Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 238. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fregnir um stórskotaliðsskothríð af hálfu júgóslavnesks herliðs Hundruð Kosovo-Albana sagðir flýj a heimili sín Stj órnar kr eppunni á Italíu að ljúka MASSIMO D’AIema, leiðtogi stærsta vinstriflokksins á ítalska þinginu, sagðist í gær hafa náð að tryggja nýrri ríkisstjóm traustan meiri- hluta á þinginu, eftir að hann náði samkomulagi um stuðning miðju- flokksins UDR og hófsamra kommúnista. Hillir því undii' lok stjórnar- Massimo kreppunnar, sem D’Alema staðið hefur í tíu daga. D’Alema tjáði fréttamönnum eftir að Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, fól honum formlega að mynda 56. ríkisstjórn landsins eftir lok síðari heimsstyrjaldar, að Italía þyrfti nauðsynlega á stöðugi’i stjórn að halda er landið réðist í stofnaðild að Efnahags- og myntbandalagi E\r- ópu, EMU, um næstu áramót. D’Alema hlaut formlegt stjórnar- myndunarumboð frá forsetanum eft- ir að honum hafði tekizt að ganga frá stjómarsáttmála með þátttöku „ólífutrés“-bandalags miðju-vinstri- flokkanna, uppistöðu hinnar föllnu stjórnar Romanos Prodis, miðflokks- ins UDR, sem Francesco Cossiga, fyrrverandi forsætisráðherra úr Kristilega demókrataflokknum, fer fyrir, og nýstofnaðs flokks hófsamra kommúnista. Sagðist D’Alema vonast til að ráð- herralisti hinnar nýju stjórnar yrði tilbúinn fyrir lok vikunnai’, og hún yi’ði staðfest um leið með trausts- yfirlýsingu neðri deildar þingsins. Pristina. Reuters. HUNDRUÐ Kosovo-Albana flúðu heimili sín í gær og Sameinuðu þjóð- irnar aflýstu tveimur hjálparleið- öngmm til Kosovo eftir að serbnesk- ar öryggissveitir hófu stórskotaliðs- skothríð á þorp í héraðinu, í bága við loforð Slobodans Milosevic Júgó- slavíuforseta frá því í síðustu viku um að endi yrði bundinn á valdbeit- ingu Serba þar. Fréttamenn höfðu efth- nokki-um Kosovo-Albönum að þeir hefðu yfir- gefið heimili sín í bæjunum Kisna Reka, Berisha og Trpeza, vestur af héraðshöfuðborginni Pristina, eftir að júgóslavneskar hersveitir dreifðu sér um nágrennið og hófu skothríð með stórskotaliðsvopnum aðfaranótt mánudags. Vestrænn stjórnarerindreki í Kisna Reka sagði að skriðdrekar, stórskotalið og fótgöngulið hefðu verið send á svæðið eftir að þrír serbneskir lögreglumenn voru drepnir og tveir særðir í þorpinu Orlate, nálægt Berisha. Hann sagði að heimildarmenn innan serbneska hersins hefðu staðfest liðsflutninginn á sunnudag, en fullyrt að mestur hluti liðsins hefði verið dreginn til baka, þótt þess sæjust engin merki. Holbrooke ekki sáttur Yfirmenn í Frelsisher Kosovo og íbúar af albönskum uppruna í Orlate sögðu að komið hefði til harðra skot- bardaga á laugardagskvöld, eftir að serbneskai1 öryggissveith' reyndu að ræna og brenna hús í þorpinu. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna aflýsti tveimur leiðöngrum Reuters LÖGREGLUMENN brjóta saman serbneska fánann yfir líkkistu serbnesks lögreglumanns, sem var myrtur í Kosovo-héraði á laugardag, er hann var borinn til grafar í Pristina í gær. hjálparstarfsmanna í Kosovo í gær- morgun, eftir að fregnh- bárust af skotbardögum. Milosevic hét því í síðustu viku að júgóslavneskt herlið og serbneskar öryggissveitir yrðu fluttar á brott frá Kosovo-héraði, gegn því að Atlants- hafsbandalagið aflétti hótunum um loftárásh'. Richard Holbrooke, sendi- maður Bandaríkjastjórnar, sem stjórnaði viðræðum við Milosevic, sagði um helgina að hann væri ekki sáttur við gang brottflutningsins, og tók fram að hættan á loftárásum NATO væri ekki liðin hjá. D’Alema myndar stjórn