Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 4
4 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
FÉLAG fréttamanna á Ríkisút-
varpinu undirbýr málshöfðun á
hendur RÚV til að fá hnekkt þeirri
ákvörðun stofriunarinnar að endur-
nýja ekki samning við Jón Gunnar
Grjetarsson fréttamann um áfram-
haldandi störf við fréttastofu Ríkis-
sjónvarpsins. Félagið hefur jafh-
framt leitað til Bandalags háskóla-
manna í ví skyni að fá ákvörðuninni
hnekkt.
í ályktun stjórnar félagsins segir
að stjóm Félags fréttamanna h'ti
svo á að RÚV hafi með uppsögn
ráðningarsamnings, gerð tímabund-
ins verksamnings og ákvörðun um
að endumýja enga samninga frekar
við Jón Gunnar brotið ákvæði laga
um réttindi og skyldur starfsmanna
ríkisins og gildandi kjarasamning.
„Stjóm FF telur með öllu óviðun-
andi að RÚV skuli æ ofan í æ sýna
lausráðnum fréttamönnum þá lítils-
virðingu og í rauninni óheiiindi, að
óska eftir starfskröftum þeirra ár-
um saman, eins og dæmi era um;
og segja þeim síðan upp störfum. I
tilviki Jóns Gunnars virðast vinnu-
brögð RÚV einkennast af tilraun-
um til þess að sniðganga lög og
bera eðlilegan rétt hans fyrir
borð,“ segir í ályktun stjómarinn-
ar.
„Þetta er því furðulegra sem
fréttastofa Sjónvarpsins hefur nú
notið starfskrafta hans í nærri tvö
og hálft ár, fréttastjórar mælt með
því að stofnunin fái að njóta starfs-
krafta hans áfram og yfirstjórn
RÚV haft á orði að taka upp nýja
og bætta starfsmannastefnu," seg-
ir í ályktuninni.
Morgunblaðið/Sigurður Fannar
GRÓÐURHUSIÐ er 2.400 fermetrar að flatarmáli og beindust áhyggj-
ur eigendanna mest að rdsunum, sem sködduðust vegna reyks. Rafn
Emilsson einn eigenda Lands og sona.
Ríkisstjórnin veitir 80 milljónir til þróunar- og nýsköpunarverkefna
Fyrir svæði án uppbygg-
ingar virkiana og stóriðju
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gær tillögu Finns Ingólfssonar, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, um að
ráðstafa 80 milljónum króna til að
styrkja verkefni á sviði atvinnuþró-
unar og nýsköpunar í atvinnulífinu,
eins og heimild er fyrir í fjárlögum
ársins. í frétt frá iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu kemur fram að
einkum sé um að ræða verkefni á
landsvæðum, sem ekki njóti góðs af
atvinnustarfsemi sem tengist upp-
byggingu á orku- og stóriðjusviði.
Alls er um 60 verkefni að ræða.
Styrkimir eru veittir samkvæmt
tillögum stjórnar „Átaks til atvinnu-
sköpunar". Auglýst vai- eftir um-
sóknum um styrki og einnig haft
samráð við Fjárfestingarstofu Is-
lands og atvinnuráðgjafa lands-
byggðarinnar.
Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið
segir að rauði þráðurinn í tillögun-
um sé „að veita styrki, í samstarfi
við stofnanir, sveitarstjómir, íyrir-
tæki og frumkvöðla, til einstakra
verkefna er líkleg eru til að skapa
atvinnu og virðisauka á landsbyggð-
inni. Mörg verkefnanna tengjast
vöruþróun og sérstökum stuðningi
á þeim svæðum sem nú búa við
einsleitt atvinnulíf. Þai' á meðal era
mörg verkefni sem tengjast ferða-
þjónustu. Nokkur verkefnanna
tengjast erlendri fjárfestingu. Þau
eru bæði almenns eðlis, þ.e. tengj-
ast markaðssetningu Islands sem
fjárfestingarkosts, en einnig er þar
um að ræða stuðning við tiltekin
verkefni á tilteknum svæðum.“
Jarðhitaleitarátak á köldum
svæðum fær hæstan styrk
Hæstan styrk fær jarðhitaleitar-
ásatak á köldum svæðum, eða 10
milljónir króna. Þá fara 6,5 milljónir
til forhagkvæmniathugunar á
möguleikum orkufreks iðnaðar í
Norðurlandskjördæmi vestra og
sex milljónir til samstarfsverkefnis
prjóna- og saumastofa í iandinu.
Af öðram verkefnum, sem fá
meira en milljón króna í styrki, má
nefna samstarfsverkefni um eflingu
úrvinnsluiðnaðar úr léttmálmum,
forhagkvæmniathuganir á polyol-
verksmiðju á íslandi, uppbyggingu
ferðaþjónustuverkefnisins „á
Njáluslóð“, farfundakerfi, netteng-
ingu og samþættingu á starfsemi
þeirra, sem stunda leiðsögn og
þekkingarmiðlun til fyi'irtækja um
allt land, bætta tækni við fram-
leiðslu á hnökkum, beizlum og skeif-
um og samræmingu og eflingu -
markaðsaðgerða erlendis, kynningu
á aðferðum til orkusparnaðar vegna
rafhitunar, áframhaldandi þróun
hörvinnslu, endurnýjun kynningar-
efnis um Island sem fjárfestingar-
kost, eflingu viðskipta við austur-
strönd Kanada og Bandaríkjanna er
nýtzt gæti íslenzkum jaðarsvæðum
og stofnun „uppeldisseturs“ í lík-
ingu við það sem gerist t.d. í Nova
Scotia.
