Morgunblaðið - 20.10.1998, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Blóðugur tarfur í beljufans
Vaðbrekku, Jökuldal - Mikil átök
eru í hreindýrahjörðunum um
fengitíma hreindýranna þegar
blóðug barátta stendur milli tarf-
anna um að gagnast sem flestum
kúm. Tarfarnir eru misjafnlega
illa leiknir eftir átökin, ekki er
óalgengt að þeir hljóti skinn-
sprettur svo blóðið lagi úr.
Einnig kemur fyrir að þeir
hornbrotna í átökunum, jafnvel
eru þess dæmi að hornin þver-
kubbist niður við rót og þarf ekk-
ert smáátak til að brjóta homin
þar sem þau eru svemst. Einnig
eru dæmi til um að greinar
brotni af efst á krúnunni svo ljóst
er að tarfarnir sjást ekki fyrir í
hatrammri baráttu um kýrnar
um fengitímann.
Tarfarnir horast einnig mikið
á fengitímanum. Þeir era feitir
eftir að hafa safnað fituforða um
sumarið, en eftir að fengitíminn
byrjar hafa tarfarnir ekki tíma
til að éta svo neinu nemi vegna
þess að þeir em svo uppteknir af
að berjast um kýrnar. Fengitím-
inn gengur jafnvel svo nærri
elstu törfunum að þeir lifa hann
ekki af og drepast af vannæringu
og sárum er þeir hljóta í átökun-
um um kýrnar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
HIÐ nýja hús ísfirsku björgunarfélaganna.
Isfírskar björgunarsveit-
ir eignast nýtt húsnæði
HJÁLPARSVEIT skáta á fsafirði,
Karladeild Slysavarnafélags ís-
lands og Kvennadeild Slysavarnafé-
lags íslands hafa keypt nýtt hús-
næði á Sindragötu 6 sem þau hyggj-
ast nota sameiginlega undir starf-
semi sína.
Um er að ræða eignarhluta sem
keyptur eru af Byggðastofnun,
Fjárfestingabanka atvinnulífsins
hf., Arnari G. Hinrikssyni hdl.,
Landsbanka íslands hf. og Gunn-
vöru hf., alls 250 fm á neðri hæð og
617 fm á efri hæð, samtals 867 fm.
Er hér um helmingsstækkun að
ræða frá núverandi húsnæði félag-
anna þar sem Sigurðarbúð, húsnæði
slysavarnadeildanna, er um 220 fm
og húsnæði Hjálparsveitarinnar um
200 fm. Um 210 fm af húsnæðinu
eru tilbúnir til notkunar en það sem
eftir er aðeins fokhelt. Skipuð hefur
verið sérstök byggingarnefnd til að
sjá um lokafrágang á því sem eftir
er og standa vonir til að hægt verði
að taka húsnæðið allt í notkun ekki
síðar en næsta vor. Öll aðstaða fyrir
félögin mun stórbatna og leiða til
aukinnar hagræðingar í rekstri.
Auk hefðbundinnar tækjageymslu á
neðri hæð verða á efri hæð stór sal-
ur, eldhús, stjómstöð vegna björg-
unaraðgerða og ýmis önnur aðstaða
fyrir félögin og félagsmenn.
Formleg sameining áformuð
á næsta ári
Á sama tíma skrifuðu Hjálpar-
sveit skáta á ísafirði, sem er með-
limur í Landsbjörg, og Karladeild
Slysavarnafélags ísafjarðar, sem er
meðlimur í Slysavamafélagi Is-
lands, undir samstarfssamning sín á
milli sem tók gildi strax við undir-
ritun og mun gilda þar til félögin
sameinast formlega á næsta ári. í
samstarfssamningnum er kveðið á
um að félögin muni beita sér fyrir
stofnun nýs Björgunarfélags á Isa-
firði síðai' í mánuðinum sem verði
utan aðildar að landssamtökum þar
til annað verði ákveðið og að núver-
andi félagsmenn Hjálparsveitar og
Karladeildar verði sjálfkrafa með-
limir hins nýja félags. Nýja félagið
mun síðan taka á leigu öll tæki,
áhöld, vélar og fasteignir í eigu
Hjálparsveitarinnar og Karladeild-
arinnar og reka í sínu nafni. Með
því náist strax fram einföldun og
hagræðing í starfi björgunarsveit-
anna. Nýja félagið mun ennfremur
yfirtaka samning Karladeildarinnar
við Slysavarnafélag íslands vegna
reksturs björgunarskipsins Gunn-
ars Friðrikssonar og reka það
áfram á sama hátt og verið hefur.
Ennfremur mun hið nýja félag hafa
yfirumsjón með Unglingadeild
Slysavarnafélagsins á Isafirði, Haf-
stjörnunni, í umboði Karladeildar-
innar.
Síðan er kveðið á um það að þegar
allri formlegri undirbúningsvinnu sé
lokið og afstaða landssamtakanna til
þeirra mála sem fyrir þeim liggja er
ljós verði félögin sameinuð og þá
ekki síðar en 31. ágúst 1999.
