Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 5 7
þess af heilum huga“... Þær fallegu
óskir sem niðurlag vísunnar báru
mér endast mér enn, svo grópuðust
þær inn í barnshjarta, þeiri-ar telpu
sem taldi sig ekki geta lært neina
vísu utanbókar a.m.k. úr Skólaljóð-
unum. Aldrei minntist Steini á að
ég þyi-fti að launa þessa vísu, enda
var mér ekki greitt um gjöld og því
síður nú þegar komið er að leiðar-
lokum og meir ber svo sannarlega
að þakka. Minningarbrot úr dvöl
minni í Öræfunum sækja á hugann
og hver einstaklingur á sína fallegu
sögu. Er því nokkur furða þótt
stundum hafí ég hugsað á þessa
leið:
Þrátt fyrir fjöll og fimindin
ogflarlægðmillisúiða
eygir minn hugur Öræfin
og æskudaga glaða.
Mér er ljúft að minnast þessara
daga, genginna kynslóða og um-
hverfisins sem þær mótuðust af, að
vísu í sól og sumri og fremur við
leik en störf sem er háttur barna,
sem þurfa ekki að takast á við al-
vöru lífsins. Hver og einn á sínar
minningar, sér hlutina í sínu ljósi.
Steini mundi tímanna tvenna og
með sinni orðsnilld lýsti hann ein-
um þætti úr hinni hörðu og viðsjár-
verðu lífsbaráttu fyrri tíma:
Hve oft var á bakkanum starað og staðið
við strauminn með klifberalest
unz lagt var svo tíðum á tæpasta vaðið
í trausti á Guð sinn og hest
með heimilisbjörgina bundna upp á klakkinn
sem beðið var eftir með þrá.
Gegn flaumnum var barizt, þótt freyddi um
hnakkinn
og fóllunum varizt, unz heimalands-bakkinn
við hófblökum hestanna lá.
Sigrún mín, reyndar ber mér að
þakka þér mest og best. Þú vannst
þín störf hljóðlátlega og sást um að
öllum liði vel í kringum þig. Ófst
teppi til að prýða bæinn og prjóna-
ðir ótaldar flíkur á undratæki sem
hét prjónavél, þ.ám. fallegar út-
prjónaðar peysur á mig, sem ég
klæddist í útreiðartúrum og á Ung-
mennafélagsböllunum. Þá voru
engin kynslóðaskipti og allar ár
óbrúaðar í Öræfasveit. Síðar annað-
ist þú börnin mín sem áttu einnig
sínar ógleymanlegu sumarstundir í
Svínafelli undir handleiðslu ykkar
Steina, sem ég þakka af heilum
hug. Eg leyfí mér að kveðja Þor-
stein með niðurlagi minningarljóðs,
sem hann orti um Halldóru í Flat-
ey:
Er haustsins byljir blása um grund og mörk
blóma sinn þá fellir sérhver björk.
Allt, sem lifir á sér vor og haust.
Engum gleynúr feigðarkallsins raust.
Þegar lífs er þrotinn dagur skær
þá er blessuð næturhvíldin kær.
Blessi Guð þér nýjan dýrðar dag
dag, sem á sér hvergi sólarlag.
Fjölskylda mín og ég minnumst
Þorsteins með virðingu og þakklæti
og sendum þér, elsku Sigrún mín,
og fjölskyldu þinni okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Bryndfs Jónsdóttir.
Hvert sem við förum um Island
tengist sagan landinu. Svínafell í
Öræfum er einn þeirra staða sem
tengjast sögu landsins sterkum
böndum. Allir Islendingar sem
komnir eru til vits og ára hafa
heyrt getið um eina helstu sögu-
hetju Njálu, Flosa Þórðarson frá
Svínafelli í Óræfum. Frá Svínafelli
komu jafnframt inn á sögusviðið
mikilhæfir kirkjuhöfðingjar og þar
sátu héraðshöfðingjar í mörg hund-
ruð ár. Svínfellingar hinir fornu
voru valdamiklir og héldu hlut sín-
um með drengskap, gætni, festu og
viturlegum ráðum.
Þorsteinn Jóhannsson hefur
áreiðanlega verið um margt líkur
þeim héraðshöfðingjum sem áður
sátu að Svínafelli. Hann var sannur
vinur allra sem kynntust honum og
vildi veg nágranna og samferða-
manna sem mestan og bestan.
