Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Sigur Gerhards Schröders og jafnaðarmanna í kosningunum í Þýskalandi Ný stjórn - nýjar áherslur Ekki er að vænta róttækra breytinga á utanríkisstefnu Þýskalands undir stjórn jafnaðarmanna. Kjartan Emil Sigurðsson segir að áherslubreytinga muni þó gæta eftir því sem þungamiðja ríkisins færist til austurs. Reuters JOSCHKA Fischer, leiðtogi græningja og hugsanlegur utanríkis- ráðherra í ríkisstjórn Gerhards Schröders, kemur til viðræðna við jafnaðarmenn. STEFNA hins tilvonandi kanslara Þýskalands, Gerhards Schröders, og Jafnaðarmannaflokks hans (SPD) verður í anda utanríkisstefnu fráfarandi stjómar og ber vart þar í millum. Nokkru fyrir kosningarnar var utanríkisstefna SPD slípuð og færð til nútímalegra horfs. Schröder tók upp ábyrgari mál- flutning og lét af efasemdum sínum um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU). Einn af höfundum þessarar breytingar er Helmut Schmidt, sem var brautryðjandi EMU á sinni tíð. Það er við hæfi því að Schröder tók á sínum tíma Schmidt fram yfir Brandt innan SPD. Tveir aðrir arkitektar að nútíma- væðingu á utanríkisstefnu SPD, þeir Rudolf Scharping og Gúnter Verheugen, eru kandidatar flokks- ins í embætti varnarmálaráðherra. Hins vegar munu Græningjar, sem annar af tveimur stjórnarflokkum, líklega hafa sterkt tilkall til emb- ættis utanríkisráðherra. Það félli þá líklega í skaut Joschka Fischer sem nýlega hefur gefið út bók um stefnu flokksins. Hún þykir bera merki um raunsæi og nútímaleg viðhorf í ut- anríkismálum. Ef til vill lýsir það vel utanríkisstefnu Græningja og ágreiningi í þeirra röðum að önnur nýleg bók eftir fulltrúa þeiira í ut- anríkismálanefnd þýska Sambands- þingsins ber heitið: „Græningjar og utanríkismál - erfið samþætting." Rætur Græningja eru meðal annars í friðarhreyfingu níunda áratugar- ins. Meðal þeirra er sterk andstaða við málamiðlanir um utanríkismál og er höfundur umræddrar bókar í hópi gagnrýnenda Fischers og að- lögunar hans að hinni viðteknu ut- anríkisstefnu Þýskalands. Þýskaland í Evrópu miðri Hinn frægi þýski kanslari Otto von Bismarck mun einu sinni hafa komist svo að orði að Bæheimur sé lykillinn að Evrópu. Með öðrum orðum: sá sem ráði þeim landshluta hafi lyklavöld í Evrópu. Bismarck ríkti í miðri Evrópu í um það bil tuttugu ár sem kanslari í anda raunsæis og pólitískrar slægðar. Hann samdi við hina ýmsu ná- granna Þýskalands eftir því sem hentaði honum í hvert og eitt skipti. Ekki skal fjölyrt meir um landa- fræði Bismarcks og ekki hafði Bis- marck völdin í Bæheimi. Þessi 19. aldar landafræði lýsir enda tæplega stöðu Þýskalands í dag, í miðri Evr- ópu, með viðskipta-hagsmuni langt til vesturs en einnig til austurs; til Tékklands, Ungverjalands og Pól- lands og annarra ríkja Mið- og Austur-Evrópu. Helmut Schmidt, sem áður er nefndur, telur að austurhluti Þýska- lands muni verða í miðju viðskipta og verslunar á nýrri öld. Þar verður enda höfuðborg hins sameinaða Þýskalands, stundum nefnt „Berlín- ar-lýðveldisins“. M.ö.o. sagt þá fær- ist hin pólitíska þungamiðja ríkisins til austurs og þar verða viðskiptin blómlegust, jafnvel ef litið er til álf- unnar í heild. Niðurstaðan sé því sú að miðja álfunnar í viðskiptum sé Brandenborg; þar næst koma næstu nágrannahéruð og svæði í Tékklandi, Póllandi, Danmörku, suðurhluta Svíþjóðar, og önnur svæði í Þýskalandi. Þessar hugleiðingar Schmidt undirstrika enn frekar þá mikil- vægu staðreynd að Þýskaland á landamæri að níu ríkjum. Sjö þeirra eru smáríki en Frakkland og Pól- land eru stóru nágrannarnir. Þau tvö ásamt Þýskalandi hafa raunar tekið upp þríhliða samstarf í örygg- is- og