Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 32
ÚTI A€ BORBA ME0 SIGRÚNU EÖVALDSDQTTUR 32 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sigrún Eðvaldsdóttir er nýráðin konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Flutti heim í sumar eftir að hafa verið meira og minna erlendis í fjórtán ár. Skapti Hallgrímsson borðaði með Sigrúnu á Vegamótum og komst að því að hún er að uppgötva lífið hinum megin við fiðluna; er búin að kaupa sér hjól, farin að stunda leikfimi og fór meira að segja á landsleik í knattspyrnu á dögunum! Sigrún hélt út í heim fyrir nærri hálfum öðrum áratug með geislandi bros og smit- andi hlátur í farteskinu. Og fiðluna, sem hefur aldrei verið langt undan síðan hún byrjaði fímm ára að læra á slíkan grip. Fyrir fjórtán árum, þegar Sigrún var sautján ára, lagði hún land undir fót og hóf nám við Curtis-tónlistarháskólann í Fíla- delfíu í Bandaríkjunum. Og vestan- hafs var hún í níu ár. „Eftir nám var ég í strengjakvartett í Miami í tvö ár. Svo giftist ég...“ segir hún þar sem við sitjum á Vegamótum, ný- legu bistrói við Vegamótastíg, sem Sigrún vildi endilega fara á. „Petta er ofsalega gott,“ segir hún eftir að hafa smakkað rauðvínið sem þjónninn hellir í glas hennar, spænskt Campo Viejo. „...en svo skildi ég. Við bjuggum saman í Indianapolis eftir námið. Þá var ég bara ein fíðla, var alltaf að æfa mig eða að fara í hina eða þessa fíðlukeppnina einhvers staðar í heiminum og hann sá mig rosalega lítið, grey maðurinn. Við kynntumst í Curtis; hann spilar á kontrabassa, en við vorum ung og vitlaus þegar við kynntumst! Síðasta árið sem við bjuggum saman vorum við í Chicago, þar sem hann var í sinfón- íuhljómsveitinni. Hann er frá New York og býr núna þar, er í Metropolitan-óperuhljómsveitinni, þannig að þetta er það besta sem hefði getað komið fyrir hann. Hann er giftur og á dóttur, og þegar ég fer til New York - gettu hjá hverj- um ég gisti? Ég gisti hjá þeim og það er æðislegt! Við erum ofsalega góðir vinir, konan hans er frábær, þannig að þetta er bara æðislegt," segir Sigrún, brosir og hlær eins og henni einni er lagið. „Þegar við skildum fannst mér líka komið nóg af Ameriku. Mér leið aldrei eins og ég ætti heima þama, var alltaf með rosalega heimþrá. Mér fannst allt svo stórt og fólkið er of ólíkt okkur, í raun og veru. Samt átti ég ofsalega góða vini og hafði það mjög gott, en eftir þetta flutti ég til Islands í eitt ár, 1993. Og það var alveg rosalega erfitt, umskiptin voru mikil. Ég var svo ung þegar ég fór í burtu að ég átti ekki marga vini og hélt ekki sambandi við þá sem ég átti. Þannig að þegar ég kom aftur var ég dálítið mikið einmana. En nú horfir þetta allt öðruvísi við. Þegar ég flutti heim var ég reyndar búin að hitta núverandi kærastann minn; við kynntumst í Englandi og Morgunblaðið/Arni Sæberg SIGRÚN Eðvaldsdóttir, nýráðin konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands. „Mér fínnst ofboðslega gam- an að borða góðan mat“ segir hún og var ánægð með kjúkliugaréttinn sem hún valdi á Vegamótum . hittumst þá stundum þar,“ segir Sigrún og segir það gott að hann sé ekki hljóðfæraleikari. „Hann er franskur, hann Mous minn, félags- fræðingur, rólegur og yfu-vegaður." Mous heitir reyndar Mousstafa og býr enn í London. Var óþroskuð félagslega Sigrún kveðst hafa fundið vel, eft- ir að hún flutti heim frá Bandaríkj- unum, hve óþroskuð hún hefði í rauninni verið, félagslega. „Ég var svolítið lítil í mér, en fór að gera mér grein fyrir því hve mannleg Framhjáhald á miðjum aldri GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Las