Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 03.10.1998, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SlMI 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ekki tekið af skarið um eignarrétt lífsýna í nýju lagafrumvarpi Upplýst samþykki sjúk- lings verði ekki áskilið UPPLYST samþykki er ekki skilyrði þess að þau lífsýni, sem tekin eru úr sjúklingum sem sjálfír leita læknisaðstoðar, verði vistuð í lífsýnasöfnum, samkvæmt frumvarpi til laga um lífsýnasöfn, sem ríkisstjórnin samþykkti í gær að leggja fyrir Alþingi. I frumvarpinu er eignarréttur lífsýna ekki skilgreindur nákvæmlega. Tekið er fram að leyfishafí lífsýnasafns teljist ekki eigandi sýn- anna en að hann hafi umráðarétt og beri ábyrgð á meðferð þeirra. í frumvarpinu er gerður greinarmunur á sýn- um sem safnað hefur verið vegna svonefndra þjónusturannsókna, þ.e. þegar sjúklingar leita læknisaðstoðar, og sýnum, sem safnað er vegna vísindarannsókna, þ.e. þegar visindamaður óskar samstarfs við sjúklinga. Ætlað samþykki í síðarnefnda tilvikinu er áskilið samkvæmt frumvarpinu að leitað sé eftir „upplýstu, óþving- uðu samþykki þess sem sýnið gefur,“ eins og segir í 1. mgr. 7. greinar. „Hafí sýnum verið safnað vegna þjónusturannsókna má ganga út frá ætluðu samþykki sjúklings fyrir því að sýnið verði vistað á lífsýnasafni," segir í 2. mgr. 7. greinar. í 8. grein frumvarpsins segir að lífsýni skuli tryggilega geymd og merkt en varðveitt án per- sónuauðkenna og tengsl við persónuauðkenni skuli varðveitt á þann hátt sem tölvunefnd metur fullnægjandi. „Sýni skulu að jafnaði ekki notuð í öðrum til- gangi en þeim sem ætlað var þegar sýnið var tek- ið. Undantekningar frá þessu eru þó leyfilegar í þágu vísindarannsókna ef vísindasiðanefnd veitir slíka undanþágu," segir í frumvarpinu. Þar kemur einnig fram að aðgang vegna vís- indarannsókna skuli aðeins heimila að fengnu samþykki tölvunefndar og að fenginni rannsókn- aráætlun, sem hlotið hefur samþykki vísindasiða- nefndar eða siðanefndar viðkomandi heilbrigðis- stofnunar. Morgunblaðið/Kristján Skoðanakönnim Félagsvísindastofnunar HI fyrir Morgunblaðið Fylgi eykst við Framsókn Fylgi stjórnmálaflokka í kosningum 1995 og í skoðanakönnunum í maí og september '98 Spurt í september 1998: Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? 22,3 1 3,3 Alþýðu- flokkur Sjálfst,- flokkur Alþýðu- bandalag Kvenna- listi Samfylking jafn.manna 1 Frjáls- lyndir 3,1 I Vinstri menn Forsætisráðherra Afsláttur við hluta- fjárkaup er kostur DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra segir að ríkisvaldið geti beitt sér með formlegum og óformlegum hætti fyrir því að almenningur eign- ist hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann telur koma til greina að ríkis- valdið bjóði sérstakan afslátt vegna hlutafjárkaupa. „Við, sem fórum fyrir ríkisstjóm- inni, teljum að í öllum meginatriðum hafí fiskveiðistjómunarkerfí okkar verið hagstætt að því leyti að sjávar- útvegsfyrirtækin hafa náð að hag- ræða og styrkjast. A hinn bóginn er vitað að meðal þjóðarinnar hefur ver- ið óánægja með vissa þætti og ákveð- in tortryggni verið uppi,“ sagði hann. „Fyrir mér vakir að við náum að halda sátt um sjávarútveginn; hann nái að eflast eins og hann hefur verið að gera á undanfömum ámm, tor- tryggni verði eytt og menn telji að sanngjarnrai- lausnar hafí verið leit- að,“ sagði Davíð Oddsson. ■ Kemur til greina/10 --------------- Aðalverktakar Aðrar aðalstöðvar ÍSLENZKIR aðalverktakar hafa ákveðið að koma sér upp öðmm aðal- stöðvum í Reykjavík vegna þeirrar starfsemi fyrirtækisins, sem fram fer utan varnarsvæða. Akvörðun um þetta er m.a. tekin vegna dráttar á að flotastjóm Banda- ríkjanna komist að niðurstöðu um hvemig haga beri flutningi athafna- svæðis verktakafyrirtækja á Kefla- víkurflugvelli út fyrir vallargirðingu. ■ Aðaiverktakar bíða/39 FRAMSÓKNARFLOKKUR bæt- ir við sig fylgi og fengi 20,1% at- ‘kvæða ef gengið yrði til alþingis- kosninga nú, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar Félagsvís- indastofnunar Háskóla Islands fyr- ir