Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 39

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 39 n Ljósmynd/Vamarliðið /allargirðing sést neðarlega á mynd- ði varnarliðsins og íbúðahverfí varn- niður- Innar mál að ætla að breyta vai-narsvæðinu og þess vegna hafi verið vangaveltur um það hvort fyrirtækin gætu flutzt út fyrir girðingu án þess að breyta því. „Það yrði þá einhvers konar tímabund- in ráðstöfun, á meðan varnarliðið þarf ekki á landsvæðinu að halda, en eign- irnar á því ern eign þeirra fyrirtækja, sem þama eru og ráðstöfunarréttur á þeim yrði skilyrðum og kvöðum háður. Við viijum auðvitað hafa þá hluti á hreinu eins og hægt er,“ segir Jón. „Ef þessi aðstaða hefði verið komin út fyrir girðingu hefði verið hægt að reka starf- semi fyrirtækisins frá svæðinu, þar sem það hefði ekki verið lengur innan vallargirðingar, en í ljósi þess hvernig mál hafa þróazt hefur verið ákveðið að byggja upp aðstöðu í Reykjavík fyrh- þá starfsemi, sem fi’am fer utan vam- arsvæða." Jón segir að starfsfólki LAV hafi ver- ið greint frá því að opnaðar verði ski'if- stofur í leiguhúsnæði í Hátúni, sem reknar verði í nafni dótturfyrirtækis. Stefnt sé að því að taka húsnæðið í notkun um næstu mánaðamót. Breytingar á skráningarlýsingu íslenzkir aðalverktakar sækjast nú eftir skráningu á Vaxtarlista Verð- bréfaþings Islands. Jón segir að unnið sé að gerð skráningarlýsingar og dráttur á því að staða athafnasvæðis- ins á Keflavíkurflugvelli skýrist hafí ekki tafið þá vinnu. Hins vegar hafi verið gerðar breytingar á skráningar- lýsingunni með hliðsjón af því máli og þar komi fram að ráðstöfunarréttur fyrirtækisins á eignum sínum á svæðinu verði að öllum líkindum skil- yrðum háður. Aðspui'ður hvenær sé líklegt að Aðalverktakar fái ski’áningu á Verðbréfaþingi segir Jón að fyrirtækið hafi lagt áherziu á að það gerist sem allra fyrst. „Það er forsenda fyrir því i að ríkið og Reginn [eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans] geti hafið sölu á sínuríi hlutum í fyrirtækinu, sem stjórnvöld hafa lýst yfir að eigi að hefj- ast sem allra fyrst og helzt fyrsti áfang- inn á þessu ári,“ segú' Jón Sveinsson. Jón Halldór Jónsson, forstjóri Keflavíkurverktaka, vildi ekki tjá sig um áform um breytingu á stöðu verk- takasvæðisins. S Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands fagnar 15 ára afmæli 56.000 manns sótt nám á 15 árum Endurmenntunarstofnun hóf starf- semi árið 1983 og því er stofnunin 15 ára gömul í haust. Við opnun nýja húsnæðisins við Tæknigai'ð var einnig haldið upp á afmæli stofnunarinnar. Valdimar K. Jónsson sagði að sí- menntun væri nauðsynleg í nútímaþjóðfélagi. Að meðaltali skipti hver einstaklingur 6-8 sinnum á ævinni um starf. Hann þyrfti því sífellt að mennta sig til að takast á við ný verkefni. Hefðbundin skólaganga dygði ekki ein og sér til að mæta kröf- um atvinnulífsins. Valdimar sagði að Endurmenntun- Stofnimin húsnæði við Morgunblaðið/Kristinn arstofnun væri vettvangur háskóla- manna tii símenntunar, en stofnunin hefði einnig staðið fyrir fræðslu sem næði út fyrir háskólasamfélagið. 56.000 manns hefðu sótt námskeið hjá stofnuninni á þessum 15 árum. Utlit væri fyrir að 12.000 manns stunduðu þar nám á þessu ári. Velta hennar í ár yrði um 200 milljónir. Stofnunin væri í stöðugri þróun og hún leitaði stöðugt nýjunga í námsframboði og kennslu- aðferðum. Hún tæki þátt í að þróa fjarkennslu og hún hefði haldið nám- skeið víða um land. A afmælinu var Margréti S. Björns- dóttur þökkuð störf fyrir Endur- menntunstofnun, en hún var for- stöðumaður hennar frá stofnun fram á síðasta ár. Valdimar sagði að það væri Ijóst að Endurmenntunarstofnun væri ekki orðin sú öfluga stofnun sem hún er í dag ef krafta Margrétar hefði ekki notið við. Til að sýna Margréti þakklæti. fyrir uppbyggingarstarfið færði Valdimar henni höggmynd að gjöf eftir Pál Guðmundsson listamann frá Húsafelli. HIÐ nýja hús Endurmenntunarstofnunar reis á aðeins sex mánuðum. FJÖLDI gesta var viðstaddur þegar hið nýja hús Endurmenntunarstofnunar var tekið í notkun. KRISTÍN Jónsdóttir (t.v.), Valdimar K. Jónsson, og Margrét S. Björnsdóttir, fögnuðu í nýja húsinu. Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands fékk í gær afhent glæsilegt húsnæði við Tæknigarð. Stofnunin fagnaði jafnframt 15 ára afmæli. A þessum 15 árum hefur stofnunin hald- ið rúmlega 2.300 námskeið og þau hafa sótt um 56.000 manns. í ár er gert ráð fyrir að um 12 þúsund manns stundi nám við Endurmenntunarstofnun og segir Valdimar K. Jónsson, formaður stjórnar Endurmenntunarstofnunar, að búist sé við að 2.000 manns bætist við árlega á næstu árum. Valdimar sagði að ástand í húsnæðismálum Endurmenntunar- stofnunar hefði verið með öllu óviðun- andi. Það hefði tekið átta ára baráttu að fá leyfi til að byggja hús undir starfsemi stofnunai'innar. Eftfr að leyfi fékkst hefði húsið verið reist á réttum sex mánuðum. Framkvæmdir hefðu gengið einstaklega vel og hefðu byggingaraðilar sýnt mikla útsjónar- semi við skipulagningu á allri fram- kvæmdavinnu. Aðrir gætu litið til þessa verks sem fyrirmynd. Hið nýja húsnæði er 1.160 fermetr- ar. Endurmenntunarstofnun fær 'Kihluta húsnæðisins fyrfr kennslu- og skrifstofuaðstöðu. Tölvufræðiskor fær fjórðung, þar sem verður vinnu- aðstaða fyrir nemendur á 2. og 3. ári og fyrir meistaranema, en meistar- anám í tölvunarfræðum hófst við Háskóla Islands nú í haust. Aformað er að annar áfangi byggingarinnar verði 900 fermetra hús, sem Raunvís- indastofnun fær til afnota. Arkitektar hússins eru Ormar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. Verk- takinn var Járnbending og byggingar- stjórinn vai' Þórarinn Magnússon. fær eigið Tæknigarð Læknavaktin og heilbrigðisráðherra gera nýjan samning um aukna þjónustu Læknavaktin flytur í Smára- torg í Kópavogi INGIBJÖRG Pálmadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, og Atli Arnason, læknir og stjórnarformaður Læknavaktar- innar sf., undirrituðu í gær samning um uppbyggingu og endurskipulagn- ingu á þjónustu Læknavaktinnar. Vaktsvæði Læknavaktinnar mun stækka og jafnframt mun hún flytja í ný húsakynni við Smáratorg. Ingibjörg sagði að með þessum samningi væri verið að efla þjónustu Læknavaktinnar. Hér eftfr myndi hún sinna þjónustu við íbúa Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Garðabæjar og Seltjarnarness. Nær til 165 þúsund Mendinga 1 samningnum er að fínna þá nýbreytni að heilsugæslulæknar á landsbyggðinni, sem margir byggju við þunga vaktbyrði, gætu samið um að Læknavaktin tæki að sér næt- urþjónustu. Þetta myndi draga úr álagi og óþægindum lækna sem stai'fa við litlar heilsugæslustöðvar. Samningurinn, sem er til fimm ára, nær til læknisþjónustu við 165 þúsund Islendinga. Með honum tekui' Lækna- vaktin að sér að þjóna íbúum í Hafnar- fjarðar og Garðabæjar. Jafnframt hef- ur verið ákveðið að Læknavaktin flytj- ist úr húsnæði Heilsuverndarstöðvar- innar við Barónsstíg, þar sem hún hef- ur verið í 12 ár, í nýtt húsnæði við Smáratorg í Kópavogi. Atli Arnason sagði að byggðin á höfuðborgarsvæðinu hefði á síðustu árum verið að færast í auknum mæli til austurs og því væri þessi staðsetn- ing góð. Betur yrði búið að starfsfólki og sjúklingum í þessum nýju húsa- kynnum. Það væri því ótvírætt verið að stíga ski'ef fram á við með þessum samningi. Hann sagði að sú Morgunblaðið/Jón Svavarsson INGIBJÖRG Pálniadóttir heilbrigðisráðherra og Atli Árnason, formaður stjórnar Læknavaktarinnar, undirrituðu samninginn í nýjum húsakynn- um Læknavaktarinnar. símaþjónusta sem íyiirhugað væri að bjóða íbúum í litlum læknishéruðum upp á fæli það í sér að læknar Lækna- vaktarinnar myndu leggja mat á ein- kenni sjúklings, ráðleggja honum og meta hvort ástæða væri til að vekja lækninn á staðnum. Atli sagði að í samningnum væri það nýmæli að sjúklingar sem þyrftu að leggjast inn á sjúkrahús eftir komu á Læknavaktina þyrftu ekki að borga komugjald. Þar með væri ekki verið að refsa sjúklingum fyrir að leita til Læknavaktarinnar i stað þess að leita beint á sjúkrahús. Samningurinn kostar heilbrigðis- ráðuneytið 120 milljónfr á ári, en miðað er við að sjúklingar greiði 13 milljónir. I forsendum samningsins er gert ráð fyrir 17 þúsund móttökum á ári og 7 þúsund vitjunum. Læknavaktin verður opin frá kl. 17 til kl. 8 að morgni, en auk þess er opið allan sólarhringinn um helgar. Starf- semin hefst við Smáratorg 1. desem- ber.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.