Róm. Reuters. Andstæðing- ar Pinochets hneykslaðir á Chilestjórn Handsprengjuárás í ísraelskri borg Yiðræður í Mary- land í hættu ÞETTA fólk frá Chile hrópaði í gær slagorð gegn Augusto Pin- ochet fyrir utan sjúkrahúsið í Lundúnum, þar sem einræðis- herrann fyrrverandi gekkst und- ir skurðaðgerð á föstudag. Fólkið heldur á lofti myndum af honum sem eftirlýstum saka- manni og af fólki sem hvarf á stjórnarárum hans, 1973-1990. Ríkisstjórn Chile varð í gær fyrir harkalegri gagnrýni af hálfu andstæðinga Pinochets, sem handtekinn var í Lundúnum um helgina, fyrir að krefjast þess af brezkum stjórnvöldum að þau létu Pinochet lausan á þeim for- sendum að hann nyti friðhelgi. Stjórnmálaskýrendur spurðu einnig hvernig á þvf stæði að Eduardo Frei, núverandi forseti landsins, beitti sér nú af alefli í þágu hershöfðingjans fyrrver- andi, sem nú er 82 ára, þegar stjórn Freis hefði áður reynt að hindra að Pinochet fengi ævi- langt sæti í öldungadeild Chile- þings sem veitir honum friðhelgi. „Enginn í Chile efast um að Pinochet sé ekki stjórnarerind- reki og þaðan af síður að hann hafi verið í erindagjörðum á veg- um Chilestjórnar," sagði Mario de la Fuente, forseti samtaka fyrrverandi hermanna í Chileher, sem voru andsnúnir stjórn Pin- ochets. Einræðisherrann fyrrver- andi, sem formlega hélt stöðu sinni sem æðsti yfírmaður hersins þar til fyrir skömmu, hefur enn gífurlega sterk ítök í stjórnmál- um landsins. Sem öldungadeildar- þingmaður nýtur hann einnig friðhelgi fyrir dómstólum í Chile og réttarstöðu stjórnarerindreka. Brezka lögreglan tilkynnti á laugardag að hún hefði handtek- ið Pinochet á grundvelli beiðni spænskra dómara um framsal hans til Spánar, þar sem hann er ákærður fyrir að bera ábyrgð á morðum og pyntingum á spænsk- um ríkisborgurum í stjórnartíð sinni. ■ Framsal/20 ■ Vanur að fara/35 Beersheba, Wye Mills í Maryland. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti varaði af festu við því í gær að leið- togar Israelsmanna og Palestínu- manna gengju frá samningaborði án þess að hafa náð áþreifanlegum ár- angri, en vonir eru teknar að dvína um að miða muni í samkomulagsátt í viðræðum þeirra undir forystu Ma- deleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hafa staðið yftr á búgarði um 110 km austan Was- hingtonborgar frá því á fimmtudag. Fregnin af handsprengjuárás ungs Palestínumanns á strætis- vagnastöð í Israel setti viðræðurnar í uppnám, en James Rubin, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, las upp yfirlýsingu sem bæði Benjamin Netayahu, forsætis- ráðherra Israels, og Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínu- manna, stóðu að, þar sem þeir for- dæmdu árásina og sögðust stað- ráðnir í að halda samningaumleitun- um áfram. En talsmenn ísraelsku samninga- nefndarinnar sögðu að viðfangsefni viðræðnanna yrði takmarkað við mjög afmarkað svið eftir árásina, sem varð með þeim hætti að árás- armaðurinn varpaði tveimur hand- sprengjum að aðalstrætisvagnastöð borgarinnar Beersheba í Suður-ísr- ael, með þeim afleiðingum að sextíu og fjórir særðust. „Það verður ekkert annað mál á dagskrá en öryggi," sagði David Bar-Illan, talsmaður Netanyahus. Sagði Netanyahu aukinheldur í yfir- lýsingu að sendinefnd sín hefði alls ekki í hyggju að dvelja í Wye Mills í Maryland „til eilífðarnóns“. Árásarmaðurinn handtekinn Bæði hermenn og óbreytth' borg- arar voru meðal fórnarlamba árás- arinnar í Beersheba en árásarmað- urinn, sem var lýst sem rúmlega tví- tugum Palestínumanni frá Vestur- bakkanum, var handsamaður á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.