Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 23

Morgunblaðið - 20.10.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 23 ERLENT Reuters PELLIBYLURINN Zeb skolaði flutningaskipi á land í Shimizu í Japan. Fellibylurinn Zeb gerir usla í Japan Houston, Tókýó. Reuters. FELLIBYLURINN Zeb, sem varð nær 100 mönnum að íjör- tjóni á Filippseyjum og Taívan, gekk yfír Japan á sunnudag, nieð þeim afleiðingum að ekki færri en tólf manns létu lífíð. Zeb er nú orðinn að hitabelt- isstormi, en að sögn veðurfræð- inga getur hann þó enn gert talsverðan usla. Nokkur þúsund manns neyddust til að yfírgefa heimili sín á sunnudag vegna flóðahættu og tugir slösuðust. Oveðrið olli miklum truflunum á flugi og lestarsamgöngum í Japan, og fresta þurfti úrslita- keppninni í hornabolta á laug- ardagskvöld, japönskum iþróttaunnendum til mikils ama. Oveður hrelldu einnig íbúa Texas í Bandaríkjunum um helgina. Óvenju miklar rigning- ar ollu víða flóðum og yfír fímm þúsund manns þurftu að flýja heimili sín á laugardag af þeim sökum. Skýstrókur varð einum manni að bana í hjólhýsahverfí í borginni Houston á sunnudag, en alls hafa þrettán manns lát- ist af völdum illviðris í Texas undanfarna viku. Vonir bundnar við nýtt bóluefni Washington. Reuters. NÝ GERÐ bóluefnis, sem er ódýrari og auðveldari í fram- leiðslu en hefðbundin bóluefni, gæti í framtíðinni varið fólk gegn sjúkdómum á borð við malaríu. Bóluefnið er gert úr DNA- kjamsýru veii-a og byggir upg ónæmi líkamans fyrir þeim. í nýrri rannsókn voru 20 sjálf- boðaliðar sprautaðir með slíku DNA-bóluefni gegn malan'u. Eftir sex vikur hafði fjöldi frumna, sem berjast gegn malaríusýkingu, aukist til muna, að sögn Stephens Hoffmans, yfirmanns hjá lyfja- rannsóknastofnun bandaríska flotans. Rannsóknin beindist að því hvort ónæmisviðbrögð kæmu i ljós en ekki hvort bólu- efnið kæmi í raun í veg fyrir malai-íusmit. Slíkar rannsóknir eiga að hefjast á næsta ári. Hoffman sagði að DNA-bólu- efni hefði ýmsa kosti umfram þau sem nú eru notuð. Hefð- bundin bóluefni eru gerð úr fullvöxnum en veiktum veirum og þeim fylgir ætíð nokkur hætta á að sýkjast af veirunni sem ætlunin er að vernda menn gegn. DNA-bóluefni getur hins vegar ekki valdið sýkingu. Fjölbrautaskólinn viðÁrmúla Ármúla 12.108 Reykjavík • Sími 581 4022 • Bréfasími: 568 0335 HeimasíOa: www.fa.is HEILBRIGÐIS- SKÓLINN Armúla 12, 108 Reykjavlk • Sími 581 4022 • Brifasími: 568 0335 Heimasíöa: www.fa.is Innritun fyrir vorönn 1999 Innritun fyrir vorönn 1999 lýkur föstudaginn 6. nóvember. Boðið er upp á tveggja ára nám á uppeldis-, viðskipta- og íþróttabraut og nám til stúdentsprófs á félagsfræðibraut með sálfræði-, félagsfræði-, hag- fræði- og upplýsingatækni/tölvu- vali, á náttúrufræðibraut með heil- brigðis-, raungreina- og íþrótta- fræðivali, og nýmálabraut. í Heilbrigðisskólanum er innritað nú á sjúkraliðabraut, nuddbraut, tann- tæknabraut og lyfjatæknabraut, en í vor verður innritað á námsbraut fyrir læknaritara. Símenntunamámskeið fyrir heilbrigðisstéttir verða auglýst sérstak- lega. Sérnám sjúkraliða verður að þessu sinni í lyflæknishjúkrun. Innritun stendur yfir og lýkur 16. nóvember. Sémám sjúkraliða kostar 22.000 kr. Umsókn um utanskólanám skal skilað fyrir 6. nóvember. Þeir einir koma til álita sem áður hafa stundað nám við skólann. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu skólans, sími 581 4022 og þangað ber að skila umsókn. Skrifstofan er opin frá kl. 8-15.00 virka daga. Námsráðgjafar og skólayftrvöld eru til viðtals á sama tíma. Nákvæmar upplýsingar um nám í skólanum eru á heimasíðu hans, www.fa.is. Skólameistari. www.mbl.is Chanel, Prag, forsíóustúlkan, langir leggir, kvöldveróar- boó, kampavín, síókjóll, brúðkaup, flugeldasýning, mynd eftir Monet, Carmen, Skógafoss, Cary Grant, noróurljósin og Renault. Ármúli 13 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 RENAULT r 1 m .llk ~ • h' imk •* IIIMfeit# ÍS r t ABS hemlakerfi, loftpúðar, fjarstýrð hljómtæki úr stýri, öryggisbelti með strekkjurum og dempurum, þrjú þriggja punkta belti f aftursæti, styrktarbitar í huröum. Renault Mégane er öruggasti bíllinn í Evrópu í sínum flokki. Hann hlaut hæstu einkunn, fjórar stjömur, í öryggisprófunum hjá NACP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.