Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
FRETTIR
PáU lítilsvirdir
pmíl'Dffí cíff Tedmopromexporr HflöRENMfll
ClliUíCLIX Mll þvmgað til samkomu-1 . r icCrrTn I
latfs nm að fara að 7 FShffrT I
’< < N'/ ,}!,
^TGfAUkÍL?
EG skil nú bara ekkert í þér að láta svona út af einhverjum tittlingaskít, Guðmundur.
Svaraði
ekki leng-
ur kröfum
tímans
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
NÝJU bitarnir sem halda eiga uppi nýju brúnni voru dregnir yfir Jök-
ulsá á Dal á gömlu brúnni sem síðan verður rifín utan af bitunum og
sett í brotajárn.
Jökuldal. Morgunblaðiö.
VEGAGERÐIN vinnur nú að
því að byggja nýja brú á Jökulsá
á Dal við Hjarðarhaga. Nýja
brúin leysir af hólmi gamla brú
sem byggð var árið 1946 og
svaraði ekki lengur kröfum tím-
ans, yfír hana komust ekki
stærri ökutæki en 3 metra liá og
2,5 metra breið. Einnig var
gamla brúin svo lágt byggð að
Jökulsáin náði til að gutla upp á
hana þegar áin var í vexti, og
snjóskafla lagði við hana á vetr-
um.
Stálbitarnir sem bera uppi
nýju brúna voru dregnir yfir á
gömlu brúnni og síðan verður
gamla brúin rifin utan af bitun-
um og sett í brotajárn. Að sögn
Guðna Arthurssonar brúarsmiðs
verður brúargólf nýju brúarinn-
ar góðum 2 metrum hærra en
gólf gömlu brúarinnar og hún
verður 4 metrar að fullri breidd
með fullt burðarþol. Snjósöfnun
við brúna verður miklu minni ef
að líkum lætur eftir að hún
verður hækkuð þetta mikið og
öll tæki geta komist yfír hana
þar sem hún verður ekki yfir-
byggð eins og gamla brúin.
Guðni segir að framkvæmdir
við brúna gangi þokkalega og
framkvæmdum við hana Ijúki nú
á haustdögum þó ekki vilji hann
nefna ákveðinn dag á verklok-
um brúarinnar.
Nýkomið! ^
Efni í buxur, 100% polyester, verð kr. 1.045.
Stretch-nankin, svart og dökkblátt, verð kr. 1.280.
Einnig úrval af samkvæmisefnum,
sléttu flaueli og vattefnum.
-búðirnar
MORGUNBLAÐIÐ
Samskipti á kvennavinnustöðum
Konur sjá hlut-
ina í samhengi
SAMSKIPTI á
kvennavinnustöðum
er yfirskrift nám-
skeiðs sem haldið verður
á vegum Endurmenntun-
arstofnunar Háskólans í
byrjun nóvember. Tvö
námskeið eru í boði og er
þegar fullt á þau bæði og
fólk farið að láta skrá sig
á biðlista. Þórkatla Aðal-
steinsdóttir sálfræðingur
leiðbeinir á námskeiðun-
um.
„Eg vann um tíma sem
sálfræðingur hjá Dagvist
barna en það er líklega
einn af fjölmennustu
kvennavinnustöðum
landsins. Þar var fræðsla
fólgin í mínu starfi og þá
má segja að ég hafi byrj-
að að velta þessum málum
fyrir mér og ræða það
sem gerist á kvennavinnustöð-
um, kostina og gallana og ekki
síst gildrurnar sem konum á
kvennavinnustöðum hættir til að
detta í.“
-Er eitthvað öðruvísi að
vinna á kvennavinnustað en
karlavinnustað eða á blönduðum
vinnustað?
„Já, það er töluvert ólíkt.
Konur byggja mikið á samvinnu
og fínnst best að vinna á þann
hátt. Karlar hafa á hinn bóginn
skýrari verkaskiptingu og
valdapýramída þar sem ekki fer
á milli mála hver segir hverjum
til og svo framvegis. Feillinn
sem við konur gerum oft er að
fara inn í pýramídann og reyna
að tileinka okkur þessa vinnu-
hætti sem þar tíðkast. Málið er
að þeir henta sjaldan konum og
með því að temja okkur vinnu-
lag pýramídans töpum við því
niður hvernig okkur lætur best
að vinna.“
-Hverjir eru kostirnir við
samvinnu kvenna á vinnustað?
