Morgunblaðið - 11.08.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998 45
JOHANN
INGIBJARTUR
GUÐBJARTSSON
+ Jóhann Ingi-
bjartur Guð-
bjartsson fæddist í
Reykjavík 20. júní
1907. Hann lést í
Sjúkrahúsi ísafjarð-
ar 4. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Anna
Jóhannsdóttir _ frá
Brekkubúð á Álfta-
nesi, f. 1. ágúst
1883, d. 2. janúar
1947, og Guðbjartur
Helgason, smiður á
Flateyri, f. 20. april
1850, d. 7. okt.
1923. Systkini Jóhanns voru:
Jón, f. 18. júní 1906, Helgi, f. 29.
jan. 1909, Guðjóna, f. 11. ágúst
1912, Greipur, f. 15. apríl 1914,
Hallfríður, f. 27. nóv. 1916. Þau
eru öll Iátin. Hálfsystkini Jó-
hanns, börn Guðbjarts frá fyrra
hjónabandi, voru: Guðrún, f. 28.
júní 1875, húsmóðir á Flateyri,
Jóakim, f. 20. maí, 1879, skip-
sljóri í Grimsby, Benónýja, f. 13.
júlí 1885, húsmóðir í Gautaborg,
Helga, f. 1. nóv. 1889, hjúkrun-
arkona og húsmóðir í Svíþjóð.
Móðir þeirra var Jóna Zakarías-
dóttir, f. 14. mars 1848, d. 9. júlí
1899.
Eftirlifandi eiginkona Jó-
hanns er Guðrún
Guðbjamadóttir, f.
7. apríl 1911 í Jafna-
skarði í Borgarfirði,
dóttir hjónanna
Halldóru Þorsteins-
dóttur og Guð-
bjarna Guðmunds-
sonar er þar
bjuggu. Börn Jó-
hanns og Guðrúnar:
Svanur, skipsljóri, f.
15. júní 1935, Anna,
húsmóðir í Reykja-
vík, f. 13. okt. 1937,
maki Emil R. Hjart-
arson, kennari, Guð-
bjami, húsasmíðameistari og
sjómaður, f. 1. des. 1942, kvænt-
ur Bám Guðjónsdóttur, þau búa
á Akranesi, Guðbjartur, f. 12.
jan. 1946, fórst af slysförum 26.
okt. 1949, Þorsteinn, trésmíða-
meistari, f. 2. júlí 1952, kvæntur
Gunnhildi Brynjólfsdóttur, þau
búa á Flateyri. Jóhann var verk-
stjóri við síldarverksmiðjuna á
Djúpavík, var sjómaður á fiski-
bátum en starfaði lengst sem
trésmiður. Hann var einn af eig-
endum trésmíðaverkstæðisins
Hefils á Flateyri.
titför Jóhanns fer fram í dag
frá ísafjarðarkirkju og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Minningar okkar um afa eru
margar og góðar, en við systkinin
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að
alast upp í nágrenni við afa og
ömmu. Þar nutum við visku þeirra
og hlýju í ríkum mæli.
Afi var ekki orðmargur maður
en það sem hann sagði hitti alltaf í
mark. Við munum eftir afa sem
mjög vinnusömum manni sem
aldrei féll verk úr hendi. Ef hann
var ekki að vinna úti varði hann
löngum stundum í kompunni sinni í
kjallaranum við ýmsa vinnu.
Skrifborðið hans afa var ævin-
týraheimur að okkur fannst. Þar
var alltaf tyggjó, amerískt meira
að segja, sem hann stakk upp í litla
munna.
Hann raulaði gjaman fyrir
munni sér lítið stef sem við kunn-
um öll og munum geyma sem stefið
hans afa. Við kveðjum afa okkar og
minnumst hans með þakklæti og
virðingu. Sú minning mun lifa í
hjörtum okkar.
Lækkar lífdaga sól,
löng er orðin mín ferð,
fauk í faranda skjól,
feginn hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésdóttir.)
Halldóra Kristín, Jóhann
Hjörtur, Guðrún Ragna og
Sigríður Anna.
