Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 38 i! samskipti eru mér mikilvæg og fór að taka mig á í því sambandi.“ Þær höfðu verið mikið saman tvær, Sig- rún og fiðlan, en „veistu, ég gerði mér allt í einu grein fyrir því að ég er félagsvera", segir hún. „Og nú er ég allt önnur manneskja. Er með allt á hreinu, ekkert feimin og á fullt af vinum.“ Sigrún starfaði mest sem einleik- ari árið sem hún flutti aftur heim. „Maður er mjög einangraður sem einleikari. Þetta eru bara ég og fiðl- an. Maður fómar mjög miklu fyrir þetta, en einn góðan veðurdag spyr maður sjálfan sig: Hvað er eiginlega að gerast? Er þetta það sem ég vil í lífmu?“ Hún segir svarið hafa verið á þá leið að hún hefði viljað taka meiri þátt í lífinu fyrir utan fiðluna en áður. Félagsveran lét á sér kræla, „og eftir því sem ég verð eldri líður mér alltaf betur og bet- ur“. Eftir þetta eina ár hér heima fluttist hún til London. Fékk sér umboðskonu og ætlaði að láta á það reyna að starfa þar sem einleikari. „Eg var úti í þrjú ár... Nei, fjögur reyndar. Jahérna hvað tíminn líður! Fyrsta árið bjuggum við Mous sam- an í London, og tíminn fór í að að- lagast bæði því og borginni." Þjónninn mætir nú með tvo diska og Sigrún segir: „En hvað þetta er flott.“ Hún hafði pantað rétt sem heitir Kjúklingur „stir-fry“ og kost- ar 950 krónur. Honum er svo lýst á matseðlinum: Snöggsteiktar kjúk- lingalundir með strengjabaunum. Með annaðhvort sinnepsvinai- grette, sólblómafræjum, graskera- fræjum og fersku salati. Eða: heimalagaðri sesamsósu, cashew- hnetum og fersku salati. Sigrún fékk reyndar að velja sitt lítið af hvorri uppskrift; sólblóma- og gras- kerafræin, sesamsósuna og salatið. Blaðamaður komst ekki neðar á matseðilinn en að Bacalao á la Vizcaína sem kostar einnig 950 kr. „Gómsætur guðanna réttur“, eins og sagt er á Spáni, segir á seðlin- um. „Bakaður saltfiskur með tómötum, hvítlauk, lauk og bökuð- um paprikustrimlum." „Mmmmmm" segir Sigrún strax eftir íyrsta bitann af kjúklingnum. Þetta er sem sagt jafn gott og það lítur út fyrir að vera, segir blaða- maður og hún dregur ekkert undan. „Já, alveg rosalega gott.“ Og spyr svo: „Ertu mikill matmaður?" Sessunauturinn upplýsir að hann hafí mjög gaman af mat, sérstak- lega að borða hann! Aðrar hliðar matarins séu ekki hans sterkasta hlið, ekki ennþá. „Mmmmmm" segir hún aftur. „Sesam-sósan gerir þetta rosalega gott. Mér fínnst ofboðslega gaman að borða góðan mat.“ Barist í bakka? Lundúnaárin ber næst á góma. Hún segist hafa þurft að byrja frá núlli. Var óþekkt, var í lausa- mennsku og þeyttist um allar jarðir og spilaði og spilaði... „Eg vonaði það besta en svo kom í ljós að það er svo illa borgað fyrir klassíska tónlist í Englandi; ég fékk bara smápeninga fyrir, og sömu sögu var að segja af öðru fólki sem ég kynntist," segir Sigrún. „Aflir voru að berjast í bakka. Segir mað- ur það?“ í bökkum, leiðréttir blaða- maður. ,Alveg rétt, ég var úti of lengi skilurðu." Hún lék mest í Englandi sem ein- leikari eða með kammermúsíkhóp- um, en skrapp líka til Japans, Rúss- lands og Atneríku, „og svo lék ég líka aðeins á íslandi“. En hætti Sigrún þá ef til vill í Englandi vegna þess hve starf tón- listarmannsins er illa launað? „Já, ég sá fram á að þetta gengi ekki upp. Eg var raunar svo heppin að ég fékk starfslaun frá íslenska ríkinu og það bjargaði mér. Þá gat ég einbeitt mér að því að gera það sem mig langaði til, en enginn get- ur verið á starfslaunum endalaust. Það þarf að fara að hugsa um al- vöru lífsins, framtíðina. Þegar ég var yngri lifði ég bara fyrir hvern dag, lét bara hverja þjáningu nægja...“ Hverjum degi nægja sína þján- ingu, leiðréttir blaðamaður. „Kemur þetta aftur!