Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 68

Morgunblaðið - 03.10.1998, Page 68
-68 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ 2 _____________________________________ FÓLK í FRÉTTUM Trúr og tryggur Morgunblaðið/Golli ekki feiminn við að játa að oft komu þær stundir að mig langaði til að gefast upp. En ég kláraði og nú er ég ásamt náunganum sem út- skrifaðist með mér að fara að vernda Tiger Woods þótt hann borgi lítið. Pað er tíu þúsund krón- ur á dag fyrir utan fimm stjörnu hótel, einkabíl og þrjár máltíðir. Við gerum því mánaðarsamning og reynum svo að fá hann framlengd- an með skilyrði um kauphækkun, en 60 þúsund á dag þykja góð laun. En ef maður gerii’ ein mistök sem einhverju máli skipta þá fær maður hvergi vinnu sem lífvörður eftir það. Það er alveg á hreinu.“ Vil standa mig vel - Trúir fólk þér þegar þú segist vera lífvörður? „Eg fæ oft svipuð viðbrögð og hjá þér, hlátur og tíst af því að þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki.“ - Er mamma þín ekki hrædd um litla strákinn sinn? „Nei, það er furðu lítið í þetta skiptið. Hún hefur nú oft verið hrædd um mig, blessunin. Hún er fegin að ég er í landi og hefur sínar ástæður fyrir því.“ - Hvaða stjörnu dreymir þig helst um að vernda? „Eg hef oft verið spurður að þessu, en mig dreymir ekki um að vernda neinn sérstakan. Ég vil bara geta staðið mig vel í starfí og reynast skjólstæðingi mínum trúr og tryggur." - Verður þú ekki að passa þig á því að lendu ekki í Stefaníu Mónakóprinsessu ? „Ja, það væri nú ekki dónalegt. Ég hef heyrt að hún eigi barn með tveimur fyrrverandi lífvörðum sín- um. Prins í Mónakó? Ja, maður veit aldrei hvar maður endar.“ Grétar Sigurðsson er lífvörður á leiðinni til Skotlands að vernda Tiger Woods á golfmóti. Hildur Loftsdóttir hringdi í kappann furðu lostin. ÍSLENSKI lífvörðurinn bíður þess að komast út að vernda golfhetjuna Tiger Woods. GRÉTAR er 22ja ára Norðfírðingur og hefur verið sjómaður undan- farin ár, en brá sér síðan í nám til Englands í skólann P.B.A., sem er skammstöfun fyrir „Professional Bodyguard Associ- ation“. „Ég hef gaman af því að lifa hratt og í spennu. Sjórinn var spennandi þegar ég var krakki en ekki lengur. Ég hef alltaf viljað gera eitthvað öðru vísi en aðrir og ætlaði að verða áhættuleikari. Svo datt ég niður á þennan skóla á net- inu og sé ekki eftir því. Skólinn er sérstakur að því leyti að hann er ekki bundinn við ákveðinn tíma. Það eru þrjátíu próf, andleg og líkamleg, sem maður þarf að stand- ast og ég náði þeim á ellefu dögum. Það þótti mjög gott.“ Bannað að hika - Var skólavistin ánægjuleg? „Hún var helvíti á jörðu og ég var allur marinn og blár, snúinn og skakkur þegar ég kom út úr skól- anum. Maður var beittur ofbeldi til að kenna manni aga. Ég átti t.d. að beita þjálfara minn bragði sem yf- irbugar menn snarlega. Eitthvað fannst honum ég lengi, kýldi mig niður og sagði að hik væri sama og tap. En við munum þurfa að takast á við geðveika menn og þá þýðir ekkert að standa eins og þvara. Ég var líka látinn hlaupa fram og til baka yfír völl með mann á herðunum, leggja hann niður í millitíðinni og á meðan skotið var á mig málningarkúlum. Við þetta tognaði ég á innanlærisvöðva og hneig niður. Þá var sparkað í bakið á mér og sagt að annaðhvort hætti ég núna eða héldi áfram, það væri undir mér komið. Þannig að ég staulaðist áfram.“ - Þetta er hryllilegt, og minnir helst á bandaríska her- skólamynd. „Þetta var ekkert ósvipað. Það var engin miskunn. Þegar þessi karl sparkaði í mig blótaði ég honum á guðdóm- legri íslensku. Ég var því ræst- ur þá um nóttina eftir klukkutíma svefn, sem aldrei varð lengri en fjórir tímar, og látinn leggjast á fjóra fætur og sópa gólf í íþróttasal með litl- um handsóp. Karlinn stóð reykjandi yfír mér, sló ösku í homin og rak mig til að sópa hana upp. Það átti að kenna mér aga.