Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR11. ÁGÚST1998 49 «•' FRÉTTIR Hafnarfj arðarbær Margar umsóknir um stöðu yfírmanna HAPNARFJARÐARBÆR aug- lýsti nýlega eftir umsóknum um störf þriggja framkvæmdastjóra hjá Hafnarfjarðarbæ. Umsóknar- frestur var til og með 5. ágúst sl. Umsækjendur voru eftirfarandi: Stjórnsýslu- og fjármálasvið: Anna Sigurðardóttir, Dóra S. Stef- ánsdóttir, Grétar Friðriksson, Guð- mundur Marinósson, Gunnar Rafn Einarsson, Gunnar Ingi Hjartar- son, Halldór Árnason, Hallgrímur Bergsson, Hjálmar Kjartansson, Jóhannes Finnur Halldórsson, Magnús Heimisson, Magnús B. Jó- hannesson, Ólafur Haukur Magn- ússon, Óskar Th. Traustason, Vil- hjálmur Bjarnason og Þórður Gautason. Fjölskyldusvið: Árni Þór Hilmarsson, Benedikt Sigurðsson, Björn Sigurbjörnsson, Dóra S. Þríþraut í Garðabæ SUNNUDAGINN 16. ágúst næst- komandi verður haldin þríþraut fyrir almenning og keppnisfólk í og við íþróttamiðstöðina Ásgarð í Garðabæ frá kl. 8:00 til 17:30. Þeir sem ekki treysta sér til að hjóla úti geta notað þrekhjól í Iþróttamiðstöðinni Ásgarði. Kort með hjóla- og gönguleiðum í Garðabæ eru afhent við skráningu. Þátttökugjald er kr. 500 fyrir full- Stefánsdóttir, Elísabet Siemsen, Garðar Björn Runólfsson, Guðrún Bjarnadóttir, Gunnar M. Sandholt, Hörður Þorsteinsson, Janus Guð- laugsson, Jón Baldvin Hannesson, Kristján Sturluson, Lárus M. Bjömsson, Magnús Heimisson, Marta Bergmann, Ólöf Thoraren- sen, Sif Gunnarsdóttir, Sigtryggur Jónsson, Sigurbjörg B. Ólafsdóttir, Snjólaug G. Stefánsdóttir, sr. Car- los A. Ferrer, Stui-la Kristjánsson, Þráinn Hafsteinsson og Óm Sig- urðsson. Umhverfis- og tæknisvið: Gísli Erlendsson, Guðmundur Karl Marínósson, Gunnar Örn Gunnars- son, Jón Ólafur Ólafsson, Kristinn Ó. Magnússon, Magnús B. Jóhann- esson, Ólafur Eggertsson, Símon Þorleifsson og Sveinbjörn Stein- grímsson. orðna, kr. 300 fyrir 13 ára og yngri og kr. 1.000 fyrir þrjá eða fleiri í sömu fjölskyldu. Innifalið er að- gangur að sundlaug, verðlaunapen- ingur og útdráttarverðlaun meðal þátttakenda. Allir þátttakendur fá orkudrykk þegar þeir hafa lokið þátttöku. I ár verður í fyrsta sinn boðin tímataka fyrir þá sem vilja keppni. Almenningsíþróttadeild og sund- deild Stjörnunnar í samvinnu við íþrótta- og tómstundaráð Garða- bæjar sjá um undirbúning og fram- kvæmd þríþrautarinnar. KFUM og K með kaffisölu í Ölveri UM ÞESSAR mundir er að ljúka starfí sumarbúða KFUM og K í Öl- veri þetta árið. I sumar dvöldu þar á þriðja hundrað börn í 9 flokkum, þar af einum strákaflokki. Dvalar- flokkunum lauk með unglingaflokki sem hefur eflst með hverju árinu og er það ekki síst að þakka dugmiklu starfsfólki sem leggur metnað sinn í starfíð. Forstöðukona í sumar var Erla Káradóttir. I Ölveri er lögð áhersla á fræðslu um kristna trú, útivist og íþróttir ýmiss konar. Einnig er bryddað upp á ýmsum nýjungum eftir því sem tilefni gefst til. í lok hvers sumars efna sumar- búðimar til kaffisölu í Ölveri til styrktar sumarstarfínu og verður hún nú sunnudaginn 16. ágúst og eru allir velunnarar starfsins vel- komnir. Fyrirlestur um spilafíkn FYRIRLESTUR um spilafíkn verður haldinn í dag, þriðjudaginn 11. ágúst, á vegum SÁÁ. Fyrirlest- urinn verður haldinn á Grand Hótel og hefst kl. 17. Sheila B. Blume, prófessor í geðlækningum