Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 52

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 52
52 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN HANNIBALSSON + Jón Hannibals- son fæddist 17. júní 1939 í Þernuvík í Ogurhreppi. Hann lést 23. september síðastliðinn á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Foreldrar hans voru Hannibal Jóhannes Guð- mundsson bóndi í Þernuvík, f. 24.4. 1907, d. 9.12. 1984 'S- og kona hans Þor- steina Kristjana Jónsdóttir, f. 16.11. 1914. Jón átti 14 systkini, þau eru: 1) G. Sigur- vin, f. 17.2. 1937. 2) Guðríður Guðrún, f. 3.3. 1938. 3) Guð- mundína Lilja, f. 28.6. 1940. 4) Haukur, f. 18.9. 1941. 5) Hulda Bryndís, f. 4.2. 1943. 6) Asdís, f. 20.3. 1944. 7) Bragi, f. 9.12. 1945. 8) Sigríður Halldóra, f. 17.12. 1947. 9) Sigrún, f. 21.4. 1950. 10) Margrét Guðbjört, f. 25.1. 1952. 11) Fjóla, 22.4. 1953. 12) Jóhann, f. 27.7. 1954. 13) Rebekka Signý, f. 13.2. 1956. 14) Þorsteinn Jóhannes, f. 10.9. 1961. Árið 1968 gekk Jón að eiga eftirlifandi konu sína, Ragn- hildi Þorleifsdóttur frá Foss- gerði á Berufjarð- arströnd, f. 16.4. 1943. Saman eign- uðust þau þijú börn. Þau eru: Þór- unn Stefanía, f. 28.4. 1969, raf- eindavirki, hennar sambýlismaður er Benedikt Halldór Ilalldórsson bygg- ingaiðnfræðingur. Þorsteinn, f. 8.2. 1971, bifvélavirki, og Berglind Hanna, f. 14.8. 1979. Jón ólst fyrst upp í Þernuvík, þá fluttist hann að Hanhóli í Bolungarvík þar sem fjölskyldan bjó eftir það. Vorið 1959 lauk hann námi frá Handavinnudeild Kennaraskóla íslands. Starfaði hann svo við kennslu í nokkur ár, aðallega í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnar- nesi. Þá hóf Jón nám í húsa- smíði og lauk því vorið 1972. Vann hann siðan við smíðar þar til hann hóf aftur að kenna árið 1978 og þá við Varmárskóla í Mosfellsbæ, þar sem hann kenndi eftir það. Utför Jóns fer fram frá Lága- fellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skina glaðast Þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur ■*" (Friðrik G. Þórleifsson) Þessar ljóðlínur hafa brotist um í huga mínum síðan ljóst var að hverju stefndi með einn af Islands bestu sonum, Jón Hannibalsson frá Hanhóli í Bolungarvík. Enginn skil- ur þennan dóm. Enginn veit hver er tilgangurinn með því að kalla burt góðan son, ástkæran eiginmann og föður, traustan bróður, mág, vin og félaga á besta aldri. Mann sem hafði ástundað heilbrigt líferni og aldrei kennt sér meins fyrr en sá vágestur, sem lagði hann að velli, birtist í sak- leysislegri bólu. Eg kynntist Jóni Hannibalssyni fyrir 35 árum þegar við Haukur _ bróðir hans ákváðum að ganga lífs- ^ veginn hlið við hlið. Á þau kynni hef- ur aldrei borið skugga og fjölskyld- ur okkar og reyndar öll 15 systkinin frá Hanhóli hafa verið einstaklega samhent fjölskylda. Jón byrjaði ungur að taka til hendinni enda mörg verk að vinna á mannmörgu heimili. Hann var gæddur góðum gáfum og dreif sig ungur til mennta. Handavinnukennaranám varð fyrir valinu enda á ferðinni mikill hag- leiksmaður á tré og járn. Hann var raunar það sem kallað er „þúsund- þjalasmiður“ því allt sem smíða þurfti og lagfæra var leikur einn í hans höndum. Jón var glæsilegur maður, dökkur yfirlitum, hár og grannur, léttur á fæti, dansmaður góður, mikill úti- vistarmaður og gat verið orðhepp- inn. Andlegar íþróttir heilluðu hann svo sem gátur, myndagátur og krossgátur og hann var slyngur að finna út úr orðaleikjum hvers konar. Hann var