Tengdafaðir minn, Jóhann Guð-
bjartsson, lést hinn 4. ágúst síðast-
liðinn og eru þá látin öll börn hjón-
anna Önnu Jóhannsdóttur og Guð-
bjarts Helgasonar á Flateyri. Jó-
hann og systkini hans bjuggu öll á
Flateyri og settu sterkan svip á
mannlífið í þessu þorpi hvert með
sínum hætti. Ef á að lýsa þessum
systkinahópi í heild koma strax í
hugann orðin áreiðanleiki, traust
og trámennska, samheldni og um-
hyggja fyrir öllu sem þeim var trú-
að fyrir hvort sem það voru störf í
almannaþágu eða umönnun eigin
barna og heimilis. Það samfélag er
auðugt sem á slíka liðsmenn.
Hjónaband Önnu og Guðbjarts
var seinna hjónaband hans og var á
þeim mikill aldursmunur, hann
kominn yfir fimmtugt þegar þau
giftust, og þegar hann féll frá voru
börnin öll á unglings- eða barns-
aldri. Það mun hafa fallið í hlut Jó-
hanns öðrum fremur að vera í fyr-
irsvari fyrir heimilið að fóðurnum
látnum og fékk hann þannig
snemma að kynnast alvöru lífsins.
Hann, systkini hans og móðir stóð-
ust þá raun og hefur þó vísast oft
verið þröngt fyrir dyrum. Ef til vill
hefur þetta orðið til þess að systk-
inin voru alla tíð samheldin svo að
af bar og mikill kærleikur þeirra á
milli.
Jóhann kvæntist Guðrúnu Guð-
bjarnadóttur frá Jafnaskarði í
Borgarfirði hinn 12. febráar 1938.
Þau hófu búskap á Flateyri og áttu
þar lengst af heimili. Um skeið
bjuggu þau á Djúpavík á Ströndum
en þar var Jóhann verkstjóri í síld-
arverksmiðjunni og nú síðustu árin
hefur heimili þeirra verið í dvalar-
heimilinu Hlíf á Isafirði.
Á Flateyri stundaði Jóhann
framan af almenna vinnu til sjós og
lands en lengst af vann hann við
trésmíðar. Hann átti og rak ásamt
Jóni bróður sínum og fleirum tré-
smíðaverkstæðið Hefil á Flateyri.
Þetta félag sá um mest alla smíða-
vinnu og húsbyggingar á Flateyri
um ái-abil auk þess sem félagið tók
að sér húsbyggingar og smíða-
vinnu á næstu fjörðum í talsverð-
um mæli. Jóhann var afar góður
verkmaður, laginn og útsjónarsam-
ur, flýtti sér hægt, en afkastaði
ekki síður en aðrir sem meira
gusuðu. Um umhyggju hans fyrir
fyrirtækinu og um leið þeim sem
verkanna áttu að njóta, þurfti
aldrei að efast.
Jóhann tók ekki mjög mikinn
þátt í félagslífi á Flateyri en þar
sem hann sinnti því var það af
heilum hug. Því kynntist ég þegar
við vorum báðir félagar í Lions-
klúbbi Önundarfjarðar. Hann
sóttist þar ekki eftir metorðum
eða stjórnarforystu en var aftur á
móti í hópi þeirra félaga sem
aldrei vantaði og hægt var að
reiða sig á þegar kallað var til
verka. Slíkir menn eru ómetanleg-
ir hverjum félagsskap.
Jóhann var dagfarspráður mað-
ur og snyrtimenni hið mesta að
hverju sem hann gekk. Hann var
hógvær maður og víðsfjarri honum
að vilja beina kastljósinu að sjálf-
um sér. Hann var þó síður en svo
neinn veifiskati sem snúa mátti að
vild, öðru nær. Hann var fastur
fyrir og fylginn sér og lét ekki hlut
sinn fyrir neinum án alls ofríkis og
hroka. Umhyggja hans fyrir sínum
nánustu var þannig að enginn gat
efast um kærleika hans. Hann var
alvörumaður en kunni þó vel að
gleðjast með glöðum þegar svo bar
undir. Og hann stóð ekki einn.
Guðrán kona hans er ein hin mesta
mannkostakona sem hugsast get-
ur. Saman áttu þau fallegt heimili
sem þau hlúðu að hvort á sinn hátt
og í sameiningu.
