Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 19

Morgunblaðið - 20.10.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 19 VIÐSKIPTI SIGURVEGARARNIR í samkeppninni Color Quality Club á sviðinu í ráðstefnusal Eurexpo í Lyon í Frakkiandi. 37 dagblöð stóðust prófíð í Color Quality Club-samkeppninni Morgunblaðið eitt 7 blaða í hópnum íþriðja sinn MORGUNBLAÐIÐ er í hópi 37 dagblaða frá 13 löndum sem mynda svonefndan Intemational Color Quality Club til næstu tveggja ára. Morgunblaðið er jafn- framt í hópi sjö blaða sem ná þess- um áfanga í þriðja sinn, eða í öll skiptin sem þessi samkeppni um gæðalitprentun dagblaða hefur verið haldin. Bandarískir blaðaútgefendur gerast þátttakendur IFRA, alþjóðasamtök dagblaða- útgefenda, gengust upphaflega fyrii' þessari samkeppni 1994 með það fyrir augum að efla gæði lit- prentunar dagblaða, og á árlegri sýningu og ráðstefnu samtakanna í Lyon í Frakklandi í síðustu viku var greint frá úrslitum samkeppn- innar í þriðja sinn. Samkeppnin nú markaði einnig þau tímamót að í þetta sinn gengu samtök banda- rískra dagblaðaútgefenda, News- paper Association of America, til liðs við IFRA um framkvæmd keppninnar, og munu standa að Color Quality Club til jafns við IFRA í framtíðinni. Þátttakendum í samkeppninni fjölgaði enda verulega að þessu sinni. Bárustu dómnefnd sýnis- hom frá 157 dagblöðum í alls 27 löndum. Jafnframt var ákveðið að herða skilyrðin fyrir því að ná inn í Color Quality Club. Samkeppnin byggist á því að gerð er athugun á þremur sviðum litprentunar, og er gefíð mest 100 stig fyrir hvert svið eða alls 300 stig. Fram til þessa hefur dagblöðunum dugað að ná 200 stigum í heild til að komast í félagsskap hinna útvöldu, en nú voru kröfurnar hertar þannig að ná þurfti 225 stigum í heild til að ná inn í Color Quality Club. Þetta tókst nú 37 dagblöðum eins og áð- ur segir, en í fyrstu samkeppninni 1994 náðu 16 blöð þessum áfanga og 26 tveimur áram seinna. Stórblöð komin í hópinn Asamt Morgunblaðinu era það Het Belang van Limburg í Belgíu, Berlingske Tidende í Danmörku, þýsku blöðin Frankfurter Rund- schau og Main-Echo, Öberöster- reichische Nachrichten frá Aust- urríki og svissneska dagblaðið St. Galler Tagblatt, sem náð hafa þeim árangri að ná inn í Color Qu- ality Club í öll þrjú skiptin sem þessi samkeppni hefur verið hald- in. ÓLAFUR Brynjólfsson verksijóri auglýsingaframleiðslu tók við viður- kenningunni fyrir hönd Morgunblaðsins, en hann hefur verið í forsvari fyrir þátttöku blaðsins í samkeppninni. Til vinstri er Tom Croteau, framkvæmdasfjóri hjá samtökum bandarískra dagblaðaútgefenda (NAA), og til hægri Boris Fuchs, framkvæmdastjóri hjá IFRA. Átta dagblöð fengu þessa viður- kenningu nú í annað sinn. Meðal nýliðanna 16 í Color Quality Club var einkanlega fjölgun á banda- rískum dagblöðum, og m.a. era nú stórblöðin The New York Times, The Los Angeles Times og Chicago Tribune komin í hópinn. VOLVO .. STERKUR A SVELLINU Brimborg-Þórshamar Tryggvabraut 6 • Akureyri Simi 462 2700 Bilasala Keflavfkur Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Sími 421 4444 Bíley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bllasalan Hrísmýri 2a • Selfossi Sími 482 3100 Tvisturinn Faxastfa 36 • Vestmannæyjum Sími 481 3141 BRIMB0RG Faxafeni 8 • Sími 51 5 7010 Volvo V70 Cross Country er sniðinn fyrir íslenskan vetrarakstur. Fullkominn aldrifsbúnaður, mikill tog- kraftur á lágum snúningi, fjölliðaöxull með fullri driflæsingu, háþróuð spólvörn, læsivarðir hemlar, sjálfvirk hleðslujöfnun, mikil veghæð og góð þyngdar- dreifing gera allan vetrarakstur öruggari og ánægjulegri. Aflið, bæði frá vél og hemlum, dreifist sjálfkrafa á milli allra hjólanna, í samræmi við breytilegar aðstæður, þannig að besta mögulegt veggrip er ávallt tryggt. Hafi hjólin á annarri hlið bílsins betra grip, leitar meira afl þangað og eitt hjól getur verið ráðandi þegar tekið er af stað. Áhrifin eru einstakir aksturseiginleikar Volvo V70 Cross Country við erfiðar aðstæður, hvort sem er á leyndum hálkublettum eða í þungri færð á fjallvegum. aldrifinn og albúinn £ VOLVO V70 XC AWD ? CROSS COUNTRY " Upplifðu hann í reynsluakstri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.