Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 14
Félögin sem styðja FAAS - Félag aðstandenda alzheimersjúklinga var stofnaö 1985. Markmið félagsins er m.a. að stuðla að því að sjúklingar með þessa veiki og skylda sjúkdóma fái þá hjúkrun og félagslega þjónustu sem nauðsynleg er í nútíma þjóðfélagi. í félaginu eru um 250 manns. Aðsetur félagsins er að Þverási 51, sími 587 8388. Framkvæmdastjóri er Guðrún K. Þórsdóttir, en formaður María Jónsdóttir. Félag heilablóðfallsskaðaðra var stofnað 1994. Meðal markmiða félagsins er að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem orðið hafa fyrir skaða af völdum heilablóðfalls. Félagsmenn eru um 100. Félagið hefur skrifstofuaðstöðu að Hátúni 12, sími 561 2200. Formaður félagsins er Hjalti Ragnarsson. Félag nýrnasjúkra var stofnað 1987. Markmið þess er að styðja alla sjúklinga með þráláta nýrnasjúkdóma. í félaginu eru nú 170-180 félagsmenn. Félagið hefur aðstöðu að Hátúni 10 og er skrifstofa opin miðvikudaga 17-19, sími 561 9244. (Símsvari). Formaður félagsins er Dagfríður Halldórsdóttir. Geðhjálp var stofnað 1979. Markmið félagsins er að styðja við réttindabaráttu geðsjúkra sem víðast. Félagið rekur mötuneyti, upplýsinga- og félagsmiðstöð fyrir fólk með geðræn vandamál og er rekstraraðili stuðningsþjónustu. í félaginu er um 500 manns, en styrktaraðilar MND eru um 8.000. Skrifstofa félagsins er að Tryggvagötu 9, sími 552 5990. Framkvæmdastjóri er Ingólfur H. Ingólfsson. Geðverndarfélag íslands var stofnað 1949. Markmið þess er m.a. að endurhæfa geðsjúka og annast fræðslustarfsemi. Félagið rekur tvö vernduð heimili ásamt áfangastað, endurhæfingarstöð, að Álfalandi 15. Skrifstofa félagsins er að Hátúni 10, opin daglega frá 10-12, sími 552 5508. Framkvæmdastjóri er Elísabet Möller, en formaður Tómas Zoega, læknir. Gigtarfélag íslands var stofnað 1976 og er landssamtök gigtarsjúklinga. Félagar eru um 3.500, en álitið er að rúmlega 50 þús. íslendingar eigi við gigt að stríða. Félagið rekur gigtlækningastöð að Ármúla 5 í Reykjavík. Þar er í boði sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og aðstaða fyrir gigtarsérfræðinga, auk fræðslu- og félagsstarfs. Skrifstofa félagsins, sem er opin alla virka daga, er á sama stað, sími 553 0760. Framkvæmdastjóri er Emil Thoroddsen en formaður Einar S. Ingólfsson. Lauf - landssamtök áhugafólks um flogaveiki voru stofnuð 1984. Markmið samtakanna er m.a. að bæta aðstöðu flogaveikra og fræða félagsmenn og almenning um flogaveiki. Innan samtakanna starfar foreldrafélag og ráðgjafar á vegum félagsins eru þær Jónína Björg Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og Guðlaug María Bjarnadóttir, leikkona. Félagsmenn eru um 500. Samtökin eru tíl húsa að Laugavegi 26, sími 551 4570. Framkvæmdastjóri er Jón S. Guðnason og formaður Astrid Kofoed Hansen. MND var stofnað 1991, og annast málefni sjúklinga með hreyfitaugakerfissjúkdóma. Félagsmenn eru 120-130 talsins. Aðsetur félagsins er að Norðurbraut 41 í Hafnarfirði, sími 565 5727, opið 13-18 þriðjudaga og föstudaga. Formaður er Rafn R. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.