Þegar bræðurnir frá Hlíðarenda
riðu til skips til að fara til útlanda
samkvæmt dómi gerðist það fræga
atvik sem sagt er frá í Njálu og
varð til þess að Gunnar sneri aftur
og rauf þar með sættina. Bróðir
hans, Kolskeggur, sagði við þetta
tækifæri: „Hvorki skal ég á þessu
níðast og á engu öðru því er mér er
til tráað“ og hélt áfram fór sinni.
Snemma fannst mér að þessi orð
gætu verið einkunnarorð tengda-
föður míns, svo ríkt var í fari hans
að orð skulu standa. Jóhann var af
þeirri kynslóð sem sá íslenska þjóð
rísa úr fátækt til ríkidæmis. Hann
var þátttakandi í því ævintýri og
lagði þar gjörva hönd á plóginn.
Nú er langri og farsælli ævi hans
lokið. Hann gat að leiðarlokum litið
yfir farinn veg með gleði þess
manns sem veit að vel var unnið,
og lagst til hinstu hvíldar með orð
Davíðssálma á vörum: „í friði
leggst ég til hvíldar því að þú,
Drottinn minn, lætur mig búa
óhultan í náðum.“
Við þökkum honum samfylgdina
og biðjum Guð að blessa minningu
hans.
Emil R. Hjartarson.
Með þessum fátæklegu orðum
mínum langar mig að minnast hans
afa míns, sem nú er látinn.
Það er svo margt sem streymir
gegnum hugann þegar ég hugsa
um þig, afi minn. Ég man t.d. svo
vel eftir vinnuherberginu þínu á
Brimnesveginum. Þar kenndi ým-
issa grasa og fyrir mér var það
þinn helgidómur. Eg man líka svo
vel þegar þú komst heim í frákost
á hverjum morgni úr vinnunni,
svona rétt til að fá þér kaffisopa.
Eftir að við flytjum á Akranes,
þegar ég er þriggja ára gömul, var
ekki eins mikið um samverustundir
og áður en þrátt íyrir fjarlægðina á
milli okkar hittumst við alltaf
reglulega. I mörg ár komuð þið
amma alltaf suður fyrir hverja
páska og dvölduð hjá okkur. Nú
síðustu árin hefur verið tómlegt á
páskunum þar sem ykkar hefur
ekki notið við.
Á hverju sumri varð ég svo að
komast vestur til ykkar því annað
var ómögulegt. Þegar ég réð mig í
sveit í nokkur sumur kom aldrei til
greina að vera lengur en tvo mán-
uði í sveitinni því þriðja mánuðinn
varð ég að nota í Flateyrarferð.
Við fórum í nokkrar gönguferð-
irnar saman og flestar þeirra á
Skaganum. Við spjölluðum um
margt skemmtilegt og mikið dáðist
ég alltaf að því hvað þú varst lík-
amlega hress. Það virtist alltaf allt
vera í toppstandi.
Síðustu samverustundirnar átt-
um við þegar þið amma komuð á
Skagann í fyrrasumar þegar Sól-
rún mín var skírð og haldið var upp
á níræðisafmælið þitt. Það voru
ánægjustundir að fá að njóta nær-
veru ykkar þá.
Ég minnist þín, afi minn, sem
hægláts og ástríks manns sem
hafðir svo margt að gefa okkur
sem yngri erum. Ég fæ tár í augun
þegar ég raula stefið þitt því það
áttir þú einn. Ég þakka þér, afi
minn, fyrir allar samverustundirn-
ar. Minning þín mun lifa í hjarta
mínu. Ég bið þig, algóður Guð, að
styrkja hana ömmu mína í sorg-
inni.
Guðrún Guðbjarnadóttir.
MINNIN6AR' ÖG
TÆKIFÆRISKORT
Segðu hug þinn um leið
og þú lætur gott af þér
@5614400 iciða
<SlT kjálmmtofnuk
Vjfy KIRKJUNNAB
ÞORGERÐUR SIGRUN
JÓNSDÓTTIR
+ Þorgerður Sig-
rún Jónsdóttir
var fædd á Vopna-
firði 10. ágúst
1913. Hún lést á
Droplaugarstöðum
í Reykjavik 12. apr-
íl 1998. Þorgerður
var dóttir hjónanna
Jóns Gíslasonar frá
Hafursá á Fljóts-
dalshéraði og Þór-
unnar Sigfúsdóttur
frá Vopnafírði.