spilamaður góður og hafði gaman af að grípa í spil. Kímni hans og stríðnislegur hlátur biandinn hlýju mun ekki gleymast frá spila- kvöldum hjá spilaklúbbnum okkar, sem hefur verið til í yfir 30 ár. Rætur Jóns Hannibalssonar liggja í umhverfi sem er ; hvorttveggja í senn heillandi og hrikalegt. í slíku umhverfi þurfa menn að takast á við tilveruna af þekkingu og öryggi. Ef til vill hefur uppeldið í stórum systkinahópi og stórbrotið landslagið, ásamt góðri fjölskyldu gefið honum æðruleysi til að takast ákveðinn á við grimm ör- lög. Eitt er víst, hann var hetja til - hinstu stundar. I þessu erfiða stríði kom samheldni þeirra hjóna og óþrjótandi umhyggja hans góðu konu vel í ljós. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Haukur kæran bróður og mág. Bömin okkar og fjölskyldur þeirra þakka frænda sínum sam- fylgdina. Elsku Ragnhildur og börnin ykk- ar og elsku Steina. Megi góður Guð styrkja ykkur og alla sem nú eru mæddir í hjarta. Blessuð sé minning Jóns Hanni- balssonar. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Við lát Jóns Hannibalssonar kennara, manns Ragnhildar móður- systur okkar, reikar hugurinn til baka. Við Ragnhildur vorum saman mörg sumur í Fossgerði þegar við vorum börn og nokkra vetur var hún hjá okkur í Kópavoginum. Á þessum árum var hún nánast eins og stóra systir okkar, enda ekki miklu eldri. Undanfarna mánuði höfum við fylgst með baráttu þeirra við erfiðan sjúkdóm Jóns. Við kynntumst Jóni þegar hann fór að venja komur sínar í Kópavog- inn til að heimsækja Ragnhildi. Þetta var hár og myndarlegur maður, hæg- látur í fasi. Strax mynduðust ánægu- leg kynni. Spjallað var um heima og geima, en ekki síst ferðalög um land- ið. Eftir að þau settu saman heimili hefur alltaf verið mikið samband á milli fjölskyldnanna og Jón verið þar ómissandi hlekkur. Samband þeirra systra er nánast, en faðir okkar og Jón áttu um margt lík áhugamál og höfðu gaman af að hittast. Samskiptin hafa eðlilega tekið breytingum með tímanum og þó að okkar leiðir hafi fjarlægst í biii hafa aðrir tekið við. Yngstu systkini okk- ar eru á sama aldri og eldri börn þeirra Ragnhildar og Jóns, eru þau góðir vinir og hafa haft mikið saman að sælda, meðal annars hafa þau oft verið saman í Fossgerði. Margra samfunda er að minnast, síðustu ár hafa fjölskyldurnar til dæmis komið saman í tertuboð á heimili Jóns og Ragnhildar um jól og enginn viijað láta sig vanta væri hann ekki mjög fjarri. Jón Hannibalsson var uppalinn á Hanhóli í Bolungarvík í stórum systkinahópi, en fór þaðan ungur eins og fleiri. Hann var alltaf mikill Vestfirðingur og hafði áhuga á að fylgjast með því sem þar gerðist. Ragnhildur er mikill Austfirðingur og höfðu hjónin gaman af að metast um hvor landshlutinn væri betri. Á sumrin fóru þau gjarnan austur eða vestur til stuttrar dvalar. Jón hafði gaman af útiveru og áhuga á fjall- göngum. Sama var í hvaða átt var farið, hann gat alltaf bætt við einu og einu fjalli í safnið. Aðalatvinna Jóns var handavinnu- kennsla en oft vann hann við smíðar af ýmsu tagi. Sem smiður hafði hann mestan áhuga á fínsmíði ýmissa gripa, en það varð að vera tóm- stundagaman. Hann var einn af þessum traustu reglusömu mönnum sem unnið hafði ýmis störf á ævinni, og gott var að leita til. Mörg hand- tök liggja efth- hann við að laga gamla húsið í Fossgerði sem fjöl- skyldan í sameiningu ákvað að halda í horfinu. Við minnumst kynna við Jón með þakklæti. Ásamt móður okkar og systkinum