Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 25
Ur ýmsum áttum
Gestur Þorgrímsson, kallaði berklahælin á sínum tíma:
Háskóla öreiganna
Blaðið Berklavörn var fyrsta málgagn berkla-
sjúklinga, kom fyrst út árið 1939. Þegar ritstjóri
var að fletta fyrstu árgöngunum kom hann auga á
nafnið Gestur Þorgrímsson meðal ritnefndarmanna.
Þegar svo var slegið á þráðinn til Gests Þorgríms-
sonar, myndhöggvara, kom í Ijós að hér var á
ferðinni einn og sami maðurinn.
- Já, ég var berklasjúklingur, fékkfyrst brjósthimnu-
bólgu og var lagður inn á Landspítalann. Mér batn-
aði en sló svo niður aftur. í stuttu máli þá léku berkl-
arnir mig talsvert illa, ég fékk m.a. berkla í hálsinn.
Ég náði ekki eðlilegum líkamsþroska enda var þá
lenska að láta sjúklinga ekki reyna á sig. Það var ekki
fyrr en nokkrum árum seinna að Ólafur Hjaltested,
læknir, sagði mér að nú væri aldeilis búið að snúa
hlutunum við þarna úti í Sviss - nú prédikuðu þeir
þjálfun, gönguferðir og íþróttir til að stæla lungunl
- Hvernig menn voru það sem stóðu í eldiínunni
fyrstu árin?
- Þetta voru miklar hetjur - sannfærandi og
þaulvanir pólitíkusar og sellumenn. Jónas
Þorbergsson, útvarpsstjóri, var stórhuga maður -
kommarnir létu hann tala fyrir sig því þeir máttu
náttúrulega hvergi nærri koma! Þó bar mikið á Jóni
Rafnssyni og Oddur Ólafsson, læknir og
Sjálfstæðismaður, átti alltaf samleið með
ídealistunum. Árni Einarsson varði fyrsti
framkvæmdastjórinn á Reykjalundi og svo var
Andrés Straumland, fyrsti forseti sambandsins,
merkilegur maður. Hann var alla tíð sjúkur maður
en lét það ekki á sig fá, ferðaðist um landið og hélt
fundi. Hann var ágætur og sannfærandi fyrirlesari.
Andrés var burgeisalegur í fasi og framkomu,
feitlaginn með gullúr, og því mikið notaðurtil að
tala við fyrirmenn.
- Það liggur við að maður öfundist út í þann
samhug sem ríkti á þessum árum.
- Já, þetta voru merkilegir tíma. Ég hef einhvern-
tíma kallað Vífilsstaði og önnur berklahæli háskóla
öreiganna, því á þessum tíma var álíka illa farið
með menntamenn og fátæklinga í þessu þjóðfélagi.
Á Vífilsstöðum voru margir heimsborgarar og mér
kemur fyrst í hug Emil Thoroddsen, sem hreif
marga. Við lásum mikið af góðum bókum, allir sem
fengust við að skrifa studdu baráttuna gegn
berklunum og gáfu bækur sínar inn á hælin og
spítalana.
- Hvað varstu að gera á þessum árum, byrjaður á
myndlistinni?
- Nei, ég var að yrkja á þessum tíma.
Gestur er orðinn 78 ára gamall, en hann er ung-
legur, nánast beinn í baki og tággrannur. Hann
strýkur skeggið og segir:
- Berkasjúklingar voru yfirleitt ekki daprir. Þeir urðu
að trúa því að þeirra biði bati og betri framtíð.
'•'íM£as&,
Gestur við höggmyndina Kona með greiðu sem hann
vann árið 1947 í Kaupmannahöfn.