Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 53

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 53 eftir þá kveðju en áður. En mestan missi og söknuð færir hún eiginkonu Jóns og bömum og stóra vestflrska fjölskylduhópnum. Megi þessar h'nur færa þeim hug- heila samúðarkveðu mína. Ásgerður Jónsdóttir. Hvernig er hægt að kveðja kæran vin með nokkrum fátæklegum orð- um? Jóni Hannibalssyni kynntist ég fyrir nærri fjörutíu árum um leið og ég kynntist eiginmanni mínum. Það kom snemma í ljós hvílíkt gull að manni Jón var. Hann var einstak- lega skapgóður og hlátui-mildur, fé- lagslyndur og algjör reglumaður. Alrei nokkurn tíma sá ég hann reið- ast né heyrði hann tala illa um nokkurn mann. Þegar Jón kynntist eftirlifandi konu sinni, Ragnhildi Þorleifsdóttur, fann hann maka sinn því öll þessi lýsingarorð eiga jafnt við um hana. Margar skemmtilegar og ljúfar minningar eigum við með þeim hjónum og hinum stóra systkinahópi Jóns og nefni ég þá sérstaklega spilakvöldin frægu. Erfitt er að sætta sig við að Jón skuli kvaddur á brott í blóma lífsins, en samt er betra að eiga stutta og haminguríka ævi en langa og gleði- snauða. Vottum við Ragnhildi og börnum þeirra innUega samúð okk- ar. Ingunn og Guðbergur. A fögrum haustdegi skipta laufín á trjánum um lit og verða aftur að moldu. Þessu líkt tekur fyrir ævifer- il okkar. Mágur minn og kær vinur, Jón Hannibalsson frá Hanhóli í Bolung- arvík andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur eftir stutta, en harða baráttu við illvígan sjúkdóm sem vann á honum allt of fljótt. Jón var smiður og smíðakennari, mjög lipur og handlaginn maður. Hann var næstur í systkinaröðinni á eftir Gurrý, konu minni og þau systkinin hafa fylgst að alla tíð. Þau gengu bæði í Grunnskóla Bolungar- víkur, í Reykjanesskóla og urðu bæði handmenntakennarar. Þau kenndu saman í Mýrarhúsaskóla og seinna í Varmárskóla og hafa alltaf búið í nágrenni hvort við annað eða saman. Ég kynntist Jóni og fjölskyldu hans þess vegna mjög vel, sérstak- lega eftir að við ákváðum að byggja okkur hús í Mosfellsbænum ásamt Gunnlaugi Karlssyni frænda Jóns. Þeir sáu um byggingu húsanna þriggja sem standa í röð í Bergholtr inu. Þarna naut ég góðs af greiðvikni, handlagni og lipurð þeirra frænda, en nú eru þeir báðir gengnir. Við áttum margar góðar stundir saman með fjölskyldum okkar. Við ferðuðumst oft saman, bæði innan- lands og utan og alltaf átti Jón eitt- hvað í pokahorninu af sögum og leikjum til að skemmta öðrum. Til dæmis voru haldnar götuveislur í hverfinu okkar til margra ára. Ailtaf var Jón þar tilbúinn með leiki og gaman fyrir böm og fullorðna. Hann naut sín alltaf vel þar sem hann gat skemmt bömum. Við spiluðum saman félagsvist með vinum og vandamönnum í mörg ár og þar átti Jón mjög oft vinning- inn. Síðan unnum við saman fyrir skógræktarfélag Mosfellsbæjar og höfðum skógræktarreit saman, sem hann fór oft í eftir að hann varð veikur. Við Jón og fjölskyldur okkar höfðum alltaf haft gott samband og eytt miklu af okkar frítíma saman heima og að heiman og kveð ég hann með