Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.09.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hiti með við- eigandi titringi Morgunblaðið/Halldór JAZZHATIÐ Reykjavíkur var sett í Ráðhúsinu síðdegis í gær og með- al þeirra sem þar komu fram var kvartett Putte Wiekman sem síðan kom fram á fyrstu tónleikum hátíðarinnar á Hótel Sögu í gærkvöld. TÓNLIST Hótel Saga — Jazzhátíð Koykjavfkur KVARTETT PUTTE WICKMAN Putte Wickman klarinett, Claes Crona píanó, Hans Backenroth bassi og Pétur Ostlund trommur. Miðviku- dagskvöld 9.9.1998. FLESTALLIR helstu djassleik- arar Dana hafa heimsótt Island á síðustu tuttugu árum, en annað er upp á teningnum með Svía. Aðeins einn hinna stóru í sænskri djass- sögu hefur komið hér, píanistinn Bengt Hallberg, sem lék á Lista- hátíð árið 1970. Nú bætist annar í hópinn, klarinettuleikarinn Putte Wickman. Lasse Gullin er allur (sonur hans Peter hefur heimsótt Island með tríói sínu), en Ame Domnerus er enn í fullu fjöri og á vonandi eftir að koma hingað. Hann er jafnaldri Putte - þeir eru fæddir árið 1924. Pétur Ostlund hefur leikið með Putte af og til í áratugi. í janúar 1973 hljóðritaði hann í fyrsta skipti með Putte. Hljómplatan nefndist Happy New Year og af átta lögum voru aðeins tveir standardar, flest hinna samin í samvinnu kvartetts- ins. Þetta var óvenju framsækin skífa og er víða til á íslandi - vegna Péturs. Pétur kallar Putte mesta klar- inettuleikara í heimi. Hvað sem um þá fullyrðingu má segja er það víst að hann telst til hinna stóru í klarinettuleiknum og er mun víð- feðmari í tónlist sinni en helstu keppinautar hans um titilinn á Norðurlöndum: Daninn Jorgen Svare og Finninn Anti Sarpila. I Bandaríkjunum blása í svínghefð- inni Kenny Davern og Ken Peplowski, en Buddy DeFranco er nær bíboppinu eins og Eddie Dani- els og Jimmy Guiffre leitar ætíð nýrra leiða eins og vinsælasti klar- inettuleikari djassins um þessar mundir, Don Byron. Þeir félagar Putte og Pétur eru engir aukvisar. Píanistinn Claes Crona sem m.a. hefur leikið inná dúódisk með Niels-Henning og bassaleikarinn Hans Backenroth sem lék með Pétri í kvartetti Svante Tureson á RúRek 1992. Efnisskráin á Hótel Sögu var ekki eins framsækin og á Happy New Year 1973. Flest laganna góðkunnir standardar utan Anja eftir Pétur, gullfalleg ballaða er hann tileinkar konu sinni og heyra má á fyrstu einleiksskífu hans Power Flower, sem Jazzís gaf út í fyrra og Blues For Laila eftir Cla- es Crona - og svo léku þeir einn sálm, en Putte hefur haldið ótelj- andi kirkjutónleika um dagana, oft með vini sínum Svend Asmussen. Putte kynnti fyrsta lagið á ensku, það var Never Been In Love before, síðan skipti hann á milli sænsku og ensku og það var gaman hve áheyrendur í þéttsetn- um sal Hótels Sögu tóku vel við kímninni á sænsku. Ég hef hlustað á Putte í áratugi og stundum farið í taugamar á mér hve tónnin var kaldur, en þarna á Sögu var kominn meiri hiti í hann en ég hef heyrt fyrr með viðeigandi titringi. Old Folks blés hann á klassískan hátt og hrynsveitin studdi hann vel og Pétur með bursta í hendi. Þeir léku Onju ekki