Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 51

Morgunblaðið - 03.10.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 51 framtíðina sem bíður þeirra, því í raun ertu alltaf til staðar fyiúr þau, þó svo þau sjái þig ekki. Elsku Sædís, Jón, Óli og fjöl- skylda, megi Guð styrkja ykkur í gegnum þá sorg sem umlykur hjarta ykkar. Við biðjum Guð að varðveita ykkur öll um ókomna framtíð. Björgvin, Hulda, Jói, Hildur, Svanhvít og Ragna. Elsku litli Atli Snær. Mikið var á þig lagt á þinni stuttu ævi. Barátta þín fyrir lífínu var ein- stök. Það var dýrmætur tími að vera nærri þér. Brosinu þínu fallega og augunum þínum skæru gleymi ég aldrei. Ég horfði í gegnum gluggann á gi'afhljóðri vetraróttu, og leit eina Htla stjörnu þar lengst út í bláiri nóttu. Ef til vill sér hana einhver á andvökustundum sárum titra í gegnum gluggann, sem geisla í sorgartárum. (Magnús Asgeirsson.) Elsku Sædís, Jón og Óli Þór. Um- hyggjan og ástin sem þið sýnduð litla drengnum ykkar var einstök. Þið eruð hetjur. Ég bið góðan Guð að gefa ykkur og ættingjum ykkar styrk í sorg. Hvíldu í friði, elsku litli vinur. Guðríður (Lóa) Þórðardóttir. Elsku Atli Snær okkar, nú er tími þinn hér hjá okkur liðinn. Þú varst svo fallegur með stóru augun þín og löngu augnhárin. Eftir hálfan mán- uð hefðir þú orðið tveggja ára og þú þurftir mjög mikið að hafa fyrir þessum tveimur árum. Fljótlega eftir fæðingu kom í ljós að eitthvað var að hjá þér og löng sjúkrahúslega beið þín. í fyrstu var haldið að það yrðu bara örfáar vik- ur, en vikurnar urðu að mánuðum og mánuðurnir að tæplega tveimur ái-um. Alltaf vonuðum við og báðum til guðs að þér myndi batna. Þú varst svo duglegur, þú barðist eins og hetja. Stundum leið þér betur og þá fékkstu að fara heim í nokkra klukkutíma á dag. Þá varst þú svo ánægður. Þú varst farinn að geta setið einn á gólfinu og leikið þér með dótið þitt, þótt þú vildir oft frekar leika þér með slöngurnar og plástrana á þér og þá var alltaf stutt í fallega brosið þitt. Jafnvel þótt þú værir mikið veikur gastu bent okk- ur á augun þín, á nefíð, munninn og hárið þitt og sýnt okkur. Síðustu vikurnar smáversnaði þér. Það var hræðilegt að horfa á líf þitt smá- fjara út og geta ekkert gert nema biðja fyrir þér. Foreldrar þínir og Óli Þór bróðir þinn eru svo ótrúlega dugleg. Alltaf voru þau hjá þér og reyndu að létta þér lífið. Óli Þór var svo hrifinn af litla bróður sínum, alltaf gat hann verið að kyssa þig og klappa þér. Undir lokin var vitað hvert líf þitt stefndi, samt var svo sárt þegar hringt var og okkur sagt að þú vær- ir dáinn. Við vitum að þér líður vel núna hjá guði og trúum því að þín bíði einhvers staðar stærra hlut- verk. Elsku Sædís, Jón og Óli Þór, missir ykkar er mikill. Þið áttuð yndislegan dreng. Við sem fengum að kynnast honum erum ríkari á eftir, við gleymum honum aldrei. Við biðjum guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Elfa og íjölskylda Borgarnesi. Nú ert þú farinn eftir tæpra tveggja ára baráttu við erfið veik- indi. Dvöl þín hjá okkur var svo stutt en óendanlega dýrmæt. En það var sama hversu veikur þú varst, alltaf fékk maður bros frá þér og þú vissir nákvæmlega hvað þú vildir. Þú barðist eins og hetja því þú hafðir svo sterkt hjarta, ætlaðir ekki að gefast upp. Ég var svo heppin að fá að passa þig þegar mamma þín fór upp í Borgarnes að hitta pabba þinn og Óla, það var yndisleg stund. Ég man að ég ætl- aði að klæða þig í þægilegar buxur, en þú vildir ekki samþykkja það, hristir bara hausinn og bentir aftur á skúffuna og þá tók ég upp gallasmekkbuxurnar þínar, þá kom bros út að eyrum. Þú varst svo ánægður að fá að fara í þær. Elsku Jón, Sædís og Óli Þór. Sorg ykkar og söknuður er mikill, þið hafið staðið eins og hetjur við hlið Atla Snæs í tæp tvö ár, barist fyrir lífi hans. Haft bæði yndislegar stundir og svo mjög erfiðar stundir. Já, það er hægt að læra mikið af