Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
FOLK I FRETTUM
MORGUNBLAÐIÐ
y
deilda leikstjóra Brians De Palma og er
hún með Nicolas Cage og Gary Sinise í að-
alhlutverkum. Arnaldur Indriðason skoðar
hverskonar mynd er á ferðinni og lítur yfír
feril De Palma, sem hefur mikið dálæti á
meistara Hitchcock
BANDARÍSKI leikstjór-
inn Brian De Palma er
einn af betri leikstjórum
sinnar kynslóðar. Hann
hefur að vísu átt skrykkj-
óttan feril en margt af því besta sem
hann hefur gert í bíómyndunum er
með því besta sem gert hefur verið yf-
irleitt á undanfórnum tveimur áratug-
um. Hann leggur ekki I vana sinn að
senda frá sér sumarmyndir, líklega
voin Hinir vammlausu síðasta myndin
sem hann gerði fyrir sumarmarkað-
inn íyi-ir ellefu árum, en í sumai- send-
ir hann frá sér spennumyndina
Snákaaugu eða „Snake Eyes“, sem
vekur nokkra eftirvæntingu. Með að-
alhlutverkin fara Nicolas Cage og
Gary Sinise og gerist myndin öll í
risastóru spilavíti í Atlantic City þar
sem fram fer hnefaleikakeppni.
13 mínútur óklipptar
Þegar hvað mest gekk á, í opnun-
aratriðinu sem tekur 13 mínútur í
sýningu og er ein, óklippt taka, fyllti
De Palma leikvanginn með 10.000
manns og allir öskruðu þeir eins og
þeir ættu lífið að leysa. Cage fór með
setningamar í handritinu á tvöfóldum
hraða eins og James Cagney gerði í
gamla daga og De Palma gerði hvað
hann gat til þess að troða 26 síðum
handritsins inní þessar 13 opnun-
armínútur myndai-innai-. „Það gerist
allt svo hratt að það verður eiditt fyr-
ir áhorfendur að ná því öllu,“ segir De
Palma og er stoltur af því. Ástæðan
fyrir þessum látum öllum, hraðanum,
löngu óklipptu tökunni, æsingnum í
áhorfendum, hröðum talandanum í
Cage, er sú að í óreiðunni miðri er
vamarmálaráðherra Bandai'íkjanna
myrtur og De Palma vill halda áhorf-
endum myndarinnai- í fullkominni
óvissu um það hvað nákvæmlega
gerðist. „Síðan sýnum við sama at>
burðinn aftur og þá munu þeir sjá
hluti sem þeim yfirsást í fyira skipt-
ið,“ segir hinn 58 ára gamli leikstjóri.
Cage leikur spilltan lögreglumann
á staðnum sem hefrn- aðeins um
tvær klukkustundir til þess að
leysa málið áðm- en það verður tek-
ið af honum þegar alríkislögreglan
mætir á svæðið. „Hann er andhetja
sem gert hefur kolranga hluti um
dagana,“ er haft eftir Cage, „en
þegar vemlega reynir á kemst hann
að því hvað í honum býr.“
Tilurð myndarinnar má rekja til
samstarfs De Palma og handritshöf-
undarins David Koepp, sem áður
skrifaði handritið að Júragai’ðinum.
Þeir unnu saman við gerð „Mission:
Impossible“ og settust niður eftir það
og komu saman spennusögu, sem
þeir seldu með hraði Paramount kvik-
myndaverinu. Aðalhlutverkin í mynd-
inni era tvö. Það gekk vel að ráða í
annað þeirra, Nicolas Cage var talinn
prýðilegur kostur í hlutverk lögreglu-
mannsins, en hitt aðalhlutverkið var
öllu erfiðara mál. Kvikmyndaverinu
þótti Will Smith, sem De Palma hafði
áhuga á að léki í myndinni, of dýr. Þá
kom AI Pacino til greina en ef hann
átti að leika hlutverkið þurfti að elda
persónuna nokkuð og það tókst ekki
svo vel færi. Nokkram vikum áður en
tökur hófust var fallist á Gary Sinise.
„Eftir að ég var búinn að máta fótin
NICOLAS Cage leikur lögreglumanninn sem eltist við morðingja varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
í myndinni Snákaaugu.
GARY Sinise smellpassaði.
fyrir hlutverkið, datt ég inní það eins
og skot,“ segir Sinise. Þá var allt til
reiðu. Kvikmyndatakan gekk eins
hratt fyrir sig og plottið í myndinni
og henni lauk 12 dögum á undan
áætlun og kostaði myndin á endanum
69 milljónir dollara, þremur milljón-
um minna en áætlanir gerðu ráð fyr-
ir. Er greinilegt að De Palma er um-
hugað um að sýna að hann er áreiðan-
legur þegar töku- og fjárhagsáætlan-
ir eru annars vegar.
