Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998
UR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Nauðsynlegt að endur-
meta áhættu af veiðum
Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri
Gunnólfs ehf. á Bakkafirði og fyrrverandi
alþingismaður segir Hafrannsóknarstofn-
un í raun stunda pólitísk vísindi við veiði-
ráðgjöf og því séu þau markleysa. Skapti
Hallgrímsson ræddi við Kristin, sem lengi
hefur haft aðrar skoðanir en Hafró á því
hvernig haga beri fískveiðistjórnun til að
viðhalda fískistofnum.
KRISTINN telur meiri
hættu stafa af vanveiði
fisks í dag en ofveiði og
byggir þá skoðun á
reynslu. „Engum botnlægum fiski-
stofni hefur raunverulega verið út-
rýmt vegna oíveiði. Það eru bara full-
yrðingar og klisjur. En hins vegar
hefur stofn hrunið í áður óþekkt lág-
mark við friðun, til dæmis við
Kanada. Niðursveifla í umhverfisskil-
yrðum átti auðvitað líka þátt í þessu,
en mannskepnan var að reyna að
þvinga náttúruna til að gera meira en
hún gat og þar með hrundi stofninn.
Það er kjami málsins í Kanada. Þeg-
ar vaxtarhraði fisks er fallandi verða
vísindamenn að segja frá því, vegna
þess að á því augnabliki er ekki rétt
að friða fiska. Þá er rétt, að minnsta
kosti á einhverjum svæðum, að prófa
að auka veiði."
Kristinn nefnir að fyrir nokkrum
mánuðum hafi verið í fjölmiðlum
fréttir af því að fiskar hafi fundist í
kerjum í Ölfusi; enginn hefði sinnt
þeim í tvö ár og talið var að þeir
hefðu lifað hver á öðmm og drepist
úr hungi-i. „Þetta þótti rosalega ljótt
en ég spyr hvort ekki sé ljótt að gera
þetta neðansjávar. Er ekki ljótt að
drepa fisk úr hungri bara ef við sjá-
um það ekki?“
Gagnrýni
„Eg hef lengi viðrað skoðanir mín-
ir en Klíkan, sem ég hef leyft mér að
kalla svo, hefur reynt að þegja mig
og fleiri í hel. Þetta er hópur manna í
veiðiráðgjöfinni og þeir sem tengjast
henni, Hafrannsóknarstofnun og
LÍU fyrst og fremst; þeir skiptast
hvorki á skoðunum við mig né aðra.
Eg hef gagnrýnt þetta í vaxandi mæli
síðan 1989, þegar ég komst að því að
kenningar Hafrannsóknarstofnunar
um að geyma fiskinn em ekki þær
einu. Þegar ég komst að því fór ég að
kanna málið sjálfur og hef verið að
grúska í þessu síðan,“ segir Kristinn
sem sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn frá 1988 til 1991.
Hann segist telja Hafrannsóknar-
stofnun ofmeta stórlega áhættu
vegna veiða. „Séu gögnin skoðuð, er
hægt að sjá, miðað við reynsluna, að
áhættumat þeirra á því að geyma fisk
er mikáð vanmat," segir Kristinn en
hann hefur kynnt sér gögn þar að
lútandi m.a. vegna þróunar mála i
Barentshafi og við Kanada. „Þegar
þeir tala um ofveiði, en vaxtarhraði í
viðkomandi fiskistofni fellur, þá er
samkvæmt grundvallaratriðum í
fiskilíffræði einsog hún er kennd í öll-
um fiskilíffræðibókum, ekki um að
ræða ofveiði heldur breytingar á um-
hverfisskilyrðum. Við slíkar aðstæð-
ur getur verið mjög varasamt að
draga úr veiði. Það hefur samt alltaf
verið gert, samanber 1983. Þá hafði
vaxtarhraði þorskstofnsins hér fallið
um þriðjung, vegna breyttra um-
hverfisaðstæðna og lélegrar loðnu-
veiði; lítil loðna var í sjónum og þá
var eðlilegt að þorskstofninn minnk-
aði. Hann minnkaði um þriðjung
vegna þess hversu mikið dró úr vaxt-
arhraða stofnsins, en þeir sögðu
aldrei frá því. Auðvitað hefði átt að
koma fram að þetta hefði gerst ann-
ars vegar vegna þess að vaxtarhrað-
inn féll og hins vegar vegna einhverr-
ar ofveiði, að þeirra mati. Og hvað
var hún þá mikil? Hver var mismun-
urinn? Þetta var ekkert útskýrt, bara
fullyrt að um ofveiði væri að ræða og
fjöimiðlar eru svo misnotaðir til að
reka hrikalegan áróður fyrir þeirra
skoðunum, jafnframt því sem þessir
menn berjast með öllum ráðum til að
koma í veg fyrir að umfjöllun fari
fram um þau sjónarmið sem ekki
henta þeirra pólitík."