“ segir Sig- rún og hlær. „Jæja. En svo þegar ég varð þrítug gat ég þetta ekki lengur, fór að hugsa minn gang. Hvað ég vildi að gerðist í mínu lífi. Ég sá fram á að geta ekki lifað af því að vera einleikari, enda geta það Sesam- kjúklingur Uppskrift að Stir-fry kjúklingi á Vegamótum Forsteikið kjúklingabring- ur, kryddaðar með salti og pipar. Snyrtið strengjabaunir og skerið í fingurlanga bita. Sesamkrydd: Blandið eftirfarandi saman í mat- vinnsluvél; tahini, ólívuolíu (extra virgin), ristuðum sesamfræum, kúmeni, cayenpipar, sesamolíu og örlitlu af kókospaste. Snarphitið skvettu af extra virgin ólívuolíu á venjulegri pönnu, steikið fyrst kjúkiingabringumar, bætið síðan strengjabaun- unum útf og að lokum nokkrum matskeiðum af sesamkryddblöndunni. Þynna má sósuna með kjúklingasoði að endingu. Athugið að steiking á að taka stuttan tíma. Kokk- arnir á Vegamótum kjósa að nota extra virgin ólívu- olíu í stað hefðbundinnar jurta- eða sesamolíu, vegna þess að þeim finnst hún hæfa þessum rétti betur og gefa honum ákveðna fyllingu. Kjúklinginn bera þeir fram á fersku salati, lif- rænt ræktuðu f Mosfells- dal. Graskers- og sesam- fræum er stráð yfir. mjög fáir. Enginn af þeim kollegum sem ég kynntist í Englandi getur það; allir eru fastir við kennslu og í einhverjum hljómsveitum, og vegna þeirrar tryggingar geta þeir líka leikið stundum sjálfstætt, það sem þeir helst vilja.“ Af hverju að slíta sér út? Hún segir, að „þó ljótt sé að hugsa um peninga" verði stundum að gera það. „Ef maður hefur áhyggjur af daglegu lífi er það ekki nógu gott. Það tekur of mikið frá manni, of mikla orku sem maður á að nota í listina." Þess vegna hafí hún ákveðið að breyta aftur til. Hún segir líka miklu meira stress að vera einleikari en í hljómsveit. „Það þarf að læra allt utan að, maður þarf að vera í rosalega góðu formi og þú ert alltaf einn... Svo fer maður allt í einu að hugsa: Af hverju er ég að slíta mér svona út? Ég fékk mik- ið út úr því sem ég gerði, á listræn- an hátt, spilaði alltaf á mínum for- sendum, spilaði með æðislegu fólki, en fékk ekki nógu mikið til baka; ekki nógu mikið borgað og mér fannst ég heldur ekki spila á nógu flottum stöðum. Reyndar spilaði ég í Wigmore Hall, sem er æðislegur tónleikasalur. Það var mikið mál fyrir mig og ég tók það rosalega al- varlega. Veistu hvernig ég komst að þar? Nennirðu að hlusta á þá sögu? Ég var... Bíddu, ég ætla að fá mér einn bita fyrst! Og hún gerir það með sælusvip á vörum. „Þetta ár sem við Mous bjuggum saman var hann að kenna strák sem var ellefu ára, var að hjálpa honum í frönsku fyrir skólann, og þegar Mous kemur heim eitt kvöld- ið segir hann mér að mamma stráksins sé amatör-fiðluleikari, og vilji gjarna spila kammermúsík með mér. Ég sagði nú bara: Heyrðu, er hún góð? Svo fórum við í kvöldmat til hennar, hún var rosa- lega indæl og við töluðum um tón- list og auðvitað vildi ég spila með henni. Hún hóaði saman fólki, allt áhugafólki, og í hópnum var ein eldri kona sem spilaði á selló. Þetta var voðalega gaman. Sellóleikarinn fór svo allt í einu að spyrja um mig. Ég segist vera með umboðskonu en finnist hún reyndar ekki skaffa mér neitt nógu gott og mér gangi ekk- ert rosalega vel. Þá segist hún þekkja mann sem stendur fyrir hálfgerðri keppni fyrir ungt tónlist- arfólk sem er að reyna að komast að og sigurvegarinn fái að spila í Wigmore Hall. Hún sagði mér að senda þessum manni bréf og spólu og hún skuli hringja í hann. Og ég geri allt sem mér er sagt að gera og sendi honum því bréf. Eg heiti Sig- rún Eðvaldsdóttir... Og ég var svo heppin að Sibeliusar-fiðlukonsert- inn með mér og skoskri sinfóníu- hljómsveit átti að vera í útvarpinu, á BBC 3, í þessari viku, loksins. Var tekinn upp árið áður. Því var tilval- ið að hringja