sendum við Ragnhildi og bömunum einlægar samúðarkveðjur. Gísli og Björg. Fátt er jafn heillandi og haust- morguninn, þegar döggin glitrar á laufinu, gulu, rauðu, grænu og brúnu eins og allt kapp sé lagt á að ná fram því fegursta áður en óvæg- inn vetrarstormurinn feykir burt síðasta haustlaufinu - allt of snemma, það hefði verið gott að fá að njóta lengur. Þannig var það líka í lífí Jóns Hannibalssonar kennara, þar haustaði of snemma. Jón Hannibalsson var kennari af guðsnáð og átti að baki afar farsæl- an kennsluferil sem einkenndist af gagnkvæmri virðingu kennarans og nemandans. I smíðastofunni hjá Jóni breyttust óheflaðir spýtukubbar í nytjahluti og stofustáss og óheflaðir óróaseggir, urðu ljúfir sem lömb. Menn hand- léku tæki og tól af nærgætni og alúð, söguðu og pússuðu og pússuðu svo aftur þangað til lærifaðirinn var sátt- ur orðinn við handbragðið, báru svo stoltir heim með sér, kertasjaka, lampa, hillur og borð. Ef grannt væri skoðað gæti ég trúað að finna mætti á allflestum heimilum í Mosfellsbæ smíðisgripi ættaða úr smíðastofu Jóns Hannibalssonar. Slíkar voru vinsældir Jóns sem smíðakennara að menn gátu frekar hugsað sér að missa af skíðaferðalaginu en að missa úr tíma hjá Jóni. Hann hafði einstakt lag á nemendum sínum. Aidrei hækkaði hann róminn heldur beitti aðferðum við agastjórnun sem ekki verða lærðar af bókum. Þær má öliu heldur rekja til meðfædds hæfi- leika sem mótast hefur af uppeidi og umhverfi og birtist svo í þroskuðum persónuleika sem svo átakalaust hef- ur töglin og hagldirnar. Jón var mikill fjölskyldumaður. Það kom helst í ljós þegar umræðan barst að Ragnhildi og krökkunum þehra, þá breikkaði brosið til muna og það duldist ekki að þar fór ham- ingjusamur maður. I mínum huga var Jón kletturinn á kennarastofunni. Það var eins og hann hefði alltaf verið þarna og myndi alltaf verða, svo óbreytanleg- ur og traustur. Sjaldan sást hann skipta skapi og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Framgangan einkenndist öll af hóg- værð, lítillæti og ögun. Maður fékk það á tilfinninguna að ekkert fengi hróflað við honum. En það kom að því að honum var ógnað. Jón veiktist og það gekk hratt fyrir sig. Nú hafa naprir vind- ar lífsins sorfið svo klettinn að hann fékk ekki staðist ásóknina. Eftir stöndum við hnuggin og söknum. Fyrir hönd Skólaskrifstofu Mos- fellsbæjar vil ég þakka Jóni Hanni- balssyni hans ómetanlega framlag tii uppeldis- og menntamála í Mos- fellsbæ í tvo áratugi. Ragnhildi, börnunum og ástvinum öllum votta ég samúð. F.h. Skólaskrifstofu Mosfells- bæjar, Sigríður Johnsen skólafulltrúi. Kæri vinur og vinnufélagi, mikið á ég eftir að sakna þín. Ekki bara vegna þess að þú varst góður vinnu- félagi heldur og ekki síður vegna þess að þú varst góður maður, já- kvæður, brosmildur, elskulegur og ævinlega tilbúinn að greiða hvers manns götu. Þegar ég hugsa til baka þessi tæp 20 ár sem við höfum verið vinnufé- lagar þá er ég viss um að orðið „nei“ hefur lítið verið notað af þér öll þessi ár, þú varst svo jákvæður og greiðvikinn. Það var alltaf stutt í hláturinn og er stutt að minnast þess hvað við gátum hlegið að tús- spennunum sem settir voru í póst- hólfið þitt og þú tókst af samvisku- semi með þér út í smíðahús í von um skýringu á þessu pennafári seinna. Skýringin kom og var sú að þeir sem notuðu tússtöfluna gættu ekki alltaf að og stungu pennunum niður í póst- hólfið þitt og þú samviskusamur tókst alltaf póstinn þinn þegar þú