Morgunblaðið - 11.08.1998, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Real Flavaz í
forsýningarteiti
STJÖRNUBÍÓ forsýndi nýjustu
mynd Spike Lees, „He Got
Game“, um daginn. Þetta mun
vera með vinsælli myndum
leikstjórans til þessa því engin
þeirra hefur gefið 8,5 milljónir
dala af sér fyrstu frumsýning-
arhelgina og þar með Ient í
fyrsta sæti vinsældalistans.
Starfsfólki Stjörnubíós
fannst því ærin ástæða til að
halda teiti eftir sýninguna og
var það haldið á Astró þar sem
m.a. var spiluð tónlistin úr
myndinni en aðalflytjendur
hennar eru Public Enemy.
Islenski R&B dúettinn Real
Flavaz á vinsælasta lagið á FM
95,7, en það er „Get It On“.
Dúettinn skipa systurnar Drífa
og Brynja Sigurðardætur og
voru þær mættar á Astró til að
syngja nokkur lög. Múgur og
margmenni kom að sjá þær
systur en hingað til hefur aðal-
lega heyrst til þeirra í útvarp-
inu. Þær stóðu sig auðvitað
með sóma, fólk var yfir sig
hrifið og vonandi á eftir að
sjást meira til þeirra.
SYSTURNAR í Real Flavaz taka lagið fyrir gestina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útiskilti
Vatnsheld og vindþolin
Allar stærðir og gerðir
Margir litir - gott verð
J3L
JfcfOfnasmröjan
Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100
Verksmiöja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100
Vantar Dig
1. flokks
Drýstíloft?
AIR KRONE
Þessi þrýstiloftssamstæða sam-
anstendur af skrúfpressu sem
afkastar 900 Itr/mín. við 10 bar,
kaeliþurrkara sem afkastar
1.800 lítr/mín., forsíu. 1 micron
og eftirsíu. 0.01 micron (olíufrítt
loft), ásamt 270 lítra aevmslu-
tanki.
Sjálfvirk aftöppun á kút og síu-
húsum.
Samstaeðan er al-sjálfvirk, það
er bara að setja í gang og út
kemur gæðaloft sem stenst
Evrópugæðastaðal fyrir há-
þrýstiloft.
Við eigum þessa frábæru sam-
stæðu á lager á sérstöku kynn-
ingartilboði.
PAÐ LIGGUH í LOFTINU
M¥,
Garðsenda 21, 108 Reykjavík,
sími 568 6925, fax 568 5311.
RAGNA í Subterranian mætti til að styðja vinkonur sínar á stórri stundu.
VINKONURNAR sem segjast vera alltaf á Astró heita Þuríður Gunn-
arsdóttir, ína Hrund Kristjánsdóttir, Sigrún Guðjohnsen og
Berglind Kjartansdóttir.
GESTIR voru fullir aðdáunar þegar þeir hlýddu á systurnar.
KOMNIR til að heyra i Rea| pi:,
«n Þór Baldvinsson, PéturTpd°kus^SUhIÍ.,5bert
töframaðurinn Bj
Ný heilsulind opnuð í Kópavogi
ÞAÐ var margt um manninn í
glæsilegu hófí sem haldið var
síðastliðinn fostudag í tilefni
opnunar heilsulindarinnar
Mecca Spa á Nýbýlavegi 24 í
Kópavogi. Eigendur Mecca
Spa eru hjónin Undína Sig-
mundsdóttir og Jóhann Þór
Halldórsson sem rekið hafa
snyrtistofuna Tara í Kópavogi.
í Mecca Spa er í boði hvers-
konar snyrtimeðferð, böð,
nudd, fótsnyrting og líkams-
rækt bæði fyrir konur og
karla. Meðal þess sem þar er
að finna má nefna innisundlaug
og heitan pott, gufuböð af
ýmsu tagi og ljósabekki. Þá er
staðurinn að sögn sá fyrsti tii
að bjóða leiser-tækni í háreyð-
ingu. Þar er líka boðið upp á
ýmiskonar baðmeðferðir þar
sem sjávarefni eru sett saman
við baðvatnið. Ónefndur er síð-
an salur með æfingatækjum en
þar verður íþróttakennari á
staðnum til þess að leiðbeina
fólki.
Opið hús
Næstkomandi sunnudag,
þann 16. ágúst, gefst fólki kost-
ur á því að skoða Meeca Spa,
FJÖLMENNI var við
opnunina.
SKEMMTILEGAR útstill-
ingar á snyrtivörum.
BERGÞÓR Pálsson og
Rosemary Kajioka láta
fara vel um sig f vatns-
lausum potti, eftir
flautuleik og söng
fyrir gesti.
en þá verður opið hús frá
klukkan 13-17 þar sem starfs-
fólkið mun kynna þá þjónustu
sem í boði er. Þá verða ýmis
tilboð í gangi fram til 15. sept-
ember í tilefni opnunarinnar.
Morgunblaðið/Kristinn
STOLTIR EIGENDUR, Undfna Sigmundsdóttir og
Jóhann Þór Halldórsson, ásamt börnum sfnum.
Þau eru frá vinstri: Karen, Tanja Rún og
Birgir Þór Jóhannsbörn.