því sem þið hafið gert þessi 2 ár. En nú vitum við að honum liður vel og að Keli, Guð og englarnir passa hann fyrir okkur. Elsku Jón, Sædís og Óli Þór, megi Guð styrkja ykkur á þessari erfiðu stundu. Guð geymi Atla Snæ okkar sem við kveðjum með sökn- uði. Nú legg ég augun aftur, 6, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Þitt frændfólk, Guðrún, Hafþór, Arndís Ýr og Júlía Rós. Elsku frændi minn. Það var bjartur morgunn þegar mamma hringdi í mig og sagði við mig, Rannveig mín, hann Atli Snær, frændi þinn, dó í nótt. Það kom smáþögn í símann, svo brast ég í grát. Hann Atli Snær var búinn að vera veikur alveg síðan hann fædd- + Guðbjörg Ein- arsdóttir fædd- ist í Borgarfirði eystra 18. ágúst 1911. Hún lést á hcimili sínu í Reykjavík 23. ágúst síðastliðinn. For- eldrar liennar voru hjónin Einar Sveinn Þorsteinsson, tré- smiður frá Gilsár- völlum í Borgarfirði eystra, og kona hans, Guðrún Fil- ippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Guðbjörg var elst þriggja systra. Hinar eru Jak- obína Björg, f. 1.12. 1915, d. 29.7. 1997, gift Magnúsi Krist- jánssyni kökugerðarmeistara, og Þórunn, ein eftirlifandi þeirra systra f. 20.1. 1920, fóstra, fyrrverandi forstöðu- kona á barnaheimilum í Reykja- vík. Hinn 15. maí 1943 giftist Guð- björg Friðbirni Benónýssyni frá Laxárdal í Bæjarhreppi í Strandasýslu, kennara, sér- kennslufulltrúa og síðast skóla- stjóra Austurbæjarbarnaskól- ans í Reykjavík. Einkabarn þeirra hjóna er Guðrún Sigríð- ur, söngkona og tónlistarkenn- ari, f. 27.4. 1944, lifir foreldra sína. Einar Sveinn faðir Guðbjarg- ar lést á Vestdalseyri við Seyð- isfjörð, þar sem fjölskyhlan Ég kveð kæra frænku mína fáum orðum, þótt margs sé að minnast, sem fæst verður tíundað hér. Þegar Guðrún föðursystir mín fluttist öðru sinni frá Seyðisfirði 1933 til Reykjavíkur, að því sinni með yngstu dótturina, Þórunni, hafði hún verið ekkja um átta ára skeið. Elsta dóttirin, Guðbjörg, sem nú er kvödd, stundaði þá verslunar- hafði búið um nokk- urra ára skeið, 7. maí 1925, á fertug- asta og þriðja ald- ursári frá konu og dætrum þeirra þrem, öllum á barnsaldri. Skömmu síðar flutt- ist móðir þeirra með þær til Reykja- víkur, en flentist þar ekki lengi að því sinni, heldur fluttist aftur austur á land árið 1927, fyrst til Borgarfjarðar þar sem hún dvaldi hjá Soffíu Þor- steinsdóttur, mágkonu sinni, og manni hennar Guðmundi Ein- arssyni, með yngri dætrum sín- um tveim hálft annað ár, síðan á Seyðisfjörð, en Guðbjörg varð eftir í Reykjavík, enda þá þegar farin að starfa sem gangastúlka í Landakotsspitala en síðar við verslunarstörf, uns hún hóf nám í Hjúkrunarkvennaskólanum sem svo hét þá, og þaðan út- skrifaðist hún 1939. Að loknu hjúkrunai’prófi fór Guðbjörg til starfa á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, þar sem hún vann næstu árin, og þar kynntist hún mannsefni sínu, sem þá var þar ungur kennari. Utför Guðbjargar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 18. september og var hún lögð til hvflu við hlið manns síns í Fossvogskirkjugarði. störf, en Jakobína var farin að starfa í Kökuhúsinu hjá Magnúsi Kristjánssyni sem síðar varð maður hennar. Árið eftir að þær mæðgur fluttust endanlega til Reykjavíkur andaðist móðir mín frá sínum stóra barnahópi, þar sem ég var yngstur, nýorðinn átta ára, og eftir það átti ég athvarf og segja má annað heim- ili hjá þeim mæðgum. Opnuðu þær hús sitt og hjarta fyrir mér og þar átti ég ástúð og góðu atlæti að fagna, þótt vissulega hafi þar oft verið þröngt í búi, jafnvel fátækt, eins og á þorra alþýðuheimila á þessum árum mikillar kreppu og skorts á brýnustu nauðsynjum. En fátækt er afstætt hugtak. Ríkir geta verið fátækir, ef hjartað er gæskus- nautt, og þeir sem snauðir eru af efnislegum gæðum ríkir af kærleik, og frænkur mínar áttu sannarlega gnótt þeirra auðæva, enda leið mér jafnan vel í návist þeirra. Guðbjörg