Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.10.1998, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þorsteinn Jó- hannsson var fæddur á Hnappa- völlum í Öræfum 7. september 1918. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur þann 26. september 1998. Foreldrar hans voru: Jóhann I. Þorsteinsson, f. 13.2. 1881, d. 10.5. 1963 og Guðrún Jónsdótt- ir, f. 22.8. 1890, d. 3.12. 1974. Bræður: Jón, f. 6.4. 1921 og Sigurður, f. 8.9. 1924, bændur á Hnappavöllum. Þorsteinn var uppalinn í föður- garði á Hnappavöllum og átti þar heima til 1947. Hann flutti þá að Svínafelli og átti þar heima alla tíð síðan. Þorsteinn kvæntist hinn 25. aprfl 1948, Sigrúnu Pálsdóttur, f. 7. aprfl 1926 í Svínafelli. Hennar for- eldrar: Páll Pálsson, f. 4.2.1889, d. 11.4. 1954 og Halldóra Sig- urðardóttir, f. 4.8. 1893, d. 18.8. 1978. Börn Þorsteins og Sigrún- ar: 1) Guðjón, f. 13.3. 1949, ókvæntur og barnlaus. 2) Jó- hann, f. 9.4. 1952, kvæntur Haf- dísi S. Roysdóttur, þeirra börn: Þorsteinn, f. 11.10. 1991 og Svanhvít Helga, f. 3.4. 1994 3) Pálína, f. 29.1. 1955, gift Ólafi Sigurðssyni. Þeirra börn: Sig- rún Svafa, f. 8.2. 1980, Dóra Guðrún, f. 9.2.1984 og Steinunn Björg, f. 31.3. 1989. 4) Halldór, Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ** ingur komst einhverju sinni svo að orði að Skaftafell væri fegurst bæj- arstæða á Islandi. Helst væri það nábýlisjörðin Svínafell sem gæti keppt þar við. Bændabýlin í Svína- felli raða sér við rætur Svínafells- fjallsins þar sem það rís fremst í fjallgarðinum framanvert við Oræfajökul með þá einstæðu nátt- úrutöfra í gerð og útliti sem fáa eiga sér líka. Þarna hefur mikil saga að fornu og nýju átt sér stað þótt illvíg náttúruöfl hafi höggvið skörð í um stundar sakir. Einn þeirra sem á ríkan þátt í sögu þessa merka samfélags, Þor- steinn Jóhannsson, lést 26. þ.m. rúmlega áttræður að aldri. Þar ^ lauk merku lífshlaupi sem ein- kenndist af hógværð, atorku og góðum gáfum sem samtíðin naut á þeim ferli sem lífsleið hans mark- aði. Heimdraganum hleypti Þor- steinn tuttugu og fimm ára að aldri er hann kvæntist heimasætunni í Svínafelli, Sigrúnu Pálsdóttur, og settist í bú tengdaforeldra sinna í Svínafelli. Þorsteinn var af sterkum stofn- um kominn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Þorsteinsson og Guðrún Jónsdóttir búendur á Hnappavöllum. Góðar gáfur eru áberandi í þessum ættlegg. Sér- ^staklega kemur einkar góð þekking a sögu og hagmælska víða fram. Um þetta vitnar m.a. lífshlaup sona þeirra Jóhanns og Guðrúnar sem Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Otsen, Svemr Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 r Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ f. 2.10. 1957, ókvæntur og barn- laus. Þorsteinn var bóndi á Svínafelli frá 1947 ásamt mági sínum, Jóni Páli Pálssyni, f. 10.3. 1929 og síðan börn- um. Hann var kenn- ari og skólastjóri í Öræfum 1943 - 1988. Þorsteinn var verksljóri og reikn- ingshaldari fyrir Yegagerð ríkisins í Öræfum frá 1947 til 1986 og var sláturhússtjóri og kjötmatsmaður í Öræfum í mörg ár. Gegndi auk þess margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem: Formaður Ungmenna- félags Öræfa um árabil. I sljórn Búnaðarfélags Hofshrepps sem gjaldkeri í þijátíu ár. I sóknar- nefnd Hofssóknar 1958 - 1997. f hreppsnefnd Hofshrepps 1962 - 1994 og þar af oddviti 1981 - 1994. í stjóm Búnaðarsam- bands A-Skaftafellssýslu 1966 - 1984, þar af stjómarformaður í níu ár. Fulltrúi A-Skaft. á þingi Stéttarsambands bænda 1971 - 1979. í skólanefnd Nesjaskóla 1971 - 1982. Formaður Jarðar- nefndar A-Skaft. 