Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 25
ERLENT
Tugir manna fórust í bruna eftir sprengingu í Kólumbíu
Skæruliðum ELN
kennt um verknaðinn
Talið geta spillt friðarviðræðum í landinu
Bógóta. Reuters.
Reuters
HJÚKRUNARKONUR aðstoða mann sem brenndlst illa í
eldunum sem geisuðu í tveimur þorpum í norðvestur-
hluta Kólumbíu á sunnudagsmorgun.
AÐ MINNSTA kosti fjörutíu og
fimm manns brunnu til bana og
sjötíu særðust alvarlega þegar eld-
tungur gerðu gífurlegan usla í
tveimur þorpum í norðvesturhluta
Kólumbíu að morgni sunnudags.
Hafði orðið sprenging í olíuleiðslu í
nágrenninu sem olli því að logandi
hráolía breyttist í eldhaf með fyrr-
greindum afleiðingum.
Flest fómarlambanna voru kon-
ur og böm sem voru í fastasvefni
þegar sprengingin reif í sundur
hluta af hinni 800 kílómetra löngu
Ocensa-olíuleiðslu í nágrenni smá-
bæjanna Machuca og Fraguas í
Antioquia-héraðinu.
Lögregla á staðnum kenndi
Frelsishemum (ELN), næst
stærstu skæmliðasamtökum í
landinu, um sprenginguna. „Eftir-
lifendur segja að skæruliðamir
hafi komið og sprengt olíuleiðsluna
sem síðan olli gífurlegri olíu-
sprengingu, dreifði hráolíunni um
allt og brenndi þorpið til grunna,“
sagði Jairo Guerra, fulltrúi lögregl-
unnar, sem var við störf á sjúkra-
húsinu í Segovia, nærri þeim stað
er sprengingin átti sér stað.
Það er ekki lengra síðan en í síð-
ustu viku að ELN hóf könnunar-
viðræður við stjómvöld um hvem-
ig binda megi enda á þrjátíu ára
átök í landinu. Er talið líklegt að
sprengingin skaði mjög tilraunir
ELN til að skapa sér nafn sem
stjórnmálasamtök ekki síður en
skæruliðasveitir og gæti hún jafn-
framt stefnt í tvísýnu friðarviðræð-
unum sem ætlað er að binda enda á
átökin í Kólumbíu, sem valdið hafa
dauða þrjátíu og fimm þúsund
manns á síðasta áratug einum.
Andres Pastrana Kólumbíufor-
seti, sem staddur var á ráðstefnu í
Portúgal, vottaði fórnarlömbum og
aðstandendum þeirra samúð á
sunnudag en forðaðist að fordæma
ELN, að því er virtist til að spilla
ekki friðarviðræðunum. Hann fór
hins vegar fram á það að ELN
sýndi friðarvilja sinn í verki.
Olíuleiðslur oft
skotmörk
Aðstæður þóttu allar hinar
hræðilegustu í Machuca og Fragu-
as. A sjónvarpsmyndum mátti sjá
hjálparfólk setja illa brunnin lík í
líkpoka og verið var að flytja skað-
brennd börn í þyrlum Rauða kross-
ins á sjúkrahús. Mátti einnig sjá þá
er komust lífs af leita í rústum
heimila sinna að eigum sínum.
I ELN-samtökunum eru nú um
fimm þúsund meðlimir en þau urðu
til um miðjan sjöunda áratuginn.
Hafa þau margoft gert orkustöðvar
og olíuleiðslur að skotmörkum til
að mótmæla því sem þeim finnst
vera of mikil ítök erlendra fyrir-
tækja í olíuiðnaði Kólumbíu.
Ocensa-olíuleiðslan, sem nú var
sprengd, er í eigu fjölþjóðafyrir-
tækis frá Bretlandi, Frakklandi og
Kanada. Hefur ELN sprengt hana
sextíu og tvisvar sinnum það sem
af er þessu ári.
Lítið útlitsgölluð heimilistæki með verulegum afslætti
Frystiskápar, 2ja hurða amerískur kæliskápur, þvottavélar, þurrkarar,
helluborð, ofnar, sambyggður vaskur og helluborð/sambyggð upp-
þvottavél, ofn og helluborð fyrir sumarbústaði.
/ dag og næstu daga - Takmarkað magn
Einar Farestveit & Go. hff.
Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900
Komið og gerið
góð kaup!
Tölvuþjálfun
Windows • Word
Internet • txcel
Það er aldrei of seint að byrja!
60 stunda námskeið þar sem þátttakendur
kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu
og fá hagnýta þjálfun.
Vönduð kennslubók innifalin í verði.
Innritun stendur yfir.
Fjárfestu í framtíðinni!
Tölvuskóli íslands
BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466
LAGER-
ÚTSALA
Flísabúðarinnar
á Dverghöfða 27
Allir afgangar eiga að seljast
tTsg"~:
Ótrúlegt verð
frá kr. 900 m2
Góðar gólfflísar með 50% afslætti
Jafnvel til í magni
Fyrstur kemur - fyrstur fær
19. til 27. október '98
Einnig er um að ræða sértilboð á nokkrum gerðum af flisum, t.d.
gólfflísum, áður kr. 1.990, nú kr. 1.290, og útiflísum nú á kr. 1.399.
Sn
¥ iis
Stórhöfða 17 við Gullinbrú,
sími 567 4844, e-mail: flis@itn.is
Mikið úrval af
fallegum
rúmfafnaði
Skúlavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
"slim-line"
dömubuxur frá
gardeur
Qhrntv
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 5611680
AXAPTÁ
SRHHflEFÐ FRflMTÍÐflRSÝN
Til að taka á móti upplýsingum, vinna úr þeim og senda þær
frá sér á skýran og aðgengilegan hátt, er nauðsynlegt að
bua yfir góðu skipulagi og skynsemi.
Nútíminn krefst sffeilt nýrra og ferskra hugmynda og til að
ná árangri í starfi þarf sterka einbeitingu, kröfuharða endur-
skoðun, metnað og samhæfða framtíðarsýn.
Tæknival
HEILDGRLRUSNIR
Tæknival er framsækið hugbúnaðar- og tölvufyrirtæki sem býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir á sviði upplýsingatækni