Hans maður er
Hitchcock
Snákaaugu var tekin á íþróttaleik-
vangi í Montreal og voru yfirleitt
þúsundir aukaleikara við hverja töku
svo aðstæðurnar voru svipaðar og í
leikhúsi fyrir leikarana. „Þetta er
klassísk sakamálamynd þar sem allt
snýst um leitina að morðingjanum,"
segir Nicolas Cage. De Palma hef-
ur fengist við slíkt áðm’. Hann var
einu sinni kallaður „hinn banda-
ríski Hitchcock" því í spennu-
myndum sínum gekk hann mjög í
smiðju til Alfred Hitchcocks og við-
urkennir það fúslega. Hann hefur
verið mjög umdeildur leikstjóri því
ekki eru allir á sama máli um gildi
verka hans; telja sumir hann hæfi-
leikaríkan fagmann sem nýtt hefur
sér verk fyrirrennara sinna til þess
að þróa spennumyndagerðina, aðrir
segja að áhersla hans á ofbeldi og
blóðsúthellingar eyðileggi verk hans.
Hann gerði nokkrar myndir á
sjöunda áratugnum þar af tvær
með Robert De Niro kornungum.
Árið 1973 gerði hann Systurnar og
hóf þar með Hitchcocktímabil sitt,
sem sennilega hefur staðið til dags-
ins í dag með nokkrum hléum þó.
Þráhyggja eða „Obsession" frá ár-
inu 1976 átti „Vertigo" mikið að
þakka og er sagt að gamli meistar-
inn hafi ekki verið par ánægður
með myndverkið. Sagt er að De
Palma hafi orðið upphafsmaður
hinnar hvimleiðu unglingahroll-
vekju þegar hann árið 1976 sendi
frá sér myndina „Carrie" byggða á
Hettupeysur
Buxur
Bolir
Stuttbuxur
Hlýrabolir
Skór
Leikfimifatnaður
Regnfatnaður
Útivistarfatnaður
Sundföt
O.m.fl
HREYSTI
VERSLANIR
Fosshálsi 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717
samnefndri sögu Stephen Kings.
Loka, lokaatriðið hannaði hann með
þeim árangri að engu var líkara en
þakið ætlaði af Tónabíói á sínum
tíma þegar salurinn öskraði af
hræðslu. Árið 1980 gerði hann
„Dressed to Kill“, sem var nánast
hans persónulega útgáfa af Geggj-
un eða „Psycho“. Hann var gagn-
rýndur harðlega fyrir myndina svo
hann ákvað að höggva í sama
knérunn og gerði samsæristryllinn
„Blow Out“ og síðar „Body Dou-
ble“, spennumynd sem gerist innan
bandaríska klámiðnaðarins og inni-
hélt atriði þar sem kona nokkur var
boruð ofaní gólfið. Þó var engin De
Palmamynd eins brjálæðisleg og
„Scarface", endurgerð hans á sam-
nefndri mynd Howard Hawks frá
fjórða áratugnum. Pacino lék kóka-
ínsala frá Kúbu, sem féll eftirminni-
lega fyrir hvíta duftinu, og það
gekk ekki á öðru en blóðugum
morðum og meiðingum (sagt er að
De Palma hafi krafist þess að not-
aðar væru alvöru kúlur við upptök-
ur á lokaskotatriðinu).
Segir ekki mikið
Hann róaðist heldur með glæpa-
kómedíunni „Wise Guys“, sem
reyndist hvorki fugl né fiskur, en
kvikmyndakunnátta hans og tækni-
þekking kom honum mjög að notum
þegar hann gerði Hina vammlausu
með Kevin Costner í aðalhutverkinu.
Eftir hana gerði De Palma eina
bestu en fáséðustu Víetnammynd
sem gerð hefur verið, „Casualties of
War“, og síðan skellinn stóra, Bál-
köst hégómans með Tom Cruise.
Undanfarin ár hefur De Palma
haft hægt um sig. Hann sneri aftur
til upprunans má segja með „Raising
Cain“ og gerði bráðgóða mafíusögu
úr „Carlito’s Way“, þar sem Pacino
fór með aðalhlutverkið.
Þegar Nicolas Cage er spurður að
því í einhverju tímaritsviðtalinu
hvernig það hafi verið að vinna með
De Palma við gerð Snákaaugna
sagði hann: „De Palma skilur vel
leikara og hefur gott innsæi í leik-
arastarfíð. Hann segir ekki mikið en
hann veit hvað hann vill. Hann lætur
leikarann finna það án þess að fara
út í smáatriðin. Brian er mjög örugg-
ur með sig sem kvikmyndaleikstjóri,
hann er ekki eins og þessir ungu
leikstjórar sem geta ekkert látið í
friði. Einu sinni sagði hann við mig:
Þetta er gott, fáum okkur að borða.
Þegar við komum aftur eftfr hádegið
vildi hann taka atriðið upp aftm-. Eg
hafði engan tíma til þess að undirbúa
mig og ég fann að það gekk betur en
áður. Eg spurði hann að því hvort
hann hefði gert þetta viljandi og
hann jánkaði því. Það er eins og
hann sé í sambandi við almættið,
þessi leikstjóri."
Þegar hann er spurður að því
hvemig honum líkaði myndin sparar
hann ekki stóru orðin. „Hún virkar
ótrúlega vel. Þetta er ein af bestu
myndum Brians, ef ekki hreinlega sú
besta. Ég er ekki vanur að standa í
auglýsingamennsku. Ég meina það
sem ég segi.“
SnákaaiigTi
De Palmas
Snákaaugu heitir nýjasta mynd hins um-