Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 21
Helga Friðfinnsdóttir, framkvæmda
stjóri Happdrættis SÍBS
Happdrætti SIBS hefur
byggt Reykjalund upp
„Samstaða þjóðarinnar um endurhæfingu á Reykja-
lundi hefur fram að þessu birst í einstökum
stuðningi við Happdrætti SÍBS sem hefur staðið
undir allri uppbyggingu þar. Happdrættið mun
halda þessu lífsnauðsynlega verkefni sínu áfram
þegar söfnuninni lýkur", segir Helga Friðfinnsdóttir,
framkvæmdastjóri Happdrættis SÍBS.
Þegar dregið er í happdrættinu hefst dráttur á því að
teningar eru látnir í tromlu. Eftir að teningunum hefur
verið snúið nokkrum sinnum kemur upp tala sem látin er í
tölvuna og á þeim talnagrunni byggist útdrátturinn.
Yfir tveir milljarðar frá Happdrætti SÍBS til
uppbyggingar endurhæfingar
Fæstir gera sér grein fyrir því Grettistaki sem Happ-
drætti SÍBS hefur lyft með uppbyggingu sinni að
Reykjalundi, öflugustu endurhæfingu sem við
eigum. Helga Friðfinnsdóttir, núverandi fram-
kvæmdastjóri happdrættisins hefur starfað hjá SÍBS
í fjöldamörg ár. Er hún ánægð með árangurinn?
„Happdrættið hefur fært endurhæfingu á vegum
SÍBS yfir 2 milljarða króna á núgildandi verðlagi.
Það er ástæða til þess að vera ánægð og þakklát
fyrir undirtektir þjóðarinnar og velvild í garð SÍBS.
Vandamál okkar felst hins vegar í því að þörfin fyrir
áframhaldandi uppbyggingu eykst stöðugt og þar
með þrýstingur á happdrættið um meiri árangur á
sama tíma og samkeppnin á happdrættismarkaði
hefur harðnað gífurlega".
Happdrætti er bæði þægileg og skemmtileg
leið til fjármögnunar
„Þjóðin þarf að eiga aðgang að öflugri nútíma
endurhæfingu. Stöðugt fleiri veikjast og slasast en
eiga betri von um að komast aftur út í lifið með
góðri og markvissri endurhæfingu. Endurhæfingin
að Reykjalundi hefur sýnt að hún er þjóðhagslega
hagkvæm en hún kostar mikið fé og leiðir að
fjármagni eru ekki margar. Happdrætti SÍBS hefur
reynst farsæl leið en stundum stöndum við á
tímamótum sem krefjast sérstakra aðgerða eins og
núna. Þegar þeim er lokið tekur happdrættið aftur
við og heldur áfram með verkið. Sú leið hefur
reynst þægileg fyrir velunnara Reykjalundar og líka
skemmtileg".
Það er gleðiauki að eiga miða
„Kannanir sýna að flestir kaupa miða af velvilja í
garð málefnis og líta á vinninga sem ánægjuauka
og hafa gaman af eftirvæntingunni sem skapast
þegar dregið er einu sinni í mánuði. Þeir
íslendingar sem hafa fengið vinninga í Happdrætti
SÍBS skipta tugum þúsunda og margir hafa orðið
milljónum rikari.
Við kunnum ótal skemmtilegar sögur sem vinnings-
hafar hafa sagt okkur af happanúmerinu sínu sem
kannski skilaði ekki vinningi árum saman en á
ögurstund kom sá stóri og tilveran brosti á ný".
Helga kemur upp um sig í lok viðtalsins, hún er ein
af þeim sem sleppir engu tækifæri til þess að vinna
málefninu lið og bætir við: „Þótt happdrættisárið
byrji um hver áramót þá er hægt að panta sér miða
núna, eitt símtal nægir".
Landssöfnun 2.-4. október
fyrir endurhæfingu á Reykjalundi