. 8. desember 1922, d. 14. júlí 1946, Jón Þórodd Jóns- son, f. 11. nóvember 1945. Eig- inkona Jóns Þórodds er Soffía Ákadóttir og börn þeirra Krist- ín, Guðlaug og Áki. Hinn 31. janúar 1948 kvænt- ist Helga eftirlifandi eigin- manni sínum, Olafi Ottóssyni bókbindara, f. í Reykjavík 20. október 1915. Foreldrar hans voru Ottó Wathne Olafsson tré- smíðameistari, f. 3. júlí 1889, d. 8. nóv- ember 1977, og kona hans Guðríður Sigbjörnsdóttir, f. 5. janúar 1893, d. 23. september 1982. Börn Helgu og Ólafs eru: 1) Ottó Björn, f. 28. desem- ber 1948. Eiginkona hans er Þorbjörg Gígja og börn þeirra Kolbrún Ey- dís, Ólafur Geir og Helga Guðríður. Sonur Ottós af fyrra hjónabandi er Bergþór Árnar. 2) Guðrún, f. 9. ágúst 1950. Eiginmaður hennar er Sigurjón Eysteinsson og börn þeirra Sigrún Helga, Ólafur Ey- steinn og Valgerður Ósk. 3) Guðríður Helga, f. 22. nóvem- ber 1954. 4) Guðlaug Ólöf, f. 27. desember 1955. 5) Kristín Lóa f. 17. apríl 1966. Eiginmaður hennar er Jón Geir Pétursson og barn þeirra Ólöf Helga. títför Helgu fór fram í kyrr- þey hinn 30. júlí síðastliðinn. Með söknuði og virðingu kveð ég Ólöfu Helgu Gunnarsdóttur. Við kynntumst fyrir fimmtán árum þegar við Lóa, yngsta dóttir henn- ar, fórum að spila saman í Lúðra- sveit verkalýðsins. Foreldrar henn- ar, Helga og Ólafur, tóku mér sem öðrum gestum opnum örmum. Allt frá upphafi var það eins og að koma heim til sín að heimsækja þau og þar var einhvern veginn alltaf næg- ur tími til að staldra við og rabba, sama hversu mikið mér virtist hafa legið á áður en ég skundaði inn í bárujámshúsið við Vesturgötuna. Helga var með afbrigðum svipmikil kona, jafnvel svolítið útlendingsleg. Hárið var sérstaklega fallegt, þykkt og mikið. Augun báru vott um glettni og skarpskyggni. Ef ein- hver leið væri að lýsa manneskju sem maður hefur þekkt í fáum orð- um þá myndi ég lýsa Helgu sem stoltri, heiðarlegri, ef til vill svolítið ráðríkri en fyrst og fremst sem bráðskemmtilegri og skarpgreindri konu. Ég man að ég hafði það oft á orði við Lóu að það væri synd að svona vel gefin kona eins og móðir hennar var hefði ekki átt kost á langskólanámi. Enda skildi ég ekki þá að þótt menntun hljóti að vera af hinu góða og flestir óski þess að bömin sín hafí möguleika til að mennta sig, þá breytir hún ekki þvi sem mest er um vert. Manneskj- unni sjálfri. Og Helga hefði varla getað orðið betri eða vitrari mann- eskja en hún var. Hins vegar hlutu öll börnin hennar mjög góða menntun, sem Helga taldi afskap- lega mikilvægt. Veggimii- í stofunni voru þaktir ljósmyndum af börnunum við hin ýmsu tækifæri svo og barnabörn- um og nú síðast barnabarnaböm- IHóniasíofa Iriðfmns SuðurlandsbrautlO 108 Reykjavík • Símí 553 1099 Opið öll k\'öld til kl. 22 - einnig um hclgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. um. En einnig hanga þar uppi fal- leg listaverk, málverk eftir Helgu sjálfa. Hún var mjög hög í höndun- um, saumaði og prjónaði föt á af- komendur sína. Ekki fór ég heldur vai-hluta af þessari atorkusemi og gjafmildi og á tvær fallegar íslensk- ar lopapeysur. Helga var gamansöm og stundum svolítið stríðin. Hún hló oft dátt að okkur Lóu þegar við vorum að velta okkur upp úr einhverjum smámun- um. Og þegar ég hringdi óðamála heim til hennar gaf hún mér ekki kost á neinu fljótræði: „Ragna mín, vertu bara róleg... hægðu aðeins á þér...“ og síðan ræddum við svolítið saman áður en ég gat borið upp brýnt erindi við dóttur hennar. Henni var lagið að segja mér örlítið til syndanna á þann hátt að ég hafði bara gaman af en nú eru fyrri sam- skipti okkar dýrmætar minningar. Vissulega sá ég Helgu og ðlaf sjaldnar eftir að Lóa flutti að heim- an en vináttan var alltaf söm. Við ræddumst gjarnan við í síma og fylgdumst einnig hvor með annairí í gegnum Lóu. Löngu áður en ég kynntist Helgu var hún búin að vera mikið veik og oftar en einu sinni vart hugað líf. Aldrei sá ég þó beinlínis á henni að hún gengi ekki heil til skógar. Hún lagði reyndar mikið af á síðustu ár- um en