Bílaverk-
stæðið
Kirkjubæj-
arklaustri
sýknað
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur sýknað eiganda Bílaverk-
stæðisins Kirkjubæjarklaustri og
Sjóvá-Almennar af kröfum við-
skiptavinar, sem krafðist að sér
yrðu greiddar 419 þúsund krónur,
vegna kostnaðar sem hann lagði út
vegna bilaðrar bílvélar. Taldi stefn-
andi að stefndi bæri ábyrgð á því að
vélin, sem stefndi setti í bifreið
stefnanda, hefði bilað daginn eftir
afhendingu úr viðgerð og eyðilagst
stuttu síðar
Stefnandi fór í mál við verkstæðið á
þeim forsendum að vélin sem sett
var í bílinn var ekki af réttri stærð
og taldi verkstæðið vera bótaskylt.
Sagði stefnandi að starfsmenn verk-
stæðisins hefðu ekki aðgætt hvers-
konar vélarstærð um væri að ræða
og látið sig panta 360 vél í stað 318
eins og var í bifreiðinni þegar hún
fór á verkstæðið.
Komst dómurinn að þeirri niður-
stöðu að meðferð stefnanda sjálfs á
bifreiðinni eftir viðgerðina hefði
valdið þvi að vélin bræddi úr sér.
Þótti ósannað að stefndi hafi við
ísetningu vélar í bifreið stefnanda
gerst sekur um mistök sem gerðu
hann bótaskyldan.
Morgunblaðið/Ásdís
Alþjóðadagur
kennara á
Hótel Borg
ALÞJÓÐADAGUR kennara
verður haldinn hátíðlegur hér á
landi í annað sinn nk. mánudag
5. október. í tilefni dagsins
munu KÍ, HÍK og Félag ís-
lenskra leikskólakennara
standa fyrir menningardagskrá
á Hótel Borg. Þema dagsins er
„Kennarar móta framtíðina“.
UNESCO ákvað 1994 að einn
dagur á ári skyldi helgaður
kennurum í heiminum. Stofn-
unin hefur leitast við að vekja
athygli á stöðu kennara, starfs-
aðstöðu, launakjörum og ímynd
kennara. í ár ákvað stofnunin
að láta kanna sérstaklega
ímynd kennara í bíómyndum. A
síðasta ári útbjó stofnunin
fræðsluefni sem innhélt m.a.
viðtöl við kennara alls staðar að
úr heiminum þar sem fjallað
var um aðbúnað þeirra og að-
stöðu þeirra til að sinna starfi
sínu.
A dagski'ánni á Hótel Borg,
sem hefst kl. 20:30 flytja Petra
Óskarsdóttir flautuleikari og
Ingunn Hildur Hauksdóttir pí-
anóleikari tónlist. Margrét
Gunnarsdóttir Schram fer með
ljóð eftir leikskólabörn. Pétur
Jónasson flytur gítartónlist.
Egill Egilsson rithöfundur
verður með upplestur. Þá mun
Jenný Gunnarsdóttir syngja við
undii'leik Jóhanns Ólafs Ingva-
sonar. Ræðumaður kvöldsins er
Kári Arnórsson, fyrrverandi
skólastjóri. Dagskránni lýkur
með söng Elísabetar F. Eiríks-
dóttur við undirleik Elínar
Guðmundsdóttur. MS-bandið
mun auk þess flytja létta tón-
list. Allir sem koma fram utan
einn eru kennarar.
Svaladrykkur
HÚN virtist fegin að geta svalað þorstanum, hnátan sem varð á vegi
Ijósmyndarans í grasagarðinum í Laugardal þar sem hún saup af
vatnspósti í garðinum.
20 milljónir
söfnuðust
SÖFNUN SÍBS fýrir endurhæf-
ingu á Reykjalundi hófst með beinni
sjónvarpstútsendingu í gær og
höfðu safnast um 20 milljónir króna
skömmu fyrir miðnætti í gær.
Ingólfur Garðarsson, fram-
kvæmdastjóri söfnunarinnar, sagði
að söfnunin hefði gengið ágætlega
miðað við það að bilun hefði orðið í
stöð hjá Landssímanum þannig að
ekki hefði náðst samband inn á
Reykjalund í um klukkustund.
Söfnunin stendur út helgina.
Fréttamenn vegna Jóns Gunnars Grjetarssonar
Málshöfðun undir-
búin á hendur RUV
Bruni í gróðurhúsi
SKAMMHLAUP í rafkerfi er talið
hafa valdið eldsvoða í einu gróður-
húsa þar sem fram fer rósarækt hjá
Landi og sonum á Flúðum í fyrr-
inótt. Enginn meiddist í brananum.
Tilkynnt var um eldinn kl. 4.24 og
börðust eigendumir við eldinn uns
slökkviliðið á Flúðum kom á vett-
vang. Miklar rafmagnssprengingar
kváðu við og logaði upp úr þakinu á
einum stað í húsinu þegar slökkvilið
hóf slökkvistarf. Vöknuðu íbúar í
nærliggjandi húsum við kraftmik-
inn sprengignýinn og sló rafmagi
út í brananum með þeim afleiðiní
um að rafmagn fór af öllum húsui
á Flúðum að sögn slökkviliðsmanni
Ljóst er að tjónið er umtalsvert
gróðurhúsinu, en mestar áhyggjn
höfðu eigendurnir af rósunum, sei
mikill reykur umlukti í eldinun
Voru þær famar að hanga um mið,
an dag í gær, en ekki er víst hvers
mikinn skaða þær bera fyrr en eft:
nokkra mánuði að sögn eins eiganc
ans, Emils Gunnlaugssonar.