Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 10.09.1998, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hiti með við- eigandi titringi Morgunblaðið/Halldór JAZZHATIÐ Reykjavíkur var sett í Ráðhúsinu síðdegis í gær og með- al þeirra sem þar komu fram var kvartett Putte Wiekman sem síðan kom fram á fyrstu tónleikum hátíðarinnar á Hótel Sögu í gærkvöld. TÓNLIST Hótel Saga — Jazzhátíð Koykjavfkur KVARTETT PUTTE WICKMAN Putte Wickman klarinett, Claes Crona píanó, Hans Backenroth bassi og Pétur Ostlund trommur. Miðviku- dagskvöld 9.9.1998. FLESTALLIR helstu djassleik- arar Dana hafa heimsótt Island á síðustu tuttugu árum, en annað er upp á teningnum með Svía. Aðeins einn hinna stóru í sænskri djass- sögu hefur komið hér, píanistinn Bengt Hallberg, sem lék á Lista- hátíð árið 1970. Nú bætist annar í hópinn, klarinettuleikarinn Putte Wickman. Lasse Gullin er allur (sonur hans Peter hefur heimsótt Island með tríói sínu), en Ame Domnerus er enn í fullu fjöri og á vonandi eftir að koma hingað. Hann er jafnaldri Putte - þeir eru fæddir árið 1924. Pétur Ostlund hefur leikið með Putte af og til í áratugi. í janúar 1973 hljóðritaði hann í fyrsta skipti með Putte. Hljómplatan nefndist Happy New Year og af átta lögum voru aðeins tveir standardar, flest hinna samin í samvinnu kvartetts- ins. Þetta var óvenju framsækin skífa og er víða til á íslandi - vegna Péturs. Pétur kallar Putte mesta klar- inettuleikara í heimi. Hvað sem um þá fullyrðingu má segja er það víst að hann telst til hinna stóru í klarinettuleiknum og er mun víð- feðmari í tónlist sinni en helstu keppinautar hans um titilinn á Norðurlöndum: Daninn Jorgen Svare og Finninn Anti Sarpila. I Bandaríkjunum blása í svínghefð- inni Kenny Davern og Ken Peplowski, en Buddy DeFranco er nær bíboppinu eins og Eddie Dani- els og Jimmy Guiffre leitar ætíð nýrra leiða eins og vinsælasti klar- inettuleikari djassins um þessar mundir, Don Byron. Þeir félagar Putte og Pétur eru engir aukvisar. Píanistinn Claes Crona sem m.a. hefur leikið inná dúódisk með Niels-Henning og bassaleikarinn Hans Backenroth sem lék með Pétri í kvartetti Svante Tureson á RúRek 1992. Efnisskráin á Hótel Sögu var ekki eins framsækin og á Happy New Year 1973. Flest laganna góðkunnir standardar utan Anja eftir Pétur, gullfalleg ballaða er hann tileinkar konu sinni og heyra má á fyrstu einleiksskífu hans Power Flower, sem Jazzís gaf út í fyrra og Blues For Laila eftir Cla- es Crona - og svo léku þeir einn sálm, en Putte hefur haldið ótelj- andi kirkjutónleika um dagana, oft með vini sínum Svend Asmussen. Putte kynnti fyrsta lagið á ensku, það var Never Been In Love before, síðan skipti hann á milli sænsku og ensku og það var gaman hve áheyrendur í þéttsetn- um sal Hótels Sögu tóku vel við kímninni á sænsku. Ég hef hlustað á Putte í áratugi og stundum farið í taugamar á mér hve tónnin var kaldur, en þarna á Sögu var kominn meiri hiti í hann en ég hef heyrt fyrr með viðeigandi titringi. Old Folks blés hann á klassískan hátt og hrynsveitin studdi hann vel og Pétur með bursta í hendi. Þeir léku Onju