komst inn. Þú varst manna hressastur í blakinu okkar í gamia daga og nú þegar blakið verður end- urvakið eigum við örugglega eftir að sakna þín. Ekki má gleyma bolluvandaprik- unum sem þú gerðir fyrir mig og vinkonur mínar eða sviðsmyndunum sem þú smíðaðir með og fyrir okkur uppi í Bæjarleikhúsi. Kæri vinur, nú þegar við kveðjum þig og þökkum samfylgdina, sem mátti vera miklu, miklu lengri, sendi ég samúðarkveðjur til Ragnhildar eiginkonu þinnar, barna þinna og tengdabarna, einnig til systur þinn- ar Gurrýjar og annaiTa ættingja og vina. Guð styrki ykkur í sorginni. Guðrún Esther. Bolungarvík, yst við ísafjarðar- djúp, mikil verstöð að fornu og nýju með gjöfui fiskimið skammt undan, torsótt löngum en inn af víkinni grösugir dalir með býli milli hán-a fjalla. Náttúrugæði mikil en ekki á færi aukvisa að nýta þau og njóta hvort sem er til sjós eða lands. Ovíða er meiri náttúrufegurð þeg- ar Djúpið liggur spegilslétt og sér til Snæfjallastrandar en utar til Grænuhlíðar og Bjarnarnúps. Þar er eitthvert fegurst sólarlag þegar sóiin roðar Núpinn með síðustu geislum dagsins. Þar býr kjarnmikið fólk sem nýtt hefur gæði lands og sjávar um aldir. Þarna voru æskuslóðir Jóns Hannibalssonar, kennara, sem jarð- sunginn er í dag. Jón var ráðinn handavinnukennari við Varmár- skóla í upphafi árs 1978. Engum þarf að segja hve mikilvægt það er fyrir alla að kennari sem ráðinn er að skóla sé starfi sínu vaxinn. Skól- inn væntir mikils af honum og for- eldra og nemendur skiptir það afar miklu máli að kennarinn, sem trúað er fyrir þessu vandasama staifi sé vel til þess hæfur. Þótt hann hafi lokið öllum prófum sem krafist er verður hann ekki góð- ur kennari nema hann eigi þá náðar- gáfu sem ekki verður útskýrð en veldur því að nemendur laðast að honum, virða hann, deila með hon- um gleði og góðum árangri og geta rætt við hann um áhyggjur sínar stórar og smáar. Jón var sá hamingjumaður í starfi að þetta veittist honum. Nemendum þótti vænt um hann og virtu hann. Hann vann hugi þeirra með sinni hógværu hlýju sem blönduð var notalegri gamansemi. „Hann skammaði okkur aldrei, hann bara talaði við okkur,“ varð þeim að orði þegar fregnin um lát hans barst. Hann var mjög samviskusamur í starfi og hollur skólanum sínum. Þess vegna er svo mikil eftirsjá að honum. Það fór ekki mikið fyrir hon- um á kennarastofunni en við vissum að gott var að leita til hans með hvað eina og ef hann tók eitthvað að sér þurfti ekki að hafa frekari áhyggjur af því. Hann var traustur og heill, félagsiyndui', glaðsinna og góður vinur. Jón greindist með krabbamein, sem lagt hefur svo marga menn að velli. Síðastliðið skólaár kom hann oft sárlasinn í skólann og sinnti starfi sínu meðan stætt var. í apríl fór hann í veikindaleyfi. Hann átti ekki afturkvæmt til starfa. Þegar skóli hófst í haust kom hann í heim- sókn. Við vissum að róðurinn var þungur og tvísýnt um iendingu en þó datt engum í hug að endalokin væru svo skammt undan. Hann lést hinn 23. september sl. Sólin hnígur yfir Snæfjallaströnd og roðar Bjarnarnúp með síðustu geislum dagsins. Hún boðar kvöld og hvíld en um leið fullvissu þess að aftur rís nýr dagur og nýtt líf. Með það í huga kveðjum við kæran vin og vottum eiginkonu hans og börnum og öllum aðstandendum dýpstu samúð. Samstarfsfólk í Varmárskóla. Jón Hannibalsson fæddist í Þernuvík í Ögurhreppi við Isafjarð- ardjúp hinn 17. júní 1939. Þegar hann var fimm ára fluttu foreldrar hans að Hanhóli í Bolungarvík og bjuggu þar síðan. Jón var þriðji í röð fimmtán systkma og sá fyrsti úr þeim mannvænlega hópi, er fellur í valinn. Börnin á Hanhóii stunduðu þriggja vetra barnaskólanám sitt í Bolungarvík. Að því loknu fóru a.m.k. sum þeirra, og þ.