var mikil dugnaðar- og eljustúlka, og dró hvorki hún né systur hennar af sér við að efla hag heimilisins eftir því sem aldur og þroski framast leyfðu. Sjálf vann Guðrún hörðum höndum við prjóna- vélina og saumavélina, enda eftir- sótt til slíkra starfa. Margir voi-u þeir íslensku búningarnir, peysuföt og upphlutir, sem hún saumaði af natni og miklu listfengi, sem er svo ríkur þáttur í ættum hennar. Guðbjörg undi ekki verslunar- störfunum til langframa, hugur hennai' stóð til hjúkrunar, enda hóf hún nám í þeim fræðum jafnskjótt og aðstæður leyfðu. Hjúkrunamámi lauk Guðbjörg árið 1939, og er mér minnisstætt hve stoltur ég var af þessari glæsilegu frænku minni þegar ég sá hana fyrst í hjúkrunar- búningnum. Hann varð hennar að- alstákn upp frá því, og ótaldir eru þeir sem nutu líknandi handa henn- ar á löngum og svo til óslitnum starfsferli næstu fjörutíu árin. Guðbjörg lifði ekkja í aldarfjórð- ung, eftir þrjátíu ára farsælt hjóna- band. Sár var missir hennar og Guðrúnar Sigríðar dóttur þeirra við fráfall Friðbjarnai-, aðeins 62 ára að aldri. Friðbjörn var ljúfmenni, virt- ur í starfi og einkalífi, og harmdauði þeim er hann þekktu. Ég þakka kærri frænku minni, systrum henar, Friðbirni manni hennar og Guðrúnu Sigríði dóttur þeirra alla þeirra ræktarsemi og hlýju í minn garð. Guðrúnu Sigríði og Þórunni systur Guðbjargar votta ég mína dýpstu samúð á skilnaðar- stund. Hvíl í Drottins friði, kæra frænka. Einar Sveinn Erlingsson. GUÐBJORG EINARSDÓTTIR ist, búinn að búa á sjúkrahúsinu síð- an 12. október 1996, aðeins búinn að sofa þrjár nætur heima hjá ser. Elsku Sædís og Jón og Óli Þór, megi góður guð styrkja ykkur. Litli írændi, ljúfi vinur lífið var svo stutt hjá þér, fyrr en vaiir flestallt hrynui' fátækari stöndum vér. Nú ég veit að látinn lifir lítil sál við drottins hönd, far þú nú í friði vinur frændi minn á nýja braut. (AÚ.) Rannveig Heiðarsdóttir. Nú er horfið lítið ljós land og himinn grætur. Langt er yfir lífsins ós, langar haustsins nætur. Einn finnst vegur alltaf þó alla til að hugga. Og þar leggur aldrei snjó, eða nokkurn skugga. Veg þann leggur ljós og bæn til landsins hinum megin. Þegar við sitjum eftir ein, við opnum bjarta veginn. Því ástin þekkii' engin bönd, og engin landamæri. Og leggur um eilífð hönd í hönd þó heimurinn sorgir færir. (Steinunn Eyjólfsdóttir) Kolbrún Diego og fjölskylda. ^ Ástkær móðir okkar, RAGNHEIÐUR FÆRGEMANN, (fædd Bjarnadóttir), Tværgade 48, Ringe, Danmörku, lést fimmtudaginn 1. októbersi. Margrét, Per, Nanna, Soya og fjölskyldur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GRÉTAR RÓSANTSSON, Þórunnarstræti 119, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Dísa Sigfúsdóttir, Hreinn Grétarsson, Margrét G. Magnúsdóttir, Heiða Grétarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Líney Grétarsdóttir, Friðrik Max Jónatansson, Jóhanna Grétarsdóttir, Rósant Grétarsson, Sigrún R. Vilhjálmsdóttir, Sigmar Grétarsson, Hólmfríður Þórðardóttir og barnabörn. Alúðarþakkir fyrir samúð og vinsemd við lát JÓNS THOR HARALDSSONAR Reynimel 72, Reykjavík. Steinunn Stefánsdóttir, Stefán Jónsson, María Kristín Jónsdóttir, Gunnar Reynir Sveinsson, Jóhannes Jónsson, Ragnheiður G. Haraldsdóttir, Jón H. Runóifsson og barnabörn. * + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, JÓHANNESAR KRISTINS SIGURÐSSONAR frá Siglufirði. Guðrún Ingólfsdóttir, Ingi H. Jóhannesson, Sigurður B.H. Jóhannesson, Gunnar E.H. Jóhannesson, Leifur H. Jóhannesson, Ófeigur S.H. Jóhannesson, Jón B.H. Jóhannesson, Ingibjörg G. Jóhannesdóttir, Anna Fr. Jóhannesdóttir, Jóhannes H. Jóhannesson, Þórunn S. Jóhannesdóttir, Laufey Rós Jóhannesdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Steinunn H. Sigvaldadóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Böðvarsson, Auður Gísladóttir, Ljótur Magnússon, Æ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.