miklum söknuði. Jón, ég vil þakka þér samfylgdina sem var alltof stutt. Ragnhildur mín, Þórunn, Þorsteinn, Berglind og Bensi, við ykkur vil ég segja, við höfum misst góðan dreng, en geym- um minninguna um hann í hjörtum okkar. Og æ er vinur vinaraugum hverfur og vinarstjömu byrgir dauðasær, en fast að hjarta sorg og harmur sverfur - þú sálarinnar hörpustrengi slær. (Kristján Jónsson Fjallaskáld.) Guð geymi þig, kæri vinur. Þinn mágur, Óli Th. Hermannsson. GUÐMUNDUR BJÖRGVIN JÓNSSON + Guðmundur Björgvin Jóns- son fæddist á Brunnastöðum í V atnsley sustrand- arhreppi 1. október 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 23. september siðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Einarsson og Margrét Péturs- dóttir. Bræður Guð- mundar voru: 1) Einar Haukur, lát- inn. 2) Erlingur, lát- inn. 3) Matthías Hafstein, látinn. 4) Pétur Guðlaugur, búsettur í Reykjavík. 5) Jón Dan, búsettur í Reykjavík. Björgvin átti einnig uppeldisbróður; Stefán Georg Elísson, látinn. Frá sex ára aldri ólst Björgvin upp á Brekku undir Vogastapa hjá móðursyst- ur sinni, Guðríði Pétursdóttur, og Magnúsi Eyjólfssyni. Hinn 29. mars 1941 kvæntist Björgvin Guðrúnu Lovísu Magnúsdóttur frá Sjónarhóli í Vatnsleysustrandarhreppi. Börn þeirra urðu tólf: 1) Magnea Guðríður, f. 30.8. 1941, d. 6.7. 1986. 2) Erlendur Magn- ús, f. 21.1. 1943. 3) Haukur Matthías, f. 7.6. 1944. 4) Hreiðar Sólberg, f. 15.6. 1945. 5) Sesselja Guðlaug, f. 30.11. 1947. 6) Jón Grétar, f. 8.7. 1949. 7) Helgi Ragnar, f. 18.8. 1950. 8) Svandís, f. 28.5. 1952. 9) Halla Jóna, f. 4.8.1953. 10) Guðlaugur Rúnar, f. 15.1. 1955. 11) Björg- vin Hreinn, f. 23.1. 1957. 12) Viktor, f. 1.5. 1960. Afkomend- ur Björgvins og Lovísu eru orðnir 74. Björgvin varð vélvirki frá Pabbi minn var mjög ungur þeg- ar hann missti foreldra sína, fyrst dó móðirin úr spönsku veikinni árið 1918 og ári seinna faðirinn. Ungum bræðrunum fimm var komið í fóstur til ættingja og vina. Það voru erfið spor þegar tveir foreldralausir sex og sjö ára snáðar trítluðu úr Brunnastaðahverfi með pinklana sína suður í Voga. „Piddi bró“ (Pét- ur bróðir hans) fór til Guðlaugar móðursystur sinnar en Bjöggi litli var leiddur af Guðríði tilvonandi fóstru sinni yfir sandinn að Brekku undir Vogastapa. A heimilinu voru engin böm, aðeins fósturforeldrarn- ir og móðuramman háöldruð og blind. Hún kenndi drengnum að lesa og var Biblían kennslubókin því textann kunni hún utanað. Brekka var þá eina býlið undir Stapanum. Leikfélagamir vom aðallega hús- dýrin á bænum en fjaran sá litlum starfsömum höndum fyrir bygging- arefni og náttúruleikfóngum. Stundum sat pollinn í gluggakist- unni og gætti að hvort ekki sæist nú einhver á gangi heim að bæ, ef til vill „Piddi bró“ - það væri nú til- breyting ... Þegar fóstran sá leið- ann sækja að ef enginn sást dreif hún sig í pönnukökubakstur. Þá léttist lítil brún og snáðinn sótti karið og fór að sykra pönnsur. Svo varð Björgvin á Brekku að manni og hleypti heimdraganum, fór á sjó, náði sér í ýmiskonar rétt- indi, varð bílstjóri með flott „kask- eiti“, varð góður