Fagleg um-
hverfísumræða
Egilsstöðum - Hópur frá Noregi
kom og heimsótti Egilsstaði og fjall-
aði um umhverfismál. Þetta voru
fimmtán manns frá „Fylkeskomm-
unalt miljöfaglig nettverk" sem er
fagfélag sem starfar við umhverfis-
og skipulagsmál í fylkjum Noregs.
Félagið stendur fyrir árlegum
kynnisferðum um umhverfismál og
varð Island fyrir valinu að þessu
sinni. Þegar leitað var eftir tillögum
frá umhverfisráðuneytinu um hvert
skyldi farið, var bent á Egilsstaði og
því kom hópurinn þangað. Eftir
tveggja daga skoðun í Reykjavík var
haldið til Egilsstaða.
Bæjarstjóri Austur-Héraðs, Björn
Hafþór Guðmundsson, kynnti um-
hverfisverkefni sveitarfélagsins
ásamt Sigurborgu Kr. Hannesdóttur
verkefnisstj óra. Hússtj ómarskólinn
á Hallormsstað var heimsóttur og
Skógrækt ríkisins þar sem starfs-
menn kynntu starfsemi Skógræktar-
innar og stöðina á Hallormsstað. Síð-
an var farið með rútu í Laugarfell
þar sem var f'arið í heitt bað. Hópur-
inn lauk síðan heimsókn sinni með
því að fljúga suður til Reykjavíkur
og keyra síðan um „Suðurlandsund-
irlendið" undir leiðsöng Málfríðar
Kristjánsdóttur.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verk-
efnisstjóri Umhverfisverkefnis á
Austur-Héraði, sagði það vera mik-
inn feng fýrir sveitarfélagið að fá
heimsókn sem þessa. Væntanlega
mun það verka sem vítamínsprauta
fyrir faglega umræðu um það starf
sem hér er unnið í umhverfismálum
og til eflingar þeirra mála í heild
sinni.
Nýr
skólastjóri
Egilsstaðir - Birna Kristjánsdóttir
tók við skólastjórastöðu Hússtjórn-
arskólans á Hallormsstað nú í
haust. Hússtjórnarskólinn var gerð-
ur að sjálfseignarstofnun og er nú
rekinn sem slíkur. Hann tekur 24
nemendur, bæði stelpur og stráka,
og er námið ein önn, frá september
til áramóta eða frá áramótum til
vors.
Hússtjórnarskólinn er í samstarfi
við Menntaskólann á Egilsstöðum
með ferðaþjónustubraut og hús-
stjórnarbraut. Aðalnámsgreinar
sem kenndar eru við skólann eru
veitingatækni, hreinlætis-, næring-
ar-, örverufræði, fatagerð, fata-
hönnun og greinar tengdar vefnaði.
Bima hefur nýlokið námi við Kaup-
mannahafnarháskóla í menningar-
miðlun. Hún starfaði í tvö ár hjá
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
BIRNA Kristjánsdóttir skóla-
sljóri Hússtjórnarskólans á
Hallormsstað.
Hönnun og handverki og þar áður
gegndi hún starfi skólastjóra Heim-
ilisiðnaðarskólans í 6 ár.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Grunnskólanem-
endum fjölgar
Blönduósi - Miklar breytingar
hafa verið gerðar á húsnæði og
nánasta umhverfí Grunnskólans
á Blönduósi í því augnamiði að
bæta aðgengi fyrir fatlaða og
Rjúpnaveiði
hafin á
Húsavík
Húsavík - Margir Húsvíkingar
gengu til rjúpna fyrsta leyfilega
veiðidaginn. Gönguveður var
gott en nýfallinn snjór svo all-
erfitt var að sjá rjúpuna.
Ekki hafa borist fregnir af
stórveiði, margir fengu 15 til 20
rjúpur, og segja má að veiðin
hafi verið jafnari en oft áður.
Einstaka menn náðu rúmlega
20 stykkjum en talan 30 stend-
ur óhögguð enn.
hefur m.a verið sett lyfta í skóla-
húsnæðið. Breytingarnar hafa
leitt til þess að aukið rými hefur
skapast fyrir sérkennslu. Ymsir
verktakar á Blönduósi gengu í
þetta verk þegar mjög var liðið á
sumar og Iuku því á undra-
skömmum tíma.
Skólayfirvöld gáfu almenningi
kost á að sjá þessar breytingar
og nýttu margir sér það. Helgi
Arnarsson, nýráðinn skólastjóri,
var ánægður með breytingarnar
og sagði að þær kæmu sér vel
þar sem nemendum við grunn-
skólann hefði fjölgað á þessu
skólaári og er það í fyrsta sinn í
langan tíma sem það gerist.
A myndinni má sjá Grím Gísla-
son, fréttaritara útvarpsins á
Blönduósi, í hópi nokkurra nem-
enda gmnnskólans. Grímur lagði
til að textinn sem fylgdi þessari
mynd yrði: „Æskufólk á ýmsum
aldri skoðar breytingarnar á
Grunnskólanum á Blönduósi".