í hann og segja honum að hlusta á útvarpið! Sem hann og gerði og hringdi svo í mig. Þau skilaboð voru á símsvaranum að hann væri ofsalega hrifínn og hefði líka fengið spóluna mína og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að ég fengi að spila í Wigmore Hall. Þetta var æðislegt fyrir mig. Mann dreymir um svona sénsa. Og þetta rættist; ég spilaði mína tón- leika og gekk rosalega vel. Fólk var mjög hrifíð, en - það kom enginn gagnrýnandi! Hvar er maður staddur án þess að fá umfjöllun? Hvergi. Alveg sama hvemig maður spilar. Mér finnst reyndar að um- boðskona mín og þetta fyrirtæki hefðu átt að fá gagnrýnendur til að mæta en það var ekki gert. Og þeg- ar svona er verður maður mjög frústreraður. Maður gaf allt sem maður átti. Og svo var ég svo stressuð, ekki á tónleikunum held- ur heima, því allt mitt líf var í húfi og ég var ekki húsum hæf.“ En hún ítrekar að ógleymanlegt hafi verið að spila í Wigmore Hall, „og svo getur ýmislegt gerst ennþá. Ég hef tekið eftir því að fólk í Englandi man ennþá eftir nafninu mínUj þannig að hver veit hvað ger- ist? Ég ætla bara að ná áttum, lifa heilbrigðu lífi á íslandi í tvö ár og sjá svo til. Ég er til dæmis byrjuð í leikfimi og búin að kaupa mér hjól. Svona vil ég lifa, að maður geti líka gert eitthvað fyrir sjálfan sig“. Við ræðum áfram um klassíska músík og djass - sem hún segist hafa mjög gaman af, t.d. körlum eins og Stéphane heitnum Grapp- elli, franska fiðlusnillingnum, en alls ekki bara fiðludjassi. Svo munar engu að saltfískurinn standi í mér þegar Sigrún spyr allt í einu hvort ég hafi farið á fótboltalandsleikinn við Frakka um daginn. Já, ég gat ekki annað en viðurkennt það. „Ég líka. Það var æðislegt. Mous var hjá mér og það var eitt eitt; eitt fyrir hann og eitt fyrir mig,“ segir Sigrún en úrslit leiksins urðu einmitt jafntefli, 1:1. „Ég hef aldrei farið á svona leik á ævinni og ég fékk svo mikið út úr þessu! Ég er öll í þeirri deild að prófa eitthvað nýtt núna. Ég ætla að fylgjast mikið með því sem er að gerast í Reykjavík. Það er svo mikið að gerast og ég ætla að vera ófeimin að mæta ef mig langar til þess. Aður vai’ ég al- gjörlega í mínum heimi...“ Sumarið með Björk Síðasta verkefni Sigrúnai’, áður en hún flutti til íslands á ný, var tónleikaferð með Björk Guðmunds- dóttur, sem hún segir hafa verið frábæra upplifun. „Ég þvældist með Björk um Evrópu og Japan. Við vorum átta íslenskir strengjaleikar- ar með henni. Við vorum hljóm- sveitin hennar á sviðinu. Reyndar var einn í viðbót sem spilaði á ein- hvers konar tæki, sem framleiddi trommuhljóð og eitthvað fleira, en við vorum þau einu á sviðinu með henni. Við nálguðumst þetta með klassísku hugarfari, sem ég held að hafi verið ágætt, og Björk kom svo úr allt annarri átt; þetta var æðis- lega hressandi fyrir okkur. Við byrjuðum á upptökum á Spáni í fyrra og það gekk allt upp. Við náð- um öll svo vel saman og fórum svo á þetta tónleikaferðalag með henni á þessu ári, og þetta er skemmtileg- asta sumar sem hef upplifað." Sig- rún sagðist hafa verið á tímamótum, var ákveðin í að fara heim og hafði reyndar fengið konsertmeistara- stöðuna áður en hún fór á flakkið með Björk. Var búin að fara í prufu og hafði verið ráðin. „Þetta hafði verið mikið stress og ég ákvað að ég ætti þetta skilið..." Þjónninn kemur og tekur disk blaðamanns. „Veistu, ég er ennþá að. Ég er búin að tala svo mikið. Ér ekki í lagi að ég klári?