dansmaður, varð líka hrókur alls fagnaðar og eignað- ist loks konu. Svo var byggð lítil Brekka í Vogunum og þar var strit- að, hlegið og elskast, og búin til börn - mörg börn. Kærleiksblómin spmttu hvarvetna í þessu líka ham- ingjusama hjónabandi. Ast, virðing og eilíf glettni, þannig var hann pabbi minn - og hún mamma. Fljót- lega varð þriggja herbergja kotið of lítið fyrir okkur 11 og þá var byggt stærra með tilheyrandi magasári og peningaáhyggjum. Lengi var úr litlu að moða. Hverju skipti það ef gleðin og ástin voru til staðar? Hreint engu! Skyrið var bara vatns- þynnt venju fremur meira, saumað Iðnskólanum í Keflavík 1959 og fékk meistararétt- indi 1964. Hann stundaði margvís- leg störf og vann mikið að félagsmál- um. Á árunum 1933-40 ók hann mjólkur- og fólks- flutningabíl Vatns- leysustrandar- hrepps svo og bíluni frá bifreiðastöðinni Bifröst í Reykjavík. Björgvin var vél- stjóri hjá fisk- vinnslufyrirtækjum á Suður- nesjum 1941-46 og í nokkur ár á þessum tíma rak hann Véla- og járnsmíðaverkstæðið Málm í Vogum ásamt fleirum. Lengst af vann hann sem verkstjóri hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli eða á árunum 1952-82. Fé- lagstörf hans voru margvísleg, s.s. framkvæmdasfjóri Bifreiða- félags Vatnsleysustrandar- hrepps 1937-43, byggingafull- trúi hreppsins 1958-78, sat í skólanefnd 1945-61, formaður rafveitu hreppsins 1954-66, for- maður Sjálfstæðisfélagsins á staðnum 1950-66, sat í stjórn Verkstjórasambands Islands 1963- 72, formaður Verkstjóra- félags Suðumesja 1962-71, sat í sóknarnefnd Kálfatjarnarkirkju 1964- 80 og var meðhjálpari í nokkur ár. Guðmundur Björgvin gaf út bókina Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi árið 1987 og hefur skrifað nokkrar greinar í blöð og tímarit. Útför Guðmundar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. var „upp úr gömlu“ og fjárfest í prjónavél. Ekkert mál! Lyngholtið okkar var stórt hús, 11 herbergja, hvorki meira né minna, og byggt af eldmóði með að- stoð nágranna og vina. í því húsi kenndu þau okkur bömunum gömlu dansana og hinum unglingunum í þorpinu líka. Þar fengum við líka að hafa skátaaðstöðu með tilheyrandi dóti og fundarhöldum, alltaf nóg pláss fyrir allt og alla. í Lyngholt- inu döfnuðu áfram glettnu kær- leiksblómin eins og í litlu Brekku, bömin urðu fleiri og hann tók fóstra sína í homið - í átta ár. Hann dáði bræður sína og hélt tryggð við ætt- ingja og vini hvarvetna. Heimilið alltaf fullt af gestum, allir eilíflega velkomnir á öllum tímum. Gaman, gaman. Pabbi minn var dugleg fyrirvinna og ástríkur faðir. Hann byrsti sig aðeins einu sinni á dag og þá með orðinu þögn. Þessi skipun kom á fréttatíma útvarpsins þegar allur hópurinn sat masandi við kvöldmat- arborðið. Á fimmtugsaldri settist hann á iðnskólabekk með elsta syni sínum, vann á daginn en lærði á kvöldin innan um kvabbandi skar- ann. Þrátt fyrir miklar annir var mamma mín knúsuð í bak og fyrir kvölds og morgna. Eftir að fjöl- skyldan eignaðist bíl hafði hann þann háttinn á að flauta tvisvar um leið og hann renndi í hlað - alltaf. Þegar