Hann var heiðarlegur og sanngjarn
í öllum samskiptum og ráðagóður í
hverskyns vanda. Þorsteinn gekk
fram af öryggi og festu og hann var
virtur af öllum sem með honum
störfuðu. Hann hafði alla kosti
þeirra héraðshöfðingja sem við höf-
um lesið um í fornsögunum og hafði
göfgandi áhrif á umhverfi sitt.
Þorsteinn hlaut þroska sinn við
framleiðslustörf á landi og í sam-
skiptum sínum við náttúruöflin.
Hann er alinn upp í faðmi þess feg-
ursta sem finnst í íslenskri náttúru
en jafnframt því óblíðasta og hrika-
legasta. Það getur enginn komist til
fullorðinsára án mikilla áhrifa af
slíku umhverfi. Hann eins og aðrir í
þessari fallegu sveit bar mikla virð-
ingu fyrir landinu og gæðum þess.
Þorsteinn var óvenjulega fjöl-
hæfur maður. Auk þess að vera
bóndi sinnti hann barnakennslu og
vegagerð í héraðinu. Hann var ötull
félagsmálamaður og baráttumaður
íyrir öllu því sem til framfara
horfði. Hann var afar vel máli far-
inn, skáldmæltur og nafn hans mun
lifa með fallegum ljóðum og vísum
sem eftir hann liggja. Frændi Þor-
steins, Páll Þorsteinsson, fyrrver-
andi alþingismaður, sagði á einum
stað í merkri ræðu: „Þið skuluð
minnast þess að þroskinn er skuld-
aður bernskunnar byggð.“ Hann
sagði síðar í þessari ræðu: „Og feð-
ur okkar og mæður gáfu okkur gull
hinna fomu dyggða: orðheldni, skil-
vísi, reglusemi o.s.frv. Því ætti eng-
inn að glata. Það ætti að fylgja
Öræfingi hvert sem hann fer.“ Allir
sem þekktu Þorstein vita að hann
lifði í þessum anda. Hann elskaði
sveitina sína, fólkið sem þar bjó og
leysti öll þau verkefni sem honum
voru falin með miklum sóma. Fé-
lagsmálamaðurinn Þorsteinn Jó-
hannsson mun aldrei renna mér úr
minni. Hann kom til fundar á und-
an öðrum, þótt hann þyrfti að fara
um lengstan veg og mestu vegleys-
urnar. Hann kom vel undirbúinn,
taldi ekkert eftir sér og það hlust-
uðu allir þegar hann talaði. Hann
var ekki í neinum vanda með að
átta sig á aðalatriðum og eyddi ekki
tímanum í óþarfa málalengingar.
Þeim tíma vildi hann eyða í eitthvað
annað uppbyggilegra, en samt
hlustaði hann af þolinmæði og tók
tillit til annaiTa af meiri sanngirni
en flestum er lagið.
Hann var mikill baráttumaður
fyrir bættum samgöngum og talaði
um þau af mikilli þekkingu, enda
var hann vegagerðarmaður. Hann
stjórnaði vegagerð í sveitinni og
datt fæstum í hug að það þyrfti að
hafa eftirlit með því sem Þorsteinn
stóð fyrir. Hann sagði við mig í
gamni að hann hefði lagt núverandi
veg upp fagrar brekkurnar í
Skaftafelli af miklum vanefnum en
nú þætti hann svo fullkominn að
engu mætti hrófla. Ekki kemur á
óvart að vegurinn sé vel gerður,
því honum var í blóð borið að um-
gangast landið af umhyggju og
gæta þess vel að skaða ekki náttúr-
una. Hann var hins vegar maður
framkvæmda og framfara og átti
því auðvelt með að tvinna saman
umhverfis- og atvinnumál. Hann
sagði að sér hefði einu sinni verið
falið að lagfæra þennan sama veg
en illa hefði gengið að fá leyfi til að
taka efni í nágrenninu. Hann lét
það ekki stoppa sig af og fór í verk-
ið, og seinna þegar eftirlitsaðilar
spurðu hann hvar hann hefði tekið
efnið og hvar sárið væri bað hann
þá að reyna að finna það. Þeir
fundu það aldrei, enda var hann
best fær um að meta staðhætti og
aðstæður.
Það var sama á hvaða sviði fé-
lagsmála Þorsteinn starfaði, hvort
sem það var á vegum Bændasam-
takanna, Kaupfélagsins, sveitar-
stjórnar eða Framsóknarflokksins,
alls staðar lagði hann sig jafn mikið
fram. Við félagar hans í Framsókn-
arflokknum munum sakna hans
sárt en minningin um góðan dreng
hvetur okkur til dáða. Hann lifði
það að sjá einangrun sveitar sinnar
rofna og það var mikil gleðistund.