“ spyr Sigrún og vitaskuld er ekkert sjálfsagðara undir sólinni. „Ég ákvað að hafa ekki áhyggjur af morgundeginum heldur njóta þess að vera með krökkunum og ég hafði svo gott af því. í þessu klass- íska þarf alltaf allt að vera fullkom- ið og það er ofsalega erfitt. En í sumar ákvað ég að njóta lífsins, sem ég og gerði; ég var í banastuði í allt sumar og hafði engar áhyggj- ur. Svo myndaðist svo skemmtileg stemmning í hópnum og traustið var mikið milli allra. Ég hafði aldrei upplifað svona af því að ég hef alltaf verið ein að þvælast. En þetta var æðislegt." Sigi’ún lítur svo upp og segir allt í einu: „Er þetta ekld orðið allt of langt viðtal? Tala ég ekki allt of mikið?“ Ég geri lítið úr því en spyr um konsertmeistarastarfíð. Veit fólk hvað í því felst? Ekki felst það bara í því að sitja á endanum í röð fiðlu- leikaranna? „Starfinu fylgir ofsalega mikil ábyrgð. Ég ber í raun og veru ábyrgð á öllum strengjunum, sér- staklega fiðlunum. Ég hef líka val til að segja hitt og þetta varðandi túlk- un og verð í verkefnavalsnefnd fyrir næsta ár, en búið var að velja verk- efni þessa vetrar áður en ég var ráðin. Svo verð ég að fara yfir allar nótur og öll strok, niður- og upp- strok fyrir fíðlurnar." Hún segir yndislegt fólk í „sinfó“ og hún hafí oft spilað einleik með hljómsveitinni, „en ég uppgötvaði í fyrstu vikunni minni að þetta er of- boðslega tilfínningaheitur vinnu- staður. Maður verður að passa sig! Þetta eru svo margir að vinna sam- an. Það má ekki segja hvað sem er, nema ég sem konsertmeistari. Og það er einmitt eitt sem við Islend- ingar verðum að læra, í alvöru; að bera virðingu fyrir ábyrgðarstöðum og læra að það felst ekki í okkar starfi að brúka kjaft. Stéttaskipting er mjög óljós á íslandi en í svona stofnun verður að vera einhver skipting. Auðvitað geta einhverjir verið hundóánægðir með hitt og þetta en það þýðir ekki að rífa kjaft, það sæmir ekki atvinnumönnum. Fólk verður að beygja sig undir vilja þess sem ræður. Annars ganga hlutirnar ekki upp. Menn geta orðið frústreraðir en það á bara ekki að fara með það í vinnuna". Sigrún hóf fiðlunám fimm ára eins og áður er getið. „Ég átti mínar fyrii-myndir áður fyrr,“ segir hún aðspurð, „en nú veit ég hvernig ég vil að sé spilað á fíðlu og hvernig ég vil spila, þannig að það kemur bara af sjálfu sér. Hins vegar verður bara að viðurkenna að maður verð- ur mjög inspíreraður þegar maður heyrir í þessum toppum. Það hjálp- ar til, en ég geri mér ekki far um að kaupa plötur eða fara á tónleika með einhverjum sérstökum.“ Sigrún fær sér súkkulaðiköku kennda við bandaríska leikarann Robert De Niro í eftirrétt. „Ljúf- feng, rosalega góð,“ er dómur fiðlu- leikarans. „Ég held það sé samt ekki gott að fá sér svona á hverjum degi, en frábært svona spari.“ Nafn- ið dregur kakan, sem er gerð er með ekta consumsúkkulaði og hnetufyllingu, af því að De Niro þótti hún svo góð þegar hann smakkaði hana hér á landi að leikar- inn tók einar tvær með sér heim til Bandaríkjanna. Cappucino kaffið finnst Sigrúnu gott. Sigrún segist heppin að hafa búið erlendis og verið í hringiðunni þar, því erfitt sé að sumu leyti að vera á Islandi. „Við erum svo fá og maður verður að passa sig á að detta ekki niður í meðalmennskuna á svona litlum stað. Þess vegna verður mað- ur alltaf að vera vakandi.“ En hún segir þó forréttindi að búa á ís- landi, að sumu leyti. Segir veðrið yndislegt, þegar það sé á annað borð gott, „og svo er það hreina loftið, sem allir taka sem sjálfsagð- an hlut. Fólk tekur sennilega ekki eftir þessu lengur, en ég geri það sko, eftir að hafa verið svona lengi úti. Það fer sko beint í æð“! segir hún. En að endingu ítrekar hún það sem er mikilvægast fyrir fólk í hennar starfi: „Tónlistarmenn verða alltaf að fylgjast með. Þeir mega aldrei telja sig orðna það góða að þeir geti ekki orðið betri. Það er aldrei nein endastöð í tónlist.“ Gullhringir 1 Karot Demantur) SÝNING laugardaginn 3. okt. fró 10,00 - 17,00 Sérstakt kynningaverd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.