Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ H VIÐSKIPTI Breytingar á stjórnskipulagi Landsbanka Islands Landsbréf gerð að sviði innan bankans BANKARÁÐ Landsbanka íslands hf. staðfesti breytingar á stjómskipu- lagi fyrir Landsbankasamstæðuna á fundi sínum á Akureyri í gær. Með þeim eru Landsbréf hf. færð inn í bankann og mynda eitt hinna fimm sviða hans. F ramkvæmdastjóri Landsbréfa verður framkvæmda- stjóri nýja sviðsins. Þá er vægi og sjálfstæði svæðisútibúa aukið. Breyt- ingamar taka gildi 1. nóvember næst- komandi. Nýtt stjómskipulag Landsbankans var ákveðið eftir að Halldór J. Krist- jánsson var ráðinn bankastjóri í apríl. Breytingamar nú em nánari útfærsla á því og koma í kjölfar stefnumótun- arvinnu sem unnin hefur verið innan bankans, að sögn Halldórs. Hann segir að breytingunum sé ætlað að styrkja starf Landsbankasamstæð- unnar í heild. í fréttatilkynningu kemur fram að breytingamar taka mið af þeirri stað- reynd að Landsbankinn er nú að verða annað fjölmennasta almenn- ingshlutafélag landsins með mest eig- ið fé og stærstan efnahag allra inn- lendra fjármálaíyrirtækja auk þess að ráða yfir víðtækasta útibúaneti þessara fyrirtækja. Tekur til allrar samsteypunnar Meginmarkmið breytinganna er „að efla enn frekar heildarþjónustu og ráðgjöf við viðskiptavini Lands- bankasamstæðunnar, leggja aukna áherslu á markmiðsstjómun og kostnaðareftirlit í öllum rekstri bank- ans, auka sjálfstæði og vægi svæðis- útibúa og styrkja uppbyggingu og þróun tækni- og upplýsingamála". Helstu breytingar á stjómskipulagi em þær að skipulagið tekur til allrar samstæðunnar, þar á meðal Lands- bréfa. Starfseminni verður skipt milli fimm sviða sem heyra beint undir bankastjóra. Landsbréf verða því stjómunarlega færð inn í bankann og fyrirtækið myndar eitt hinna fimm sviða. Starfsmannadeild og fjárhags- deild munu heyra beint undir banka- stjóra. Svæðaskipulag bankans er treyst í sessi og svæðin gerð sjálf- stæðari og öflugri einingar. Ahersla er lögð á markmiðsstjóm- un, stuttar boðleiðir, svo og skjótar en vandaðar ákvarðanir og valddreif- ingu í því skyni að færa þjónustuna nær viðskiptavinum. Loks er þess getið að stofnuð er ný deild til að veita sérhæfða þjónustu og annast fjármálaráðgjöf við fyrirtæki og sveitarfélög. Deildin verður í alþjóða- og fjármálasviði. Skiptist f fimm svið Hin fimm svið Landsbankasam- stæðunnar heyra beint undú' banka- stjóra, Halldór J. Kristjánsson. Verk- efni þeirra skiptast þannig: Alþjóða- og fjármálasvið annast málefni sem varða erlend samskipti og viðskipti bankans, fjárstýringu og ávöxtun á lausafé. Framkvæmda- stjóri sviðsins er Gunnar Þ. Ander- sen, en hann tók við stöðu fram- kvæmdastjóra hjá Landsbankanum 1. ágúst síðastliðinn. Fyrirtækjasvið annast öll þau mál- efni sem varða þjónustu bankans við þau fyrirtæki, sveitarfélög, sjóði og fagfjárfesta sem sérstaklega hafa verið skilgreind inn á sviðið. Fram- kvæmdastjóri er Brynjólfur Helga- son. Markaðssvið hefur umsjón með úti- búaneti bankans og annast þau verk- efni sem varða þjónustu bankans og samstarfsfyrirtækja í fjármála- og tryggingaviðskiptum við einstaklinga, fjölskyldur og smá og meðalstór fyr- irtæki. Framkvæmdastjóri er Bjöm Líndal. Rekstrarsvið annast málefni sem snúa að rekstrarmarkmiðum bank- ans, upplýsingavinnslu, fasteigna- rekstri, lögfræðimálum, úrvinnslu vandamálaútlána og skuldaskilaeign- um. Framkvæmdastjóri rekstrar- sviðs er Jakob Bjamason. Sjóðasvið annast starfsemi Lands- bankans á sviði fjárvörslu undir merki Landsbréfa hf. Framkvæmda- stjóri þess er Gunnar Helgi Hálfdan- arson. Mun hann hafa umsjón með eflingu sjóðarekstrar á vegum Lands- bankasamstæðunnar. Gunnar Helgi er jafnframt forstjóri Landsbréfa hf. en það fyrirtæki veitir einnig einstak- lingsþjónustu í verðbréfaviðskiptum eins og verið hefur. Kristín Rafnar gegnir sem fyrr starfi starfsmannastjóra og Haukur Þór Haraldsson er forstöðumaður fjárhagsdeildar og fjármálastjóri. Þá mun Kristinn Briem gegna starfi að- stoðarmanns bankastjóra. Svæðisskrifstofur Landsbankans, sem em níu talsins, munu heyra und- ir bankastjóra en framkvæmdastjóri markaðssviðs fer með daglega stjóm- un gagnvart svæðum. Embætti flugvallarstjóra á Keflavíkurfluffvelli skipt Settur sérstakur for- stjóri Flugstöðvar STARFI flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli hefur verið skipt. Undir embætti flugvallar- stjóra, sem auglýst hefur verið laust til umsóknar, fellur einungis daglegur rekstur vallarins. Hins vegar hefur verið settur sérstakur forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, án auglýsingar, til eins árs. Að sögn Þórðar Ægis Óskars- sonar, yfirmanns varnarmálaskrif- stofu utnaríkisráðuneytisins, var ákveðið að skipta starfi flugvallar- stjóra vegna aukningar í verslun og viðskiptum í flugstöðinni og áformum um enn meiri umsvif vegna stækkunar stöðvarinnar. Hann segir að starfið sé talið of mikið fyrir einn mann og þótt hafi rétt að gera þetta nú þegar Pétur Guðmundsson lætur af starfi flug- vallarstjóra. Undir embætti flugvallarstjóra, sem auglýst hefur verið laust til umsóknar með umsóknarfresti til 12. október, fellur nú daglegur rekstur Keflavíkurflugvallar, með- al annars flugumsjón, flugrekstrar- leyfi og samskipti við varnarliðið. Undir forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar heyrir rekstur flug- stöðvarinnar sjálfrar. Utanríkisráðherra hefur sett Ómar Kristjánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra og aðaleiganda Þýsk-íslenska hf. og Metró hf., í embætti forstjóra flugstöðvarinnar til eins árs frá og með 1. október að telja. Ómar hefur verið fram- kvæmdastjóri markaðs- og kynn- ingarsviðs Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli frá því í byrjun síðasta árs. „Það var niðurstaðan að hafa þetta svona,“ segir Þórður Ægir þegar hann er spurður að því af hverju forstjórastaðan var ekki auglýst eins og flugvallarstjóra- staðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.