ósvipað og svo var vínarkruss eins og Putte nefndi How High The Moon. The Duke eftir Brubeck og I Love You Mad- ly eftir sjálfan The Duke (Ell- ington) voru þrælútsett af Kjell Ohman, sem oft er píanisti Putte, en frelsið var meira í blúsi Crona sem fyrr er nefndur. Þar fóru Hans og Pétur á kostum í fjór- um/fjórum, en yfirleitt fundust mér sólóar Hans litlausir þótt hann sé góður rýþmaleikari. Um Pétur þarf engin orð að hafa - hann framdi þann rýþmagaldur sem honum er einum lagið. Sá þeirra fjórmenninga sem kom mér mest á óvart var píanist- inn Claes Crona. Hann er fágæt- lega persónulegur píanisti, með næma hljómatilfmningu og minnir að því leyti á Bill Evans að hann bætir í hljómana með eigin lagi. Að öðru leyti eru þeir ekki líkir. Claes á rætur í eldri píanódjassi og er ekki ókunnur blokkhljómunum og gladdi það margan píanistann í salnum. Frábært upphaf á Jazzhátíð Reykjavíkur sem lýkur á sunnudaginn með tónleikum Ray Brown-tríósins. Vernharður Linnet UTSAU GOLFTIPPI 20-50% aisl frá kr. 676 m2 Vcös- oö ðólfllisar 20-40% afsl. SfitrO 30X30 Clll ^lrá kr. 1.190-- UTIFLISAR frá kr. 1.199 m BOEN ARMSTRONG LINOLEUM Gúmimollnr Góllmoflur 20-50% afls. GeRnheill parhef frákr.1.690 ni Gólfdreglar 20-35% afls. Grasfeppí frákr.796 m2 133 - 2 - 4 oi breiðd filffeppí frákr.345 m2 4 in breidd VEGGDUKUR 25% aOs. allí að 70% afsl Iahið málin með, þaðflýfirfyriraígrciðslu. Góð greiðslukjör! Raðgrelðslur tll allt að 36mánaða Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950 norshf gœða parhel gólfdiikur dúkur frákr.2.990 m2 20-30% afls. V 20-50% afls ^ Sólon íslandus Fimmtudagur KVARTETT Egils B. Hreinssonar heldur útgáfutónleika í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn skipa: Egill B. Hreinsson píanóleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommu- leikari. Tríó Tómasar R. Einarsson heldur tónleika í kvöld kl. 22. Tríó- ið er skipað þeim Tómasi R. Ein- arssyni kontrabassaleikara, Árna Heiðari Karlssyni píanóleikara og Guðmundi R. Éinarssyni trommu- leikara. Kaffíleikhúsið Cristán Cuturrufo, trompetleik- ari frá Chile, Agnar Már Magnús- son píanóleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari verða með tónleika kl. 22 í kvöld. Tímarit ó HUGUR, tímarit um heimspeki er komið út og er níundi árgangur tímaritsins. Ritið hefur að geyma sjö grein- ar. Fjórar þeirra fjalla á einhvern hátt um sáttmálakenningar. Ber þar þrjú nöfn helst á góma, Immanuel Kant, John Rawls og Júrgen Habermas. Stefán Snævarr skrifar greinina Sannleikur og suttungamjöður, Anthony Kenny ritar greinina Descartes fyrir byrjendur, Vil- hjálmur Arnason er með tvær greinar, Leikreglur og lífsgildi og Smíðagripir Rawls og Kants, grein Stefáns Erlendssonar heitir Sam- ræðusiðfræði Júrgens Habermas, grein Halldórs Guðjónssonar nefn- ist Gagnrýni opinberrar skynsemi og Jóhann Björnsson ritar grein er nefnist Að girnast konu. Utgefandi er Félag áhugamanna um heimspeki. Ritstjóri er Hrann- ar Már Sigurðsson. Ritið er 129 bls. ogkostar 1.980 kr. Háskólaút- gáfan sér um dreifingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.