“ - Gengur starfíð út á það að gera allt fyrír skjólstæðinginn ? „Nei, en það er reyndar mjög algengur misskilningur. GRÉTAR hlaut með hæstu einkunn- Við ráðum meira yfír skjól- um sem íffvarðaskólinn P.B.A. hefur gefið. Ég er vanur byssum úr veiðiskapn- um, en ekki stærstu gerðum af skammbyssum og vélbyssum eins og þarna voru. Við berum skamm- byssur í þeim löndum þar sem þær eru leyfðar. En þegar við verðum með Tiger notum við það sem kallað er „kúbótan“. Það er lítið jámstykki sem maður geymir í hendinni, og er notað til að yfir- buga menn á vissan hátt.“ - Já, þá til að særa þá ekki? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Þetta er eiginlega notað til þess að brjóta rifbein og gera menn ger- samlega óvíga.“ - Oj, bara. Fannst þér þetta virkilega spennandi nám? „Já, mér fannst það. En ég er stæðingnum en hann sjálfur. Ef Tiger Woods ætlar að fara á veitingastað, þurfum við að samþykkja það með tveggja daga fyrirvara. Við finnum ömggustu leiðina íyrir hann, mælum hana út, en höfum alltaf tvær varaleiðir. Við þurfum að vita hvar næsta lög- reglustöð er, hvernig er hægt að komast á hana sem fyrst, og það sama á við um sjúkrahús. Við segj- um hiklaust nei, ef aðstæður era þannig að við teljum okkur ekki geta veitt nægilegt öryggi. Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera ríkur og frægur." Tiger borgar lítið - Þurftir þú að meðhöndla vopn eins og byssur og sprengjur? „Ég lærði að aftengja sprengjur. Útskrifaðist sem lífvörður eftir erfiða þjálfun Sannleikurinn sagna bestur RÍKISSJÓNVARPIÐ splæsti heilli viku í íslenskt sjónvarpsefni og tókst vel. Það er í rauninni ánægjulegt hve vel hefur gengið fyrir íslendinga að komast til manns í flókinni veröld, en margir eru enn á lífi í aldarlok, sem fædd- ust í torfhúsum, er sum hver voru ekki innréttuð með timbri nema að litlu leyti. Enn eimir eft- ir af þeirri hálfgildings hjarð- mennsku, sem var helsti atvinnu- vegur landsmanna fram yfír aldamót með sínum hjásetum, endalausum smalamennskum, beit- arhúsabúskap og fjallleitum, sem enn eru stundaðar á nauðbeittum öræfum. Nú erum við komin með sjónvarp og Internet og öll heims- ins þægindi önnur. Við erum auk þess lögst í ferðalög til útlanda. Og við erum hætt að hafa áhygggjur af veðri af því smalinn er hættur að verða úti standandi yfír fé sínu í blindhrið. I staðinn eru hafnar næstum fastar jeppaferðir um öræfin á vetrum þegar ekki sér út úr augum flesta daga, en ekið eftir nýtísku miðunartækjum og send- istöðvum um slóðir Fjalla Eyvind- ar. Það er ekki einungis að notað sé sjónvarp til að sjá erlent efni, held- ur búum við líka til efni sem styttir okkur stundir í sjónvarpi og erum litlir eftirbátar annarra um efn- istök og búnað. Kvikmyndagerð hér var aldrei á byrjunarstigi. Það voru aðrar þjóð- ir, sem sáu um þau stig. Ný sjónvarpsrás hefur hafið göngu sína, svonefnt bíósjónvarp. Utsendingum verður eingöngu náð í Reykjavík og fer um það sem er vani. Við tilkomu bíórásar sem næði til alls landsins myndi al- mennt sjónvarpsefni taka breyting- um í þá veru, að meira yrði um sér- gerða þætti, bæði innlenda og er- lenda. Bíósýningar í sjónvarpi minna óneitanlega nokkuð á sýn- ingar af myndböndum og svo er al- kunna, að ólíkt er að horfa á kvik- mynd á stóru tjaldi eða í litlum sjónvarpskassa. Bíórásin gæti orðið til þess að hvíla sjónvörpin, sem fyrir eru, á eilífum kvikmynda- sýningum og auka þáttagerð, sem er eðlilegur vettvangur sjónvarps. Sýnd var níu Óskara-mynd, Enski sjúklingurinn, á Stöð 2 á sunnudagskvöldið og maður velti fyrir sér fjöld þessara Óskara. Myndin var sumpart reyfai-i og sumpart frásögn af framhjáhaldi. Staðsetning hennar var óljós, Kaíró?, Sikiley?, Suður-Ítalía? eða bara kannski staðasull í höfði höfundar. Til viðbótar var að því látið liggja, að um njósnir enska sjúklingsins hefði verið að ræða, sem kostaði annan mann þumal- fingur á báðum. Æ, þetta var allt eitthvað gamalslitið. Hið eina nýstárlega við myndina er, að hún skyldi hljóta níu Óskara í of- mettaðri Hollywood. Og enn