grein þína um hjónaskilnaði. í því sambandi vöknuðu spumingar hjá mér sem einnig koma til af mikilli umræðu um mál Bandaríkjaforseta. I greininni nefnir þú að við miðjan aldur freistar fólk þess að endur- meta lífið o.s.frv. Karlmaður sem er vel kvæntur, er mjög ástfang- inn af eiginkonu og ánægður með böm sín, vill á miðjum aldri hafa kynlífsreynslu (skyndikynni). Hann hyggur ekki á neinar breyt- ingar en telur t.d. vegna lítillar kynlífsreynslu með öðram maka að hann þurfi að víkka sitt sjónar- svið. Spurning mín er sú hvort þetta séu eðlilegar tilfinningar og hvatir, eða þarfnast slíkm- ein- staklingur „sálgæslu" eða annarr- ar brýnnar aðstoðar? Svar: Það væri að bera í bakka- fullan lækinn að blanda Clinton í þessa umræðu, enda er hann ekki gott dæmi um mann sem hyggur á breytingar á miðjum aldri vegna lítillar kynlífsreynslu. Þeir era hins vegar margir, bæði karl- ar og konur, sem verður fóta- skortur á vegi dyggðarinnar og halda fram hjá maka sínum við einstaka skyndikynni þegar að- stæður bjóðast. Séu þeir í góðu hjónabandi er það sjaldnast af því að þeir ætli það eða hafi meðvituð áfoi-m um að víkka sjóndeildar- hringinn og finna sér nýtt hlut- verk í lífinu. Oftast er það vegna þess einfaldlega að kynhvötin tekur völdin um stundarsakir. Slíkt er algengt, en siðferðismat manna hlýtur að ráða því hvað þeir telja eðlilegt í þessu efni. Margir sitja þá uppi með sektar- kenndina og verða að horfast í augu við að hafa bragðist trausti Framhjáhald maka síns. Kaþólskir fá nokkra aflausn með þvi að sækja reglu- lega skriftir til presta sinna, en lúterskir eiga síður kost á slíkri leið út úr vandanum. Framhjá- hald af þessu tagi er oftast einka- mál á milli rekkjunauta og þarf ekki að fara lengra ef þeir kjósa að halda því leyndu. Það er þó mismunandi hve mikið makarnir meta hreinskilni og trúnað í hjónabandi eða sambúð. Margir geta ekki lifað við trúnaðarbrest, gera hreint fyrir sínum dyrum og reyna að byggja upp traust að nýju. Slík mál verða reyndar oft- ast best leyst í hreinskilni á milli maka, en ef brestir era komnir í hjónabandið getur verið rétt hjá þeim að leita hjálpar hjá fagfólki. Slík hjálp felst ekki í að reyna að bæla niður kynþörf þess sem hef- ur hlaupið út undan sér, enda til lítils. Gamalt máltæki segir: „Þótt náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir.“ Meira er um vert að kynhvötin finni sér heppi- legri farveg í sambúðinni eða hjónabandinu og leiðin til þess er gjaman sú að vinna úr hugsan- legum tilfinningalegum vanda á milli makanna og byggja upp gagnkvæmt traust. P.S. í síðasta pistli um hjóna- skilnaði sagði ég að ekki væra til tölur um það hvemig hjónskilnað- ir skiptast eftir hjúskaparlengd eða aldri maka. Þetta var yfirsjón. Starfsmaður Hagstofu Islands benti mér á að þessar upplýsingar væra til frá árinu 1961 og birtast í tölfræðiárbók Hagstofunnar, Landshagir. Þar kemur m.a. fram að hjónaskilnuðum eftir meira en 20 ára hjónband hefur hlutfalls- lega fjölgað mikið á seinustu ár- um, vora t.d. um 14% að meðaltali á áranum 1976-80, en 28% árið 1996. Fólk sem skilur er því að meðaltali eldra en áður. Karlar vora að meðaltali 37 ára við skiln- að á áranum 1966-70, en 43 ára 1996, og meðalaldur kvenna við skilnað hækkaði úr 34 árum í 40 ár á sama tímabili. •Lesendur Morgvnblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á mðti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Ennfremur simbréf merkt: Gylfí Ásmundsson, Fax: 5601720.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.