Þorsteinn gladdist jafnframt yfir
hverjum sigri, ekki aðeins heima
fyrir, heldur í hvert sinn sem ár-
angur náðist, jafnt inn á við sem út
á við. Þeir eru margir sem hafa
þroskast í návist hans og gengið
með honum sporin fram á veg.
Ættingjar hans og vinir kveðja
hann frá Hofskirkju í dag. Örlögin
haga því þannig að ég get ekki ver-
ið í þeim hóp. Héraðið sem var
honum allt kveður hann í lotningu.
Fjallsalakonungur, Oræfa-ár
Ofan með höttinn þinn gráa,
set nú upp gullhjálm og glaðari brár,
gfftu þig ljósörvum, rammur og hár,
sýndu mér sál minna áa,
sýndu mér tign vora háa.
Þetta kvað Matthías Jochumsson
á leið til Islands, þegar hann sá
Öræfajökul rísa úr sæ. Þorsteinn
skildi sál og tign þessa umhverfis
betur en flestir aðrir. Sá skilningur
íylgir honum á fund æðra valds.
Megi góður Guð styrkja Sigrúnu
í sorg hennar og veikindum. Við
Sigurjóna vottum henni og öllum
ættingjum okkar dýpstu samúð.
Halldór Ásgrímsson.
Þátttaka í stjórnmálum hefur
sína kosti og galla, eins og önnur
störf. Einn af kostunum er sá að
kynnast góðu fólki. Það fylgir
stjórnmálunum eins og öðrum fé-
lagsmálum að umgangast fólk,
heilsa samferðamönnunum og
kveðja þá.
Nú hefur einn öðlingsmaður og
samherji á þessum vettvangi horfið
yfir móðuna miklu. Það er Þor-
steinn Jóhannsson, bóndi í Svína-
felli í Öræfum.
Þorsteinn er áreiðanlega öllum
minnisstæður sem kynntust hon-
um. Það er þó ekki fyrir að hann
hafi slegið um sig með hávaða eða
háværum yfirlýsingum. Hann var
rólegur og traustur maður, íhugull
og skarpgreindur, skáldmæltur og
umfram allt traustur félagsmála-
maður. Þorsteinn sinnti því vel sem
honum var trúað fyrir. Hann var
forustumaður í sinni sveit og var
sýndur mikill trúnaður.
Öræfingar af kynslóð Þorsteins
muna tímana tvenna. Þeir hafa
upplifað þá mestu byltingu í sam-
göngumálum sem um getur í nokk-
urri sveit.
Stórfljót og sanda þurfti að
sækja yfir beggja vegna sveitarinn-
ar, þar til 1967 að brú kom á Jök-
ulsá á Breiðamerkursandi og 1974
að Skeiðarársandur var sigraður.
Nú er tæplega dagstund verið að
keyra austur í Öræfi frá Reykjavík
á bundnu slitlagi og sveitarfélagið
hefur sameinast öðrum sveitarfé-
lögum í Austur-Skaftafellssýslu.
Eg nefni þetta vegna þess að Þor-
steinn var í fararbroddi þegar unnið
var að þessum málum heima fyrir.
Ég vissi af viðtölum við hann að
hann sá þessa þróun fyrir. Þjóðin
stóð í þeirri meiningu að ekki væri
hægt að leggja veg um Skeiðarár-
sand. Skaftfellingar unnu að sam-
göngumálunum heima fyrir, stig af
stigi, af festu og öryggi, og voru ætíð
búnir að ná saman um forgangsröð
hinna miklu verkefna sem þar voru
unnin í því að brúa stórfljótin.
Náttúran er óvíða eins stórbrotin
og í Öræfum. A hlaðinu í Svínafelli
er fagurt um að litast. Skógi vaxin
hlíðin fyrir ofan, þar á bak við sjálfúr
Öræfajökull . Svínafell er það býli
sem er næst jökli á Islandi. í vestri
gnæfir Lómagnúpur og sér til Súlut-
inda yfir Skeiðarársand. í fjarska
sést til úthafsins. Andstæðumar eru
miklar, hvítur jökull og svartur
sandur og hlýlegur gi-óðurinn í skjóli
jökulsins.