„Þeir eru mjög margir. Konur
hafa til dæmis mikinn sveigjan-
leika sem nýtist vel í samvinnu.
Þær koma vel auga á samhengi
hlutanna og þær eiga líka auð-
velt með að finna út hvaða verk-
efni liggja best fyrir hverjum og
einum. I samvinnu næst því oft
að draga fram hæfileika og kosti
hvers og eins og láta þá njóta
sín. Konur eiga auðvelt með að
vera með puttana i mörgu í einu
án þess að stressast uppúr öllu
valdi og hafa góða yfírsýn. Karl-
ar sinna á hinn bóginn einu í
einu og sinna því þá vel. Konum
hættir til að gleyma því að það
er kostur að geta sinnt mörgu í
einu og hafa hæfileika til að fara
úr einu í annað án þess að tapa
þræði og missa einbeitinguna."
- En einhverjir hljóta gailarn-
ir að vera á kvennavinnustöð-
um?
„Já. Við setjum ekki nógu
skýr mörk og gefum ekki skýr
skilaboð. Konur eiga oft erfitt
með að segja hvað þeim finnst
og þær eru of duglegar
við að taka tillit til þarfa
allra og hættir til að
bera ábyrgð á líðan ann-
arra. Þar með geta hlut-
irnir undið upp á sig áð-
ur en tekið er á þeim. ________
Segjum sem svo að við
vinnum með manneskju með
þungt heimili og hún mætir illa
til vinnu. Vegna þess að konur
eiga auðvelt með að setja sig í
spor annarra þá hættir þeim til
að gera ekki skýrar kröfur held-
ur verða pirraðar; þegja og
spennan eykst. A endanum
Þórkatla
Aðalsteinsdóttir
► Þórkatla Aðalsteinsdóttir er
fædd í Hveragerði árið 1955.
Hún lauk BA-prófi í sálar-
fræði frá Háskóla íslands árið
1979 og kenndi síðan við Ung-
lingaheimili ríkisins um ára-
bil.
Þá stundaði hún framhalds-
nám í sálarfræði við Háskól-
ann í Lundi í Svíþjóð á árun-
um 1983-85 og starfaði síðan
hjá Dagvist barna frá
1989-1996. Þórkatla rekur
eigin sálfræðistofu og heldur
fyrirlestra og námskeið.
Eiginmaður hennar er
Hörður Lúðvíksson og eiga
þau tvö börn.
Konur eiga
oft erfitt
með að
gefa skýr
skilaboð
springur allt á óhreinum kaffi-
bolla eða því að viðkomandi
kemur einn daginn fimm mínút-
um of seint.
Konur nota oft óbein skila-
boð, þær setja upp mæðusvip,
stynja eða tala út í loftið svo
enginn veit hver á að taka til sín
skilaboðin."
Þórkatla segir að konur geti
oft ekki sett fram gagnrýni á
uppbyggjandi hátt og þær eiga
oft erfitt með að orða hlutina
eins og þeir eru. „Konum hættir
oft til að halda að fólk lesi hugs-
anir.“
Þá bendir hún á að konur
þurfi að temja sér að þora að
vera stoltar af verkum sínum og
taka hrósi þegar vel er gert.
Kannski er það einn galli sam-
vinnunnar að enginn þorir að
taka við hrósi af ótta við að
styggja samstarfskonurnar.“
-En hvor kosturinn er þá
betri, samvinna kvenna eða
pýi-amídavinnustaður karlanna?
„Bæði kerfin hafa eitthvað til
síns ágætis og fólk verður að
velja sér kerfi eftir því hvað
hentar. Það er sjaldgæft að kon-
um henti pýramídavinnustaður.
Þeim fellur betur að vinna í
samvinnu."
- Eru margu• kvennavinnu-
staðir á íslandi?
„Það hefur orðið gjörbylting á
atvinnulífi Islendinga og
hlutir hafa skipast
þannig að konur sinna
oft umönnunar- og þjón-
ustustörfum sem því
miður hafa verið lítils
_____ metin. Eflaust er ástæð-
an sú að karlar fara enn
með völdin á vinnumarkaðnum
og vilja auðvitað ekkert láta af
störíúnum æðst í pýramídanum.
Hluti skýi-ingarinnar er líka að
konur eru alltaf að reyna að að-
lagast pýramídakerfi karlanna.
Það gengur í ákveðnum tilfellum
en ekki öðrum.“