varnarmálum sem er til merk- is um mikilvægi hinnar landfræði- legu legu þeirra. Staða Þýskalands í miðri Evrópu þýðir ekki að stjórnmálamenn hafi gleymt sögu 20. aldar og hörmung- um hennar. Engin þýsk ríkisstjórn myndi beita sér utan alþjóðastofn- ana eins og NATO og Evrópusam- bandsins (ESB). Hið fyrmefnda, NATO, er að mestu leyti ábyrgt fyrir öryggi og vömum og ESB hef- ur alla viðskiptasamninga á sinni könnu er varða ríki utan sambands- ins. Ný ríkisstjórn og nýr utanríkis- ráðherra mundi óhjákvæmilega leggja áherslu á samstarf innan þessara og annarra alþjóðastofn- ana. Þó má gera ráð fyrir að ekki einungis jafnaðannenn heldur líka Græningjar vilji leggja ríka áherslu á Ostpolitik en svo nefndist stefna Þýskalands gagnvart ríkjum austan Járntjalds á tímum kalda stríðsins. Það er vilji Þýskalands að ESB og NATO verði stækkað til austurs. Hér skiptir hið stóra nágrannaland, Pólland, auðvitað mestu og ætla má að Ungverjaland sé í náðinni meðal annars vegna frumkvæðis þess að hruni og falli Berlínarmúrsins og kommúnismans og svo góðs efna- hagsástands þar í landi. Sú atburða- rás varð meðal annars til þess að „þýska vandamálið" var leyst eins og flestum er kunnugt. Allt þetta •verður frekar til umræðu vegna þess að Þýskaland undir nýrri ríkis- stjóm er í forsæti ESB á fyrrihluta næsta árs. Sterk hefð fyrir Ostpolitik Gerhard Schröder tekur við hefð- bundnu ríki - „normal" ríki - þar sem hagsmunir og utanríkisverslun er dijúgur hluti þjóðarframleiðslunn- ar. Stundum var fjallað um þýska ut- anríkisstefnu sem nokkurs konar „tékkheftis- diplomatiu". Vestur- Þýskaland hafi verið reiðubúið til að borga brúsann, friða nágranna sína eða ná öðrum eftirsóknarverðum markmiðum með þessum hætti, án þess að leggja annað til en fé. Ekki er lengur um þetta að ræða, ríkiskassinn er einfaldlega tómur. En þrennt mætti nefna sem ef til vill mun setja mark sitt á framtíðar- stjóm jafnaðarmanna. í fyrsta lagi munu jafnaðarmenn hafa betri möguleika til að stofna til umbóta á landbúnaðarkerfi ESB heldur en núverandi ríkisstjórn með Kristi- lega demókrata sem ráðandi afl. Þetta kemur tO af þeirrí augljósu staðreynd að flokkur jafnaðar- manna þarf ekki að taka sérstakt tillit til hinna bæversku bænda og sveitahéraða. Þar eiga jafnaðar- menn hvort eð er lítið fylgi. í öðru lagi, það sem þegar hefur verið nefnt, að hin upprunalega Ostpolitik er hugarsmíð Willy Brandts kansl- ara jafnaðarmanna og því sterk hefð fyrir slíkri stefnu hjá flokkn- um. Aukinheldur eru Græningjar að minnsta kosti jafn ákafir um virka Ostpolitik og SPD. í þriðja lagi hljóta sterk tengsl Þýskalands við Mið- og Austur-Evrópu að hafa mikil áhrif á stefnu landsins. Ríki Mið- og Austur-Evrópu yrðu þá jafnvel að nokkurs konar vaxtar- broddi þýskra fjárfestinga, eins og þegar virðist bera á, þótt ef til vill í takmörkuðum mæli sé. Höfundur er MA (stjómmálafræði og starfar við kennslu. Hillary Clinton forsetafrú Bandaríkjanna á kvennafundi í Urúgvæ Montevideo. Reutere. HILLARY Rodham Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna, hefur hvatt til baráttu gegn „staðnaðri ímynd kvenna“ sem hiin segir hindra pólitiskan frama og efna- hagslegt sjálfstæði kvenna. „Við höfum jafnmikinn rétt og allir aðrir til að komast áfram,“ sagði Hillary Clinton þegar hún ávarpaði 300 konur í þinghúsinu í Urúgvæ í fyrradag. Forsetafrúin sagði að stöðnuð ímynd kvenna takmarkaði að- gang þeirra að bankalánum og yrði til þess að fjölmiðlar ein- blíndu á klæðnað embættis- kvenna í stað þess að einbeita sér að störfum þeirra eða ummælum. „Það er mjög mikilvægt að láta fjölmiðla, höfunda námsbóka og kennara standa