Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 03.10.1998, Síða 62
62 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 VIÐ ætlum að aka eins og við viljum að aðrir aki. Hver er hættulegasti hluti bflsins? Frá hópum á Egilsstöðum ogAkureyri: VIÐ erum tveir hópar sem vorum á námskeiði ungra ökumanna hjá Sjó- vá-Almennum. Við fengum það verkefni að fjalla um bílbelti og það þegar ökumaður lætur mana sig í umferðinni. Bílbeltanotkun Á þessu ári hafa orðið mörg banaslys sem rekja má til þess að viðkomandi var ekki með bílbelti. Því viljum við benda á eftirfarandi: Lífíð er verðmætt, því er bílbelta- notkun mikið heilsufarsatriði, því skulum við alltaf hafa þau spennt í bíl. Hvað tapast með því að spenna ekki beltin? Við fáum sekt að upp- hæð 4000 krónur. Við berum ábyrgð á því að börn í bíl noti öryggisbún- að. Þegar öryggisbúnaður fyiir böm er ekki notaður er sektin 10.000 krónur. Einnig fáum við punkta í ökuferilsskrána ef við spennum ekki beltin. Ef við erum ekki í belti getum við rotast sem er slæmt ef við lendum í vatni. Þegar hraði bflsins er orðinn yfir 20-30 km er ekki möguleiki að halda sér og því miklar líkur á að við slösumst. Lausir farþegar í aftursæti geta valdið miklum skaða og jafnvel dauða hjá þeim sem sitja í framsæti. Spennum beltin alltaf, jafnvel þó að við ætlum að fara stutta vegalengd. Bflbelti eru ýkt kúl. Látum við mana okkur?: Þegar við erum á ferð með vinum er ekki óalgengt að ökumaðurinn sé manaður til að aka ógætilega. í könnun sem Sjóvá-AImennar létu gera kom fram að um 51% 17-20 ára ökumanna láta mana sig til að aka hraðar, aka fram úr öðrum bílum eða jafnvel að aka ölvaðir. Vinirnir eru með í bílnum og adrenalínið spýtist um allan líkamann. Áttum okkur á að ökumaðurinn ber einn alla ábyrgð á ökutækinu og þeim skaða sem af því hlýst. Við verðum því að sýna sjálfstæði okkar sem ökumenn og ökum eins og við sjálf viljum aka, ekki láta aðra stjórna okkur. Hver er hættulegasti hluti bíls- ins? Jú, vitleysingurinn sem situr undir stýri. Við erum jú ekki vit- leysingar og því á þetta ekki við okkur, eða er það? F.h. hópa 73 og 74 á Egilsstöðum og Akureyri í september, EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi Sjóvár-Almennra. Smáfólk THEN A VOICE C0ME5 TO ME THAT SMS, >WE AOMIT IT..THERE ARE 5TILL A FEW KINK5 THAT NEED W0RKIN6 OUT " SOMETIMES I LIE AWAKE AT NI6HT, ANP I ASK/’WHV I5N'T THEWORLD PERFECT?* mm Stundum ligg ég andvaka á nóttunni og spyr: „Af Þá kemur rödd til mín sem segir: „Við viður- hveiju er veröldin ekki fullkomin?“ kennum það ... það eru ennþá nokkrir hnökrar á sem verður að lagfæra.“ Athugasemd - afsökun Frá Einari S. Einarssyni: ÉG VIL leyfa mér að benda á það að mér fínnst Ríkisútvarpið og Kaupmannasamtökin hafa slitið úr samhengi og oftúlkað orð mín í út- varpsviðtali í gær þess efnis að kaupmönnum væri almennt ekki treystandi til þess að standa rétt að málum og verðkynningu varðandi hugsanlegar álagsgreiðslur í kredit- kortaviðskiptum. Aðspurður lét ég falla nokkur orð um hvaða aðstæður gætu skapast á markaðnum þegar kaupmönnum væri orðið heimiit að bæta kostnaði umfram hagræði og ágóða af kreditkortaviðskiptum of- an á verð vöru eða þjónustu. Kom það til af því að ég hafði lýst vissum áhyggjum mínum um það hver ætti að framfylgja hinum nýju reglum Samkeppnisstofnunar um verð- merkingar og hugsanlegu takmörk- uðu eftirliti með framkvæmd þeirra. Ennfremur að þar væru engar við- miðunarreglur settar um hugsanleg hámarksgjöld. Ég vil hér með lýsa yfir fullu trausti mínu á kaupmannastéttina, enda tók ég það alveg sérstaklega fram að af samkeppnisástæðum teldi ég ekki að stórmarkaðir og all- ar betri verslanir myndu beita hinni nýju reglu. Hins vegar væri ekki hægt að útiloka það að einstakir kaupmenn kynnu að taka upp álags- greiðslur, nokkuð sem Kaupmanna- samtökin og Samtök verslunarinnar hafa síðan tekið undir. Síðan nefndi ég dæmi um þá hópa, sem helst hafa, samkv. alþjóðlegri reynslu, orðið fyrir því að vérð væri hækkað yfir borðið eða verið hlunnfarnir í greiðslukortaviðskiptum. ísland er hreinasta iand í heimi varðandi kortafals og svik, því er ástæðulaust með öllu að ætla að slíkt eigi við hérlendis. Hafí ég með orðum mínum móðg- að einhverja óviljandi biðst ég vel- virðingar þar á. EINAR S. EINARSSON, framkvæmdastjóri VISA. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.