Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
^Nýr stjórnmálaflokkur
Munumstjórna
með handafli
ÞAÐ verður fleira að varast en eitruð þunnildi í komandi kosningum Lýðræðis-Hólkurinn
hótar líka að freta . . .
Sveitarstjóri vill rýmka námaleyfí Kísilverksmiðjunnar
Öttast að ný vinnslu-
tækni verði ekki tilbúin
SIGBJÖRN Gunnarsson, sveitar-
stjóri Skútustaðahrepps, segist
óttast að lengri tíma taki að þróa
nýja vinnsluaðferð til vinnslu á
kísilgúr úr Mývatni en vonast var
eftir. Auk þess séu uppi efasemdir
um að hægt verði að nota hana í
Syðri-Flóa vegna þess hvað flóinn
er grunnur.
Undanfarið ár hefur verið reynt
að þróa nýja aðferð við vinnslu
kísilgúrs úr Mývatni, en hún bygg-
ist á því að dæla kísilgúr úr nám-
um í botni vatnsins án þess að
raska sjálfu botnlaginu. Talið er að
takist að þróa þessa aðferð aukist
verulega líkur á að núverandi
námaleyfi verði rýmkað, en sam-
kvæmt því má Kísilverksmiðjan
nýta kísÚgúr úr Mývatni til 2010.
Leyfið nær eingöngu til vinnslu í
Ytri-Flóa, en nú bendir flest til
þess að kísilgúr í flóanum klárist
eftir 2-3 ár.
„Eg hef persónulega miklar
áhyggjur af því að það taki lengri
tíma að þróa þessa nýju vinnsluað-
ferð heldur en menn vonuðust eft-
ir. Auk þess er mér sagt að ekki
ÍSLENSK 22 ára stúlka lenti í bíl-
veltu rétt fyrir utan Bogotá í Kól-
umbíu á föstudagskvöld fyrir viku.
Stúlkan er skiptinemi á vegum
AUS, Alþjóðlegra ungmenna-
skipta, og var á ferðalagi ásamt
öðrum skiptinemum þegar slysið
átti sér stað.
Finnsk stúlka lést í slysinu og
íslenska stúlkan slasaðist í andliti.
Dvelst hún nú á einkarekinni
sjúkrastofu í Bogotá þar sem hún
bíður eftir að gangast undir að-
gerð. Að sögn Aðalheiðar Gísla-
verði unnt að dæla á þeim svæðum
sem helst þyrfti að dæla úr á
Syðri-Flóa með þessari aðferð
vegna þess að þar sé orðið svo
grunnt.
Menn hafa rætt um að veita
leyfi til að hefja vinnslu í svo-
kallaða Boli í vatninu. Það er það
sem sveitarstjórn hefur mikinn
hug á, að það verði gefið út leyfi til
að fara í Bolina. Menn vona
auðvitað að ný aðferð skili árangri
en það tekur bara alltaf lengri
tíma en menn hyggja að þróa nýja
tækni. Mér er sagt að eins og er
sé hún það dýr að það sé ekki
skynsamlegt fjárhagslega að beita
henni,“ sagði Sigbjörn.
Sigbjörn sagði að það væri því
brýnt fyrir verksmiðjuna og
byggðarlagið allt að það lægi fyrir
mjög fljótlega hvort leyfi fengist
til að vinna kísilgúr utan við Ytri-
Flóa. Helmingur af tekjum Skútu-
staðahrepps kemur frá starfsemi
verksmiðjunnar.
Finnur Ingólfsson iðnað-
arráðherra sagði að þegar núver-
andi námaleyfi var gefið út árið
dóttur framkvæmdastjóra AUS er
vonast til að hún komist í aðgerð
nú um helgina, en hún er ekki í
lífshættu.
Móðir stúlkunnar dvelst hjá
henni, en stúlkan kom til Kólumbíu
í júlí sl. og ætlaði að dvelja í ár.
Hún hefur ekki tekið ákvörðun um
hvort hún komi heim þegar hún
hefur heilsu til, eða hvort hún
dvelji áfram í Kólumbíu þar sem
hún vinnur sjálfboðastarf á vegum
samtakanna.