hann kom svo inn tók hann utan um mömmu, kyssti hana remb- ingskoss og sneri henni einn hring. Ef margir áhorfendur vom að sýn- ingunni tók hann tangótilbrigði með stæl og lagði hana næstum flata við gólf - og kátínan réð húsum. Svona var hann pabbi - og hún mamma líka. Alla tíð. Þrátt fyrir stórfjölskylduna gafst alltaf tími til félagsmála enda pabbi minn áhugasamur um menn og mál- efni hvarvetna. Hann elskaði nátt- úruna og naut ferðalaga þegar tími gafst til. í bílnum sungum við Ó, fögur er vor fósturjörð og fleiri ís- lensk lög og ein röddin var fallegust - röddin hans. Stundum gekk hann fram af smáfólkinu þegar hann hóf að syngja „Rúgbrauð með rjóm’oná“ og erindin urðu tólf (og þegar verst lét fjórtán). Allir urðu að taka undir - öll erindin! Svo liðu árin og hann byggði þriðja húsið þeirra í Vogunum, í Kirkjugerðinu. Þar undu þau mamma vel laus við stritið sem fj'lg- ir 12 bama uppeldi og húsbygging- um og þar tóku þau móðurömmu mína til sín í hornið - í 13 ár. Þar urðu þau fyrir stærstu sorg lífsins því þá dó hún Magnea elsta og besta systir í Danmörku. Til hennar höfðu þau skroppið endram og sinn- um, treyst böndin og dundað í sum- arhúsi fjölskyldunnar þar. I Kirkju- gerðinu skrifaði hann bókina sína - bókina sína mikilvægu og þörfu. Á heimilinu var umvefjandi kærleikur allt um kring, aldrei kv'ai-tað og aldrei deilt svo heyrðist. Aðeins eitt ár á allri búskapartíðinni fengu þau frelsi, hún 70 ára en hann 79 ára. Þá fóra þau í langþráð ferðalag um fal- lega landið okkar, gistu hjá bænd- um og nutu samverannar í friði frá börnum og gamalmennum. Sumarið eftir kom áfallið. Pabbi minn fékk heilablæðingu sem lam- aði hann, tók frá honum málið og fleira. Læknarnir sögðu batahorfur engar, hann pabbi var orðinn ævar- andi „spítalamatur". Þá greip mamma mín inn í gang mála og gerði kraftaverk. Pabbi minn var fluttur heim og svo hófst endurhæf- ingin - og henni tókst það. Hann fór að borða sjálfur að nokkra leyti og tala dálítið - og auðvitað að hlæja og spauga. Á sumrin ók mamma honum í hjólastól um göturnar í þorpinu, sýndi honum hús og blóm og spjallaði við vegfarendur. I fimm „erfið“ ár hlúði hamingjan að þeim - á sinn hátt. Það var orðið tímabært að guð al- máttugur líknaði honum pápa mín- um. Blessuð sé minning hans og góður guð gefi múttu minni styrk til þess að lifa í gleði þrátt fyrir sökn- uðinn. Sesselja. Elsku afi og langafi. Okkur lang- ar til að kveðja þig með þessum ör- fáu orðum. I augum Ándra Inga varstu alltaf afinn í hjólastólnum sem grést alltaf af gleði þegar við komum í heimsókn. Andri talaði alltaf mikið um þig eftir hverja heimsókn og þótti mjög vænt um þig. Hann spurði margs og velti mörgu fyrir sér eins og því af hverju afi væri alltaf í hjólastól eða í rúminu og hvort langamma væri bæði konan hans og hjúkranarkon- an hans. Einu sinni þegar við voram í heimsókn hjá þér sastu í stólnum og varst að drekka kakó, þú rakst þig í glasið sem datt í gólfið. Þá sagði Andri Ingi: „Ó, aumingja afi, hann ræður stundum ekkert við hreyfingamar sínar, ég skal bara sækja nýtt kakó og hjálpa honum við að drekka það.