komu Hitler og Stalín á ríkisrásinni á mánudagskvöld, eins og samvaxnir tvíburar í svívirðingu. Hvernig skyldi íslenskum Stalínist- um líða undir svona lestri í sjón- varpi? Líklega horfa þeir ekki á þættina; telja þá ómerkilegar lygar um mætan mann, þar sem Stalín er. Þeir hafa áreiðanlega einhver rök fyrir því hvers vegna Stah'n var svona altekinn af Hitler og tráði því að hann myndi aldrei ráðast á syst- urhugsjón nasismans, sem blómstraði í Sovét. Hvað kemur eiginlega mönnum til að búa til svona þætti, sem eyðileggja trána og drauminn fyrir fólki um alræði öreiganna. En fólk á íslandi er ár- vakurt í andanum og stefnir nú í sameiningu öreigamennskunnar með vaxandi skattaáþján sam- kvæmt stefnurugli og skoðanakönn- un. Unginn úi’ pólsku þjóðinni var drepinn og huslaður í Katyn-skógi. Um það leyti var hluti íslendinga í bandalagi með Hitler og Stalín. Hjá því jábræðrabandalagi hét vairnar- barátta Breta, sem einnig var háð hér á landi, smáskítlegt kapitalista- tríð. Indriði G. Þorsteinsson SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI Byssuóðir aulabárðar Byssumenn (Men with Guns) Oianiii ★★★ Framleiðendur: Ilana Frank. Leik- stjóri: Kari Skogland. Handrits- höfundar: Lachy Hulme. Kvikmynda- taka: Danny Nowak. Tónlist: Eric Kadesky. Aðalhlutverk: Donal Logue, Gregory Sporleder, Callum Keith Rennie, Max Perlich, Paul Sorvino, Joseph Griffin. 98 mín. Kanada. Myndform 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. TVEIR aulabárðar, Eddie og Lucas, (Donal Logue og Gregory Sporleder) eru sendir til þess að ná í greiðslu frá eiganda skemmtistaðar nokkurs. Hann biður þá um að ná í peningana sem eru á bónda- bæ rétt fyrir utan borgina, Þegar þeir koma til staðarins bíða þeirra óblíðar viðtökur og eru þeir gersam- lega niðurlægðir af mönnum eigand- ans. Eddie og Lucas tala við vin sinn Mamet (Callum Keith Rennie) sem segist geta útvegað þeim byssur og fara þeir þrír síðan til bóndabæjarins til þess að ná fram hefndum, en allt fer á annan veg en þeir ætluðu. Byssumenn er útlitslega mjög svöl mynd og tökurnar eru ekki ósvipaðar myndum eins og „Reservoir Dogs“, „Killer“. En innihaldið er mjög ólíkt myndum Woo eða Tarantino, því aðalpersónurnar eru algjörir aula- bárðar sem hafa ekki eitt svalt bein í líkamanum og kunna ekkert að fara með byssur. Leikurinn er frábær hjá þremenningunum og aðrir leikarar standa sig einnig með prýði. Þetta er öflug and-byssumynd sem er vel þess virði að kíkja á. Ottó Geir Borg Fjölskyldu- vandamál Jack bróðir minn (My Brother Jack) II r a in a ★★★ Framleiðendur: Anthony Caldarella, Norbert Meisel. Leikstjóri: Anthony Caldarella. Handritshöfundar: Ant- hony Caldarella. Kvikmyndataka: Ben Kufrin. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlut- verk: Marco Leonardi, Freddy Capra, Michael Cavalieri, Peter Allas, Susan Priver. 98 mín. Bandarikin. Stjörnu- bíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. MYNDIN fjallar um sikileyska fjöl- skyldu á 7. áratugnum, sem er nýbúar í Bandaríkjunum. Faðirinn er látinn og eftir stendur móðirin með fjóra syni, sem allir hafa sínar vænt- ingar til lífsins. Einn bróðirinn, Jack, hefur ánetj- ast fíkniefnum og er stöðugt að koma sér í vand- ræði og öðrum meðlimum fjölskyldu sinnar einnig. Spurningin sem myndin varpar fram er hversu mikið vill fólk gefa af sér til þess að aðstoða náung- ann og þjónar hjálpin einhverjum til- gangi? Þetta er mjög átakanleg fjölskyldu- saga þar sem lausnimar era vand- fundnar ef einhverjar eru. Leikur Mai-co Leonardi er burðarás myndai-- innar og án hans hefði hún hæglega getað fallið í meðalmennsku, en hann sýnir stórkostleg tilþrif. Freddy Capra, Michael Cavaheri og Petter Allas eru allir góðh’ í hlutverkum hinníi bræðranna, sem bregðast við vandamáh Jacks á óhkan máta. Hand- rit Anthony Caldai-ella er byggt á hans eigin reynslu og leikstýrir hann því prýðilega. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.