1993 til ársins 2010 hefði öllum
verið ljóst, þingmönnum kjördæm-
isins, sveitarstjóm og öðrum sem
málið varðar, að svo gæti farið að
kísilgúr á svæðinu kláraðist fyrr.
Verksmiðjan hefði verið rekin með
fullum afköstum síðustu ár og m.a.
þess vegna hefði kísilgúrinn klár-
ast fyrr.
Stóð ekki til að leyfa náma-
vinnslu í Syðri-Flóa
„Það er alveg ljóst af yfirlýsing-
um þáverandi iðnaðarráðherra og
umhverfisráðherra, Jóns Sigurðs-
sonar og Eiðs Guðnasonar, að
þeir töldu ekki koma til greina að
fara í Syðri-Flóa. Svæðið var því
afmarkað við Ytri-Flóa. Stofnun
kísilgúrsjóðsins á þessum tíma
var liður í því að undirbúa aðra og
nýja atvinnuuppbyggingu á
svæðinu vegna þess að þessari
uppbyggingu væri að ljúka.
Stjórnendur verksmiðjunnar hafa
hins vegar haft vakandi auga fyrir
því að reyna að finna nýjar leiðir
og hafa prófað sig áfram með nýja
tækni við námavinnsluna. Við í
ráðuneytinu fylgjumst mjög náið
með því.“
Finnur sagðist telja að það hefði
staðið fyrirtækinu að nokkni fyrir
þrifum að nýr framkvæmdastjóri
hefði ekki verið ráðinn þegar
Bjarni Bjarnason hætti. Hann
sagðist hafa lagt áherslu á það við
erlenda meðeigendur ríkisins að
nýr maður yrði ráðinn. Þeir hefðu
lagst gegn því, en nú væri búið að
ná því fram að framkvæmdastjóri
yrði ráðinn,
„Ég vil að gert verði allt sem
mögulegt er til að verksmiðjan
verði áfram í rekstri, en menn
verða líka að gera sér grein fyrir
því, og það eiga þeir best að
þekkja fyrir norðan, að lögin um
Laxá og Mývatn setja verulegar
skorður í þessum efnum,“ sagði
Finnur.
Islensk stúlka í bfl-
veltu í Kólumbíu
Fornbeinarannsóknir
181 einstak-
lingur rann-
sakaður
Hildur Gestsdóttir
EKKI fór hátt þegar
ríkisstjórnin ákvað
að veita styrk til
endurútgáfu á doktorsrit-
gerð Kristjáns Eldjárns
Kuml og haugfé í tilefni af
því að 80 ár voru liðin frá
fæðingu Kristjáns og 40 ár
voru liðin frá útgáfu bókar-
innar í lok ársins^ 1996.
Fornleifastofnun Islands
var falið að undirbúa
verkið og hófust rannsókn-
ir í tengslum við endurút-
gáfuna í ársbyrjun árið
1997. Ritnefnd skipa Adolf
Friðriksson, forstöðumað-
ur FSÍ, Þór Magnússon,
þjóðminjavörður, og Þór-
arinn Eldjárn rithöfundur
og sonur Kristjáns heitins
Eldjárns. Kuml og haugfé
er talið vera undirstöðurit
íslenskrar fornleifafræði.
Rannsóknarstai'fið skiptist í
nokkra áfanga og fólst fyrsti
áfanginn í rannsóknum á forn-
gripum úr kumlum. Annar
áfanginn snýst um beina-
rannsóknir og hefur verið í hönd-
um Hildar Gestsdóttur, starfs-
manns FSI, og fyrsta og eina
sérmenntaða fornbeinafræðings-
ins á íslandi. Hildur segir að
hennar verkefni hafi falist í því
að kyn og lífaldursgreina bein úr
öllum íslenskum kumlum.
,Annars vegar af því að sam-
ræmis verður að gæta í grein-
ingu beina úr eldri og yngri fund-
um og hins vegar af því að eftir
var að rannsaka talsvert af bein-
um. Aðalverkefnið snýr að því að
kyn og lífaldursgreina beinin.
Ekki er hægt að greina kyn
bama fyrr en um 16 til 17 ára
aldur þegar mjaðmagrindarbein-
in eru búin að sameinast í eitt
bein. Mestar upplýsingar gefa
mjaðmagrindin og svo hauskúp-
an. Huga verður vel að stærð og
lögun ýmissa annarra einkenna.