Bræður Þorgerðar
eru Einar, f. 1916,
búsettur á Vopna-
firði, kvæntur og á tvö börn,
og Gisli, f. 1923, búsettur í
Þórshöfn í Færeyjum, kvæntur
og á tvö börn. Þorgerður gift-
ist Siguijóni Rist vatnamæl-
ingamanni árið 1941. Þau slitu
samvistir 1953. Þau eignuðust
ekki börn saman.
Gerða frænka hefði orðið 85 ára
hinn 10. ágúst hefði hún lifað svo
lengi en hún dó á páskadag í vor
eftir stutt veikindi. Hún kom til
Akureyrar 15 ára gömul og var þar
í vist eins og þá tíðkaðist. Hún átti
þar athvarf á heimili föðursystur
sinnar, Hólmfríðar Gísladóttur, og
manns hennar, Sigurjóns Jóhann-
essonar. Þau hjónin eignuðust tvö
böm, Gísla, f. 1904, og Fanneyju, f.
1907, en Gerða varð eins og yngsta
barnið í fjölskyldunni.
Ég man fyrst vel eftir Gerðu
þegar ég fékk að fara með henni og
manni hennar, Sigurjóni Rist, til
Reykjavíkur. Um Sigurjón lék æv-
intýi'aljómi, hann sagði skemmti-
lega frá kennileitum, fólki og fyrir-
bærum á leiðinni, allir þekktu hann
og tóku honum sem heimilisvini og
við nutum góðs af. Það næsta sem
ég man er það að Gerða kom norð-
ur til Fanneyjar frænku og ég
frétti að þau Sigurjón væru skilin.
Skilnaðurinn var Gerðu þung-
bær. Hún hafði fengið ýmis áfóll
heilsufarslega og nú bættist þetta
við. Hún sagði síðar að hún hefði
beðið guð um að hjálpa sér svo að
hún yrði ekki beisk. Á þessum erf-
iðu árum þroskaðist Gerða, hún
varð jákvæð, mild og hlý svo að
fólk dróst að henni. Gerða fór aftur
LEGSTEINAR
Guðmundur
Jónsson
F. 14.11.1807 D. 21. 3.1865
í I
Graníf
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629
að vinna úti við sauma-
skap og fleira, lengst
af í Lífstykkjabúðinni.
Þar eignaðist hún
tryggar og góðar vin-
konur.
Vinskapur Gerðu og
Fanneyjar hélst allt
þar til Fanney lést ár-
ið 1995 og var hann
þeim báðum mjög
mikilvægur. Fanney
dvaldist hjá mér í
Reykjavík í nokkur ár
eftir að hún hætti að
geta búið ein. Þá var
Gerða tíður gestur á
heimili okkar og nutu þær frænkur
báðar samvistanna í ríkum mæli en
töluðust við í síma flesta þá daga
sem þær hittust ekki. Gerða var
alltaf svo jákvæð og elskuleg að
hún lífgaði upp á umhverfi sitt og
var því ætíð gaman að fá hana í
heimsókn. Hún var mikill höfðingi
heim að sækja í litlu íbúðina sína í
Hátúninu og átti alltaf til kökubita
handa þeim sem litu við, ekki síst
smáfólkinu.
Heilsu Gerðu hrakaði verulega
síðustu árin, uns svo var komið að
hún gat ekki lengur séð um sig
sjálf. Þá fékk hún inni á Droplaug-
arstöðum og naut þar góðrar að-
hlynningar síðustu æviárin. Þegar
hún gat ekki lengur farið ein út
fékk hún heimsóknarvin frá
Rauða krossinum sem fór með
hana um næsta nágrenni og naut
hún þess. Gerða hafði í kringum
sig tryggan hóp vina og ættingja
sem heimsóttu hana þegar færi
gafst og er einstakt hve margir
héldu tryggð við hana allt til
dauðadags.
Ég vil þakka henni fyrir alla vel-
vild í minn garð og dætra minna í
gegnum árin.
Hólmfríður Gísladóttir.
, v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
Legsteinar
Lundi
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H H
Simi 562 0200
Lxxxnxxxxirl
L E 11 S T E 1II A R
I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum
við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir
legsteina og minnisvarða úr íslenskum
og erlendum steintegundum.
Verið velkomin til okkar eða
hafið samband og fáið myndalista.
S.HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410