1977 - 1993. í stjóm Kaupfélags A-Skaftfell- inga 1980 - 1989. Útför Þorsteins fer fram frá Hofskirkju í Öræfum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eru auk Þorsteins Jón og Sigurður sem ætíð hafa átt heimili á Hnappa- völlum. Þrátt fyrir hug Þorsteins til bú- skapar varð starfsvettvangur hans að miklum hluta á öðrum sviðum. Mágur hans Jón Pálsson hafði með höndum forystu í búsýslu á heimil- inu. Samstarf þeirra máganna var hið ákjósanlegasta og saman unnu þeir að bústörfum á þeim tímum sem annir voru mestar. Fljótlega eftir að frændi Þorsteins, Páll Þor- steinsson, lét af kennarastarfi árið 1943 gerðist Þorsteinn barnakenn- ari í Öræfum. Kennarastarfið og síðar skólastjórn grunnskólans í Öræfum annaðist Þorsteinn allt til ársins 1988. Sama ár og Þorsteinn fluttist að Svínafelli tók hann við verkstjórn í vegagerð í sveit sinni. Þvi starfi gegndi hann í tæp 40 ár. Segja má að á þessum tíma hafi vegir í Öræf- um verið færðir til þess horfs sem nú er og má af því sjá hve hlutur Þorsteins var mikilvægur á þessum vettvangi. Þessi tvö verkefni, barnakennslan og vegagerðin, tóku drjúgan tíma starfa Þorsteins framan af starfsferli hans, en síðan bættist fleira við því segja má að Þorsteinn hafi verið kvaddur til flestra trúnaðarstarfa í sinni af- skekktu sveit. Þegar einangrun heimabyggðarinnar var rofin urðu trúnaðarstörfín ennþá víðfeðmari. Má þar sérstaklega minna á setu hans í stjórn Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga árin 1966- 1984. Síðari hluta tímabilsins gegndi hann formannsstarfi. Þessi fjölþættu störf sem Þorsteinn rækti af mikilli kostgæfni og reglusemi sýna hversu mörgum hæfileikum þessi maður var búinn. Sumum þessara starfa tók hann við úr hendi afar mikilhæfra manna. Þannig var t.d. um kennarastarfið, oddvitastarfið og formennsku í búnaðarsambandinu, svo að dæmi séu nefnd. En hvergi urðu brotala- mir við mannaskiptin. Styrkar hendur voru enn við stjómvölinn. Þorsteinn var góðum gáfum gæddur. Rithönd hans var skýr og stílhrein og á íslenskri tungu hafði hann gott vald. Hann var prýðilega máli farinn og ágætlega ritfær. Fundargerðir sem hann var einatt valinn til að rita bera þessum hæfi- leika Þorsteins gott vitni. Þótt ekki nyti Þorsteinn lang- skólagöngu var hann prýðilega menntaður. Eins og öðrum nem- endum Páls Þorsteinssonar alþing- ismanns reyndist sú uppfræðsla haldgott veganesti sem og starf- semi ungmennafélagsins í Öræfum sem var afar öflug á þessum árum og hafði á sér góðan menningar- brag. Þorsteinn var löngum for- maður þess félags, skrifaði félags- blaðið og lagði því til efni, bæði í rituðu máli og ljóðum. Hann var víðlesinn, sérstaklega var hann vel að sér í Islendingasögunum, eink- um þó Njálu enda kom Svínafell þar við sögu eins og kunnugt er. Ekki leyndist neinum sem til þekkti hvern hug Þorsteinn bar til sveitar sinnar og samferðamanna. I