ekki ósvipað og svo var vínarkruss eins og Putte nefndi How High The Moon. The Duke eftir Brubeck og I Love You Mad- ly eftir sjálfan The Duke (Ell- ington) voru þrælútsett af Kjell Ohman, sem oft er píanisti Putte, en frelsið var meira í blúsi Crona sem fyrr er nefndur. Þar fóru Hans og Pétur á kostum í fjór- um/fjórum, en yfirleitt fundust mér sólóar Hans litlausir þótt hann sé góður rýþmaleikari. Um Pétur þarf engin orð að hafa - hann framdi þann rýþmagaldur sem honum er einum lagið. Sá þeirra fjórmenninga sem kom mér mest á óvart var píanist- inn Claes Crona. Hann er fágæt- lega persónulegur píanisti, með næma hljómatilfmningu og minnir að því leyti á Bill Evans að hann bætir í hljómana með eigin lagi. Að öðru leyti eru þeir ekki líkir. Claes á rætur í eldri píanódjassi og er ekki ókunnur blokkhljómunum og gladdi það margan píanistann í salnum. Frábært upphaf á Jazzhátíð Reykjavíkur sem lýkur á sunnudaginn með tónleikum Ray Brown-tríósins. Vernharður Linnet UTSAU GOLFTIPPI 20-50% aisl frá kr. 676 m2 Vcös- oö ðólfllisar 20-40% afsl. SfitrO 30X30 Clll ^lrá kr. 1.190-- UTIFLISAR frá kr. 1.199 m BOEN ARMSTRONG LINOLEUM Gúmimollnr Góllmoflur 20-50% afls. GeRnheill parhef frákr.1.690 ni Gólfdreglar 20-35% afls. Grasfeppí frákr.796 m2 133 - 2 - 4 oi breiðd filffeppí frákr.345 m2 4 in breidd VEGGDUKUR 25% aOs. allí að 70% afsl Iahið málin með, þaðflýfirfyriraígrciðslu. Góð greiðslukjör! Raðgrelðslur tll allt að 36mánaða Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950 norshf gœða parhel gólfdiikur dúkur frákr.2.990 m2 20-30% afls. V 20-50% afls ^ Sólon íslandus Fimmtudagur KVARTETT Egils B. Hreinssonar heldur útgáfutónleika í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa: Egill B. Hreinsson píanóleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommu- leikari. Tríó Tómasar R. Einarsson heldur tónleika í kvöld kl. 22. Tríó- ið er skipað þeim Tómasi R. Ein- arssyni kontrabassaleikara, Árna Heiðari Karlssyni píanóleikara og Guðmundi R. Éinarssyni trommu- leikara. Kaffíleikhúsið Cristán Cuturrufo, trompetleik- ari frá Chile, Agnar Már Magnús- son píanóleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari verða með tónleika kl. 22 í kvöld. Tímarit ó HUGUR, tímarit um heimspeki er komið út og er níundi árgangur tímaritsins. Ritið hefur að geyma sjö grein- ar. Fjórar þeirra fjalla á einhvern hátt um sáttmálakenningar. Ber þar þrjú nöfn helst á góma, Immanuel Kant, John Rawls og Júrgen Habermas. Stefán Snævarr skrifar greinina Sannleikur og suttungamjöður, Anthony Kenny ritar greinina Descartes fyrir byrjendur, Vil- hjálmur Arnason er með tvær greinar, Leikreglur og lífsgildi og Smíðagripir Rawls og Kants, grein Stefáns Erlendssonar heitir Sam- ræðusiðfræði Júrgens Habermas, grein Halldórs Guðjónssonar nefn- ist Gagnrýni opinberrar skynsemi og Jóhann Björnsson ritar grein er nefnist Að girnast konu. Utgefandi er Félag áhugamanna um heimspeki. Ritstjóri er Hrann- ar Már Sigurðsson. Ritið er 129 bls. ogkostar 1.980 kr. Háskólaút- gáfan sér um dreifingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.