Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RIKISSJOÐUR
GREIÐIR SKULDIR
GEIR H. HAARDE fjármálaráðherra hefur kynnt íyrsta
fjárlagafrumvai’p sitt og síðasta fjái’lagafrumvarp ríkis-
stjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á þessu
kjörtímabili. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1999 sýnir glögg-
lega þau miklu umskipti, sem orðið hafa síðustu árin í rflds-
ijármálum og efnahagslífi þjóðarinnar. Lokið er langvarandi
hallarekstri rfldssjóðs og stórfelldri skuldasöfnun. Fjárlaga-
frumvarpið verður það þriðja í röð, þar sem gert er ráð fyrir
tekjuafgangi. Hann er ekki mikill á næsta ári, eða 1,9 mfllj-
arðar króna á svonefndum rekstrargrunni, sem notaður er
frá og með árinu í ár um reikningsskil rfldssjóðs. Sam-
kvæmt eldri reikningsskilaaðferðinni, greiðslugrunni, nem-
ur tekjuafgangur næsta árs um 10 milljörðum króna. Aðal
þessa fjárlagafrumvarps er það, að stórt skref verður stigið
aftur á næsta ári tfl að létta skuldabyrði rfldssjóðs og þar
með skattgreiðenda. I athugasemdum með fjárlagafrum-
varpinu segir, að niðurgreiðsla rfldsskulda í ár og á næsta
ári muni nema um 30 milljörðum króna. Gangi þetta eftir,
sem aflt bendir tfl að geti orðið, er um söguleg tíðindi að
ræða í stjóm rfldsfjármála.
Framvarpið gerir ráð fyrir, að tekjur rfldssjóðs á næsta
ári nemi 181 milljarði, sem er ríflega 6 mflljörðum meira en
áætlaðar tekjur í ár. Hversu mfldð tekjumar hafa hækkað á
einu ári má glöggt sjá af því, að við afgreiðslu fjárlaga 1998
fyrir síðustu jól voru tekjurnar áætlaðar tæpir 166 milljarð-
ar. Hækkunin er því 15 mifljarðar króna. Útgjöldin árið
1999 eru áætluð rúmir 179 mflljarðar króna, sem er ríflega
milljarði umfram áætlun í ár, en hins vegar 12 milljörðum
króna meira en fjárlögin 1998 gerðu ráð fyrir. Verulegar
breytingar hafa því orðið í rfldsfjármálum í ár frá því, sem
gert var ráð fyrir við fjárlagaafgreiðsluna í desember sl.
Þetta mikla ósamræmi í tölum fjárlaga ársins og raunveru-
leikans má rekja tfl mikfls uppgangs í efnahagslífinu, sem
hefur haft stórauknar tekjur rfldssjóðs í för með sér, en út-
gjaldahækkunina má m.a. rekja til aukins laimakostnaðar,
en þó að stærstum hluta til gjaldfærslu á lífeyrisskuldbind-
ingum vegna opinberra starfsmanna. Þær námu hvorki
meira né minna en 9,4 mifljörðum á árinu umfram það, sem
fjárlög gerðu ráð fyrir. A næsta ári nema þessar gjaldfærðu
lífeyrisskuldbindingar 7,2 mifljörðum umiram greiðslur
rfldssjóðs til lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna.
Góðærið í efnahagslífinu setur mikinn svip á fjárlaga-
frumvarpið og má í því sambandi benda á, að tekjur rflds-
sjóðs aukast verulega, þótt lækkun tekjuskatts um næstu
áramót kosti 1,5 mflljarða króna. Tekjuaukinn fer í meiri út-
gjöld til heflbrigðis- og tryggingamála, sem hækka um 5
milljarða frá fjárlögum þessa árs. Ráðgert er að taka í notk-
un 120 ný hjúkrunarrými á næsta ári. Utgjöld til samgöngu-
mannvirkja hækka um einn milljarð, þar af um 800 mflljónir
tfl vegamála. Útgjöld til rannsóknar- og þróunarmála
hækka um 520 milljónir, 320 mifljónir eru veittar til verk-
efna í upplýsingasamfélaginu, 260 milljónir til undirbúnings
menningarviðburða árið 2000 og 110 mifljónir til eflingar
löggæzlu.