“ Fyrir mér varst þú alltaf afinn sem vissir svo margt og fræddir okkur bamabörnin um lífið og til- verana. Ég man svo vel eftir því þegar ég var ung, þá tókstu mig með þér í vinnuna á Vellinum, sýnd- ir mér skrifstofumar og kynntir Vantar þig einhvern að tala við? Við erurn til staðarl VINALINAN vinur í raun ® 561 6464 800 6464 öll kvöld kl. 20-23 www.mbl l.is mig fyrir öllum körlunum sem með þér unnu. Síðan ókum við um Völl- inn og þú sýndir mér herflugvélarn- ar og hermennina. Fyrir unga stúlku var þetta ofsalega spennandi heimur og ég var alltaf stolt yfir því að hafa fengið að skoða þetta með þér. Amma mín, þakka þér fyrir að hafa sinnt honum afa svona vel öll þessi ár, og guð gefi þér styrk í framtíðinni. Magnea og Andri Ingi, Þýskalandi. Kveðja frá Verkstjórafélagi Suðurnesja Við leiðarlok minnumst við góðra kynna við Guðmund Björgvin Jóns--ít" son, sem kvaddur er í dag. í nær tvo áratugi var hann virkur félagi og kjörinn foringi í Verkstjórafélagi Suðurnesja, samfellt í stjóm þess í 16 ár, frá 1962 til 1978, lengst sem formaður í níu ár. Á því tímabili einnig í stjóm Verkstjórasambands Islands, og fulltrúi á landsþingum þess í 18 ár. Heiðursfélagi þess var hann kjörinn 1976, og fyrstur heið- ursfélaga Verkstjórafélagsins ári seinna. Guðmundur ritaði ágrip af fjöra- tíu ára sögu félagsins á ánmum 1988 til 1989, og kom ritið út á af- mælinu sem minnst var seinnipart vetrar 1990. Bók þessi er ákaflega vel gerð, og gegnir nú þegar með ágætum, sögulegum þætti okkar samtaka og mun gera um ókomin ár. Vandvirkni, ritleikni og með- fædd frásagnargáfa höfundar skilar sér vel í þessari samantekt. Vinna Guðmundar við rit þetta var gjöf hans til félagsins, því íyrir það vildi hann engin laun. Sýnir það meðal annars hugarþel hans til félagsins, og eins var um önnur þau störf er hann tók að sér á vegum þess, fyrir það var ekki greitt. Guðmundur birti allmargar % greinar í riti samtakanna Verkstjór- anum, þar sem hann brýndi félag- ana til dáða í hinum ýmsu hags- munamálum stéttarinnar. Einkum var áhugi hans mikill fyrir því að leysa orlofsaðstöðu félagsins, og gladdist hann síðar með hverjum þeim áfanga sem þar náðist. Eftir að hann hætti að starfa fyrir félagið fylgdist hann vel með viðgangi þess meðan heilsa og aðstæður leyfðu. Ráð vora oft sótt í smiðju hans, og eftir þeim farið. Á fundum var hann málefnalegur og fljótur að átta sig á aðalatriðum. Alloft var hann valinn fundarstjóri, þar stjómaði hann af röggsemi og þeim hlýleik til manna og málefna sem hann einkenndi. ^ Stutt var í glens og grín, broslegu hliðamar áttu góðan hljómgrann í skapgerð hans. Á kveðjustund era þakkir fluttar frá félaginu sem Guðmundur Björg- vin tók í fóstur í frumbernsku og kom til þess þroska sem það hefur búið að síðan. Eiginkonu, bömum og öðram vandamönnum era fluttar innilegar samúðarkveðjur. Brynjarr Pétursson. Þakrennur og rör úr Plastisol- vörðu stáli. Heildarlausn á þakrennuvörnum í mörgum litum. A i» BLIKKAS hf Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.