og forstöðumaður meðferðardeild- ar South Oaks sjúkrahússins í New York, talar um spilafíkn og með- ferð við henni og svarar fyrir- spurnum. Þórarinn Tyrfíngsson, yfírlæknir SÁA, skýrir jafnframt frá þeirri þjónustu sem SÁA býður spilafíkl- um og aðstandendpm þeirra. Fyrir- lesturinn er öllum opinn. Sheila B. Blume hefur starfað að meðferð spilafíkla og rannsóknum á spilafíkn í meira en þrjá áratugi. I fréttatilkynningu kemur fram að hún sé einn af frumkvöðlum fíkni- meðferðar í Bandaríkjunum og hafí lagt sérstaka áherslu á þróun með- ferðar íýrir konur. SR. JÓN Guttormsson og Guð- laug Margrét Jónsdóttir. Niðjamót í Dölum NIÐJAMÓT verður haldið laugar- daginn 15. ágúst í Hjarðarholti og Laugaskóla í Sælingsdal. Þar kom saman niðjar sr. Jóns Guttormsson- ar, prests og prófasts í Hjarðar- holti, og konu hans Guðlaugar Mar- grétar Jónsdóttur en þau bjuggu og störfuðu í Hjarðarholtsprestakalli 1867-1901. Sr. Jón var fæddur í Vallarnesi á Fljótsdalshéraði 1831 en lést í Hjarðarholti 1901. Guðlaug M. Jónsdóttir var fædd 1838 í Brekku í Fljótsdal en lést 1920 í Reykjavík. Af þeim standa merkar austfirskar ættir. Þau eignuðust 7 börn sem öll komust upp. Dagskrá niðjamótsins hefst í Hjarðarholtskirkju kl. 14. Síðan hittist fólk að nýju í Edduhótelinu að Laugum í Sælingsdal kl. 18. Þar verður hátíðarkvöldverður og ýmis- legt til fróðleiks og skemmtunar. Þeir sem ekki hafa tilkynnt komu sína eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Margréti K. Jóns- dóttur, Löngumýrarskóla, Skagafirði Kvöldganga í Viðey ÞRIÐJI hringur raðganganna í Við- ey hefst í kvöld en þær eru fimm sem hringinn mynda. I kvöld verður farið með ferjunni úr Sundahöfn kl. 20.30. Gengið verður af hlaði Viðeyjar- stofu, austur fyrir gamla túngarð- inn en síðan meðfram honum yfír á norðurströndina. Þar verður gengið á Sundbakka, hann skoðaður og m.a. litið inn í Tankinn, 150 tonna vatnstank frá tímum Milljónafélags- ins, en Viðeyingafélagið hefur inn- réttað hann mjög skemmtilega og gert að félagsheimili sínu. Þaðan verður svo farið í skóla- húsið og þar skoðuð skemmtileg ljósmyndasýning sem gefur góða hugmynd um iífið í þorpinu sem þarna var fyrr á öldinni. Frá skólan- um verður svo gengið eftir veginum heim að Stofu aftur og báturinn tek- inn í land. Þetta verður um tveggja tíma ganga og fólk er beðið að búa sig eftir veðri. Á norðurströnd Viðeyjar er fal- legt landslag og margt að skoða nær og fjær. Gjald er eklri annað en ferjutollurinn, 400 kr. fyrir full- orðna og 200 kr. fyrir börn. Vakin skal athygli á því að ferðir til eyjarinnar hefjast nú daglega kl. 13 og að grillskálinn er öllum opinn milli kl. 13.30 og 16.30. Ennfremur skal minnt á ljósmyndasýninguna í skólahúsinu, reiðhjólaleigu, hesta- leigu og veitingar í Viðeyjarstofu. RAOAUGLVSINC3AR TIL SÖLU Jarðir til sölu Ölvaldsstaðir 2, Borgarbyggð Jörðin er ca 120 ha. að stærð og tún um 13 ha. Mjög gott nýlega endurnýjað íbúðarhús. Jörðin á veiðirétt í Hvítá og Gufuá. Mjög góð staðsetning, aðeins 10 mín. aksturfrá Borgar- nesi. Verð kr. 11,2 miilj. Lækjamót, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. Jörðin er 50-60 ha. þar af tún um 21 ha. íbúðar- hús byggt 1979 þarfnast viðhalds. Fjós með 16 básum, fjárhús fyrir 120 fjár. Verð kr. 8,0 millj. Til