Samkvæmt þjóðhagsáætlun verður hagvöxtur 4,6% á
næsta ári í stað 5,2% á þessu ári. Verðbólga er áætluð um
2% eða heldur meiri en nú. Atvinnuleysi 1999 er áætlað
2,6% af mannafla, en er áætlað 3% í ár. Kaupmáttur heldur
áfram að aukast á næsta ári. Horfur í efnahagsmálum era
því enn mjög bjartar. Helzt veldur áhyggjum stórfelldur
viðskiptahalli á þessu ári, en hánn er áætlaður 38,5 mflljarð-
ar. Þjóðhagsstofnun spáir því, að hann minnki í 25 mflljarða
1999.
Full ástæða er til að hafa varann á vegna viðskiptahallans
og þeirra erfiðleika, sem að undanfömu hefur gætt í efna-
hagslífi _Asíuríkja, Rússlands og reyndar Suður-Amerík-
uríkja. Islenzkt efnahagslíf er viðkvæmt fyrir utanaðkom-
andi áhrifum og því er rétt fyrir nýjan fjármálaráðherra og
rfldsstjóm að fylgjast vel með þróuninni. Hætta á þenslu er
fyrir hendi í efnahagslífinu og því er það fagnaðarefni, hve
myndarlega er staðið að niðurgreiðslu skulda rfldssjóðs.
Geir H. Haarde nefnir fjárlagafrumvarp sitt „sólskins-
frumvarp“. Það er réttnefni að því leyti að það birtir til í rík-
isbúskapnum þegar auknar tekjur eru nýttar tfl að greiða
niður skuldir og minnka vaxtakostnaðinn.
Athafnasvæði verktaka á Keflavíkurflugvelli verði uta
Kejflavíkur-
jfludvöllura
.Gamla .
fluqstori
Athafnasvæði íslenskra
verktaka innan girðingar
HÉR sést athafnasvæði verktaka á Keflavíkurflug-velli. Afmörkun svæðisins á myndinni er ekki nákvæm. Núverandi i
inni, í sömu stefnu og vegurinn, en ofan við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Handan við verktakasvæðið er atliafnasvæ
arliðsmanna en fjærst á myndinni er Reykjanesbær.
Aðalverktakar bíða
stöðu flotastjórnari
Dregizt hefur að yfírstjórn bandaríska flot-
ans komist að niðurstöðu um hvernig haga
eigi flutningi athafnasvæðis íslenzkra verk-
taka á Keflavíkurflugvelli út fyrir vall-
argirðingu. Olafur Þ. Stephensen greinir frá
því að af þessum sökum verði Islenzkir aðal-
verktakar að koma sér upp aðstöðu í
Reykjavík fyrir starfsemi sína utan vallar.
YFIRSTJÓRN bandaríska
flotans í Norfolk í Virginíu
hefur nú til umfjöllunar til-
lögur um að athafnasvæði
íslenzkra verktakafyrirtækja á Kefla-
víkurflugvelli, þ.e. Islenzkra aðalverk-
taka og Keflavikurverktaka, verði ut-
an vallargirðingarinnar. Vegna þess
dráttar, sem orðið hefur á að niður-
staða fáist í málið, hafa Islenzkir aðal-
verktakai- ákveðið að koma sér upp
nýjum aðalstöðvum í Reykjavík fyrir
starfsemi sína utan vallar. Jón Sveins-
son, stjómarformaður IAV, segist
ekki gera ráð fyrir að dráttur málsins
komi í veg fyrir skráningu fyrirtækis-
ins á Verðbréfaþingi Islands, sem
stefnt er að á næstu vikum.
íslenzkir aðalverktakar og Kefiavík-
urverktakar hafa um áratuga skeið
haft einkaleyfi á framkvæmdum fyrir
vamarliðið. Aðalstöðvar beggja fyrir-
tækja eru á Keflavíkurflugvelli. Einka-
leyfi fyrirtækjanna rennur hins vegar
út í ársbyrjun 2004 og byrjað er að
bjóða út sum verkefni á Keflavíkurflug-
velli samkvæmt samkomulagi band-
arískra og íslenzkra stjórnvalda. Fyrir-
tækin hafa því í auknum mæli leitað sér
verkefna annars staðar til að tryggja
framtíð sína. Aðalverktakar hafa mjög
aukið umsvif sín utan vallar, bæði hér á
landi og erlendis og hafa þau farið fram
í nafni dótturfélaga fyrii-tækisins.