einangraðri fámennri sveit eins og Öræfin voru reyndi á að fólkið þar ynni og starfaði saman. Þetta tókst Óræfingum enda var marga fyrir- mynd hægt að sækja til þeirra bæði í starfi og menningu. Eitt af ljóðum Þorsteins, Atthag- ar, sem birtist í Skaftfellingi árið 1994 lýsir vel hverjar tilfinningar hann bar í bijósti til þess umhverfis er honum var hugstæðast. Sérstak- lega er eitt erindi lýsandi fyrir áherslur Þorsteins í þessum efnum. Löngum unnu lífsins tafl leikni, dirfð og festa. Samtakanna sigurafl síst þó mátti bresta. Eins og grösin orka smá auðn í skrúð að klæða félagshugur hollur má héraðsfarsæld glæða. Nokkur ár eru nú gengin á fimmta áratuginn frá því að sá er þessar línur ritar kom í Öræfi við þriðja mann á sinn fyrsta fund til að ræða búnaðarmál. Að fundi loknum gekk til mín vörpulegur maður með einkar skarplegu yfir- bragði, sagðist heita Þorsteinn og vera frá Svínafelli. Hann bað mig fyrir bréf í póst eins og títt var í þá tíð. Svo sagðist hann hafa komið að Akurnesi ásamt fleiri Öræfingum en þangað hefði einn fundarmanna fylgt þeim til hádegisverðar. Þor- steinn bað mig að flytja móður minni kveðju fyrir eftirminnilegar viðtökur. Þegar ég kom austur í Nes kom ég kveðjunni til skila. Móður minni þótti kveðjan góð en sagði svo: Blessaðir mennirnir komu mér að óvörum svo þeir fengu bara saltfisk. En Þorstein skipti það engu máli þótt hvers- dagsmatur væri á borðum, kveðju með þakklæti bað hann mig samt að bera. Þetta voru sérstæð fyrstu •kynni sem brátt tóku að aukast eft- ir að ég varð ráðunautur í Austur- Skaftafellssýslu. Til samskipta minna við samferðamenn á þeim vettvangi verður mér oft hugsað og þá helst þegar hlutur landbúnaðar- ins er fyrir borð borinn. Jafnan hafa þær minningar reynst mér góð hvatning til stuðnings við málstað bændafólks á Islandi. Þegar Þor- steinn tók svo sæti í stjóm búnað- arsambandsins áttu kynni okkar og samstarf enn eftir að aukast, sér- staklega eftir að formennskan féll í hans hlut. Frá þvi samstarfi er afar margs að minnast og allt á sama veg að góðu einu. Ef til vill eru stjórnarfundirnir, sem oftast voru haldnir hér á Seljavöllum, mér efst í huga þegar samskipta við þá mætu menn sem stjórnuðu búnað- arsambandinu í minni tíð er minnst. Heimsókn þeirra heiðursmanna sem þá bar að garði var tilhlökkun- arefni á þessu heimili, sem eins og annað í þessum góðu samskiptum er við ferðalok heils hugar þakkað. Hér að framan hafa verið rifjaðir upp nokkrir þættir af starfsömum og árangursríkum lífsferli Þor- steins í Svínafelli. I því sambandi má með engu móti gleymast að Þorsteinn var ekki einn á ferð. Það leiddi af þessu fjölþætta lífsstarfi að margir áttu erindi að Svínafelli. Þar var því jafnan gestkvæmt og heimilið einatt stórt og margmennt. Þessu margmenna heimili veitti húsmóðirin forstöðu af myndugleik og gestrisni og eins og áður er vikið að hafði mágur Þorsteins, Jón Páls- son, forsjá búsýslunnar með hönd- um. Sá mikilvægi stuðningur sem Þorsteinn naut af hendi systkin- anna Sigrúnar og Jóns má með engu móti gleymast. Þeirra störf hljótum við samferðamennirnir að virða og þakka. Börn þeiira Sigrúnar og Þor- steins eru fjögur. Guðjón og Jó- hann eru búfræðingar og stunda báðir búskap í