á m. Jón, til náms í skólann á Reykjanesi. Þar var þá tveggja vetra fjölþætt verk- námskennsla. Skóli þessi breyttist síðar til fylgdar við hið almenna skólakeifi landsins. Eftir þetta tveggja vetra verknám á Reykjanesi sneri Jón við blaðinu og tók að sér kennslu þar einn vetur ásamt með skólafélaga sínum. Veturinn þar næsta, þá átján ára, hóf hann nám við handavinnudeild Kennaraskól- ans, eins og hún þá nefndist, og lauk því með prófi um tvítugsaldur. Það- an fór Jón beina leið til Patreks- fjarðar og kenndi þar smíðar í einn vetur. Eftir það lá leiðin til Reykja- víkur og til sjö ára kennslu við Mýr- arhúsaskóla. Þá brá hann sér til Sví- þjóðar til þess að kynna sér bíla- smíði. Heim kominn úr þeirri för fór Jón í Iðnskólann og lærði húsasmíði. Hann hafði því margháttaða kunn- áttu og reynslu í farteskinu þegar hann réðst til Varmárskóla í Mos- fellsbæ haustið 1978, þar sem hann kenndi smíðar við farsæld og fá- dæma vinsældir til hinsta starfs- dags. Jón Hannibalsson andaðist að- faranótt 23. september sl. Eftirlif- andi eiginkona hans er Ragnhildur Þorleifsdóttir frá Fossnesi á Beru- fjarðarströnd. Þau eignuðust þrjú börn. Jón Hannibalsson var Vestfirð- ingur að ætterni og uppeldi eins og þegar er fram komið. Það eitt segir margt um manninn. Eg sé iyrir mér skýrar og hreinar línur hárra traustra fjalla, sterkan bjarma stafa af kyrrlátum fleti djúpanna óræðu en gjöfulu og grasið, er seiglast við að klæða urðir og jafnvel hamra- belti. Þannig skynja ég náttúru Vestfjarða og Vestfirðinga sem arf- taka hennar. Jón Hannibalsson var einn þeirra og ekki hinn sísti. Hann var einstaklega skapprúður maður. Aivörumaður til átaka en jafnframt glaðvær og spaugsamur og hógvær til orðs og æðis. Traustur sem bjarg, vinsæll vel og gott var og hlýtt að eiga hann að vini. Hann var styrkur stólpi í hverju því samfélagi, sem hann gekk til liðs við. Það vitum við gjörla, sem verið höfum samstarfs- menn hans um ára skeið og notið lið- sinnis hans við störf og leik. Mér fannst ætíð ég eiga Jón Hannibals- son að sem öruggan hauk í horni til þess að leysa hið óframkvæmanlega þegar ég var að sýsla við leiksýning- ar nemenda á sínum tíma. Ég hygg, að nemendur hafi fundið þessa sömu kennd trausts og örygg- is í samstarfi við Jón og vinarhug hans. Samband og samlyndi hans og þeirra var heiðbjart og gott og með þeim hætti, að aldrei reyndist þörf fyrir afskipti annarra. Ekki er held- ur vitað til, að Jón Hannibalsson hafi skipt skapi gagnvart nemend- um sínum eða hækkað róminn þeim til áréttingar. Hann hélt þeim við aga og afköst án þess með reglusemi og vammleysi í orðum og athöfnum. Jón Hannibalsson var hugmynda- ríkur í verkefnavali handa nemend- um sínum. Á mörgum heimilum í Mosfellsbæ er að finna væna og eigulega gripi smíðaða undir hand- leiðslu hans. Síðustu störf Jóns í þágu skólans, jafnframt kennslu, hnigu að því að hanna og skipuleggja, ásamt öðrum, nýja kennslustofu til smíða. Hugur hans starfaði hratt og skýrt þótt lífs- fjörið færi dvínandi. Nú er það að fullu þorrið og Jón Hannibalsson hefur kvatt þennan vorn heim. Mér finnst skólinn minn að Varmá og raunar þjóðfélagið vera snauðara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.