Viðræður um breytta stöðu
athafnasvæðisins
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er vilji til þess, bæði af hálfu
utanríkisráðuneytisins og fyrirtækj-
anna sjálfra, að athafnasvæði þeirra
flytjist út fyrir girðinguna, sem um-
lykur vamarsvæðið á Keflavíkurflug-
velli _ eða öllu heldur að girðingin
verði færð þannig að athafnasvæðið
verði utan hennar. Ella gætu önnur
verktakafyrirtæki, sem sinna fram-
kvæmdum á varnarsvæðinu sam-
kvæmt hinni nýju útboðsstefnu, vænt-
anlega gert kröfu um að þeim yrði
einnig séð fyrir aðstöðu innan girðing-
ar. Vegna samkeppnissjónarmiða
verða fyrirtækin nú að aðskilja rekst-
ur sinn innan girðingar og utan.
Viðræður hafa af þessum sökum farið
fram milli verktakafyrirtækjanna og
varnarmálaskrifstofu utanríkismál-
aráðuneytisins um breytta stöðu at-
hafnasvæðis þeirra.
Ýmis álitamál
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hafa komið upp í þeim
viðræðum ýmis álitamál, sem eru nú
til skoðunar hjá yfirstjórn flotans í
Norfolk. Þar á meðal er hvort fiutn-
ingur girðingarinnar hafi í för með sér
að varnarliðið verði að skila viðkom-
andi hluta varnarsvæðisins með form-
legum hætti til íslenzkra stjórnvalda
eður ei. Vegna nálægðarinnar við
starfsemi varnariiðsins er talið heppi-
legt að svæðið verði áfram varnar-
svæði, færi svo að varnarliðið þyrfti á
því að halda á hættu- eða ófriðartím-
um. Verði ekki gerð breyting á varn-
arsvæðinu er hins vegar óvíst hvort
núverandi vallargirðing verður lögð í
sveig utan um verktakasvæðið eða
hvort hún verður látin halda sér og út-
búinn „pollurí* með því að reisa aðra
girðingu innan hennar.
Þá eru óútkljáð ýmis atriði varðandi
eignarhald á sumum þeirra bygginga,
sem verktakafyrirtækin nota nú undir
starfsemi sína. Einhver húsin voru
byggð af Bandaríkjamönnum á sínum
tíma en flest þeirra hafa síðan verið
endurbyggð, jafnvel oftar en einu
sinni, fyrir fé verktakanna.
Sum gjöld hækka, önnur Iækka
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun breytingin hafa það í fór
með sér að verktakafyrirtækin verði
að greiða fasteignagjöld til Reykjanes-
bæjar, en þau eru nú undanþegin fast-
eignagjöldum. Á móti kemur að þau fá
líkast til heitt vatn á sama verði og
fyrirtæki í Reykjanesbæ. Nú greiða
þau mun hærra verð, sem gildir í við-
skiptum varnarliðsins og Hitaveitu
Suðurnesja. Þá yrðu verktakafyrir-
tækin að greiða tolla af tækjum, sem
þau nota við framkvæmdir á varnar-
svæðunum, en til þessa hafa þau ekki
þurft að láta tollafgreiða vinnuvélar,
sem eingöngu hafa verið notaðar inn-
an vallargirðingar. Samkvæmt upplýs-
ingum blaðsins er hins vegai’ orðið af-
ar lítið um slík tæki í eigu verktaka-
fyrirtækjanna. Þau telja því að rekstr-
arkostnaður þeirra myndi breytast lít-
ið við flutning út fyrir girðingu.
Aðstaða sett upp í Reykjavík
Jón Sveinsson, stjórnarformaður ís-
lenzkra aðalverktaka, sagði í samtali
við Morgunblaðið að á meðan ekki
fengist niðurstaða um flutning vall-
argirðingarinnar jtöí rekstur fyrir-
tækisins innan vallar ál'ram með
óbreyttu fyi’irkomulagi. „Það er
auðvitað skilyrði að reksturinn innan
vallar sé aðsldlinn frá því, sem er utan
vallar vegna samkeppnissjónarmiða.
Fyrirtækið hefur nú tekið ákvörðun,
meðal annars í ljósi þessa, um að setja
upp í Reykjavík sérstaka aðstöðu fyrir
þá starfsemi fyrirtækisins, sem fer
fram utan varnai-svæða. Það er Ijóst
að það virðist ætla að taka lengri tíma
að leysa þetta mál en menn gerðu ráð
fyrir í upphafi,“ segir Jón.
Hann segir að það sé vissulega flókið