I þessari stórbrotnu náttúru lifði
Þorsteinn og starfaði. Hann var um
langt árabil forustumaður í málefh-
um sveitarinnar. Þar var unnið af
festu og öryggi, og er nægilegt af
mörgum málum að nefna hið glæsi-
lega hús í Hofgai'ði sem var byggt og
úthugsað til þess að mæta hinum
margvíslegustu þörfum sveitarinnar
fyrir skóla, félagsheimili og heil-
brigðisþjónustu. Þegar rætt var við
þá sem hann hafði samskipti við í
stjómkerfinu varð ég rækilega var
við það mikla traust sem hann hafði
og lagni við að koma fram málum.
Svínafell er eitt af þeim býlum
sem em í jaðri hins mikla Iandflæmis
sem tilheyrir Austurlandskjördæmi.
Það hefur ekki komið í veg fyrir að
Þorsteinn og fjölskylda hans hafa
tekið mikinn þátt í félagsstörfum
Framsóknarflokksins, og má geta
þess að Ólafur Sigurðsson, tengda-
sonm- hans, er forustumaður í Kjör-
dæmasambandinu á Austurlandi.
Þai' kom Þorsteinn fram sem annars
staðar sem hinn trausti og ráðagóði
liðsmaður sem gott var að vera ná-
lægt og vinna með.
Eg minnist Þorsteins með sökn-
uði, en það er lífsins gangur að
kveðja eftir gott og farsælt ævistarf.
RANNVEIG
KARÓLÍNA
SIGFÚSDÓTTIR
+ Rannveig Kar-
ólína var fædd á
Skálafelli í Suður-
sveit 21. október
1908. Foreldrar
hennar voru Sigfus
Sigurðsson, bóndi á
Skálafelli, og Ingi-
björg Þorsteinsdótt-
ir. Systkini hennar
eru: Margrét, Sigríð-
ur, látin, Ragnar,
Guðbrandur, Sigurð-
ur látinn.
Fyrri eiginmaður
Rannveigar var Ein-
ar Davíðsson, f. 4.
september 1907, d. 14. júní 1941.
Böm þeirra: Herdís, _ f. 16.3.
1938, maki Birgir ísleifsson.
Böm þeirra: Einar, Linda og
Birgir. Albróðir Herdísai': Sigfús
Hún Kalla amma mín, eins og
hún var alltaf kölluð, átti að mörgu
leyti erfitt líf. Hún varð ekkja á
Vopnafirði og missti ungan son sinn
rúmlega ári seinna. Stuttu seinna
flutti hún til Eskifjarðar, þar sem
hún bjó til æviloka með manni sín-
um, Sveini Auðbergssyni, afa mín-
um, sem lést í október 1992. Það er
margt sem kemur upp í hugann nú
þegar hún er dáin. Ég get ekki ann-
að sagt en það tók á taugarnar að
koma í heimsókn til hennar þar sem
hún bjó undir það síðasta, en hún
dvaldi í Hulduhlíð á Eskifirði og
þakka ég þeim sem önnuðust hana.
Júlíus, f. 8.5. 1940, d.
22.9. 1942. Seinni
maður Rannveigar:
Sveinn Auðbergsson
frá Eskifirði, f. 1.6.
1914, d. 31.10. 1992.
Böra þeirra: 1) Guð-
rún Sveinsdóttir, f.
11.2. 1946, maki
Jónas H. Helgason.
Böm þeirra: Sveinn,
Þórir Karl, Birgir og
Rakel. 2) Benedikt
Sveinsson, f. 13.7.
1951, maki Sif Har-
aldsdóttir. Böra
þein'a: Thelma og
Benedikt, áður átti Benedikt
Eygló Karólínu.
Utfor Rannveigar Karólínu fer
fram frá Eskiíjarðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Hún Kalla amma mín var mjög
ósérhlífin, bæði til vinnu og að sjá
um heimilið, því þegar gestir komu
í heimsókn var alltaf nóg til af öllu,
hvort sem það var kaffi, kökur,
pönnukökur eða flatbrauð.
Þegar mér barst fréttin að
amma mín væri dáin fór ég að
hugsa til baka, þegar ég var krakki
og unglingur á Eskifirði. Þær voru
ekki ófáar stundirnar sem ég átti
með ömmu minni og afa líka. Ég
svaf þar oft, bakaði, fór í sendi-
ferðir fyrir hana og margt margt
fleira. Það sem mér fannst einna
skemmtilegast að gera með ömmu
Fjölskyldu hans sendum við Mar-
grét innilegustu samúðarkveðjur.
