Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 36

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 36
36 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ II tölva, Ijósmynda* prentari og skanni á októbertilbodi! BT Hafnarfirði • Reykjavíkurvegi 64 • Sími 550-4020 BT Reykjavík • Skeifunni 11 • Sími 550-4444 Arftaki Mario? Banjo Kazooie, leikur frá Nintendo og RareWare fyrir Nintendo 64. NINTENDO leikja- og tölvufyr- irtækið gaf nýlega út ævintýraleik- inn Banjo Kazooie, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Banjo Kazooie er þrívíddarleikur sem minnir mikið á Super Mario 64, því hægt er að fara út um allt í þeim borðum er standa tii boða í leiknum. I flestum leikjum eins og þessum er yfírleitt ein söguhetja, tökum sem dæmi Sonic fyrir Sega, Mario íyrir Nintendo og Crash Bandicoot fyrir Pla- yStation. Oft er þó hægt að velja aðrar persónur til að spila þegar fleíri en einn spila í einu en í Banjo Kazooie eru persónurnar tvær, Banjo sjálfur, frekar latur bjöm sem elskar að sofa og borða, og svo Kazooie, fugl sem býr í bak- pokanum hjá Banjo og hjálp- ar honum í gegnum borð- in með því að fljúga og stökkva hærra og hlaupa upp brattar £■, " " m Banjo og Tooty, hún hefur ákveðið að ræna Tooty og stela fegurð hennar til þess að gera sjálfa sig fal- legri en hún er núna, Banjo ákveður auðvitað að bjarga litlu systur sinni og tekur Kazooie með sér. Moldvarpan Bottles kemur til hjálpar Til þess að komast upp fjallið búinn að kenna þau áður. Bottles er þó ekki sá eini sem hjálpar þér í gegnum leikinn, hin góða systir Gruntildu, Brentilda, segir þér öll leyndarmál Gruntildu og töfralæknirinn Mumbo Jumbo breytir þér í ýmis fyrirbæri eins og maur, fugl og fleira. Flottara umhverfi og betri grafík en Mario 64 Banjo Kazooie státar jafnvel af flottara umhverfi og betri grafík en Mario 64 og er þá mikið sagt. Fleiri hreyfingar eru í Banjo og getur greinarhöfundur lofað því að Banjo Kazooie er ekki leikur sem maður fær leið á eftir stuttan tíma; það er alltaf eitthvað nýtt að uppgötva og fleiri borð til að spila. Tónlistin er afar góð og breytist eftir því sem borðin verða drunga- legri eða bjartari, einnig ei-u öll hljóð afar flott og greinilegt er að ekki hefur verið minni vinna lögð í þau heldur en í grafík og um- hverfi leiksins. Ingvi M. Árna- son W verður Tji Banjo V hins vegar að læra nokk- * ur ný brögð, eins og að hoppa hærra, ráðast á óvini o.fl. Til þess að læra það verð- ur hann að biðja moldvörpuna Bottles um hjálp, en hana má finna í gegnum allan leikinn með því að ýta á B nálægt moldvörpuþúfum. Ekki er A hægt að gera nein brögð nema Bottles sé f . brekkur. í byrjun leiksins sést Tooty, litla syst- ir Banjo, vera að leika sér fyrir fram- an heimili þeirra í dal einum, en allt í einu sést ljót norn steypa sér niður og ræna Tooty, er þar kominn til sögu óþokki leiksins, Gruntilda. Gruntilda er illgjörn nom sem býr í fjallinu fyrir ofan Örsmár harður diskur TÖLVUFRAMLEIÐANDINN IBM hefur náð góðum árangri á há- tæknisviðinu undanfarið, til að mynda í notkun á kopar í örgjörvum sem þýðir hraðvirkari örgjörva íyr- ir lægra verð. Tæknimenn þar á bæ hafa þó í fleiru að snúast en ör- gjörvum og þannig kynnti IBM á dögunum minni harðan disk fyrir tölvur en dæmi eru um. Harðir diskar hafa farið ört minnkandi á síðustu árum um leið og geymslurými þeirra hefur aukist að sama skapi. Tækniframfarir hafa gert kleift að koma meira magni af gögnum fyrir á hverjum fersentí- metra en áður og þannig kynnti IBM nýja gagnavistunartækni, svo- nefnda GMR, sem gerir kleift að geyma allt að 1.450 megabæti á fer- þumlungi. Tæknina nota IBM-menn við nýja gerð af hörðum diskum sem eru lítið stærri en eldspýtna- stokkur en rúma þó ýmist 170 eða 340 MB af gögnum eftir því hvaða gerð er valin. I frétt frá IBM kemur fram að geymslurýmið eigi eftir að aukast til muna eftir því sem tækn- inni miðar fram. 20 grömm að þyngd Sjálfur gagnadiskurinn í harða disknum, sem IBM kallar Microdri- ve, er ekki nema tæpir þrír sentí- metrar í þvermál. Að sögn mark- aðsmanna IBM er diskurinn helst hugsaður fyrir smátæki eins og stafrænar myndavélar, lófa/vasa- tölvur eða farsíma, enda rúmar hann talsvert meiri gögn en hefð- bundin minniskort sem notuð eru í slíkum tækjum, aukinheldur sem hann er ódýrari á hvert megabæti og verulega harðvirkari. Snúnings- hraði á disknum eru 4.500 snúning- ar á mínútu og hægt er að láta hann ganga fyrir tveimur venjulegum AA-rafhlöðum. Microdrive-drif, sem koma á almennan markað snemma á næsta ári, eru 4,2 sentímetrar á lengd, 3,6 og hálfur sentímetri á hæð. Drifið er rétt tæp 20 grömm að þyngd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.