Svínafelli, Pálína skólastjóri í Öræfum og Halldór bifvélavirki. Allt er þetta fólk hið mannvænlegasta eins og það á kyn til. A kveðjustund er gott að minn- ast og þakka starf þessarar sam- hentu fjölskyldu. Samúðarkveðjur færum við hjónin þeim á sorgar- stund. Þorsteini hafa síðustu árið verið fremur andræg. Sigrún veiktist fyr- ir nokkrum árum og hefur ekki náð heilsu að fullu aftur. Þau hafa þó getað dvalið heima í Svínafelli þar til yfir lauk. Bliknuð lauf á haustdegi skapa gjaman litskrúðugt umhverfi. Þannig glæða fölnuð laufblöð um- hverfið h'fi og sál meðan þau mega enn haldast á greinum trjánna. Náttúrutöfrar af þessum toga koma óvíða betur fram en í Svína- felli í Öræfum. I þessum skrúða kveður Öræfasveit Þorstein í Svínafelli. Óvíða á landi hér vaknar vorið jafnsnemma og í Svínafelli. Ný skilaboð um að hefja vorstörfin eru hvarvetna í augsýn. Mót þessu umhverfi átti Þorsteinn stór og taktfóst spor á hverjum þeim vett- vangi þar sem hann gekk til starfa. Starf hans og lífsstíll er góð fyrir- mynd þeirra sem hafa ásetning um að skila árangursríku starfi og láta gott af sér leiða. Öræfasveit var lengst af ein ein- angraðasta byggð á landinu. Þar dafnaði þó traust mannlíf sem nærðist af samheldni fólksins í leik og starfi. Þorsteinn í Svínafelli átti góðan þátt í heilladrjúgu samfélagi Öræfinga á giftusömum lífsferli. Þessa er nú minnst þegar héraðs- höfðingi er kvaddur hinstu kveðju. Nafn hans mun fámenn sveit, sveit- in milli sanda, varðveita. Blessuð sé minning hans. Egill Jónsson. Sveitarhöfðingi og heiðursmaður er nú horfinn á vit feðra sinna. Þor- steinn Jóhannsson var sannkallað- ur foringi í sinni sveit, Hofshreppi - eða Öræfunum eins og byggðin, sem honum var svo kær, er í dag- legu tali nefnd. Hann starfaði m.a. lengi að sveitarstjórnarmálum, bæði í hreppsnefnd Hofshrepps og Sýslunefnd Austur-Skaftafells- sýslu. I þessum orðum er hans fýrst og fremst minnst sem sveitar- stjómarmanns, þó önnur störf hans hafi einnig verið mikilsverð og minningarverð. Við Þorsteinn kynntumst fyrst að ráði á vettvangi Sýslunefndar, en hann sat í henni fyrir hönd Öræfinga frá 1986 til 1994. Samstarf sveitarfélaganna í Austur-Skaftafellssýslu hefur alla tíð verið með afbrigðum gott og samvinnan umfangsmikil, ekki síst vegna áhrifa sveitarstjórnarmanna með þá kosti sem Þorsteinn hafði til að bera. Hann reyndist ávallt til- lögugóður og sanngjarn en jafn- framt fastur fyrir og ákveðinn. Hann var traustur málsvari sveit- unga sinna og gætti hagsmuna þeirra af festu, en hafði þó ávallt þá víðsýni, sem nauðsynleg er, til að geta sett málefnin í stærra sam- hengi. Þorsteinn leit því einnig til heildarinnar þegar leysa þurfti úr hvers kyns málum. Vegna óumdeil- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÞORSTEINN JÓHANNSSON anlegra mannkosta var mikilsvert að njóta starfa Þorsteins að sveitar- stjórnarmálefnum. Það var góð og dýrmæt reynsla, sem til forréttinda má teljast, að fá að starfa með Þorsteini í Sýslu- nefnd og á öðrum vettvangi sveitar- stjórna. Eg leyfi mér, fyrir hönd sveitar- stjórnannanna og Sýslunefndar- fulltrúa í Austur-Skaftafellssýslu, að þakka Þorsteini ánægjulega samleið og giftudrjúg störf að mál- efnum byggðar okkar. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og öðrum ætt- ingjum eru færðar innilegar sam- úðarkveðjur. Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri. Þegar ég kom að sjúkrabeði Steina fyrir mánuði vitandi að hann var alvarlega veikur, hvarflaði það ekki að mér að hann væri á fórum. Það var hvorki deyfð né drungi yfir honum og reyndar fannst honum nær óþarfi hve mikið hjúkrunar- fólkið lét sér annt um heilsu hans. Fyrstu minningar um Steina eru frá árinu 1947, þegar hann kom og settist að hjá unnustu sinni, Sig- rúnu Pálsdóttur, í Austurbænum í Svínafelli. Eg var þar í sveit og var þetta annað sumarið mitt þar. Eg hafði ekki kynnst nýtrúlofuðu pari fyrr og varð fljótlega vör við að þau mátu félagsskap hvort annars meir en heildarinnar, þ.e. heimilisfólks- ins. Ég var því hálfsmeyk um að Jón bróðir Sigrúnar yrði nú líka ástfanginn og kannske Rúna, en hafði samt minni áhyggjur af henni, því hún var nýfermd. Ég var hálffeimin við ókunnugan manninn, sem var kennari og skóla- stjóri í þokkabót og því eins gott að hafa varann á. Svo frétti ég það hjá krökkunum í Vesturbænum, að Steini kunni að yrkja og hefði gert brag um alla krakkana sem hann kenndi í Öræfunum og þar með var friðurinn úti og höfðu þau Sigrún lítinn frið fyrir mér íyrr en Steini var búnn að yrkja um mig vísu. Ég fór nú fremur dult með hana, var ekkert að monta mig þótt ort hefði verið um mig vísa, enda eins gott því vísan gaf það vel til kynna undir hvaða þiýstingi hún var ort. Nú tók ekki betra við því Steini taldi sig eiga hönk upp í bakið á mér og minnti mig á það í tíma og ótíma að það ætti alltaf að launa vísu með vísu. Svo einn daginn austur í Löngu-Torfu í brakandi þerri þegar allt heimilisfólkið var að keppast við að raka töðunni sam- an í múga, undan skúraleiðingum sem sáust á söndunum, að góðlát- legur þrýstingurinn og hvatning til að launa íyrir mig varð til þess, að ég lét til skarar skríða og fór með einhverja þá mestu ambögu sem heyrst hefur á íslenskri tungu. Vakti þetta mikla kátínu og enginn hló meir en Steini. Ég var hins veg- ar ekkert upp með mér og forðaðist nú að tala nokkuð um vísur, eða kveðskap yfirleitt. En svo gerðist sá atburður úti í Veitu á fógrum morgni, sem ég mun seint gleyma. Það var verið að slá sefið í grösugri mýrinni og safna því saman upp á þurra bala til þurrkunar. Ég get enn séð fyrir mér fegurðina sem náttúran skart- aði, hvítan Svínafellsjökul sem náði talsvert yfir svartar sandöldurnar þá, Kristínartinda, Hafrafellið, hvíta tinda Hrútfjalls, sem gnæfðu yfir sveitina, sem útverðir Hvanna- dalshnúks og báru við heiðbláan himininn. Kjarrivaxnar hlíðarnar fyrir ofan burstabæina í Svínafelli, með ævintýralega fallegum giljum og fossum og er enn margt ótalið. I fjarska yfir hillingu sandanna blasti við Lómagnúpur og ómur frá þung- um vatnanið undirstrikaði mátt þessara voldugu náttúruafla. A þessum morgni gerðist það að Steini sá sig tilknúinn að launa am- böguna mína. Hann færðist allur í aukana við að saxa grasið í fang og bera upp á balana, andlitið ljómaði af kímni og andagift. Enda byrjar vísan svona: „Fyrir þessa vænu vísu, vil ég reyna að launa Dísu, þó mér sé ei greitt um gjöld, óska ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.