Jón Kristjánsson.
Tengdafaðir minn, Þorsteinn Jó-
hannsson, Svínafelli, er fallinn frá.
Mig langar að kveðja hann með
fátæklegum orðum. Hann var stoð
fjölskyldu sinnar og traustur bak-
hjarl okkar til hins síðasta. Hann
var stoð og stytta allra sem til
hans leituðu, hann var samvinnu-
maður, einstaklega laginn við að
fá menn til að vinna saman og
beita samtakamætti sínum. Hann
hafði jákvæð áhrif á umhverfi sitt.
Hann var mér mikil stoð og vinur í
raun.
Oft er ég búinn að leita til hans
og fá góðar leiðbeiningar og stuðn-
ing, bæði í persónulegum málun
sem og í málefnum sveitarfélagsins,
hann var glöggur maður og fylgdist
vel með þjóðmálum sem og heima
fyrir. Þorsteinn var víðsýnn og
framfarasinnaður. Mér er minnis-
stætt þegar ég kom til hans með
hugmyndir mínar um sorpbrennsl-
una og sundlaugina, sem mörgum
fannst nærri óframkvæmanlegar,
þá var hann sá fyrsti sem hvatti
mig og tók þátt í að vinna málið
áfram.
Þorsteinn var mjög virkur fé-
lagsmálamaður. Hann var mjög
laginn við að færa rök fyrir máli
sínu og var fastur fyrir, en tók vel
rökum og var alltaf tilbúinn að
hlusta á aðra.
Þorsteinn var mikill bókamaður
og hafði gaman af fornsögunum, til
dæmis var Brennu-Njáls saga í
miklu uppáhaldi.
Þorsteinn var alltaf svo hlýr og
barngóður, að börnin sóttust eftir
að vera með honum og sátu mörg-
um stundum hjá honum og lærðu
vísur og söng. Hann var óþrjótandi
sagnabrunnur og góður félagi í leik
og starfi. Hann var farsæll kennari
og skólastjóri í 45 ár.
Þorsteinn var mikill ljóðaunnandi
og eftir hann liggur mikið safn
kvæða og vísna.
Ég kveð þennan mæta mann með
djúpum söknuði, hans skarð verður
aldrei fyllt.
Ég bið Guð að blessa hann og
fjölskyldu hans.
Ólafur Sigurðsson, Svínafelli.
var að prjóna vettlinga og sokka.
Mér fannst ég læra svo mikið við
það að þjálfa bæði hugann og
hendurnar rétt. Mér fannst alltaf
góður andi í húsinu sem amma og
afi áttu á Eskifirði. Þar var alltaf
gestkvæmt, eins og ég nefndi hér
fyrr. Þar voru ávallt allir velkomn-
ir. Ég vissi að ömmu fannst gaman
að fá gesti í heimsókn, enda átti
hún erfitt með að fara á milli.
Ég bar miklar og sterkar tilfinn-
ingar til hennar ömmu minnar,
mér þótti mjög vænt um hana - og
þegar ég hugsa til baka og minnist
þeirra ára sem við áttum saman
get ég ekki verið annað en glaður í
hjarta mínu, vegna þess að amma
mín hafði líka sterkar tilfinningar
til mín, ég fann það svo vel.
Eins og við vitum er það gangur
lífsins að fæðast og deyja, en auð-
vitað er maður ekki sáttur við það
vegna þess að við viljum fá að hafa
ástvini okkar hjá okkur alltaf.
Þó svo að amma mín hafi átt
erfítt líf á köflum þá heyrði ég
hana aldrei kvarta við nokkurn
mann. Stundum er sagt að það
komi maður í manns stað, því er ég
nú ekki sammála, því ég veit að
það mun enginn koma í hennar
stað í hjarta mínu, eða eins og sagt
er í ljóðinu Þrek og tár eftir Guð-
mund Guðmundsson skólaskáld:
„sama rósin sprettur aldrei aftur“.
Nú er lífshlaupi hennar Köllu
ömmu minnar lokið. Sá tími sem
ég átti með henni var góður fyrir
mig og vonandi hana líka. Ég veit
það að þær stundir sem ég átti
með henni voru mér til góðs að öllu
leyti. Nú er komið að kveðjustund-
inni. Megi hún hvíla í friði.
Með þakklæti fyrir hönd systkina
minna og barna.
Þórir Karl Jónasson.