Árin eftir Svörtu skýrsluna
Kristinn segist oft hafa reynt að
vitna í það sem gerðist eftir að
Svarta skýrslan svokallaða kom út,
1975, en þorskstofninn stækkaði um
helming á næstu fimm árum. „Þrátt
fyrir að ástandið hafi verið talið
svona svart þá og að ekkert hafi verið
farið eftir tillögum ráðgjafa - því
haldið var áfram að
veiða 360 þúsund tonn á
ári, 120 þúsundum
meira en þeir lögðu til
fyrstu árin - stækkaði
stofninn og skýringin er
sú að umhverfissveifla
hafi verið að verki sam-
fara mikilli veiði. Mikið
veiðiálag var á stofnin-
um þegar hann var tal-
inn í hættuástandi, áður
en Svarta skýrslan kom
út, þegar við vorum að
reka Bretana burtu, en
náttúi'an virðist þannig
gerð að hún hafi bara
bætt við framleiðsluna,
ef svo má að orði kom-
ast. Til að einfalda málið hef ég líkt
þessu við grasið í garðinum hjá fólki;
það getur ekki byggt upp grasið í
nokkur ár til að fá rosalega upp-
skeru, þá fær það bara sinu. Þetta er
reyndar ýkt mynd, en til að fá upp-
skeru verður að slá. Til að hafið
framleiði verður að veiða. Ég held að
málið snúist aðallega um það að við
reynum að skilja náttúruna og breyt-
ingar hennar á hverjum tíma en full-
yi'ðum hvorki eitt né neitt, vegna
þess að enginn getur það. Allt er háð
duttlungum náttúrunnar og enginn
veit hvort það verður norðanátt á
morgun eða hvemig umhverfisskil-
yrði verða eftir ár. Við verðum að
dansa í takt við náttúruna, ekki á
tánum á henni.“
Kristinn segjast telja að ekki sé
hægt að nota orðið vísindi yfir veiði-
ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.
„Því miður, til dæmis vegna þess að
Hafró viðurkennir ekki sjálf grund-
vallaratriðin eins og vaxtarhraða.
Þessi svokölluðu vísindi eru orðin
pólitísk vísindi og þar af leiðandi
mai-kleysa. Jafnvel mætti frekar líkja
þessu við trúarbrögð en vísindi. Það
er enginn munur orðinn á pólitíkinni
og vísindunum eða hagsmunagæsl-
unni, þetta er allt einn og sami kór-
inn, þegar allir þessir aðilar eru
orðnir sammála hef ég sagt að tími sé
kominn til að líta í kringum sig.“
Áliættumatið er
grundvallaratriði
Kristinn segist óttast að íslending-
ar missi af fiskinum í sjónum sé hann
geymdur þar. „Samanber Nýfundna-
land. Þegar skyndileg umhverfis-
sveifla kemur niður á við þá er raun-
verulega ekkert í mannlegu valdi
sem hægt er að gera. Ekki getum við
hitað upp sjóinn eða bætt í hann mat.
Við ráðum ekkert við það. Það eina
sem við getum gert er að reyna að
veiða til að viðhalda stöðugleika í
vexti fisksins. Það er kjarni málsins;
að reyna að viðhalda stöðugleika í
vaxtarhraða þorskstofnsins þannig
að fallþungi - ef nota má það orð - sé
svipaður og passa okkur
á því að vaxtarhraði
þorsksins falli ekki nið-
ur.“
Og Kristinn er með
hugmynd um hvað skuli
gera.