fyrir máli sínu þegar þeir halda í staðnaða ímynd kvenna, það er ekkert smámál,“ sagði hún og varð nokkrum sinnum að gera hlé á máli sínu vegna lófataks kvenn- anna í þinghúsinu. HiIIary sagði að stöðnuð ímynd kvenna torveldaði þeim einnig að öðlast efnahagslegt sjálf- stæði. „Peningafólkið er flest menntaðir auðugir karlar sem hugsa ekki svo mikið um fátækar ómennt- aðar konur sem reyna að vera efnahagslega sjálfstæðar." Forsetaftúin fór til Úrúgvæ eft- ir að hafa sótt fund eiginkvenna þjóðarleiðtoga í Chile. Konurnar í þinghúsinu í Montevideo sögðu að stóísk ró hennar þrátt fyrir Ijölmiðlafárið í Bandaríkjunum vegna kynferðissambands Bills Clintons og Mon- icu Lewinsky hefði styrkt stöðu hennar sem málsvara kven- réttinda. „Það var hennar eigið val, vegna þeirra valda sem hún deilir með manni sínum, að sætta sig við þessa meintu auðmýkingu," sagði ein fundarkvennanna, Lilian Cilibert, er á sæti í nefnd sem stofnuð var til að fylgjast með framvindunni í kven- réttindamálum eftir alþjóðlegu kvennaráðstefnuna í Peking 1995. „Staðnaðri ímynd kvenna“ mótmælt Störf fyrir 100.000 ungmenni GERHARD Schröder, vænt- anlegur kanslari Þýskalands, ætlar að hrinda af stokkunum áætlun um störf fyiir 100.000 atvinnulaus ungmenni þegar hann hefur tekið við stjórnar- taumunum. Er búist við, að það verði í lok mánaðarins. Jafnaðarmenn og græningjar ræddust við í gær og vilja þeir síðarnefndu fá fjögur ráð- herraembætti í sinn hlut. Meg- inverkefni stjórnarinnar verð- ur að berjast við atvinnuleysið en það tekur nú til fjögurra milljóna manna. Skattahækk- un í Noregi NORSKA stjórnin leggur fram fjárlagafrumvarp sitt á mánu- dag og vonast til, að það geti orðið til að lækka vexti í land- inu. Hugsast getur einnig, að það verði minnihlutastjórninni að falli en þar er gert ráð fyrir skattahækkunum og niður- skurði. Eftir sex góð ár hefur slegið mjög í bakseglin í norsku efnahagslífi. Vextir hafa verið hækkaðir sjö sinnum, olíuverð er það lægsta í 10 ár og síðan koma til áhrif af fjármálakrepp- unni í Asíu og Rússlandi. Vegna þessa er búist við, að fjárlagaaf- gangurinn fari úr rúmlega 500 milljörðum ísl. kr. í um 400 milljarða. Þótt mikil andstaða sé við írumvarpið, sem hefur lekið að mestu leyti til fjölmiðla, þá er almennt búist við, að það verði samþykkt. Freistar það ekki stjórnarandstöðunnar að taka við fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar á næsta ár. Skorinn upp í móðurkviði SJÖ sænskir læknar skáru ný- lega upp sveinbarn í móðurkviði og er það í fyrsta sinn, sem það er gert í Evrópu. Urðu þeir fyrst að skera upp konuna til að komast að barninu en komið hafði í ljós, að gróið hafði fyrir öndunarveginn í hálsi. Kemur slíkt örsjaldan fyrir en veldur bráðum dauða við fæðingu. Tókst aðgerðin vel og að henni lokinni var skorið á naflastreng- inn og drengurinn settur í önd- unarvél. Líður honum vel en að- eins vantaði mánuð á eðlilegan meðgöngutíma. Falsaði skjöl um Díönu OSWALD LeWinter, 67 ára gamall maður, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Vín í gær fyrir að reyna að reyna að svíkja út fé og selja fölsk skjöl en þau áttu að sanna, að Díana prinsessa hefði verið myrt. LeWintre, sem er með bandarískt og ísra- elskt ríkisfang, bauð Mohamed A1 Fayed, fóður Dodis Fayeds, sem lést með Díönu, skjölin fyrir rúmlega milljarð ísl. kr. en hann hafði samband við bandarísku alríkislögregluna. Lét A1 Fayed LeWinter fá 1,75 millj. kr. „fyrirfram" og bað hann að hitta sig í Vín þar sem hann var handtekinn. Skjölin áttu að sýna, að breska leyni- þjónustan hefði lagt á ráðin um að myrða Díönu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.