Morgunblaðið. I síðustu tveimur könnunum stofnunarinnar var fylgi flokksins 17,4%, en fylgi hans í kosningunum 1995 var 23,3%. Fylgi Sjálfstæðisflokks sígur lít- illega frá síðustu könnun; hann fær 42,9% en hafði 44,7% í könnuninni, sem gerð var um mánaðamót apríl og maí. Kjörfylgi flokksins var 37,1% árið 1995. Breytingar á fylgi stjórnarflokk- anna frá síðustu könnun era innan skekkjumarka. Þeim, sem nefna samfylkingu jafnaðarmanna þegar þeir era spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði nú, fjölgar hins vegar fjórfalt; úr 5,5% í maí í 22,3% nú. Erfitt er að meta líklegt kjör- fylgi samfylkingarinnar vegna þess tað margir nefna flokkana þrjá, sem að samfylkingunni standa; 4,1% Al- þýðuflokk (11,8% í maí), 3,1% Al- þýðubandalag (15%) og 0,6% Kvennalista (3,1%). Samanlagt er fýlgi samfylkingarinnar og flokk- anna, sem að henni standa, 30,1%. Könnunin hófst 18. september, tveimur dögum eftir að málefna- skrá samfylkingarinnar var kynnt, og lauk 29. september. Óháðir og frjálslyndir fengju um 3% hvorir Þeir, sem sögðust myndu styðja hugsanlegt framboð Steingríms Sigfússonar, Ögmundar Jónasson- ar, Hjörleifs Guttormssonar og fleiri sem era yzt á vinstri vængn- um, vora 3,1% þeirra, sem afstöðu tóku í könnuninni. Sé þessu fylgi bætt við fylgi samfylkingarinnar og flokka hennar fá vinstrisinnuð framboð 33,2%. I síðustu könnun stofnunarinnar var samanlagt fylgi sameiginlegs framboðs, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags, Kvenna- lista og Þjóðvaka hins vegar 37,8%. Frjálslyndi flokkurinn, undir forystu Sverris Hermannssonar, fær nú 3,3% fylgi en enginn nefndi hann í síðustu könnun, enda hafði stofnun hans þá ekki verið til- kynnt. Félagsvísindastofnun telur ólík- legt að flokkur Sverris nái manni á þing. Séu niðurstöður könnunar- innar notaðar óbreyttar fyrir Reykjavík og Reykjanes en fylgi á landsbyggðinni skipt hlutfallslega milli kjördæma, fengi samfylkingin 20 þingmenn og tapaði þremur, miðað við núverandi fjölda þing- manna stjórnarandstöðunnar. Framsóknarflokkur fengi 14 menn og tapaði einum en Sjálfstæðis- flokkur fengi 29 menn og ynni fjóra. Könnunin náði til slembiúrtaks 1.500 manna 18 ára og eldri um allt land. Nettósvöran er 68,5%. Skýrslu Félagsvísindastofnunar má lesa í heild á Fréttavef Morg- unblaðsins, www.mbl.is/frettir/. Lagfært í Dalvíkur- höfn ÞAÐ eru mörg handtökin í kringum þjónustu við sjávarút- veg hér á landi. Meðal þeirra sem hafa atvinnu af slíku er Birgir Aðalsteinsson hjá Haftæki á Akureyri, sem brá sér upp í mastur til að lagfæra siglinga- tæki og -ljós á smábáti í Dalvík- urhöfn. Dýr lönd- un fram hjá vigt SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður Hafnarbergs RE voru í gær dæmd- ir fyrir að landa 227 kílóum af humarhölum fram hjá hafnarvigt- inni í Sandgerði í ágúst sl. Ætluðu þeir að sögn að skipta aflanum á milli áhafnar skipsins þar sem þeir töldu humarinn óhæfan til vinnslu. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi mennina hinsvegar fyrir brot á lög- um um nytjastofna sjávar og ber þeim að greiða 400 þúsund króna sekt hvorum um sig. Það samsvarar 3.524 krónum fyrir kílóið af þeim humri sem landað var fram hjá vigt. Saksóknari í málinu og yfírmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra segir lítið eða ekkert svigrúm í lögum um vigtun sjávarafla og því sé niðurstaða dómsins þessi. ■ Dæmdir fyrir að/24 ------♦♦-♦---- Tveir flug- vallarstjórar STOFNAÐ hefur verið sérstakt embætti forstjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og sú starfsemi tekin undan embætti flugvallai-stjórans á Keflavíkurflugvelli. Pétur Guðmundsson er að láta af starfi flugvallarstjóra og hefur emb- ættið, sem hér eftir annast daglegan rekstur flugvallarins, verið auglýst laust til umsóknar. Hins vegar hefur Ómar Kristjánsson, fyrrum aðaleig- andi og framkvæmdastjóri Þýsk-ís- lenska og Metró, verið skipaður for- stjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til eins árs, án auglýsingar. ■ Settur sérstakur/22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.