„Grundvallaratriði
fyrir fiskveiðistjórnun-
inni er áhættumatið við
veiðarnar. Veiðistjóm-
kerfið er að mörgu leyti
ágætt, þó mörg atriði
séu í því sem þarf að
laga en til þess að sátt
geti orðið um þetta allt
saman verður að byrja á
byrjuninni; á því að
fram fari endurmat á
áhættuþáttunum. Áhættuþætti
vegna vanveiði þarf að skoða sérstak-
lega, það þarf að gerast undir eins og
af hlutlausum aðilum. Ég vil til dæm-
is að innlend verkfræðistofa yrði
fengin til að gera það strax, undir yf-
irstjóm forsætisráðuneytisins. Það
er bara hugmynd, ekki verri hug-
mynd en hver önnur. Ég vil ekki að
ráðgjafar komi nálægt þeirri rann-
sókn því að þeir em vanhæfir; allt
Sjávarútvegsráðuneytið, LIU og þeir
ráðgjafar sem hafa komið nálægt
þessu em allir vanhæfir til að takast
á við endurskoðun á þessu máli. Ekki
bara vanhæfir í orðsins fyllstu merk-
ingu, heldur líka samkvæmt stjóm-
sýslulögum; þeir hafa þeirra hags-
muna að gæta að hafi þeir gert vit-
leysu þá komist ekki upp um þá. En
því má ekki gleyma að allir Islend-
ingar hafa hagsmuna að gæta í þessu
máli. Þorskstofninn er það mikið lifi-
brauð okkar íslendinga að fámenn
klíka, innan við tíu menn, hefur ekk-
ert leyfi til að vera að pukrast með
þessi mál.“
Kristinn segist, eins og áður kom
fram, lengi hafa viðrað skoðanir sínar
en segist þó alltaf á byrjunarreit.
„Þeir reyna alltaf að sjá til þess að
púa niður umfjöllunina. Einhvern
tíma hafa þeir sjálfsagt reiðst við mig
vegna þess sem ég er að segja, en ég
lít ekki á það sem mitt vandamál
heldur þeirra. Þeir halda því fram að
ég sé ekki málefnalegur og segi hlut-
ina ekki á réttan hátt en það fer nátt-
úrlega bara inn um annað eyrað og út
um hitt hjá mér. Eitt af því sem ég
hef bent á er hvað gerðist í Kanada,
en þeir hlusta ekki á það. Þar var far-
ið var eftir vísindalegri uppski’ift
uppá punkt og prik - veidd 20% af
stofnstærð - alveg þangað til hætt
var að veiða og stofninn hrundi úr
hor. Ég tel það stórfellda áhættu að
framkvæma hér næstum því sömu
stefnu og horfa fram hjá þessu án
þess að fram fari umfjöllun í landinu
um það hvaða áhættu er verið að
taka. Enginn veit hvenær umhverfis-
skilyrði sveiflast niður á við næst -
Kristinn Pétursson
[ Vefur Flugleiða á Intemetinu: untnv.icelandair.it
Netfang fyrir almennar upplýtingar: info@icelandair.is j
VIÐ FLJÚGUM
TIL LONDON
TÍU SINNUM
ÍVIKU
Á Saga Business Class vinnur þú tíma og
sparar peninga. Nú getur þú farið til London
að morgni og komið heim aftur að kveldi.*
Á Saga Business Class bjóðast tíðar
áætlunarferðir og sveigjanleiki sem miða að
því að stytta viðskiptaferðir og auka þannig
afköst starfsmanna, nýta tímann betur og
draga úr ferðakostnaði.
Á Saga Business Class er enginn bókunarfyrirvari og
gilda engin skilyrSi um lágmarks- eða helgardvöl erlendis.
*Fimmtudag, föstudag og sunnudag ,
FLUGLEIDIR 0B0
Tramtur hUmkur ftrtafélagi ÉSL
Heildar-
lausnir
HONNUN
ÞJONUSTA
VIÐGERÐIR
= HÉÐINN
SM IÐJA
Stórási 6 »210 Garðabæ
sími 565 2921 • fax 565 2927
mjög líklegt er þó að það verði innan
þriggja ára - en þegar sveiflan kem-
ur í uppsjávarstofnana og þeir
minnka þá minnkar fæðuframboð
þorskstofnsins og þá er hætta á að
hann ráðist á sjálfan sig um leið og
vaxtarhraði hans getur snarfallið.
Aðferðir veiðistjómunarinnar eru þá
að loka veiðisvæðum vegna smáfiska-
dráps og veiði á þorski yrði nánast
engin. Þetta er sú áhætta sem blasir
við mér með því að veiða ekki; það er
verið að taka þá áhættu að ástandið
gæti orðið svona eftir þrjú ár. Ef við
veiðum ekki núna verður of seint að
ætla sér það þegar niðursveiflan er
hafin; þá gæti þorkstofninn hafa
tvístrast í ætisleit og miklu verra er
að veiða hann. Og þá er hætta á að
allir fari á taugum og telji að um of-
veiði sé að ræða. Það er miklu auð-
veldara að veiða fiskistofn sem hefur
nóg að borða því hann meltir í hóp-
um, eins og til dæmis hefur gerst á
Halamiðum, þar sem hann er í æti.