sölu er Garðyrkjustöðin Kvistur, Klepp- járnsreykjahverfi í Reykholtsdal, Borgarfirði. Um er að ræða tvö gróðurhús, alls 1450 m2 að stærð, pökkunarhús 90 m2 og gott stein- steypt íbúðarhús 140 m2. Leigulóð 1,5 ha. og 3 sekúndulítrar af heitu vatni. Verð kr. 20,0 millj. Allar nánari upplýsingar fást hjá undirrituðum. Gísli Kjartansson, hdl., lögg. fasteigna- og skipasali, Borgarbraut 61, Borgarnesi, sími 437 1700, fax 437 1017. HÚSNÆBI ÓSKAST Til leigu við Suðurlandsbraut Til leigu við Suðurlandsbraut 2. og 3. hæð, hvor um sig 110 fm. Hentar fyrir skrifstofur, arkitekta, verkfræðistofu eða heildverslun með léttar vörur. Upplýsingar í símum 568 9230 og 897 3047. Góð íbúð óskast Snyrtileg og reyklaus kona óskar eftir íbúð til leigu sem allra fyrst. Helst í hverfi 101—108 Reykjavík. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Vinsamlega hafið samband í síma 562 4350 eða 551 4083 eftir kl. 17:00. Rúmgott húsnæði Reyklaus fjölskylda með uppkomin börn óskar eftir rúmgóðu og vönduðu einbýli eða sérbýli til leigu á höfuðborgarsvæðinu. Öruggar greiðslur og reglusemi. Uppl. í síma 899 2947. BÁTAR 5KIP Þessi bátur er til sölu Fiskanes NS-37, skn. 1081. Bátuirnn er 54 bt., smíðaður á Seyðisfirði 1969. Véin er af gerð- inni Scania, 343 hö, árgerð 1985. Báturinn selst með aflahlutdeild, sem er 100 tonn þorskur. Bátur til sölu, Enok AK 8 Til sölu er Enok AK 8, skipaskrárnúmer 1666. Báturinn er 15 bt, smíðaður á Skagaströnd 1983. Vélin er af gerðinni Caterpillar 205 hö. Bátnum hefur verið haldið mjög vel við og er hann í góðu ástandi. Báturinn er útbúinn m.a. með Fureno-dýptarmæli, Koden 32 mílna rad- ar, GBS-sjálfstýringu og línu- og netaspili. Bát- urinn selst með veiðileyfi, án aflahlutdeildar. Skipasalan Bátar og búnaður, sími 562 2554. fax 552 6726. FUIMDIR/ MANNFAGIMAÐUR Konur— konur Kvennaþing og landsfundur verður á Akureyri 11. —13. september nk. Nánar auglýst síðar. Samband Alþýðuflokkskvenna. VEIÐI Svalbarðsá, Þístilfirði Lausir veiðidagarfrá 26. ágústtil 10. septem- ber. 2—3 stangir með veiðihúsi. Upplýsingar í hs. 553 4432, fax 553 4433 og vs. 505 0248, Jörundur. SMAAUGLYSINGAR KENNSLA Að virkja orku og sköpunar- kraftinn. Dags- og/eða helgarnámskeið í náttúruperlunni Nesvík á Kjalarnesi 22.-23.8 og 12.-13.9. Þessi námskeið eru fyrir þá sem vilja: •Opna og orkujafna orkustöðvar •Losa stress/spennu og lina sársauka •Uppgötva röddina sína •Upplifa sjálfstjáningu •Heila með orku og tónun Kennari verður Esther Helga Guðmundsdóttir, fv. skólastjóri Söngsmiðjunnar. Upplýsingar og skráning í sima 699 2676. ÝMISLEGT M Stjörnukort 1 Persónulýsing, framtídarkort, mt einkatímar. Gunnlaugur Gudmundsson. Uppl. í síma 553 7075. Sendum í póstkröfu. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 12. ógúst Kl. 8.00: Þórsmörk, dagsferð eða til lengri dvalar. Verð 2.800 kr. Brottför frá BSÍ, austan- megin. Kl. 20.00: Kvöldganga í Elliðaárdal. Mæting við Ferða- félagshúsið, Mörkinni 6. Fritt. (Ferðin er í stað Viðeyjar). Ný helgarferð 14.—16. ágúst: Álftavatn — Öldufellsleið — Mýrdalur. Gist við Álftavatn og Reynisbrekku. Ökuferð með styttri og lengri gönguferðum. Pantið strax. Fullbókað f Skagfjörðsskála um helgina, en næg tjald- stæði í Þórsmörk. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.