gerði bara gott úr því. Hún talaði aldrei um líðan sína að fyiTa bragði og sú staðreynd er fyrst núna að renna upp fyrir mér. Ég sá hana einfaldlega aldrei sem sjúkling. Ég býst við að hún hafi kennt okkur sem vorum svo lánsöm að kynnast henni hvað mest var um vert í þessu lífi. Ekki stórt hús, nýr bíll eða dýr merkjaföt heldur heilsa, það að geta glaðst með öðr- um og fyrst og fremst að rækta börnin sín. Hún lagði sannarlega mikla rækt við bömin sín sex og barnabömin, því velferð þeirra var hennar hjartans mál. Dapurlegt er að langyngsta barnabarnið hennar, Ólöf Helga, sem veitti henni ómælda gleði síðastliðin rúm tvö ár, fari þess á mis að kynnast betur þvílíkri konu sem amma hennar var. Hins vegar er ljóst að vega- nestið, lífsspekin, sem hún lét öllum afkomendum sínum í té, skilar sér til yngri kynslóðarinnar. Og Ólöf Helga litla heldur áfram að gleðja afa sinn, sem hefur misst svo mikið. Á síðastliðnum vikum hefur systkinahópurinn staðið saman sem Crfisdrykkjur GflPi-mn Sími 555-4477 einn maður í að gera móður sinni veikindin léttari og að vera föður sínum til halds og trausts. Barna- börnin hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja á þessum erfiða tíma. Ég votta þeim öllum innilega sam- úð mína. Ragnheiður Sigurðardóttir. Amma Helga var besta amma sem hægt var að hugsa sér og allt það sem hún gerði fyrir okkur kom beint frá hjartanu. Við eigum aldrei eftir að gleyma góðu stundunum okkar saman í Kjósinni eða ylnum og ástinni sem ávallt var í stofunni heima hjá henni og afa Óla á Vest- urgötunni. Ógleymanleg voru jóla- boðin sem haldin voru í þeirra hús- um á annan í jólum þar sem öll fjöl- skyldan kom saman og átti dýr- mætar stundir. Stundir sem nýttar voru til leikja og spjalls. Seint hverfa úr minni þær ánægjustundir sem við barnabörnin áttum með ömmu í sumaróðalinu við Meðal- fellsvatn í Kjós, sem amma kaus að kalla Víðigerði. Þar var sumrunum eytt við gönguferðir, fiskveiðar og svo var amma alltaf til í að segja litlum þreyttum krílum sögur frá ævintýralandinu. Við gátum komið hvenær sem var heim til ömmu og afa og vitað að þar biði okkar heitur faðmur ömmu þar sem hún sat með prjóna- na sína og var að prjóna á okkur barnabörnin. Amma var afskaplega listfeng og málaði mikið ásamt því að vefa fallega en jafnframt nyt- sama hluti. Hún lagði mikla áherslu á að við barnabörnin virkjuðum það sem hún kallaði hæfileika okkar og skipti þá ekki máli hvort það var að spila fótbolta, hljóðfæraleikur, skól- inn eða bara ímyndunaraflið. Henni fannst við öll vera svo hæfileikarík, hvert á sinn hátt. Það var ömmu mikilvægt að rækta frændgarðinn og hún lagði mikla áherslu á að við frændsystk- inin treystum þau mikilvægu vina- bönd sem ávallt hafa fylgt okkur. Eitt af því sem amma lagði mikla áherslu á við okkur barnabörnin var hve mjög það skipti máli að leggja stund á námið og rækta það af reglusemi og áhuga. Gera hlutina vel og með jákvæðu hugarfari. Þetta festist strax í okkur og við höfum reynt að fylgja því eftir, hvert á sinn hátt. Amma, við munum aldrei gleyma þér og takk fyrir að hafa verið amma okkar. Sigrún Helga, Ólafur Ey- steinn, Valgerður Ósk, Kol- brún, Ólafur Geir, Helga Guð- ríður, Kristín, Guðlaug, Áki. Elsku amma Helga. Mig langar til að kveðja þig með hjálp mömmu minnar. Við áttum saman dýrmæt tvö og hálft ár sem segja má að hafí verið allt of stuttur tími. En við gerðum svo margt á þessum tíma sem mamma ætlar að hjálpa mér að geyma í minningunni. Bíbí og bangsi verða líka alltaf hjá mér til að minna mig á þig. Ég veit að núna ertu uppi í himninum hjá Guði sem passar þig. Þú ert meira að segja uppi í himninum beint fyrir ofan leikskólann minn. Ég kveð þig elsku amman mín með vögguljóð- inu sem þú söngst svo oft bæði fýrir mig og mömmu mína. Sofðu unga ástin mín úti regnið grætur mamma geymir gullin þín gamlan legg og völuskn'n við skulum ekki grát’ um dimmar nætur. Kveðja frá Ólöfu Helgu litlu. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.