Um leið og maturinn er búinn tvístr-
ast hann hins vegar og fer í ætisleit.
Núna telja sjómenn fyrir Norður-
landi til dæmis að þorskurinn á Vest-
fjarðamiðum hafi farið inn í
Húnaflóa, þar er hann að hakka í sig
rækju og tvístrar henni út um allt og
rækjuveiði fer minnkandi fyrir Norð-
urlandi, enda hrópa vísindamennirnir
að nú sé ofveiði á rækju. Ég veit ekki
hvort maður á að hlæja eða gráta yfir
svona vísindum."
Ki’istinn segir Hafrannsóknar-
stofnun hafa mælt að þorskstofninn
á íslandsmiðum hafi étið á milli 30
og 40 þúsund tonn af þorski í októ-
ber 1985. „Þetta var haustleiðangur
Hafrannsóknarstofnunar undir
stjórn Ólafs Karvels Pálssonar en
þeir hafa ekki einu sinni sagt al-
mennilega frá þessu. Ef þorskstofn-
inn getur étið undan sér 30 til 40
þúsund tonn á einum mánuði þá er
það vísbending um hvað hann getur
gert. Á þessum tíma vorum við með
tvo sterka unga árganga, 1983 og 84,
sem skiluðu sér langtum ven’ í veiði
en til dæmis metárgangurinn frá
1973 og vísindamenn kunna ekki
skýringu á því. En ég bendi á að í
síðari tilfellinu var byrjað að friða
svæðin til að byggja upp stofninn.
Því finnst mér alveg að draga megi
þær ályktanir að það sé vegna þess-
arar stjórnar, að stofninn hafi ekki
skilað sér í góðri veiði, vegna þess að
við veiddum ekki nóg. Og vaxtar-
hraðinn hefur líka verið lélegur; lé-
legasti vaxtarhraði hér á Islandsmið-
um var 1991 en hann hefur hins veg-
ar aukist nú vegna bættra umhverf-
isskilyrða. Það er ekki mannanna
verk.“
1975, 1995
Kristinn segir tiltölulega einfaldan
samanburð sýna að nánast það sama
sé að gerast í dag, tuttugu árum
seinna, og gerðist eftir útkomu
Svörtu skýrslunnar 1975. „í skýrslu
Haft’ó 1995 kom fram að ef veidd
yrðu 190 þúsund tonn næstu tvö ár
þá myndi hrygningarstofninn
minnka um 20 þúsund tonn, og stofn-
unin taldi ástandið mjög alvarlegt
þá. I dag er hrygningarstofninn 560
þúsund tonn - 100% stærri en þeir
sögðu þá að hann yrði - og veiði-
stofninn er að minnsta kosti 300 til
400 þúsund tonnum stærri, að þeirra
eigin áliti. Þetta eru þeiiTa tölur sem
ég er að tala um. Samt vilja þeir ekki
auka veiði á þorski,“ segir Kristinn.
„Eini munurinn núna og 1975 er að
við veiðum langtum minna. Reynslan
sýnir að það var í lagi að veiða þá og
því tel ég að við séum raunverulega á
miklu hættulegri braut í dag. Við er-
um að taka mikla áhættu með því að
geyma þorskinn en umræða um það
drukknar öll í fullyrðingum þeirra
um að fiskveiðistjórnkerfið sé að
skila árangri þegar uppsveifla sjáv-
arskilyrða er að breyta afrakstri
þorskstofnsins." Og hann segist telja
sanngjarnt að leyfð yrði veiði á
a.m.k. helmingi „þeirrar skekkju
sem fannst, bara sem málamiðlun."
Kristinn segir gífurlega spennu
fylgja þeirri stefnu sem farið er eftir
í dag. „Allir vita að óhemju miklu af
físki er kastað í sjóinn vegna þessar-
ar spennu og samfara endurmati á
áhættuþáttum verður að fara fram
endurmat á brottkasti afla. Ég
myndi halda að brottkastið sé um 50
þúsund tonn af þorski á ári síðustu
ár, og tel mig þó fara tiltölulega var-
lega í að áætla. Það veldur auðvitað
skekkju í mælingum því helmingur-