Ég get nefnt að þvermál á liðflöt-
um kemur inn í kyngreininguna.
Lengd beina gefur hins vegar
ekki upplýsingar um kyn eins og
margir eflaust halda.“
- Hvernig er hægt að greina
lífaldur?
„Hvað fullvaxið fólk varðar
hafa liðfletir, sérstaklega aftur
úr mjaðmagrindinni, reynst
gagnlegir. Eyðing tanna hefur
lengi verið talin geta gefið gagn-
legar upplýsingar. Með tímanum
hefur hins vegar komið í ljós að
breskir staðlar eiga ekki við hér
á landi. Eyðing tanna er nefni-
lega mun minni hér en staðlarnir
gera ráð fyrir. Ég er svona að
vonast til að næsta verkefni mitt
geti falist í því að þróa aðferð til
að að nota tennur til aldursgrein-
ingar hér.
Bein eru ekki tengd
þegar böm fæðast
heldur sameinast
smám saman á
ákveðnum tíma.
Beinasameiningin og
tanntaka valda því að mun
auðveldara er að aldursgreina
smábörn en fullvaxta fólk. Ég
get nefnt að á fyrstu mánuðun-
um er hægt að aldursgreina böm
innan nokkurra mánaða. Með
aldrinum verður aldursgreining-
in grófari. Fullvaxta fólk er
aðeins hægt að aldursgreina inn-
an 10 ára.“
-Hversu langt ert þú komin
með greininguna?
► Hildur Gestsdóttir er fædd 1.
júní árið 1972 í Reykjavik. Hild-
ur ólst upp í Kenýa og lauk prófi
sambærilegu við stúdentspróf
þar í landi árið 1990.
Eftir að því lauk stundaði
Hildur nám í fornleifafræði við
háskólann í Nottingham og út-
skrifaðist þaðan árið 1994. Hún
stundaði framhaldsnám við
háskólana í Sheffield og Brad-
ford á árunum 1996 til 1998
þegar hún lauk Msc.-gráðu í
beinafræði og fornmeinafræði.
Sambýlismaður Hildar er
Howell Roberts fornleifa-
fræðingur.
„Ég hef lokið gi'einingunni og
vonast til að í beinu framhaldi fái
ég tækifæri til að útvíkka verk-
efnið og gera meinafræðilegar
rannsóknir á beinunum.
Með meinafræðilegum rann-
sóknum er hægt að fá gagnlegar
upplýsingar í tengslum við
meiðsl, erfðakvilla, hörgulsjúk-
dóma, smitsjúkdóma, ýmsa
kirtla- og heiladingulssjúkdóma
svo fátt eitt sé tiltekið.“
- Hefur eitthvað sérstakt
vakið athygli þína?
„Fyrst og fremst slæm varð-
veisla. Við því er í sjálfu sér lítið
að gera því ástæðan er yfirleitt
tengd því hvernig kumlin finn-
ast. Ymist hefur jarðeyðing vald-
ið því að kumlin hafa komið í ljós
og veðrast áður en þau hafa
fundist eða stórtækar vinnuvélar
hafa komið niður á kumlið í
tengslum við framkvæmdir.
Aðeins um 60% beinanna er
hægt að vinna með. Hitt geta
t.a.m. verið bara tennur eða
hauskúpubrot.
Annars voru niðurstöðumar
ekkert frábrugnar því sem að bú-
ast hefði mátt við. Að vísu fund-
ust heldur fleiri karlar en konur
en erfitt er að segja til um hvort
hlutfallið endurspegl-
ar kynjahlutfallið í
samfélaginu endur eru
kumlafundir eins og
gefur að skilja nokkuð
tilviljunarkenndir.“
- Hvað hefur þú
rannsakað marga?
„Ég hef rannsakað 181 ein-
stakling. Smám saman bætast
svo fleiri við þegar ný kuml finn-
ast.“
- Hvenær er gert ráð fyrir að
heildarverkinu ljúki svo hægt
verði að gefa doktorsritgerðina
út?
„Mér skilst að stefnt sé að því
að doktorsritgerðin verði gefin
út í lok ársins 1999.“
Fullvaxta fólk
er hægt að
aldursgreina
innan 10 ára