Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 17
Ur ýmsum áttum •■yinmrujar: flugi'il, 2ja Mla ij fl«jnim-Kr. JOOM,m JSáfur (jkimfi)>kt).....15.COO,oo jfiéppi íjepp bíllj.---»)2C00po íBíáipirk íffírSjarual - -»10000» jóíattó------------------»10000» iKaóiójtatmnífónn - -» 7000poo ^lujfsró til’Jtotu-'IJíirlt-ii 6OOO/0 Jílttif borfc----------ti 4.000» jfevó til itovburlanóa-ii 1000,00 ©oifáböló---------------n 2.000,00 lOtiinninsová 1000 kr. Ijuor. CDrtjiS uttímv 1.fibr.1946 S.I.B.S. ..jtoijbjalunóuv ’ CJ /Jí\ ^m jÉfe/ Fjörugt happdrætti Svona leit fyrsti happdrættismiði frá SÍBS út. Hann er fyrir marga hluta sakir merkilegur. Aðalvinningur var hvorki meira né minna en flugvél, tveggja sæta, og flugnám. Verðmæti 50 þúsund krónur. Þegar þið skoðið miðann betur sjáið þið að bátur er 15 þús. kr. virði og jeppi (hér skrifað héppi og jepp bíll) er 12 þús. kr. virði. Kjarval er hér orðinn dýrseldur því málverk hans er næstum jeppavirði eða kr. 10 þús. Radíógrammafónn er 7 þús. kr. virði, eða nokkru dýrari en flugmiði til New York. Þetta happdrætti vakti feyki mikið umtal og það seldust um 75 þúsund miðar. Flugvélin gekk ekki út, en hún var næst boðin út sem vinningur í merkjasölu Berklavarnardagsins og þá hrepptu flugvélina systkinin Björn og Guðbjörg Björgvinsbörn. Björn er gjaldkeri í Seðlabanka íslands en Guðbjörg rekur ballettskóla. Björn hefur skýrt frá því að þau hefðu verið eigendur vélarinnar í hálfan mánuð - vélin var seld Vængjum hf. sem þá var nýstofnað flugfélag. Vélin gat lent bæði á sjó og landi. Hún brann áriö 1951 í flugskýlisbruna á Reykjavíkurflugvelli. Næsta happdrætti, sem byrjaði árið 1946, var 20 bíla happdrætti og var dregið fjórum sinnum um 5 bíla í hverjum drætti. i síðasta drætti var aðeins dregið úr seldum miðum og fóru þá allir bílarnir út utan einn, sem aldrei var vitjað. í þessu happdrætti seldust fleiri miðar en dæmi eru til um hérlendis, eða alls 111.561, þar af í Reykjavík 54.234. Ágóði af flugvélahappdrættinu varð 623 þús. kr. og af bifreiðahappdrættinu 660 þús. kr. Næsta hrota var svonefnt Hudson happdrætti og byrjaði í febrúar 1949 og stóð til 8. maí. Þá seldust 49 þús. miðar sem þótti gríðarleg sala miðað við stuttan sölutíma. Þetta sama ár hófst svo Vöruhappdrætti SÍBS. Árið eftir var dregið 6 sinnum, en árið 1952 varfarið að draga mánaðarlega. Merki í þróun! Þegar ritstjóri blaðsins var að fletta fyrstu árgöngum Berklavarnar tók hann eftir fyrir tilviljun að merki SÍBS hafði verið að þróast milli ára. Merkið efst var á forsíðu blaðsins árið 1942 en neðra merkið á forsíðu blaðsins 1946. í merkinu 1942 er verið að gróðursetja litla plöntu, en í merkinu 1946 er komin falleg grein og sól skín í heiði. Bræðurnir Baldvin og Björn Björnssynir eru taldir höfundar merkisins. Svona lítur merkið út í dag með annarri setningu innan hringsins, þ.e. nú stendur Styðjum sjúka til sjálfsþjargar í stað Samþand íslenzkra þerklasjúklinga. Hér neðst er stílfærð útgáfa af merkinu gerð af Gísla B. Björnssyni og Fanney Valgarðsdóttur. Gísli er þarnaþarn Baldvins, sem hannaði merkið í fyrstu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.